Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 23 A lgengur upphafspunktur ferðamanna í Reykjavík er án efa BSÍ í Vatns- mýrinni. Þar hittu blaðamaður og ljós- myndari nokkra ferðamenn sem voru að bíða eftir rútunni til Keflavíkur. Einn á bekk sat ungur maður með ferðatöskurnar sínar og ákváðum við að taka hann tali. Hann kynnti sig sem Sang Youb Lee frá Suður-Kóreu og hafði verið hér á landi í sjö daga en var á heimleið. „Ég var í fjóra daga í Reykjavík og fór nokkra dagtúra þaðan. Ég sá Hallgrímskirkju, Kola- portið og tjörnina, en eftirminnileg- ast var þegar ég fór niður að sjó eitt kvöldið og sá sólsetrið. Það er erfitt að koma hingað frá Kóreu, allt mjög ólíkt en ég kann vel við mig hér.“ Rútan hans Sang var að fara svo að við kvöddum hann og röltum niður í miðbæ, eins og hann mælti með, og litum inn á Upplýsingamiðstöð ferða- manna í Aðalstræti. Þar gaf Soffía Santacroce upplýsingastúlka okkur mikið af bæklingum og upplýsingum. „Ferðamenn vilja fara á minja- og listasöfn. Ég mæli líka með því við þá að labba Nauthólsvíkina eða Lauga- veginn, skreppa í hvalaskoðun og fara í hestaferðir. Fólk kemur mikið hingað og oft er upplýsingamiðstöðin fyrsti viðkomustaður ferðamanna í Reykjavík. Margir sem koma beint úr skipunum í höfninni hafa stuttan tíma og spyrja bara „Hvað á ég að gera?“ “ Einmanalegt á Austurvelli Að ráði Soffíu röltum við út á Aust- urvöll til að sjá mannlíf höfuð- borgarinnar. En eitthvað fór lítið fyr- ir fólkinu þennan daginn enda ekki komið hádegi. Eftir að hafa snúist í nokkra einmanalega hringi og reynt að sjá Alþingishúsið með ferða- mannaaugum gengum við í flasið á miðaldra hjónum sem voru greini- lega ekki íslensk. Þau voru almenni- leg og brosmild og leyfðu okkur að spjalla aðeins við sig. Judith og Jim Peterson, eins og þau kynna sig, eru frá Minnesota í Bandaríkjunum. Þau höfðu lent á Keflavíkurflugvelli tveimur klukkustundum fyrr og voru því alveg splunkuný á landinu, en ætluðu að dvelja hér í tvær vikur. Það sem þau voru hrifnust af eftir þessa tveggja tíma dvöl var svalt veðrið og ferskt loftið. Annars voru þau bara á röltinu til að kynna sér borgina en ætluðu að skoða hesta, landslag, Bláa lónið og söfn á dvöl sinni hérna. Áfram héldum við ferðinni upp Laugaveginn og ákváðum að koma við í Þjóðmenningarhúsinu því að enginn er almennilegur ferðamaður nema hann skoði söfn og sýningar. Þar var margt að sjá og innan um fornar bækur rákumst við á dönsk hjón að nafni Birgitte Moltke og Jur- gen Langharig. Jurgen sagði að þau hefðu ákveðið að koma hingað til lands eftir að hafa hrifist af Íslandi á Heimssýningunni í Hannover. Þau voru búin að vera hér í einn dag en ætluðu að vera í Reykjavík í tvo daga og fara svo um landið. Það sem af var degi höfðu þau verið á borgarrölti, skoðað fólkið og leitað að Íslenskri lopapeysu á Birgitte. Seinna um dag- inn ætluðu þau í hvalaskoðun. „Við erum mjög undrandi á að sjá ung- lingavinnuna. Okkur finnst sniðugt að láta unga fólkið vinna svona og er það eitthvað sem Danir mættu taka sér til fyrirmyndar. Einnig erum við hrifin af öllum þessum íslensku ungu hönnuðum og listamönnum,“ sögðu þessi spræku hjón sem fannst Reykjavík lítil og sæt borg. Íslenska lopapeysan er fræg Loksins komumst við upp að Hall- grímskirkju, en með henni mæltu flestir að við skoðuðum. Þar sat við styttuna af Leifi Eiríkssyni