Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 24
Það getur reynst snúið aðkaupa inn í matinn úti álandi, þar sem vöruúrvaliðer oft af skornum skammti. Í versluninni 11–11 á Hvolsvelli er ágætt úrval af græn- meti, ávöxtum og ýmsu sem sást ekki hér áður utan Reykjavíkur en þar er ekki kjötborð með ferskri vöru. „Mér finnst verst að hér er ekkert kjötborð,“ segir Katrín B. Aðalbjörnsdóttir sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Hvolsvelli. „Hér er allur matur innpakkaður, ýmist frosinn eða í kæliborði, og úrvalið er svona og svona. Það er ekki skemmtilegt að kaupa allt í pökk- um. Þrátt fyrir það geri ég mér ekki ferð á Selfoss til að kaupa í matinn. Það er bæði tímafrekt og dýrt en þegar ég á leið þar um kem ég við í Nóatúni. Þá er verslað eins og maður hafi aldrei séð mat. Nóatúnsbúðin á Selfossi er ein- staklega skemmtileg og ef við ætl- um að vera með nautakjöt þá kaup- um við það þar. Synd að við fáum ekki að njóta þess líka sem hér bú- um.“ Fiskur ekki oft á borðum Fjölskylda Katrínar er ekki sér- lega mikið fyrir fisk. „Fiskur er helst ekki á borðum á mínu heim- ili,“ segir hún enda er fiskúrvalið ekki glæsilegt í kæliborðinu. „Það er einfaldlega þannig að matseðill- inn ræðst af því sem fæst hverju sinni,“ segir hún. „Nú er til dæmis grillsósan, sem ég kaupi venjulega, ekki til og þá verð ég að sætta mig við aðra sem er ekki eins góð.“ Og það er ýmislegt annað sem vantar í hillurnar þegar gengið er um verslunina rétt eftir hádegi á mánudegi. Hvolsvöllur er síðasti verslunarstaðurinn áður en haldið er inn á hálendið eða í Þórsmörk og þeir sem koma að austan stopp- uðu síðast í Vík í Mýrdal. Svangir ferðalangar erlendir sem innlendir kaupa gjarnan kex, ávexti, jógúrt eða skyr og margir grípa pilsner og halda sennilega að um áfengan bjór sé að ræða. Brauðið var nýkomið um hádeg- isbilið en það er oft uppurið á sunnudögum og þá er sett upp skilti; „allt brauð búið“, og þegar við komum að mjólkurkælinum var mjólkin nær búin en tvær dósir eft- ir af jógúrt. Frosnar kjúklingabringur Kjúklingabringurnar sem eiga að vera á grillinu þennan sólskinsdag eru frosnar og segir Katrín að þær fáist helst aldrei ferskar nema á föstudögum. „Ef ég ætla að fá ferska vöru verð ég að versla upp úr hádegi,“ segir hún. „Annars er allt búið um miðjan dag. Það er reyndar óskiljanlegt að við skulum ekki hafa betri aðgang að ferskri kjötvöru með kjúklingasláturhús við Hellu í næsta nágrenni og kjöt- vinnslu SS hér á Hvolsvelli. Ef við viljum panta kjúklinga eða kjöt þá verður í flestum tilfellum að senda vöruna til okkar frá Reykjavík.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Katrín Aðalbjörnsdóttir segir að erfitt sé að fá ferskar kjötvörur á Hvolsvelli. Lítið var eftir í mjólkurkælinum eftir helgina.  HVAÐ ER Í MATINN? | Katrín B. Aðalbjörnsdóttir segir matseðilinn ráðast af framboði Saknar þess að hafa ekki kjötborð Það er helst á föstudögum sem til eru fersk- ar kjúklingabringur og oft er brauðið búið á sunnudögum. Tvær jógúrtdollur eru í hill- unni og nokkrar mjólkurfernur. 24 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Krónan Gildir 27. júlí – 2. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrs hangikjöt, soðið ................... 999 1998 999 kr. kg Lays snakk, 4 tegundir.......................... 169 198 845 kr. kg Vestfiskur Krónubitafiskur ..................... 399 499 3990 kr. kg 7 Up Free, 2 ltr. ................................... 99 192 49 kr. ltr Krónu hrásalat/ferskt salat ................... 98 169 280 kr. kg Goða svið, soðin .................................. 499 670 499 kr. kg Bautabúrs lambagrillsneiðar ................. 579 698 579 kr. kg Bautabúrs grillborgarar, 4 stk. ............... 299 528 74 kr. stk. Krónukjúklingur, frosinn........................ 299 399 299 kr. kg Goða vínarpylsur, 10 stk....................... 257 428 25 kr. stk. Kaskó Gildir 27. júlí – 31. júlí verð nú verð áður mælie. verð Matfugl kjúkl.læri magnkaup................. 359 599 359 kr. kg Ísfugl Salsavængir ............................... 499 998 499 kr. kg Gott Kartöflusalat ................................ 59 199 59 kr. stk. Gott Hrásalat....................................... 59 199 59 kr. stk. BK Lambasirloinsneiðar BBQ ................ 999 1669 999 kr. kg Egils Pilsner 500 ml ............................. 29 79 29 kr. stk. Náttúra Bakaðar baunir 1/2 dós ........... 19 63 19 kr. stk. Pepsi Cola 2L ...................................... 89 179 89 kr. ltr BK Grísahnakkasneiðar BBQ/Dijon ....... 839 1199 839 kr. kg Bónus Gildir 28. júlí – 31. júlí verð nú verð áður mælie. verð Fe Bónus lærisneiðar ........................... 839 1258 839 kr. kg Íslandsgrís kótilettur ............................. 1084 1394 1084 kr. kg Íslandsgrís helgarsteik.......................... 978 1258 978 kr. kg Pepsi 2 ltr ........................................... 98 143 49 kr. ltr Kf soðið hangikjöt ................................ 