Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 49

Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 49 MENNING Wikipedia er alfræðiorða-bók á netinu. Hún er öll-um opin að kostn- aðarlausu og upplýsingarnar eru innlegg frá notendum, samansafn af fróðleik úr öllum áttum. Wiki- pedia er haldið gjaldfrjálst úti á vegum Wikimedia Foundation og er ein vinsælasta heimasíðan á netinu, með að meðaltali 60 millj- ónir heimsókna dag hvern. Wikipedia er til á um 200 tungumálum en einungis um 90 þeirra innihalda virk skrif. Alls er að finna um 1,6 milljónir leit- arorða með upplýsingum á síð- unni og þar af eru 600 þúsund á ensku, 250 þúsund á þýsku og 100 þúsund á japönsku og frönsku. Óháðar og vandaðar útskýr- ingar eiga að vera einkenni al- fræðiorðabókarinnar en vegna þess hve opin hún er almenningi hafa í gegnum tíðina komið upp ýmis mál þar sem óprúttnir náungar setja einhverja vitleysu inn á vefinn. Notendur geta þó leiðrétt hver hjá öðrum staðreynda- og inn- sláttarvillur svo að öflug rit- skoðun ætti stöðugt að vera í gangi á vefnum.    Wikipedia varð til í kjölfarverkefnisins Nupedia, sem var orðabók á netinu þar sem hin- ir ýmsu fræðimenn voru fengnir til að skrifa um sérgreinar sínar. Hinn 15. janúar 2001 var vefur Wikipedia svo opnaður en for- sprakkarnir voru þeir Jimmy Wa- les og Larry Sanger. Nafnið kemur frá hawaiiska orðinu wiki wiki sem þýðir snögg- ur. Wikipedia hefur á undanförnum fjórum árum vaxið fiskur um hrygg, svo ekki sé meira sagt. Hún byrjaði einungis á ensku með þær greinar sem áður höfðu prýtt Nupedia. Fjórum árum síðar er þetta stærsta og virkasta al- fræðiorðabók sinnar tegundar í heiminum.    Wikipedia er ekki sú einasinnar tegundar á vefnum en er langstærst þeirra allra, bæði hvað varðar efni og not- endafjölda. Stóran hluta vinsælda hennar má trúlega rekja til þeirr- ar staðreyndar að enginn höf- undaréttur hvílir á færslum á síð- unni og upplýsingarnar sem hún hefur að geyma standa öllum til afnota að kostnaðarlausu. Heim- ildagildi Wikipedia hefur styrkst síðustu ár og er nú víða vísað til hennar sem heimildar fyrir ýmsan fróðleik, jafnvel í vísinda- og fræðimennsku. Ekki eru þó allir jafnsáttir við fyrirbærið og fjöldi fræðimanna hefur gagnrýnt harð- lega þá stefnu að leyfa „hverjum sem er“ að rita fróðleik inn á síð- una, það telja þeir ýta undir rang- færslur og óvönduð vinnubrögð. Á móti segja svo þeir sem ánægð- ir eru með Wikipedia að hin öfl- uga ritskoðun sé einmitt til þess fallin að koma í veg fyrir slíkt. Kosturinn við Wikipedia um- fram aðrar alfræðiorðabækur er svo að sjálfsögðu hve í takt við tímann hún er. Sífellt bætast við nýjar upplýsingar í kjölfar at- burða líðandi stundar og ekki þarf að bíða eftir endurútgáfu eins og er með alfræðiorðabækur á prentuðu máli.    Það er gaman að skoða Wiki-pedia og fletta upp ýmsu um menn og málefni. Ótrúlegur fróð- leikur hefur verið þar tekinn sam- an um ótrúlegustu málefni. Þegar skoðaðar eru íslenskar hljóm- sveitir til að mynda á hinni ensku Wikipedia er þar að finna ítarleg- ar upplýsingar og fáir trúlega hissa á því að upplýsingar um Björk og Sigur Rós fylla þar margar blaðsíður. Við eft- irgrennslan kemur hins vegar í ljós að ítarlegastan fróðleik um íslenska tónlistarmenn er hvorki að finna um Björk né Sigur Rós. Það er saga hljómsveitarinnar Quarashi sem fyllir nær átta blað- síður af upplýsingum um sveitina, allt frá stofnun hennar til dagsins í dag. Færslurnar eru nafnlausar og ekki er hægt að finna út hver skrifar hvað á síðunni.    