Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 56
Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands Gavin Lucas og Elín Ósk Hreiðarsdóttir við forn- leifarannsókn á mannvistarleifum í Þórutóftum. UMMERKI hafa fundist um mannvist á miðöldum í svonefndum Þórutóftum hjá Laugafelli, á há- lendinu sunnan Skagafjarðar. Þar eru skálar frá Ferðafélagi Akureyrar og heit laug. Þórutóftir eru skammt frá skálunum og tengja þjóðsögur þær við Þórunni ríku á Möðruvöllum, að því er segir á heimasíðu Fornleifastofnunar Íslands. Að sögn Elínar Óskar Hreiðarsdóttur, fornleifa- fræðings og leiðangursstjóra frá Fornleifa- stofnun, skráði Orri Vésteinsson fornleifafræð- ingur tóftina fyrir um áratug. Þá var hana að blása í burt og er stórt uppblásturssvæði norðan við tóftina. Sótt var um styrk til rannsókna á tóft- inni hjá Fornleifasjóði og fékkst hann í ár. Fjög- urra manna rannsóknarhópur frá Fornleifa- stofnun fór á vettvang fyrir tveimur vikum og rannsakaði svæðið. „Við hreinsuðum upp rofið og grófum 12 metra langan skurð. Það er ekki mikið af mannvist- arleifum þarna, en við sáum þó að stungið hafið verið upp og hlaðið upp á bakkana og einnig leifar af þunnu mannvistarlagi á nokkrum stöðum,“ sagði Elín. „Það eru sagnir um að þarna hafi fund- ist bein og öskulög, en það er allt horfið.“ Svo virðist sem fólk hafi hafst þarna við í nokk- ur skipti áður en gjóskulag úr gosi í Veiðivötnum 1477 féll yfir. Rannsóknin bendir til að þarna hafi fremur verið búð en hús og gæti fólk t.d. hafa hafst þar við í tjaldi við fjallagrasatínslu. Mannvistar- leifar á Lauga- fellsöræfum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi MÓTMÆLENDUR sem hafa verið í tjald- búðum við Kárahnjúka undanfarnar vikur tóku niður tjöld sín í gær og fóru af svæðinu. Þetta gerðist í kjölfar þess að hópurinn fékk tilkynningu í fyrrakvöld frá sýslumanninum á Seyðisfirði um að yfirgefa svæðið fyrir há- degi í gær. Lögregla var með talsverðan við- búnað af þessum sökum en allt gekk þó átakalaust fyrir sig. | Miðopna Morgunblaðið/Árni Torfason Tjaldbúðirnar teknar niður UM tvöfalt fleiri sléttbakar drepast á ári hverju en áður hefur verið áætlað, samkvæmt frétt frá AP. Gísli Víkingsson,hvalasérfræð- ingur staðfestir ekki þessar tölur en segir vel þekkt að stofn sléttbaks sé í einna mestri út- rýmingarhættu af öllum hvalastofnum. Hann segir jafnframt að aðgerðir til að stuðla að viðgangi stofnsins hafi ekki skilað tilætluðum árangri og frekari aðgerðir séu því í athugun. „Stofninn náði áður þvert yfir Atlantshafið og teygði sig til Íslands og alveg upp að Evr- ópuströndum,“ segir Gísli og bætir við að í dag séu aðeins um 300 dýr eftir og haldi þau sig við austurströnd Bandaríkjanna. Hætta vegna skipaárekstra Sléttbakar eru feitir og silalegir og fljóta í yfirborði sjávar og er því hættara við árekstr- um við skip en flestum öðrum hvölum. Gísli segir að mjög vel hafi verið fylgst með leifum stofnsins og að árekstrar við skip hafi verið skilgreindir sem eitt helsta banamein slétt- bakanna. Önnur helsta orsökin er að hvalirnir drepast í veiðarfærum og nú eru uppi tillögur um að draga úr veiðum á svæðinu sem þeir halda sig á. Áður hafa verið settar reglur um takmörkun á skipaumferð um svæðið, hraða- takmarkanir og tilkynningaskyldu á svæðinu. „Ég hef heyrt á ráðstefnum og víðar að menn hafa áhyggjur af því að þessar aðgerðir virðast ekki bera tilætlaðan árangur,“ segir Gísli. „Þetta er agnarsmár stofn sem er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af og reyna að endurreisa. Við höfum ekkert sambærilegt dæmi um hvalastofna hér á landi, hér er eng- inn í svona mikilli útrýmingarhættu.