Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 27 UMRÆÐAN FRÁ því 11. sept. 2001 höfum við ítrekað kynnst „apocalypt- ískum“ hryðjuverkum sem tengj- ast hinum síðustu tímum í hugum þeirra sem fremja þau. Sjálfsvígs- fjöldamorðin í Tvíburaturnunum í New York, Pentagon og Wash- ington skelfdu okkur fyrst, síðan hryðju- verkin í Madrid og nú síðast London. Það er ekki tilviljun að borgir á Vest- urlöndum („sin ci- ties“) eru leitaðar uppi. Konrad Raiser, framkvæmdastjóri Heimsráðs kirkna, sem var hér á ferð fyrir nokkrum árum, hvatti mig til að kynna Jürgen Molt- mann fyrir löndum mínum. Moltmann, sem er einn af merk- ustu guðfræðingum 20. aldarinnar, hefur gert eftirfarandi at- hugasemdir við fyrr- nefnda atburði. 1. Menn geta orðið morðingjar vegna fjárhagsávinnings eða vegna sannfæringar. Sjálfsvígsmorðin eru framin af sannfær- ingu. Um er að ræða svo kallaða íslamista, róttæk „demónísk“ öfl innan múhameðstrúarinnar, sem að öllu jöfnu eru friðsamleg trúar- brögð. Íslamistar fremja grimmd- arverk sín í þeirri trú að þeir séu píslarvottar trúar sinnar og hafa notið virðingar af nánustu klíkum og fjölskyldum. Það á vonandi eftir að breytast, því það getur ráðið úrslitum um þessar hörmungar sem nú ganga yfir heiminn. 2. Hvers konar sannfæring hvet- ur þá til ódæðisverkanna? Áratug- um saman hafa Bandaríkin verið ásökuð af öfgahópum í íslömskum borgum um að vera „hinn mikli Satan“, og Vesturlönd að vera hið spillta heimili hinna trúlausu, vegna heimshyggju, efnishyggju, kláms, upplausn fjölskyldna, eitur- lyfjanotkunar, kvenfrelsis o.s.frv. „Hinn mikli Satan“, er ekkert ann- að en hinn „apocalyptíski“ óvinur guðs. Sá sem veikir hann og nið- urlægir er hliðhollur guði og ávinnur sér vist í paradís. 3. Sú hugmynd að berjast með guði í lokabaráttunni við óvini guðs, sem er einkenni í viðhorfum öfgafullra íslamista losar um allar hömlur við að myrða fólk, ekki endilega hina „háu og voldugu“, eins og Livingstone borgarstjóri Lundúna benti réttilega á, heldur saklausa óbreytta borgara á leið til vinnu. Þetta viðhorf magnar einnig fíknina í valdið og gerir grimmd- arverkið að „guðlegri þjónustu“. Þegar íslamistarnir ganga til sinna hryðjuverka telja þeir sig vera sem guð að eyða hin- um guðlausu. Og vegna þess að þeir líta á sig sem guðlega böðla, þurfa þeir enga réttlætingu á fjölda- morðunum. Tilgangur ógnarverkanna er að ógna, ekkert annað. 4. Í fjórða lagi eru grimmdarverk ísl- amista ekki hryðju- verk vegna kúgunar eða hungurs. Þessir hryðjuverkamenn koma frá góðum fjöl- skyldum í ríkum lönd- um Mið-Austurlanda eða eru jafnvel „bresk- ir ríkisborgarar“. Þeir koma ekki úr fátækra- hverfum Afríku og As- íu. Hvatann að illvirkj- unum er að finna í áður óþekktum ísl- ömskum heims- slitakenningum, hug- myndum öfgafullra Wahabíta frá 19. öld og manndrápshefð sem rekja má allt til 10. aldar. Niðurstaðan af þessari skoðun er sú að enginn átrúnaður getur réttlætt þessi grimmdarverk. Það er fáránlegt að segja að þau beinist ekki gegn siðmenningunni og það er jafn fáránlegt að gefa í skyn að Bretar og Bandaríkja- menn hafi uppskorið eins og þeir sáðu! Getur það verið merki um sterka trú að verða fjöldamorð- ingi? Nei. Er þetta heims- slitakenning í biblíulegum skiln- ingi? Nei. Kenningar Biblíunnar um hina síðustu tíma hafa ekkert með þennan „apocalyptíska“ ter- rórisma að gera. Kenningar Biblíunnar halda von- inni lifandi um trúfesti Guðs gagn- vart allri sköpun sinni í ógnum endatímans. Læknirinn Lúkas áréttar það er hann segir: „En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd“. (Lúkas 21:28) Vonin deyr síðast og allt siðmenntað fólk mun halda áfram að líta upp og lifa. Vonin deyr síðast Ólafur Oddur Jónsson fjallar um hryðjuverk Ólafur Oddur Jónsson ’KenningarBiblíunnar halda voninni lifandi um trú- festi Guðs gagn- vart allri sköpun sinni í ógnum endatímans.