Wikipedia er einnig til á ís-lensku og inniheldur fjöl- breyttan fróðleik eins og búast má við. Með ofangreindar upplýs- ingar í farteskinu vekur athygli að á íslenska vefnum er ekki að finna neinar upplýsingar um hljómsveitina Quarashi svo það er líklega erlendur aðdáandi sveit- arinnar sem ausið hefur úr visku- brunni sínum um sveitina á hinni ensku síðu. Alfræðiorðabók allra ’Fjórum árum síðar erWikipedia stærsta og virkasta alfræðiorðabók sinnar tegundar í heim- inum.‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir Mikinn fróðleik er að finna um hljómsveitina Quarashi á wikipedia.org. TENGLAR ..................................................... wikipedia.org SÍÐASTA sumartónleikahelgin við Mývatn í sumar er að renna upp. Tvennir tónleikar haldnir um helgina, auk þess sem helgistund verður haldin á sunnudag kl. 14. Viðburðirnir fara fram í þremur ólíkum kirkjum í sveitinni. Þeir fyrstu, á laugardagskvöld kl. 21, verða haldnir í Reykjahlíðarkirkju. Þar syngur kór Áskirkju í Reykja- vík, sem skipaður er 16 lærðum söngvurum, undir stjórn Kára Þor- mar. Á efnisskránni eru eingöngu ís- lensk sönglög og þjóðlög, en kórinn gaf á síðasta ári út geisladisk með svipaðri efnisskrá sem tilnefndur var til Íslensku tónlistarverð- launanna. Kirkjukaffi í grænni lautu Á sunnudag kl. 14 verður síðan haldin helgistund í umsjón sr. Örn- ólfs J. Ólafssonar. Stundin verður haldin á óvenjulegum stað – í Dimmuborgum – og mun þetta vera fjórða árið í röð sem helgistund er haldin á þessum stað. Nemendur Tónlistarskóla Mývatnssveitar flytja tónlist ásamt Valmar Väljaots, auk þess sem Einar Bjarki Leifsson og Anton Birgisson leika á saxófón og munnhörpu. Á eftir verður boðið til kirkjukaffis í grænni lautu og eru gestir beðnir að hafa kaffið með sér, en kleinurnar verða á staðnum! Lokatónleikar helgarinnar verða síðan haldnir í Skútustaðakirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Þar mun þýski orgelleikarinn, sem einnig er fyrrverandi tónlistarkennari í Mý- vatnssveit, Wolfgang Tretzsch, leika fjölbreytta tónlist á orgel kirkjunnar sem smíðað er af Björgvini Tóm- assyni oreglsmið. Að sögn Margrétar Bóasdóttur hefur aðsóknin að tónleikum á Mý- vatni í sumar verið góð, líkt og und- anfarin sumur, en þetta er í 19. sinn sem röð tónleika er haldin að sum- arlagi við Mývatn. „Það er viss kjarni heimamanna sem lætur þetta aldrei framhjá sér fara, en annars er áheyrendahópurinn mjög alþjóð- legur,“ segir hún. „Okkar markmið hefur verið að bjóða upp á vandaða tónlist til þess að menn fái ákveðna viðbót við landslagið í Mývatnssveit. Ég held að það sé mörgum kærkom- ið að setjast niður í klukkutíma eftir daginn og hlusta á fallega tónlist.“ Sumartónleikaröðin við Mývatn fagnar því 20 ára starfsafmæli á næsta ári og er þegar farið að leggja drög að hátíðahöldum. „Það verður mikið um dýrðir þá,“ segir Margrét Bóasdóttir að lokum. Tónlist | Síðustu sumartónleikarnir við Mývatn í þremur ólíkum kirkjum Morgunblaðið/BFH Frá fyrri helgistund í Dimmuborgum. Helgistund í Dimmuborgum Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.