Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ar“ og náði að hljóðrita frásagnir þriggja kynslóða. Þótt veikindi hans kæmu í veg fyrir að hann lyki rann- sókninni sjálfur er ómetanlegt að heimildir til slíkrar rannsóknar séu varðveittar. Þær eru þó aðeins dæmi um hinar fjölbreyttu heimildir sem Hallfreður safnaði og verða komandi kynslóðum óþrjótandi brunnur til að varpa nýju og nýju ljósi á íslenska alþýðumenningu. Ég kveð Hallfreð Örn Eiríksson með virðingu og þakklæti og votta Olgu mína dýpstu samúð. Rósa Þorsteinsdóttir. Hún var dálítið litrík, íslenska námsmannanýlendan á «Þröskulds- stöðum» í kringum 1960. Einna litríkastur var Hallfreður Örn Eiríksson. Það var ólýsanleg lífsreynsla að verða veðurtepptur með Hallfreði einhvers staðar í borg Kafka og hlusta á stórhríðarsögur úr uppvexti hans við Húnaflóa, sagðar með til- hlýðilegum svipbrigðum. Við komumst alltaf í gott skap af hressilegum hlátri Hallfreðar, og þegar vel lá á honum glumdu ramm- ar rímnastemmur svo að gullna borgin á bökkum Moldár nötraði. Þá var gaman að lifa, a.m.k. fyrir Ís- lendinga. Hallfreður var gegnsósa af krydd- legi íslenskrar alþýðumenningar, þjóðsagna og skáldlistar. Það var því engin tilviljun að hann valdi þjóð- fræði sem ævistarf. Síðari tímar eiga eftir að njóta góðs af þeim grunni sem hann lagði með óþreytandi elju sinni, en aðrir munu væntanlega gera því framlagi hans nánari skil. Prag hefur orðið mörgum örlaga- valdur, og þar hreppti Hallfreður mesta hnoss ævi sinnar, eftirlifandi eiginkonu sína Olgu Maríu Franz- dóttur. Fjölskylda hennar tók ís- lenskum námsmönnum jafnan tveim höndum og veitti þeim aðhlynningu eftir þörfum. Síðan þau Olga fluttu hingað heim fyrir ríflega fjórum áratugum hefur heimili þeirra verið tékkneskt menningarsetur jafnt og íslenskt. Þangað hafa jafnan leitað tékknesk- ir fræðimenn og námsmenn, og ver- ið tekið með kostum og kynjum. Hallfreður þýddi með ágætum nokkrar bækur úr tékknesku á ís- lensku, en Olga aftur úr íslensku á tékknesku. Þau Olga voru jafnan samrýnd og ástúðleg. Sú umhyggja sem hún veitti manni sínum eftir að heilsa hans brást gleymist ekki þeim sem til þekkja. Við deilum sorg og eftirsjá með henni ásamt hlýjum minningum. Fyrir hönd íslenskra námsmanna í Prag um 1960 Haukur Jóhannsson, Helgi Haraldsson, Jóhann Páll Árnason, Jón R. Gunnarsson og Ólafur Hannibalsson. Við eigum einungis ljúfar minn- ingar um Hallfreð Örn. Kynni okkar hófust um áramót 1970–71, sem raunar var brúðkaupsafmæli þeirra hjóna, hans og Olgu Maríu Franz- dóttur. Þar með hófst náin vinátta sem aldrei bar skugga á. Þau hjón kynntust er hann var við framhalds- nám í Tékkóslóvakíu á sjöunda ára- tug síðustu aldar. Olga er tékknesk en gerðist íslenskur ríkisborgari. Þau voru afskaplega samhent og höfðu vakandi tilfinningu fyrir öllu sem að menningu lýtur. Samstarf þeirra að ýmsum verk- efnum, svo sem þýðingum, var afar árangursríkt. Þau ferðuðust enn- fremur um byggðir Íslendinga í Vesturheimi í lok sjöunda áratug- arins og söfnuðu þjóðlegum fróðleik. Hallfreður var hár maður vexti og bar sig vel. Framkoma hans ein- kenndist af hæversku