‘ Höfundur er sóknarprestur í Keflavík, stundakennari við HÍ. Afleysingafólk vantar til að bera út Morgunblaðið í flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Ef þú hefur áhuga á að fá greitt fyrir að byrja daginn á léttum göngutúr í hverfinu þínu í sumar hafðu þá samband við áskriftardeild Morgunblaðsins í síma 569 1122. Vantar þig aukavinnu? Fáðu borgað fyrir hressandi göngutúr á morgnana! FYRIR nokkrum árum hitti ég Jón Ásgeir Jóhannesson í fyrsta sinn. Kynni okkar hófust með viðskiptum, sem hafa reynst sérlega ábyggileg og traust frá hans hendi. Þessi sam- skipti hafa leitt til per- sónulegs vinskapar, sem ég met mikils. Þetta gerðist áður en Jón Ásgeir varð þekkt- ur á alþjóðavettvangi og fjallað um hann af áhuga og virðingu í helstu dagblöðum Bret- lands og víðar um heim. Eitt af fyrirtækjum Jóns Ásgeirs, hin heimsfræga Hamley’s- leikfangaverslun, hefur verið einn af stuðningsaðilum og auglýsendum Williams Formula One-liðsins. Í því felst að við vinnum saman að verk- efnum, sem miða að því að við- skiptavinur okkar hafi sem mest gagn af að taka þátt í öllu því sem tengist okkar liði og allri þeirri kynn- ingu, sem Formula One hefur upp á að bjóða. Okkur sem störfum hjá Williams Formula One-liðinu hefur þótt mikið til koma hvernig Jón Ás- geir hagar sér í viðskiptum og per- sónulegum sam- skiptum. Við eigum viðskipti við marga menn og fyrirtæki, en það er leitun að annarri eins orku og fram- kvæmdasemi og Jón Ásgeir hefur til að bera. Það kom mér á óvart að lesa í bresku blöðunum að hann og aðrir í fjöl- skyldu hans væru sak- aðir um ólögleg við- skipti í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, fyrir íslenskum rétti. Ekkert sem ég hef kynnst gefur mér til kynna annað en ærleg viðskipti og þróttmikið keppnisskap. Þetta er ekki skrifað til að tor- tryggja réttarfar á Íslandi. Þetta er skrifað til að gera grein fyrir því, hvernig einum viðskiptamanni Jóns Ásgeirs í útlöndum kemur hann fyrir sjónir, persónulega og í viðskiptalífi. Ég vonast til að eiga viðskipti við hann í framtíðinni. Ég vona líka að ís- lenska þjóðin megi njóta krafta hans til frambúðar. Það sem hann er að skapa erlendis kemur öllum Íslend- ingum til góða, ekki aðeins efnahags- lega, heldur fyrir þá ímynd, sem hann hefur skapað af Íslendingum erlend- is. Traustur Íslendingur, Jón Ásgeir Jóhannesson Sir Frank Williams segir frá kynnum sínum af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni ’Þetta er skrifað til aðgera grein fyrir því, hvernig einum við- skiptamanni Jóns Ás- geirs í útlöndum kemur hann fyrir sjónir, per- sónulega og í viðskipta- lífi. ‘ Sir Frank Williams Höfundur er eigandi Williams Formula One-liðsins. ÞAÐ er ekki sjálfgefið að hafa ökuréttindi ef ekki er farið að settum reglum. Undirritaður fagnar þeirri um- ræðu sem fram hefur farið að und- anförnu varðandi úrbætur á umferð- armannvirkjum, lækkun á umferðarhraða, öryggisbúnað bif- reiða – t.d. er varðar hjólbarða, hemla, dempara og fleiri þætti – skylduskráningu á öll- um ökutækjum og þörf á hertri löggæslu t.d. vegna glæfra- og ölv- unaraksturs og fleiri afbrota. Frá áramótum hafa vegir víða farið halloka fyrir auknum þunga- flutningum og slysa- hætta því aukist, þar sem mishæðir hafa myndast í vegum og þeir spillst á ýmsan annan hátt. Ef glæfraakstur er stundaður við slíkar aðstæður og óhæfir ökumenn á vanbúnum bif- reiðum eru þar á ferð er slysahættan mikil og mun meiri en verið hefur til þessa vegna áðurnefndra aðstæðna. Margir mætir menn hafa tekið undir þessi sjónarmið, þ.e. að efla þurfi ofangreinda þætti og herða refsingar fyrir gróf umferð- arlagabrot, því slík brot eru ekki einkamál þeirra sem þau fremja. Þegar rætt er almennt um að bæta þurfi umferðarmenningu landsmanna, þá er nauðsynlegt að horft sé til allra þátta, þ.e. til um- ferðarfræðslu í skólum, ökukennslu, aldurs til að öðlast