“ Ágæti aðgerða dregið í efa AP segir sjófarendur draga ágæti aðgerð- anna í efa þar sem þeir óttist að þær séu of kostnaðarsamar og stofni öryggi í voða ef draga á úr hraða eða breyta áætlunarleiðum skipa til að forðast árekstur við hvalina. Umfangsmiklar hvalatalningar hafa farið fram við Ísland öðru hverju frá árinu 1987. Aðspurður hvort engir sléttbakar hafi sést við strendur Íslands segir Gísli að í þessum taln- ingum hafi alltaf, þar til síðast, sést einn slétt- bakur. „Það vakti bjartsýni um að hann væri hugs- anlega að breiða úr sér aftur, en það er auð- vitað ekki mikið að sjá einn hval í svona stórri talningu.“ Í frétt AP segir að dýrið sé ekki álitið dautt fyrr en það hefur ekki sést í sex ár. Gísli segir mögulegt að fylgjast mjög náið með þessari tegund þar sem hægt sé að taka ljósmyndir af henni á stuttu færi. Á dýrunum vaxa ásætur sem mynda mynstur sem síðan er notað til þess að þekkja einstök dýr. Sléttbakar nefnast „right whale“ á ensku, því þeir voru „rétti hvalurinn“ til að veiða. Mögulegt var að veiða þá með frumstæðum búnaði vegna þess hve feitir og silalegir þeir eru og er talið að veiðarnar hafi byrjað þegar á 12. öld. Það var langt á undan veiðum á öðr- um tegundum og veiðar á þeim hvalateg- undum sem Íslendingar þekkja best hófust ekki fyrr en í lok 19. aldar. Aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri Sléttbakur í útrýmingarhættu Morgunblaðið/Friðþjófur Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is ENN eru 200–230 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala – háskólasjúkra- húsi og hefur ekki tekist að stytta biðlistann síðasta miss- erið þrátt fyrir aukin afköst og aukafjárveitingu frá heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Gera má ráð fyrir að meðalbiðtími eftir hjartaþræðingu sé 3–4 mánuð- ir en getur farið allt upp í 5–6 mánuði. Öll bráðatilvik eru hins vegar tekin strax. Dagdeild, sem notuð er vegna hjartaþræðinga, er lok- uð í einn mánuð í sumar, í júlí, og hefur því safnast inn á bið- listann að undanförnu. Deildin verður opnuð eftir verslunar- mannahelgi og verður þá byrj- að að kalla menn inn af biðlist- um á nýjan leik. Tekist hafði að eyða biðlistum vegna hjarta- þræðinga í fyrravor, en lokun dagdeildarinnar í fyrrasumar í tvo mánuði gerði það að verk- um að biðlisti myndaðist á nýj- an leik og hefur ekki tekist að eyða honum síðan. Gestur Þorgeirsson, yfir- læknir hjartadeildar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, sagði að afköst við hjartaþræðingar hefðu aukist það sem af væri þessu ári samanborið við í hann í haust,“ sagði Gestur. Hann sagði að auk þeirra sem kæmu af hjartadeildinni og væru þræddir strax væru 20–25 manns kallaðir í hjarta- þræðingu í viku af biðlistanum. Stöðugt bættist þó á listann vegna nýrra beiðna um hjarta- þræðingu. „Okkur finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að menn þurfi að bíða í 1–2 mán- uði eftir hjartaþræðingu þegar ekki er um tilfelli að ræða sem liggur á, en við viljum ekki að biðtíminn sé mikið lengri en það,“ sagði Gestur. fyrra, enda sérstakt átak gert í þeim efnum. Eftirspurn hefði hins vegar aukist og því lítið gengið á biðlistann. Minni þjónusta á sumrin Gestur sagði varla raunhæft að loka ekkert yfir sumarið vegna sumarleyfa. Nú væri deildinni þó einungis lokað í fjórar vikur og starfsemin ætti að komast í fullan gang eftir helgina. „Við viljum ekki hafa listann svona langan og munum gera það sem við getum til að stytta Enn bíða 200 manns hjartaþræðingar Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK ÍSLENSKU skákmennirnir stóðu sig vel í tíundu og næstsíðustu umferð Heimsmeistaramóts ung- menna sem fram fer í Belfort í Frakklandi. Íslend- ingarnir fengu sex og hálfan vinning í átta skákum. Fimm þeirra eru nú með fjóra og hálfan vinning. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur sótt í sig veðrið og hún sigraði í gær. Dagur Arngrímsson tapaði hins vegar sinni skák en hann teflir í flokki 18 ára og yngri. Yngstu Íslendingarnir, Hjörvar Steinn Grétars- son og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir unnu sínar skákir. Hjörvar er nú með fjóra og hálfan vinning en Jóhanna með þrjá og hálfan. Átta skákir og 6½ vinningur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.