og góðgirni, og var alveg sama hver í hlut átti. Hann átti einkar gott með að blanda geði við unga jafnt og eldra fólk, en hið síðarnefnda má kannski rekja til þjálfunar í starfi við söfnun sagna og kvæða hjá því fólki sem muna má tímana tvenna. Þrátt fyrir hæglæti skyldi enginn halda sem kynntist Hallfreði, að þar færi maður sem léti sig málefni líðandi stundar lítt varða. Hann hafði afar sterkar stjórnmálaskoðanir og ákveðna samfélagssýn. Það lýsir hins vegar vel þeirri virðingu sem hann bar fyr- ir skoðunum annarra, að aldrei kom til ágreinings milli okkar, þótt við værum ekki sammála. Hallfreður var meistarakokkur og gladdi vini sína oft með dýrindis réttum. Hann átti gott safn mat- reiðslubóka frá ýmsum löndum en vildi líka auka virðingu gamalla ís- lenskra rétta. Ríkulega nutum við þessa á hátíðum og ekki gladdi síður augað glæsilegur tékkneskur borð- búnaður á heimili þeirra hjóna. Hall- freður fór í smáatriðum eftir upp- skriftum og er enski jólabúðingurinn gott dæmi um þetta. Formfesta var rík í fari hans. Það sem verður eftirminnilegast í áralöngum samskiptum okkar eru þó sunnudagsgöngurnar um Heið- mörk, hvernig sem viðraði, allan árs- ins hring. Þar var skrafað og ótelj- andi voru frásagnir Hallfreðar sögulegs eðlis. Nánast eins og fyr- irlestrar með túlkunum og skýring- um, jafnt um innlend sem erlend málefni og þá gjarnan tengd saman og krydduð. Hann sagðist hafa hug- að á nám í sagnfræði, en valdi þó annað starfssvið. Árið 2000 fórum við fjögur til Spánar og áttum ánægjulegt frí og skoðuðum fallegar borgir og merkar byggingar. Ekki fór þó milli mála að eitthvað bjátaði á, enda kom í ljós að Hall- freður hafði veikst alvarlega. Ef til vill var þetta síðasta ferðin sem hann fékk notið að marki, því sjúk- leikinn ágerðist hratt. Aðdáunarvert var að sjá þá umhyggju sem Olga sýndi manni sínum til hinstu stund- ar. Hjálpsemi og tryggð þeirra hjóna við okkur og börnin verður seint fullþökkuð. Við biðjum Guð að styrkja Olgu í sorg hennar og sendum ættingjum og vinum samúðarkveðjur. Brigitte og Pétur B. Lúthersson. Hlýlegar endurminningar mínar um Hallfreð Örn ná langt aftur. Einkum eru mér minnisstæðar af- mælisveislur Hadda. Á svokölluðum afgangadegi jóla komu börn og full- orðnir saman og gæddu sér á þeim kræsingum sem Haddi hafði útbúið fyrir jólahátíðina. Sérstaklega minn- ist ég ensku jólakökunnar hans Hadda. Barnið ég skar sér væna sneið af kökunni, sem reyndist treg- ari undir tönn en það hafði ætlað. Mér finnst ég hafa tuggið stærstu bitana fram undir áramót en síðar hefur kakan orðið mér að tákni fyrir margt það besta sem Haddi hafði að gefa. Það var stundum dálítið tor- melt, en maður bjó lengi að og lærði æ betur að meta. Þegar ég fór sjálf- ur að búa bakaði ég enska jólaköku, sem orðin var ómissandi. Og líkt og við börnin máttum gæða okkur á kræsingum sem við kunnum varla að meta fengum við að taka virkan þátt í öllu sem fram fór í afmæli Hadda. Þegar leið að kvöldi af- gangadags voru teknar frá nokkrar sætaraðir í Hafnarbíó og börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega yfir Chaplin eða öðrum meistara- verkum