ökuréttindi, véla- stærð ökutækja fyrir byrjendur, um- ferðarmannvirkja, löggæslu, örygg- isbúnaðar og fleiri þátta. Síðan þarf að fylgja málstaðnum eftir með stigföstum aðgerðum og eftirfylgni. Í því sambandi má nefna aðgerðir gagnvart ökumönnum með bráða- birgðaökuskírteini og þeim sem ítrekað gerast brotlegir í umferðinni og/eða lenda oft í umferðaróhöppum. Til þess að gera slíkt eftirlit virk- ara þá þarf að efla samstarf milli lög- reglu, tryggingarfélaga og sjúkra- stofnana, því ökumenn geta verið tjónlausir eða tjónlitlir í gögnum hjá lögreglu, þótt tjónatíðni þeirra sé há og hún þá eingöngu skráð hjá trygg- ingarfélögum og jafnvel sjúkrastofn- unum. Ökumenn sem lenda oft í umferð- aróhöppum og gerast ítrekað brot- legir í umferðinni valda oftast fyrr eða síðar slysum og þá oft með skelfilegum afleiðingum t.d. á þjóð- vegum landsins. Okkar hæfa hjúkrunar- og lög- gæslufólk hefur í nægu að snúast daga sem nætur þótt slíkir ökumenn hafi ekki svigrúm til að vera í um- ferðinni með framangreindum af- leiðingum. Það á að vera hægt að fækka slík- um vágestum í umferðinni með góðri samvinnu og festu gagnvart þeim ökumönnum sem ár hvert breyta skyndilega lífi margra fjölskyldna með sorg og þjáningu og reyndar öllu þjóðfélaginu, því þessi hörmulegu slys snerta þjóðina alla, þótt nálægð þeirra sé mis- munandi hverju sinni. Því ætti að skikka alla ökumenn sem ítrekað brjóta af sér og/ eða valda oft umferð- aróhöppum til að gang- ast undir stranga end- urhæfingu og akstursþjálfun áður en þeim er hleypt aftur út í umferðina. Að vera með ökuréttindi eru ekki sjálfsögð mannréttindi, alla vega ekki þeirra sem ekki fara að settum reglum til að halda slíkum rétt- indum. Er varðar gróf og vítaverð um- ferðarlagabrot t.d. ofsaakstur, jafn- vel undir áhrifum lyfja eða annarra vímuefna, þá ætti með réttu að leggja hald á ökutæki sem slík brot eru framin á þar til há trygging væri lögð fram fyrir sekt eða hugsanlegri skaðabótakröfu, hvort sem eigandi eða annar ekur farartækinu. Svo alvarleg eru slík brot og skað- inn sem af þeim hlýst og getur hlot- ist. Eigendur ökutækja bera fyrst og fremst á þeim ábyrgð og hverjum þeir hleypa þar undir stýri hverju sinni. Þeir sem um þessi mál fjalla og hafa með að gera þurfa því að taka höndum saman til frekari úrbóta og virkja þá sem hafa með fram- angreindar upplýsingar að gera varðandi tjónatíðni í umferðinni, þ.e. tryggingarfélög og fleiri, svo hægt sé að ná með skilvirkari hætti til ökumanna sem ítrekað lenda í um- ferðartjóni og fræða til betri vegar. Það veit enginn hver verður næst fyrir óhappi eða alvarlegu slysi, þeg- ar óhæfir og glæfraökumenn eru í umferðinni. Slíkt verður að stoppa af með öll- um ráðum. Margt hefur verið fært til betri vegar varðandi framanskráð, t.d. hafa umferðarmannvirki víða verið bætt, löggæsla verið efld, tæknivæð- ing innleidd og löggjöf verið sett til að reyna að flýta fyrir afgreiðslu mála, en betur má ef duga skal. Endurskoða þarf margflókið ferli mála og herða refsingar fyrir brot sem skapa einna mestu hættu í um- ferðinni, ásamt úrbótum við eft- irfylgni mála. Á ári hverju kosta umferðarslys þjóðfélagið tugi milljarða, fyrir utan þá sorg og þjáningu sem slíku fylgir. Því ætti fjármagnsþátturinn ekki að þurfa stöðva framlög til úrbóta á þessum sviðum, því sparnaðurinn er augljós ef fækka má slysum veru- lega. Það hlýtur að vera kappsmál allra ökumanna, á hvaða aldri sem þeir eru, sem og annarra að koma heilir heim úr góðu fríi og farsælli ökuferð. Stefnum því að slysalausu sumri sem eftir er og sýnum fyllstu aðgát allan ársins hring, þá mun okkur vegna mun betur í umferðinni. Umferðarmál Ómar G. Jónsson fjallar um umferð og akstur ’Stefnum því að slysa-lausu sumri sem eftir er og sýnum fyllstu aðgát allan ársins hring.‘ Ómar G. Jónsson Höfundur er lögreglufulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.