1599 0 1599 kr. kg Ávaxtasalat frá Nonna litla 280 gr ......... 259 279 925 kr. kg Bónus grillsósur 270 ml ....................... 139 159 515 kr. ltr Red devil orkudrykkur 250 ml ............... 79 0 316 kr. ltr Kók í dós 500 ml ................................. 59 79 118 kr. ltr Einnota kolagrill................................... 95 0 95 kr. stk. Nettó Gildir 27. júlí – 31. júlí verð nú verð áður mælie. verð Jarðarber 200 gr .................................. 99 269 99 kr. stk. Bláber 340 gr...................................... 149 359 149 kr. stk. Goða pylsur......................................... 214 428 214 kr. stk. Villikryddað hátíðalambalæri ................ 983 1639 983 kr. kg Bautabúrs hamborgarar 4.stk ............... 299 528 299 kr. stk. Kirsuber 500 gr ................................... 259 798 259 kr. stk. Hindber 125 gr.................................... 99 299 99 kr. stk. Rifsber 125 gr ..................................... 199 399 199 kr. stk. Nettó þurrkr. lærisneiðar....................... 1259 2099 1259 kr. kg Nóatún Gildir 28. júlí – 3. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Vestfiskur - Ýsukríli ............................... 279 389 4650 kr. kg Eðalfiskur - Ítalskt salat ........................ 69 125 345 kr. kg Tuborg Grön léttöl ................................ 49 99 98 kr. ltr Íslenskir tómatar í pakka, 1 kg .............. 199 249 199 kr. kg Sprite Zero 2 ltr.................................... 99 199 49 kr. ltr Lambalærissneiðar úr miðlæri............... 998 1598 998 kr. kg Gourmet rauðvínsl. grísagrillsneiðar ....... 615 1025 615 kr. kg Ungnautahamborgari, 90 gr.................. 79 139 79 kr. stk. Myllu Heimilisbrauð 1/1....................... 99 169 128 kr. kg Goða svið, frosin í poka ........................ 349 499 349 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 28. júlí – 31. júlí verð nú verð áður mælie. verð Borganes Bayonneskinka ...................... 762 1089 762 kr. kg Ísfugl Læri/leggir/vængir - magnbakki ... 383 589 383 kr. kg Goða Ostapylsur .................................. 794 1134 794 kr. kg Nautapiparsteik meyrnuð ..................... 1889 2698 1889 kr. kg Piparsósa (KEA) .................................. 149 212 596 kr. kg Hvítlaukssósa (KEA)............................. 149 220 596 kr. kg Egils Pepsi 2L og Pepsi max 2L ............. 99 198 49 kr. ltr Ísfugl Læri/leggir/vængir - magnbakki ... 383 589 383 kr. kg Parika rauð.......................................... 159 329 159 kr. kg Jarðarber box 200 gr ............................ 99 299 495 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir 27. júlí – 2. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Lamba grill lærisneiðar, kyddaðar.......... 1198 1798 1198 kr. kg Lamba grill sirlonsneiðar, kryddaðar ...... 989 1298 989 kr. kg Stoðmjólk 500 ml. ............................... 18 75 36 kr. ltr Dreitill 1 ltr. D-vítamínbætt mjólk ........... 59 79 59 kr. ltr Lamba grill framhr.sneiðar, kryddaðar .... 989 1598 989 kr. kg Clubs saltkex 200 gr. ........................... 89 124 445 kr. kg Vatnsmelónur ...................................... 89 129 89 kr. kg Vöffluduft 500 gr. Katla ........................ 299 386 598 kr. kg Lamba grill kótilettur, kryddaðar ............ 1098 1698 1098 kr. kg Þín Verslun Gildir 28. júlí – 3. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Tex Mex kjúklingavængir ....................... 250 499 250 kr. kg Kjúklingagrillleggir m/jurtakryddi........... 350 699 350 kr. kg Búrfells hamborgarar 4 stk. og brauð..... 430 538 430 kr. kg Kryddaður helgargrís ............................ 1166 1665 1166 kr. kg Hunts tómatsósa 680 g........................ 109 139 152 kr. kg Hatting hvítlauksbrauð 2 stk ................. 189 269 94 kr. stk Neskaffi Gull 100 g .............................. 309 398 3090 kr. kg Lúxus lakkrísíspinnar 4 stk.................... 319 399 79 kr. stk Hindber, harðfiskur og svið í ferðalagið  HELGARTILBOÐIN| Neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Útigrillaðar kjúklingabringur Bringurnar eru kryddaðar með svörtum pipar, muldum yf- ir, og örlitlu salti. Grillað í um sjö mín. á hvorri hlið, velt upp úr Hunts original bbq-sósu og grillað áfram í um tvær mín. á hvorri hlið. Meðlæti Sætar kartöflur, skornar í helminga eftir endilöngu og pakkað inn í álpappír. Grillað í 6–10 mín. á hvorri hlið eftir stærð. Borið fram með Úrvals-hvít- laukssósu eða hvaða sósu sem er. Grillað grænmeti paprika laukur sveppir eggaldin kúrbítur gúrka sætir tómatar Grænmetið sett á grillpönnu og matarolíu hellt yfir. Kryddað með svörtum pipar og salti og látið liggja í eina til tvær klst. áður en það er grillað. Grillað þar til grænmetið er vel heitt í gegn en tómatarnir eru settir með síðustu mínúturnar. Með þessu er tilvalið að bera fram rauðvín eftir smekk hvers og eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.