þöglu myndanna. Brennandi áhugi Hallfreðar á öllu því sem tengdist bókmenntum og menningu varð mér síðar stuðningur og stöðug hvatning. Á fyrstu árum háskólanámsins fékk ég ósjaldan bækur að láni og þegar hugur minn stóð til doktorsnáms í Þýskalandi taldi Haddi ekki eftir sér að nýta há- degishlé sitt til að kenna mér grund- vallaratriði þýskrar málfræði. Oft bar okkur félagana þó af leið og gilti þá einu hvaða spurningar leituðu á mann, sjaldnast kom maður að tóm- um kofunum þar sem Hallfreður var. Þá fékk hann mann til að staldra við og virða viðfangsefnið fyrir sér annars staðar frá. Á þess- um stundum skein úr fasi hans lífs- viðhorf sem varð mér æ hugfólgnara og einkenndist af hógværð og yf- irvegun. Þannig sé ég Hallfreð fyrir mér, sallarólegan að spá í hvort hlut- irnir horfi kannski öðruvísi við eða kíminn á svip þar sem hann er staddur í miðri frásögn og tekur einn af sínum dýrmætu útúrdúrum. Elsku Olga, megi gæfan fylgja þér í sorg þinni. Benedikt Hjartarson. Góðviðri og sumarblíða hafa sett svip á lífið og tilveruna nú um nokk- urt skeið, sums staðar að minnsta kosti. Þegar svo vel viðrar fær nátt- úran öll og umhverfið annað yfir- bragð, það birtir yfir mannfólkinu og glaðnar til í hug og hjarta. Marg- breytileikinn heldur þó sínu striki, þokubakkar byrgja stundum sólar- sýn. Og það berast misgóð tíðindi af innlendum og erlendum vettvangi, sum andstæð glaðværðinni og þess- ari góðu tíð um hábjargræðistím- ann. Meðal frétta að morgni eins góðviðrisdagsins var tilkynning um að Hallfreður Örn Eiríksson væri látinn. Með honum er genginn minn- isstæður maður og merkur fræða- þulur. Leiðir okkar Hallfreðar lágu fyrst saman skömmu eftir að ég kom heim til Íslands að afloknu tónlistarnámi í útlöndum. Á námsárunum hafði ég kynnst fáeinum þjóðlögum frá Tékkóslóvakíu sem sungin höfðu verið á söngsamkomum þar ytra undir stjórn mikilhæfra kórstjóra. Heimkominn fann ég fljótlega tilefni til að nota eitthvað af þessum lögum til söngs og þurfti aðstoð við fram- burð textanna og þýðingu þeirra. Ég frétti af manni sem gæti hjálpað mér í þessum efnum, það var Hallfreður. Ég fór á hans fund, hann tók mér af- ar ljúfmannlega og hjálpaði mér með þjóðlagatextana, það var auð- sóttur greiði. Seinna höfðum við margt saman að sælda eftir að ég fékk áhuga á ís- lenskum þjóðlögum, rímnakveðskap og alþýðusöng sem um áratuga skeið var eitt helsta fræðasvið og starfsvettvangur Hallfreðar. Hann vann að því af einstakri alúð, þol- inmæði og þrautseigju að safna inn á segulbönd margvíslegu efni ís- lenskra þjóðfræða. Af því efni, sem varðveist hefur í munnlegra geymd meðal íslenskrar alþýðu og Hallfreð- ur hljóðritaði á söfnunarferðum sín- um víðsvegar um landið, þekki ég best til þess sem lýtur að söng og rímnakveðskap. Hann hafði einstakt lag á því að fá heimildarfólk sitt til að syngja fyrir sig, raula eða kveða inn á segulband. Í hljóðritasafni Stofnunar Árna Magnússonar, þar sem upptökur Hallfreðar eru varð- veittar, er að finna ótrúlega fjöl- breytt og yfirgripsmikið safn efnis sem Hallfreði tókst að bjarga frá gleymsku og glötun. Enda þótt ég hafi lengi