Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A AU GL †S IN GA ST OF AN /S IA .I S L YF 2 84 55 06 /2 00 5 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi – Laugarási LANDMÆLINGAR Íslands hófu í gær, í samvinnu við Landhelg- isgæsluna, Jarðvísindastofnun Há- skóla Íslands og Veðurstofu Íslands, mælingar á Hvannadalshnúk, hæsta tindi landsins. Flogið var með mæli- tæki sem munu safna gögnum í tvo sólarhringa áður en þau verða sótt aftur. Í sömu ferð var einnig komið fyrir mælitækjum á tveimur öðrum stöðum í nágrenni hnjúksins til að fylgjast með hreyfingum jarðskorp- unnar undir Öræfajökli. Að sögn Þórarins Sigurðssonar, forstöðumanns mælingasviðs Land- mælinga Íslands, gekk vel að koma GPS-staðsetningartækjunum fyrir enda veður með eindæmum gott, en GPS-búnaðurinn er með nákvæm- ustu mælitækjum sem völ er á í dag. „Núna mun það mæla fram á föstu- dag og þá er farið aftur upp og tækin tekin niður. Síðan, eftir versl- unarmannahelgi, munum við vinna úr þessum mælingum og við erum að vonast til þess að geta komið með niðurstöður í enda næstu viku,“ seg- ir Þórarinn. Umræddur búnaður er þrífótur sem loftnet er sett á, sjálft mælitækið auk rafgeymis sem knýr búnaðinn áfram. „Það eru gervitungl á braut umhverfis jörðu sem senda merki frá sér sem loftnetið og mót- takarinn taka við, og á þessu byggj- um við þessar mælingar sem við er- um að gera. Við hlöðum niður mælingum og það gerir tækið sjálf- virkt þarna uppi.“ Hvannadalshnúkur hefur verið talinn 2.119 metrar á hæð allt frá því að danski liðsforinginn Johan Peter Koch mældi hnjúkinn ásamt leiðang- ursmönnum vorið 1904, og rataði sú tala inn í allar kennslubækur og fræðirit um Ísland. Í júní í fyrra mældist hnjúkurinn hinsvegar 2.111 metrar þegar félagar í Jöklarann- sóknarfélagi Íslands tóku sig til og mældu hann með GPS-búnaði. „Fyrst þessi vísbending kom frá Jöklarannsóknarfélaginu þá fannst okkur alveg tilvalið að taka þetta á 100 ára fresti og mæla hæðina,“ seg- ir Þórarinn sem býst við að fá sömu tölur og fengust í fyrra. „Þetta verð- ur örugglega einhverstaðar á milli 2.110 og 2.112 metra, hugsa ég.“ Hvanna- dalshnúkur mældur Vænta má að hnúkurinn sé lægri en almennt hefur verið talið Þórarinn Sigurðsson og Guðmundur Valsson sáu um að koma GPS-búnaðinum fyrir sem mun mæla sjálfvirkt fram á föstudag. Þá verður búnaðurinn sóttur og unnið úr upplýsingunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Séð yfir Hvannadalshnúk úr suðri. Á toppnum sést í menn sem virka afar smáir í samanburði við umhverfið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti menn og búnað á Hvannadalshnúk í blíðskaparveðri í gær. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Vestfjarða mun fara yfir stöðu fyr- irtækja í sjávarútvegi og fiskvinnslu á Bíldudal sem hlutlaus aðili og ákveðið vinnuferli fer í gang sem ganga þarf hratt fyrir sig, að sögn Guðnýjar Sigurðardóttur, skrif- stofustjóra bæjarskrifstofu Vestur- byggðar og staðgengils bæjarstjóra. Þetta var niðurstaða fundar sem haldinn var á þriðjudaginn, en hann sátu allir þingmenn kjördæmisins, nema Magnús Stefánsson, Sturla Böðvarsson samgöngumálaráð- herra, fulltrúar frá Atvinnuþróun- arfélagi Vestfjarða og bæjarstjórn Vesturbyggðar. Uppsagnir allra starfsmanna fiskvinnslufyrirtækis- ins Bílddælings hf. á Bíldudal tóku gildi fyrsta júlí og misstu þá um 50 manns vinnuna. Fyrirtækið var stærsti vinnuveitandi bæjarins og með lokuninni lagðist af eina fram- leiðsluatvinnugreinin á staðnum, þar sem rækjuverksmiðjunni var lokað í vetur. Ákvörðun væntanleg bráðlega Þreifingar hafa verið uppi um hvort starfsemi verði haldið áfram á staðnum og segir Guðný að vænt- anlega verði ákvörðun tekin bráð- lega. „Nú fer þessi greining á fjárhags- legri og rekstrarlegri stöðu í gang og síðan verður að taka afstöðu til þess hvort opinber aðstoð komi til eða hvernig staðið verði að þessu miðað við þær niðurstöður sem fást,“ segir Guðný. Hún getur ekki svarað því á þess- ari stundu hvort sömu aðilar muni taka að sér rekstur á ný. Hún bend- ir hins vegar á að það segi mikið að þarna hafi verið fimm rekstrarað- ilar á tólf árum. „Þess vegna vilja menn fara í ýtarlega greiningu núna,“ segir Guðný. Þreifingar í atvinnumálum á Bíldudal Hlutlaus aðili fer yfir stöðu mála „ÉG sef þegar það er vont veð-ur,“ segir Kjartan Jakob Hauks- son, sem nú rær kringum landið til styrktar hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar, en hann vonast til að geta lagt af stað frá Ingólfs- höfða til Víkur í Mýrdal í dag. Róðurinn myndi taka hann rúm- an sólarhring en Kjartan segist vel geta róið á annan sólarhring ef veðrið er í lagi. Kjartan náði að Jökulsárlóni í fyrradag en komst ekki lengra vegna veðurs, m.a. þoku. „Ég hefði viljað fara mikið lengra í dag [gær] en veðrið stoppaði mig. Fyrir hádegi var ágætis veður en síðan var ég með vind- inn í fangið og strauminn á móti mér,“ segir Kjartan sem þarf að hafa mun meiri áhyggjur af veðrinu en af umferðaröngþveiti um verslunarmannahelgina. „Ég fylgist vel með veðrinu og stekk af stað um leið og þetta lít- ur vel út,“ segir Kjartan. Sefur þegar veður er vont
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.