hópur af bandarískum unglingum sem voru í skólaferðalagi hér í tvo daga. Þau höfðu svosem ekki mikið að segja um Reykjavík. Aðspurð út í Hallgríms- kirkju sögðu þau að hún væri mjög stór. Annars voru þau hrifnust af ferska loftinu og fannst flott hvernig Reykjavík birtist eins og út úr engu þegar þau komu frá Keflavík. Hóp- urinn átti eftir að fara í Bláa lónið og á hestbak á smáhestum eins og þau kölluðu þá. Eins og sannir ferðamenn var ekki annað hægt en að kíkja inn í eina ferðamannabúð. Á Skólavörðustígn- um löbbuðum við inn í búð Hand- prjónasambands Íslands. Þar inni var Kristín Dóra Árnadóttir starfs- stúlka. Hún sagði erlenda ferðamenn aðallega kaupa íslensku handprjón- uðu lopapeysuna. „Lopapeysan stendur alltaf fyrir sínu og það kaupa allar þjóðir hana. Flestir sem koma hingað vita hvernig hún lítur út og þeir velja mest sauðalitina. Ungu fólki finnst lopapeysan jafn flott og því eldra og miðað við eftirspurn þá finnst mér íslenska lopapeysan orðin frekar fræg.“ Borgin skoðuð úr vagni Reykjavík er ekki bara miðbærinn og því ákváðum við að fá okkur far með hinum nýju útsýnis- og skoð- unarvögnum. Þeir hafa verið áber- andi í borginni að undanförnu og minna mest á breska strætisvagna. Við hoppuðum upp í vagninn við Arnarhól og fengum okkur sæti á efri hæð hans. Toppurinn var ekki á vagninum og lék því sólin við farþeg- ana. Í vagninum er hægt að fá heyrn- artól og hlusta á upplýsingar um Reykjavík um leið og keyrt er um hana. Blaðamaður lifði sig svo inn í ferðamannahlutverkið að hann stillti tækið ósjálfrátt á ensku í staðinn fyr- ir íslensku sem einnig var í boði ásamt sjö öðrum tungumálum. Úr vagninum var margt að sjá og gaman að fræðast um borgina á nýjan hátt. En eitthvað áttum við erfitt með að sjá hversdagslega staði í nýju ljósi og undruðumst í hvert skipti þegar er- lendir farþegar í vagninum tóku and- köf af hrifningu yfir einhverju sem fyrir augu bar. Það er augljóslega margt að sjá í Reykjavík en skemmtilegast fannst okkur að heyra skoðanir erlendra ferðamanna á landi og þjóð.  FERÐAMENN | Göngutúr um Reykjavík Oft getur verið erfitt að sjá hversdagsleikann í nýju ljósi, eins og í Reykjavík fyrir þá sem þar búa. Ingveldur Geirsdóttir og Eyþór Árnason ljósmyndari skruppu á röltið og reyndu að sjá borgina með öðrum augum, fet- uðu í fótspor ferða- manna og tóku nokkra þeirra tali. „Hoppið inn og út“ er slagorð nýju vagnanna sem fara útsýn- istúra um Reykjavík í sumar. Morgunblaðið/Eyþór „Hún er mjög stór,“ sögðu unglingarnir um Hallgrímskirkju. Krakkarnir komu frá skólanum Cambridge Isanti High School í Bandaríkjunum og voru hér á skólaferðalagi til að kynnast landi og þjóð. Birgitte Moltke frá Danmörku fannst jákvætt að ráða íslenska unglinga í vinnu í skólafríinu og sagði að Danir gætu tekið þetta sér til fyrirmyndar. Hún var hér á landi með eiginmanni sínum, Jurgen Langharig. Soffía Santacroce á Upplýsinga- miðstöðinni mælir t.d. með heim- sókn í Nauthólsvík. Kristín Dóra er á því að íslenskar lopapeysur séu frægar. Hjónin Judith og Jim Peterson höfðu aðeins dvalið hér í skamman tíma en voru hrifin af svölu veðri og fersku lofti. Sang Youb Lee frá Suður-Kóreu beið á BSÍ eftir rútu til Keflavíkur. Hann var að fara heim eftir að hafa dvalið í sjö daga á Íslandi. DAGLEGT LÍF Lítil og sæt borg ingveldur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.