þekkt til þessa merkilega ævistarfs Hallfreðar, var það fyrst fyrir fáeinum árum, þegar ég gerð- ist starfsmaður við hljóðritasafnið, að mér varð ljóst hversu dýrmætt þetta safn er og hve mikið þar er varðveitt af rímum og lausavísum, þulum og barnagælum, kvæðum og sálmum sem Hallfreði tókst að fá fólk til að syngja fyrir sig og kveða. Svo lengi sem tónlistarfólk og fræði- menn leita að slíku efni til rann- sókna og útgáfu, mun Hallfreðar verða minnst fyrir eitt merkasta framlag síðari tíma til söfnunar þjóðfræða úr munnlegri geymd. Síðustu æviárin voru Hallfreði og Olgu eiginkonu hans erfið, hann missti heilsuna fyrir aldur fram vegna hrörnunarsjúkdóms sem svipti hann að mestu sambandi og samskiptum við umheiminn. Ég sá hann síðast á vordögum, þegar ég heimsótti hann á sjúkrastofnunina þar sem hann eyddi ævikvöldinu. Það var á sólríkum degi, ég var með harmónikkuna með mér og frammi á gangi skemmti ég sjúklingunum með því að spila og syngja fyrir fólk- ið dálitla stund og kveða fáeinar vís- ur úr rímum og kvæðum. Þá var sungið: „Ég vitja þín æska um veg- lausan mar“ og raulaðar mansöng- svísur úr Númarímum: „Á ég að halda áfram lengra eða hætta / og milli Grænlands köldu kletta / kvæð- in láta niður detta“. Síðan dokaði ég við dálitla stund hjá Olgu og Hall- freði inni á herberginu hans. Ég held að hann hafi haft svolítið gaman af þessu tiltæki gamals félaga og aðdáanda úr fræðunum, hann gat að vísu ekki tjáð hug sinn með orðum, en handtakið var hlýtt svo sem endranær, þegar við heilsuðumst og kvöddumst. Ég kveð fræðimanninn og góð- kunningja minn Hallfreð með virð- ingu og þökk. Eiginkonu hans Olgu og öðru fjölskyldufólki eru sendar samúðarkveðjur. Njáll Sigurðsson. Ég mundi alltaf afmælisdaginn hans, 28. desember. Við vorum saman í Austurbæjar- skólanum og sat ég flesta vetur fyrir aftan hann þar sem hann sat í fremstu röð. Á þessum árum léku krakkar sér saman úti í frímínútum og þá gjarnan heilu bekkirnir. Þar var hlaupið í skarðið og margt annað var á dagskrá, sem var ekki síður keppni en leikir. Hallfreður tók ekki ótilneyddur þátt í nokkrum hlaupum og hann nánast óttaðist leikfimi og sund. Lá við að hann lenti í einelti út af íþróttafóbíu sinni. En við áttum eitt sameiginlegt áhugamál sem voru heimsóknir okk- ar á bókasafnið til Hermanns. Hall- freður var mikill lestrarhestur og las þá nánast allt sem hann náði í. Hann var heimagangur á heimili mínu, sérstaklega á meðan við vorum í barnaskóla. Hann kom oft á sunnudegi rétt eftir hádegi og fékk lánaða bók hjá mér eða pabba. Leikfélagar mínir komu og vildu fá mig með í bíó. Hann sinnti því engu, en hringaði sig í stól með bókina sína. Peninga- ráð voru lítil. Við strákarnir fórum svo í 3-bíó og ég kom aftur heim tveimur til þremur tímum síðar. Sat þá Hallfreður enn hinn rólegasti við lestur, en móðir mín sagði mér að vel hefði farið á með þeim. Í menntaskólanum skildi leiðir að miklu leyti og eftir stúdentspróf fór- um við í aðskildar áttir. Mér er minnisstætt er ég átti er- indi að reka í Tékkóslóvakíu. Áður en ég fór heimsótti ég Hallfreð á vinnustað hans í Háskólanum og fékk hann til