Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 29 Senn dregur til tíðinda ítengslum við tilraunirmanna til að fá sam-þykktar breytingar á skip- an öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna en nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli G4-ríkjanna svo- nefndu – Þýskalands, Brasilíu, Jap- ans og Indlands – og Afríku- sambandsins um eina tillögu. En hugmyndir þessara aðila mæta harðri andstöðu innan veggja SÞ, eins og ráða mátti af ummælum ítalska fastafulltrúans á þriðju- dagskvöld á allsherjarþinginu, en hann sakaði þá G4-ríkin um að beita óþverrabrögðum í því taugastríði sem nú stendur yfir. Líkt og Morgunblaðið hefur fjallað nokkuð ítarlega um á síðustu vikum er þrýst á um það á þessu sextugasta afmælisári SÞ að sam- þykktar verði breytingar á skipan öryggisráðsins, með það að mark- miði að endurspegla veröldina eins og hún er í dag. En hver höndin hefur hins vegar verið upp á móti annarri í þessum efnum á síðustu vikum og á tímabili leit ekki út fyrir að G4 og Afríkusambandið myndu ná saman. Í gær greindu fjölmiðlar í Ind- landi og víðar frá því í gær að sam- komulag milli G4 og Afríku- sambandsins lægi fyrir, en fulltrúar þessara aðila sátu á fundum í Lond- on um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun það hins vegar nokkuð ofmælt að samkomulag sé komið á. Fulltrúar Afríku- sambandsins munu semsé ekki hafa talið sig hafa umboð til að handsala samkomulag í London og verður því boðað til leiðtogafundar Afríku- sambandsins um málið, væntanlega í næstu viku. Skiptir hér máli að klofningur er kominn upp í Afríkusambandinu og mun hann hafa opinberast á fund- inum í London. Ísland styður G4-tillöguna Upphafleg tillaga G4 gerði ráð fyrir því að fastafulltrúum í örygg- isráðinu yrði fjölgað úr fimm í ell- efu, G4-ríkin fengju þar öll fast sæti auk tveggja Afríkuríkja. Enn- fremur yrði kjörnum fulltrúum fjölgað um fjóra. En án liðsinnis Afríkusambands- ins – sem hefur innanborðs 53 ríki sem öll hafa atkvæðisrétt á alls- herjarþingi SÞ – var ekki líklegt að G4 myndu ná settu marki, sem eru 128 atkvæði í allsherjarþinginu, þ.e. tveir þriðju allra atkvæða en aðild- arríki SÞ eru 191. Tillaga Afríku- sambandsins var ekki ólík G4- tillögunni og mun samkomulag milli þessara aðila fara bil beggja, ef það fæst samþykkt. Samkomulagsdrögin sem gerð voru í London fela semsé í sér að Afríkusambandið samþykkir að gera það ekki að kröfu sinni að nýir fastafulltrúar í öryggisráðinu fái neitunarvald líkt og núverandi fastafulltrúar njóta, þ.e. Kína, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Bretland. Hafði þetta áður verið ófrávíkjanleg krafa þess. G4-ríkjunum þótti líklegra að þau næðu settu marki ef þau og Afríkuríkin gæfu þetta atriði eftir; þykir í raun alveg ljóst að einhver núverandi fastafulltrúa myndi beita neitunarvaldi sínu gegn breyt- ingum á öryggisráðinu í þessa veru. Þá mun sameiginleg tillaga G4 og Afríkusambandsins gera ráð fyrir að kjörnum fulltrúum verði fjölgað um fimm, en ekki fjóra. Myndi aukafulltrúinn koma til skiptis frá Afríku, Asíu eða rómönsku Am- eríku og Karíbahafsríkjunum. Íslensk stjórnvöld hafa stutt G4- ríkin í baráttu þeirra og var Ísland meðal „ábekinga“ tillögu G4 þegar hún var lögð fram fyrr í júlí, þ.e. eitt 29 meðflutningsríkja. Kaffiklúbburinn hvikar hvergi Ýmis öfl standa enn í vegi þess að G4-ríkin og Afríkusambandið nái sínu fram og hafa ber í huga að klofningur