Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 33 UMRÆÐAN Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU stendur yfir norræn bókbandssýn- ing, hin tólfta í röðinni. Ástæða er til að vekja athygli á þessum viðburði. Margir minnast með ánægju bók- bandssýningarinnar í Norræna hús- inu árið 1991 og var ýmsum opinber- un um listbókband. Sama virðist nú, þótt sýninguna sæki einkum útlend- ingar. Þeir sem ég hitti þar voru furðu lostnir að sjá svo marga fallega og merkilega sýningargripi. Höfðu ekki fyrr tengt saman list og bók- band. Að sýningin skuli nú vera haldin í gamla Landsbókasafninu er vel við hæfi og ánægjulegt að Þjóðmenning- arhúsið skuli hafa tekið listbókband upp á sína arma samhliða hinni ágætu handritasýningu sem þar stendur yfir, en þar er veitt innsýn í forna bókagerð, sem enn hvílir á sama grunni þótt þess sjáist hér ekki mörg merki. Umgjörð sýningarinnar í aðalsal safnsins er við hæfi þar sem sýningarskápar meðfram öllum veggjum eru fullir af bókum, flestum fagurlega innbundnum, því miður gömlum. Nútímabókband er að mestu leyti vélunnið og límt þannig að mikil vinna er fólgin í því að hand- binda þannig unnar bækur og gera fallegar. Sýningin er ekki síst merkileg fyr- ir þær sakir að íslenskir listbókbind- arar höfðu frumkvæði að því að þráð- urinn var tekinn upp á ný í norrænum listbókbandssýningum eftir langt hlé. Uppsetning sýningarinnar hefur tekist vel og fá allir gripirnir notið sín. Sýningargögn eru til sóma, fróð- leg og skemmtileg aflestrar með mynd af öllum sýningargripum. Er í stuttu máli gerð grein fyrir vanda og viðfangsefnum listbókbands. Sýningargripir og þátttakendur eru 81, þar af 14 Íslendingar. Af þátt- takendum hafa 24 fengið heiðursvið- urkenningu og eru þeirra á meðal: Stefán Jón Sigurðsson fyrir mjög fagurt „millimetraband“ bókarinnar Undarlegir fiskar eftir Jóhann Hjálmarsson, Páll Halldórsson fyrir glæsilegt alskinnband Njálssögu. Ekki er gott að sjá mun á bókbandi þjóðanna milli. Þó mætti segja að ís- lenski hópurinn sé eilítið íhalds- samur, sem reyndar skýrist af því að fimm listbókbindarar hafa tekið sig saman um mismunandi útfærslu ein- stakra binda þjóðsagna Jóns Árna- sonar. Ánægjulegt var hvernig bókbands- listamennirnir hafa valið sér bækur eftir höfundum og innihaldi og spegl- ast ást á höfundunum og verkum þeirra í alúð þeirra og útfærslu á bandi bókanna. Þá speglast efni bók- anna og afstaða listamannanna til þeirra einatt í vali á efni, áferð, lit, ýmsum framandi aðföngum (plex- ígler, hóffjaðrir, nærbuxur, grammó- fónplötur). Árangur sýningarinnar verður vonandi mikill og leiðir til eflingar listbókbands á Norðurlöndum. Ekki veitir af að stuðla að grasrótarstarfi í bókbandi, sem er fólgið í því að stuðla að kennslu í listbókbandi og áhuga- starfi á því sviði, ekki aðeins tóm- stundastarfi fyrir aldraða, heldur einnig almennan áhuga og þátttöku handlaginna áhugamanna. Framar öllu má gera sér vonir um framfarir í bókbandi, tækni og rann- sóknum í bókagerð. Væntanlega stuðlar slíkt að