að kenna mér nokkur orð í tékknesku. Hafði hann mjög gaman af því og ég gat heilsað og kvatt og slegið um mig með örfáum setningum þegar til Tékkóslóvakíu kom. Hallfreður var mikill einstæðing- ur í æsku og fram á manndómsár. Því var það honum mikil hamingja að eignast Olgu Maríu, sína ágætu konu og félaga. Hann átti ekki til ljóta hugsun og lagði ekki illt til nokkurs manns. Hann var einlægur, hreinn og beinn og drengur góður. Aðrir en ég verða til þess að halda á lofti merku ævi- starfi hans. Ég votta Olgu Maríu mína inni- legustu samúð. Guð blessi minningu Hallfreðs Arnar. Gunnar Torfason. Á ráðstefnu um þjóðsögur, sem haldin var í Reykjavík í júní sl., var sýnd mynd af Hallfreði Erni Eiríks- syni, ásamt konu sinni Olgu, þá ung- um fræðimönnum á leið til Kanada, þar sem þau voru í eitt ár og söfnuðu þjóðlegu efni meðal Vestur-Íslend- inga. Það var verðugt minni um framlag Hallfreðar á sviði íslenskra fræða, en margt sem hann safnaði er til í upptökum á Stofnun Árna Magnússonar og væri annars týnt með öllu. Íslendingum ber að færa honum þakkir fyrir þetta. Ég er ein margra útlendinga sem standa í mikilli þakkarskuld við Hallfreð. Íslenska er erfið tunga, það tekur mörg ár að ná fullum tök- um á henni. Margur gestur á stofnuninni kann að lesa íslensku, bæði forna og nýja, en getur ekki talað hana. Hér rétti Hallfreður mörgum hjálparhönd, hann hafði alltaf tíma aflögu til að doka við á kaffistofunni og spjalla hægt og rólega um daginn og veg- inn, um búskaparhefðir og matar- venjur hér á landi, eða annað sem veitti innsýn í hefðir og menningu þjóðarinnar. Hann auðgaði þannig hugi þeirra sem komnir voru um langan veg til að nema hvers kyns íslensk fræði. Í Hallfreði átti íslensk menning hóg- væran og prúðan liðsmann sem sáði mörgum fræjum án þess að beina at- hygli að sjálfum sér. Fyrir hönd allra útlendinga sem hafa notið góðs af samræðum við Hallfreð þakka ég honum að leið- arlokum góð kynni. Margaret Cormack. HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Efstahjalla 5, áður Víghólastíg 12, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 19. júlí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, fimmtudaginn 28. júlí kl. 15.00. Magnína Sveinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Guðrún R. Sveinsdóttir, Eiríkur Sigfinnsson, Páll R. Sveinsson, María K. Ingvarsdóttir, Sigrún R. Sveinsdóttir, Kjartan Þórðarson, Þuríður H. Sveinsdóttir, Kristján Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR ELÍSABET TRYGGVADÓTTIR, Skúlagötu 72, Reykjavík, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Foss- vogi þriðjudaginn 19. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Landspítala háskólasjúkrahúss Fossvogi, deild B-2, þökkum við yndislega umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands. Tryggvi Þórisson, Hólmfríður Jóhanna Steinþórsdóttir, Þóra Guðrún Þórisdóttir, Símon Þór Bjarnason, Sigríður Kristín Þórisdóttir, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson, Elísabet Jónína Þórisdóttir, Alfred Júlíus Styrkársson, ömmubörn og systur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.