innan Afríkusambands- ins gæti sett strik í reikninginn. Sjö aðildarríkja Afríku- sambandsins eru sögð alfarið á móti G4-tillögunni, Alsírmenn fara þar fremstir en Egyptar eru einnig sagðir orðnir henni andsnúnir. Kemur það til af því að þeir munu vera búnir að gefa upp á bátinn að þeir verði annað Afríkuríkjanna, sem fengju fast sæti. Virðast þeir þar hafa tapað í valdabaráttu við Suður-Afríkumenn og Nígeríu um föstu sætin sem tillagan gerir ráð fyrir til handa Afríku. Bandaríkjastjórn hefur einnig lýst sig ósammála því að málinu verði þröngvað í atkvæðagreiðslu þegar svo skiptar skoðanir eru um allar umbætur á SÞ. Telja Banda- ríkjamenn að leggja beri jafnmikla, ef ekki meiri, áherslu á aðrar um- bætur á starfsemi SÞ. Helstu andstæðingar G4- ríkjanna í þessu máli hafa hins veg- ar alltaf verið ríki sem tilheyra svo- kölluðum „Kaffiklúbbi“, samtökum sem ganga þó formlega undir heit- inu United for Consensus (UFC). Þar hafa Ítalir farið fremstir í flokki, auk Argentínumanna og Mexíkó, Pakistan og Suður-Kóreu, svo nokkrar þjóðir séu nefndar; auk þess sem Kínverjar eru alfarið á móti tillögu G4. Kemur andstaða þessara ríkja að einhverju leyti til af því að þau eru mótfallin því að tiltekin ríki fái fast sæti í öryggisráðinu; Kína getur ekki hugsað sér að Japan fari þar inn, Pakistanar bera sama hug til Indverja og Argentínumenn og Mexíkóbúar sömuleiðis gagnvart Brasilíu. Ónefnt G4-ríki sakað um að beita óþverrabrögðum Í fyrrakvöld fór fastafulltrúi Ítalíu hjá SÞ hörðum orðum um G4-ríkin og sakaði þau um að hafa beitt ríki ýmsum þvingunum til að fá þau til að styðja hugmyndir sínar, og þar með varanlega setu umræddra fjögurra ríkja í öryggisráðinu. Tók Marcello Spatafora, fasta- fulltrúi Ítalíu, svo sterkt til orða að undrun vakti innan veggja allsherj- arþingsins þar sem háttvísi er í há- vegum höfð. Hann sakaði ónefnt G4-ríki um að hafa rift samningi um þróunaraðstoð við ónefnt þróun- arland, samningi upp á 460 þúsund dollara, sem hafði vogað sér að fylkja liði með „Kaffiklúbbnum“ en ekki G4. „Þetta er skammarlegt… Nú er nóg komið,“ sagði Spatafora. „Völd og peningar geta ekki stjórnað um- gjörð umbóta,“ sagði hann. „Okkur ber siðferðileg skylda til að koma í veg fyrir að umbætur á örygg- isráðinu verði ákveðnar með svo óheilbrigðum hætti og í svo eitruðu andrúmslofti.“ Þjóðverjar hafa þegar neitað þessum ásökunum en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun Spatafora hafa verið að vísa til samninga sem Japanar höfðu gert við Kólumbíu. Kaffiklúbburinn hefur sjálfur lagt fram tillögu að breytingum á öryggisráðinu og mælti fasta- fulltrúi Kanada, Allan Rock, fyrir þeim í fyrrakvöld. Þær fela í sér að aðildarríkjum öryggisráðsins verði fjölgað úr fimmtán í tuttugu og fimm, þ.e. að inn komi tíu nýir kjörnir fulltrúar en engir fasta- fulltrúar. Tillagan gerir þó ráð fyrir að ríki geti sótt um endurkjör að lokinni tveggja ára kjörinni setu í ráðinu. Fréttaskýring | Með samkomulagi milli G4-ríkjanna og Afríkusam- bandsins um eina tillögu um breytingar á skipan öryggisráðs SÞ myndu aukast mjög líkur á því að þau næðu settu marki, sem er fjölg- un fastafulltrúa í ráðinu. Davíð Logi Sigurðsson fjallar um hræringar á vettvangi alþjóðamála. AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fundi í höfuðstöðvum samtakanna í New York. G4-ríkin sökuð um óþverrabrögð david@mbl.is dur pökk- n og fóru Morgunblaðið/Árni Torfason u ekki örugglega