framrás íslenskra bókmennta í veröldinni ef útgáfan verður búin í listrænan íslenskan búning. Þátttöku af Íslendinga hálfu stjórnar svokallaður JAM-hópur list- bókbindara. Nafnið er í virðing- arskyni upphafsstafir þeirra dönsku bókbandsmeistara sem kvaddir voru til námskeiðshalds hér á landi fyrir 16 árum. Hefur hópurinn haldið starfinu áfram með margvíslegum námskeiðum og fengið miklu áorkað undir forystu Svans Jóhannssonar, sem reyndar á ágætt framlag til sýn- ingarinnar: Svanur Jóhannsson, pappírsband: Klettabelti fjallkonunnar eftir Jónas E. Svafár. Við áhugamenn um listbókband styðjum atvinnumennina í þeirra starfi, enda erum við þeim háðir, leit- um til þeirra um hvatningu og þekk- ingu, þakklátir fyrir stuðning þeirra í okkar viðleitni. EGGERT ÁSGEIRSSON, Bergstaðastræti 69, Reykjavík. Næring fyrir sálina Frá Eggerti Ásgeirssyni: Frá Norrænu bókbandssýningunni í Þjóðmenningarhúsinu. EIGA listamenn ekki líkt og aðrir erindi við sálfræðinga bjáti eitthvað á hjá þeim í lífinu og listinni? Eða eru þeir fílefldir á grænni grein? Þiggja þeir e.t.v. önnur ráð hjá markaðsfræðingum en þeir annars fengju? Vitanlega hlíta þeir þver- faglegum sjónarmiðum í list sinni eins og fara vill. Kyssa þeir ekki gullkálfinn beint á hvað þá til þess að þóknast sínum skuggabaldri, Elektru eða Ödipusi, Narsissusi, einhverri kögurvofunni, sem með þeim blundar og vekur þeim með- vitund? Hvaða erindi eiga útlærðir lista- menn við allt venjulegt fólk, sem auðvitað veldur kossi, fyrst þeir upp til hópa telja sér hentugast að apa upp tómt vingl og bellibrögð hálf örvita nýhilista á sölutorgum markaðarins? JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30, Reykjavík. Hug- myndalist og fé- lagsfræði Frá Jóni Bergsteinssyni: Í KASTLJÓSI ríkissjónvarpsins miðvikudag 19.7. var fjallað um hryðjuverkaógnina með tilliti til ný- legra árása í London. Áttust þar við Stefán Pálsson sagnfræðingur og Hannes Hólmsteinn titlaður stjórnmálafræðingur. Maður getur velt vöngum yfir mannvalinu í þættinum, hvers vegna þessir tveir ólíku menn eru kallaðir til og þá hvaða tilgangi svona þáttur á að þjóna. Ef um er að ræða að fá fram örugglega tvö ólík sjónarmið hefur það kannski heppnast nokkuð vel, nema hvað Hannes Hólmsteinn fékk að halda uppi einræðum allt of lengi. Maður getur jafnvel velt vöngum yfir hvers vegna ég ætti að setjast niður og kommentera eða gagnrýna þennan þátt, og eyða tíma í þann fáránleika sem þar fór fram. Spurning er hvort maður geti samvisku sinnar vegna látið hjá líða að tjá sig, eða hvort fáránleik- inn hafi verið svo algjör að Íslend- ingar, jafn skynsamir og þeir eru, sjái gegnum þetta. Ekki er hægt að ganga út frá því síðara sem vísu eftir reynslu undanfarinna ára, þar sem sjónarmið Hannesar Hólm- steins hafa fengið að vaða uppi í þjóðfélaginu og jafnvel sett mark sitt sterklega á það. Ég þykist vita af greinaskrifum hans að Stefán hefur velt aðstöðu annarra heimshluta alvarlega fyrir sér, en ég get ekki alveg gert mér grein fyrir hvaða sérþekkingu Hannes