Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÆREYSKA nótaskipið Þrándur í Götu land- aði 500 tonnum af síld hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í gær. Síldina fékk skipið um 60 mílur norður af Færeyjum, þar var Þrándur í Götu að veiðum ásamt Finni fríða, en skipin draga saman eitt troll. Fengu þau samtals 1.000 tonn og fór Finnur fríði sem sinn hluta síld- arinnar til Kollafjarðar, þar sem hún fór í fryst- ingu. Tregt við Svalbarða Tregt hefur verið á síldveiðunum norður við Svalbarða. Á tímabili gekk síldin út af vernd- arsvæðinu og inn í Síldarsmuguna, en hún er nú koma að Svalbarða á ný. Þar munu vera fimm ís- lenzk vinnsluskip, eitt hollenzkt og eitt færeyskt skip. Samkvæmt norska blaðinu Fiskeribladet, liggja ekki fyrir upplýsingar um afla, en gert er ráð fyrir því að búið sé að veiða 60.000 tonn af 90.000 tonna leyfilegum heildarafla á svæðinu. Óvenju mikið hefur verið unnið að norsk- íslenzku síldinni til manneldis nú. Stafar það meðal annars að meir flakavinnslu um borð í vinnsluskipunum en einnig verulegri frystingu í landi fyrst í vor, þegar síldin var nálægt landi. Á Fáskrúðsfirði er síldin fryst auk þess sem eitthvað er flakað í salt. Nú er ekki verið að vinna í frystihúsi fyrirtækisins vegna sum- arleyfa. Skip fyrirtækisins eru í landi til við- gerðar og starfsfólk margt að heiman. Þrándur í Götu kom með síld Morgunblaðið/Albert Kemp Færeyska nótaskipið Þrándur í Götu land- ar 500 tonnum af síld hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Síldin er fryst auk þess sem hún er flökuð í salt. Um þessar mundir er ekki unnið í frystihúsi fyrirtækisins vegna sumarleyfa. Skip fyr- irtækisins eru í landi til viðgerðar og starfsfólk margt að heiman. VERÐ á kolmunna upp úr sjó er núna um 5.800 krónur fyrir tonnið auk bón- uss fyrir gott hráefni. Hvert tonn af hráefni hefur verið að skila um 9.500 krónum í útflutningsverðmæti en kostnaður við bræðslu hvers tonns er á bilinu 2.300 til 3.200 krónur. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir það af og frá að verið sé að skammta útgerðinni einhvern skít úr hnefa eins og Eyjólfur Guðjónsson sagði í frétt í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Þetta er mjög einfalt mál. Það er alltaf ákveðið hlutfall af af- urðaverðinu sem fer til útgerðar og sjómanna. Það er á bilinu 55 til 68% eftir því hve hátt afurðaverðið er því við þurfum alltaf að fá fyrir fasta kostnaðinum í bræðslunum auk ein- hvers hagnaðar. Þetta hefur verið svona árum sam- an og hefur lítið breytzt. Í sumar hef- ur þetta hlutfall verið nokkuð yfir 60% af afurðaverðinu og það skilar okkur engum ofsagróða eins og sjá má, þegar allt er reiknað saman. Þegar gengisvístala krónunnar er komin niður fyrir 109 hlýtur það að koma fram í lækkandi tekjum bæði hjá útgerð og vinnslu,“ segir Björg- ólfur Jóhannsson. 5.800 kr. fyrir kol- munnatonn ÚR VERINU LISTNEMARNIR og hjólreiðamennirnir þau Fabienne Bonino og Jean-François Amiard nutu veðurblíðunnar og slökuðu á við læk skammt austan við Selfoss þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðins urðu á vegi þeirra. Þau eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn og ætla að hjóla vítt og breitt um landið. Aðspurður sagði Amiard að þau hefðu komið fyrir viku en alls ætla þau að dvelja hér í þrjár vikur. Þau taka upp ferðina en framan á hjólunum þeirra eru kvikmyndatökuvélar. Bonino og Amiard kváðust vera heilluð af landi og þjóð og ekki skemmdi fyrir að veðrið væri jafn gott og raun ber vitni. Morgunblaðið/Árni Torfason Slakað á eftir hjólreiðaferð BOGI Nilsson, ríkissaksóknari, hef- ur sent lögreglustjórum landsins bréf þar sem ítrekaðar eru reglur um það hvenær svipta beri ökumenn ökurréttindum á staðnum fyrir brot. Er þetta gert í kjölfar fréttaflutn- ings um afskipti lögreglunnar af ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið á 208 km hraða á Reykja- nesbraut aðfaranótt þriðjudags, þar sem leyfður ökuhraði er 90 km. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var manninum leyft að halda áfram för sinni að lokinni skýrslu- töku en hann var ekki sviptur öku- réttindum á staðnum. Í bréfinu er vísað í ummæli yfir- lögregluþjóns í einu lögregluum- dæmanna í fréttum Útvarpsins um að lögregluembættin hafi árið 1998 fengið bréf frá ríkissaksóknara um að svipta menn ekki ökuréttindum á staðnum fyrir hraðakstur nema í al- gjörum undantekningartilvikum og sé það nú viðmiðunarreglan alls staðar. Í bréfi Boga segir jafnframt: „Í bréfi mínu til allra lögreglu- stjóra dagsettu 17. desember 1998 var mælt fyrir um að ekki skyldi svipta ökumann ökurétti til bráða- birgða vegna of hraðs aksturs nema ökuhraði hafi verið slíkur að varði sviptingu ökuréttar í 3 mánuði sam- kvæmt viðauka við reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, nú reglugerð nr. 575/2001. Þessi er viðmiðunarreglan og tel ég hana vera skýra.“ Í viðauka reglugerðarinnar nr. 575/2001 er mælt fyrir um að svipta beri ökumann ökurétti í þrjá mánuði hafi hann t.d. ekið á; 71-75 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 30 km. 121-130 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 50 km. 161-170 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 90 km. Hafi ökumaður verið staðinn að því að aka hraðar en hér að ofan seg- ir, sbr. og hraðakstursákvæðið í við- auka reglugerðarinnar í heild, þann- ig að mál hans skuli leggja fyrir dómstól með ákæru er enn ríkari ástæða til að beita heimild til að svipta ökumann ökurétti til bráða- birgða en ella.“ Ítrekar reglurnar um sviptingu ökuréttinda Bílar á morgun Trommuleikari breytir jeppum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.