að ganga frá búnaði sínum og halda af svæðinu. Morgunblaðið/Árni Torfason eim tilgangi að finna annan samastað. ns hugðist m Vaði í arleytið í að nýjar s gekk í ega, þótt viðbúnaður lögreglu gefi til kynna að búist hafi verið við öðru. Mót- mælendurnir létu sér þetta flestir í léttu rúmi liggja og þegar einn þeirra frétti að víkingasveit ís- lensku lögreglunnar væri á leiðinni spurði hann hvort þeir væru með horn á hjálmunum sínum. Eins og áður sagði voru um 40 mótmælend- ur á svæðinu í gær en af þeim voru aðeins tveir Íslendingar. Þetta er svo undarlegt með Íslendinga, sagði einn þeirra, þeir byggja virkjun þar sem Íslendingar vinna ekki og svo þegar virkjuninni er mótmælt mæta bara útlendingar! Mótmælum ekki lokið Á hópnum mátti þó skilja að mótmælunum sem slíkum væri ekki lokið, þótt búðirnar þyrftu að fara. Einn þeirra, Þórarinn Einars- son, sagði í samtali við Morgun- blaðið að stjórnvöld mættu eiga von á að fá það óþvegið frá fólki ef þau héldu áfram yfirgangi sínum og lítilsvirðingu fyrir lýðræði, skoð- unum fólks og jafnvel almennings- álitinu. „Þau mega jafnvel von á að fá smá harkalega árás á sig, þó það sé ekki líkamsskaði, þá eitthvað sem veldur þeim óþægindum og jafnvel heldur þeim í smá ótta. Mér finnst það orðið nokkuð réttlætan- legt.“ um kröf- Prests- tilkynnt, ýslu- sfirði, að ru komn- gert hafi. „Því að vera nótum ð þetta úr bönd- nd um.“ hafi ver- a sín, Prestssetrasjóðs, Landsvirkjunar og sýslumannsembættisins að eng- inn gæti afturkallað leyfið nema Prestssetrasjóður, sem veitti það. „Það er ekki rétt að þeir hafi ekki fengið undirrituð blöð um upp- sögnina,“ sagði séra Lára. „Ben- óný Ægisson, sem upphaflega ósk- aði eftir þessu leyfi fyrir hönd hópsins, gerði það í tölvupósti. Hann fékk leyfið þannig og fyrstu tilkynningu um afturköllun leyf- isins á sama hátt. Síðan fékk hann afturköllunina með undirskrift formanns og framkvæmdastjóra Prestssetrasjóðs. Það er misskiln- ingur hjá hópnum ef því er haldið fram að þau hafi fengið óund- irritað plagg.“ tað kalla leyfið SÍÐASTLIÐINN fimmtudag komu ellefu manns til landsins með Norrænu í þeim tilgangi að mótmæla virkjanafram- kvæmdum við Kárahnjúka að sögn Helga Jenssonar, stað- gengils sýslumannsins á Seyð- isfirði. Helgi segir að nokkrir mótmælenda sem hafa verið við Kárahnjúka hafi komið með Norrænu en ekki hafi þótt ástæða til þess að stöðva för þeirra eða snúa þeim til síns heima þar sem um sé að ræða EES-borgara sem ekk- ert hafi til saka unnið. „Við höfum hins vegar leit- að á þeim og athugað hvort þeir hafi verið með eitthvað sem mætti nota til þess að fremja spjöll með,“ segir Helgi en hann veit ekki til þess að neinum hafi verið snú- ið til síns heima við komuna hingað til lands – hvorki á Seyðisfirði né annars staðar. „Enda væri það ekki nægi- leg ástæða að viðkomandi ætl- aði sér að mótmæla virkj- anaframkvæmdum.“ Ekki ástæða til þess að stöðva för undi 4. rasjóðs að um rði að óný sent und- r þessi er hópur“ um dvöl rlýsing- plýst landeiganda að einstaklingar úr hópnum hafi staðið að lögbrotum, skemmdum og spjöllum í nágrenni við dvalarstað sinn og jafnframt gert verulegar athugasemdir við landeiganda um dvöl hópsins á jörðinni og leyfi hans til að hafa tjaldbúðir á þessum stað í landi Valþjófsstaðar. Með tilliti til ofangreindra atriða hefur stjórn sjóðsins því ákveðið að afturkalla áður gefið leyfi.“ vistarhópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.