Hólmsteinn hefur á araba- heiminum eða þeirri hryðjuverka- ógn sem stafar frá múslímum á síð- ustu tímum. Hvað réttlætir að kalla hann í þáttinn, eða hvort hann hef- ur nokkuð til að bera til að tjá sig um þessi alvarlegu málefni. Maður getur þannig velt fyrir sér hvað vakir fyrir stjórnendum Kastljóss- ins. Maður getur spáð í hvort ekki sé ábyrgðarhluti af hálfu Stefáns að koma fram gegn Hannesi Hólm- steini, í staðinn fyrir einfaldlega að hunsa kvaðninguna til Kastljóssins. Það má spyrja sig hverjum það þjónar. Ef til vill er Kastljósið svo eftirsóknarvert að ekki má afþakka það. Hannes Hólmsteinn nýtur þess að sitja yfirlætisfullur og tala af einfeldni sinni um annarra manna skoðanir og trúarbrögð, sitja og slá um sig með Thatcher og slagorðum um frelsi, þegar hún studdi sjálf hryðjuverkastjórnir í heiminum, meðal annars upphaflega auðvitað Saddam Hussein, og ef til vill fyrir sum okkur átakanlegast, valdaránið og fasistastjórnina í Chile á sínum tíma, sem gerir hana samábyrga fyrir dauða fjölda manns, þar á meðal tónlistarmannsins vinsæla Victor Jara. Það sem vakti þó mesta furðu mína, er að Hannes Hólmsteinn komst upp með að nefna og end- urtaka mótmælalaust bullið um að Múhammeð hefði verið herforingi en Jesús í hvítum kirtli. Það sem þó er ógeðfelldast er að hann fær að komast upp með þetta, og svo gæti farið að fólk sem er vant að hugsa í trúarlegum tengslum gæti einfaldlega talið þetta kjarna málsins. En það er fjarri lagi. Kjarni málsins er frekar sá að trúarbrögð, og ekki síst kristin trú, hafa verið notuð til eins og annars í gegnum tíðina. Og hefur Jesús bæði staðið sem herkonungur og sem friðarkonungur eftir hvernig vindar hafa blásið í Evrópu. Og það gildir líka um íslam. Öldum saman hefur íslam verið friðartrú, a.m.k. eftir að hún festi sig í sessi og þar til krossferðirnar hófust. Einnig eftir það, þangað til vesturlönd fóru að seilast til valda þar til á tímum Napóleons. Músl- imar og sérílagi Palestínumenn hafa verið mjög seinþreyttir til vandræða. Sannleikurinn er sá að átökin í dag eru ekki í grundvallaratriðum trúarbragðastríð heldur er það vatn á myllu kölska að halda því- líku fram, og alls ekki sæmandi manni sem á að heita háskólamað- ur. HERMANN BJARNASON, er titlaður heimspekingur, Háaleitisbraut 109, Reykjavík. Opið bréf til Kastljóssins Frá Hermanni Bjarnasyni: flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið VATNASKÓGUR REYKJAVÍK AKRANES SÆLUDAGAR Í VATNASKÓGI UM VERSLUNARMANNAHELGINA Allar nánari upplýsingar á www.kfum.is og á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 Örn Árnason Páll Rósinkranz á tónleikum MIÐAVERÐ AÐEINS 2.000 KRÓNUR ÓKEYPIS FYRIR 13 ÁRA OG YNGRI Í FYLGD MEÐ FULLORÐNUM ÁN ÁFENGIS -AÐ SJÁLFSÖGÐU! Ásta og Lóa hrekkjusvín KNATTSPYRNA • SKÓGARMANNAKVÖLDVÖKUR • UNGLINGADAGSKRÁ • KASSABÍLAR BÁTAR • BARNADAGSKRÁ • FRÆÐSLUSTUND • BÆNASTUNDIR • RATLEIKUR • LEIKTÆKI VARÐELDUR • HELGISTUNDIR • KAFFIHÚS • FLUGELDAR • KODDASLAGUR • VATNAFJÖR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.