Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 7 FRÉTTIR HEIMILISMENN á hjúkrunarheimilinu Sólvangi nutu veð- urblíðunnar í gær og héldu grillveislu utandyra. „Tilefnið var ekkert annað en góða veðrið,“ segir Sigþrúður Ingimund- ardóttir hjúkrunarforstjóri. Starfsstúlka á heimilinu, Sóley Guðmundsdóttir, gekk um beina í gömlum hjúkrunarnema- búningi, og mæltist það vel fyrir, að sögn Sigþrúðar. „Þetta er gamall búningur frá Hjúkrunarskóla Íslands, en hann hætti starfsemi 1986, þegar námið fluttist alfarið til Há- skólans. Heimilismönnum fannst gaman að sjá þennan bún- ing, vegna þess að áður fyrr voru ekki bara hjúkrunarnemar í sérstökum búningi heldur allir sem unnu inni á heilbrigð- isstofnunum. Þetta vakti gamlar minningar hjá mörgum sem hafa unnið við svona störf,“ segir Sigþrúður. Hún segir að nú séu allir heilbrigðisstarfsmenn í alveg eins búningum; hvítum buxum og jökkum. „Nú eru allir eins,“ segir hún, „og þú sérð ekkert hvað viðkomandi gerir.“ Grilluðu í veðurblíðunni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sóley Guðmundsdóttir og Ída Heiða Jónsdóttir. SMÁBÁTURINN Gugga SH 80 frá Grundarfirði strandaði í gær- morgun við austanverðan Grund- arfjörð er hann var að koma úr róðri með um 900 kg af fiski um borð. Tveir menn voru í bátnum og hafði annar þeirra lagt sig niðri í káetu, en sá sem var við stýrið dottaði síðan með þeim afleiðing- um að báturinn sigldi á fullri ferð upp í fjöru. Svo heppilega vildi til að þar sem bátinn bar að landi var ekkert fjörugrjót svo að hann stöðvaðist óbrotinn uppi í fjöru, rétt neðan við kirkjugarð Grundfirðinga. Fleira varð skipverjum til láns því þegar báturinn strandaði var ekki alveg fallið að þannig að við háflóð flaut hann að aftan og reyndist því létt að draga hann á flot aftur. Þar var að verki Run- ólfur Guðmundsson á stálbátnum Munda sem notaður er við þorsk- eldið í Grundarfirði. Félagar úr Björgunarsveitinni Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu við björgunina. Báturinn var síðan dreginn inn til Grundarfjarðar þar sem skemmdir verða kannaðar. Sigldi upp í fjöru í Grundarfirði Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson LÖGREGLUYFIRVÖLD hér á landi fylgjast vel með því hvort glæpasamtök frá Austur-Evrópu reyni að teygja anga sína hingað til lands. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá því í gær, að lögregluyfir- völd í Noregi óttuðust að stríð gæti brotist út á milli harðsvíraðra maf- íugengja frá Austur-Evrópu sem keppa sín á milli um völdin í glæpa- heimi Óslóar. Smári Sigurðsson, yfirmaður Al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir þessar fréttir ekki koma sér á óvart, Ósló hafi gjörbreyst á nokkr- um árum og starfsbræður hans í Noregi þurft að glíma við vandamál glæpagengja í nokkurn tíma. Aðspurður hvort hann telji að þessi þróun muni til ná Íslands segir hann erfitt að segja til um það en bætir við að yfirvöld hér á landi fylg- ist grannt með því hvort skiplögð glæpastarfsemi teygi anga sína hing- að. Dæmi séu um fíkniefnainnflutn- ing hingað til lands sem virðist skip- lagður í tengslum við aðila í Eystrasaltslöndunum. „Reynslan hefur sýnt að það kem- ur yfirleitt allt hingað fyrr eða síðar frá Evrópu en hins vegar hjálpar smæðin okkur, hún gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir svona nokkuð að hreiðra um sig hér.“ Mun ofbeldisfyllri en mótorhjólagengin Smári bendir á að lögregluyfirvöld hér séu í miklu sambandi við starfs- bræður sína í Evrópu og fái reglu- lega upplýsingar og skýrslur um þróunina þar, m.a. í fyrrverandi austantjaldslöndunum eins og Alb- aníu. Ef grunur leiki á að eftirlýstir menn hafi leitað hingað séu þeir látn- ir vita. Hann bendir á að í mars hafi verið handtekinn hér Lithái sem var grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi. Ríkislögreglustjóri hafi tekið þátt í ýmsu samstarfi hvað varðar skipu- lagða glæpastarfsemi, sérstaklega hvað varðar mótorhjólagengi sem hafa reynt að koma hingað til lands. „Eins og menn hafa heyrt standast þau þó hvergi þessum austur-evr- ópsku gengjum snúning, þau er svo miklu ofbeldisfyllri. Enda koma þau úr umhverfi þar sem mannslíf hefur verið lítils virði.“ Fylgst með erlend- um glæpasamtökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.