Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 13. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Eirar eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Skúli Fjalldal, Gerda Fjalldal, Jóna Fjalldal, Oddur Fjalldal, Katrín M. Bragadóttir, Guðrún Fjalldal, Héðinn Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÚLÍUS EIÐSSON, Kirkjuvegi 11, áður Höfn, Dalvík, lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, mánu- daginn 25. júlí. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Valgerður Þorbjarnardóttir, Dagný Svava Júlíusdóttir, Eyjólfur Jónsson, Eyrún Kristín Júlíusdóttir, Óskar Haukur Óskarsson, Guðmundur Þorbjörn Júlíusson, Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, Valur Björgvin Júlíusson, Ester Ottósdóttir, Júlíus Garðar Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sigurgeir Snæ-björnsson fædd- ist á Sauðárkróki 14. júní 1928. Hann lést á taugadeild Land- spítalans í Fossvogi 19. júlí síðastliðinn. Sigurgeir var sonur hjónanna Snæbjarn- ar Sigurgeirssonar, bakarameistara á Sauðárkróki, f. í Gunnarssundsnesi við Stykkishólm 22.3. 1886, d. 3.9. 1932 og Ólínu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum á Skaga í Skagafirði, f. 23.5. 1903, d. 13.10. 1980. Sigurgeir var alinn upp á Sauðárkróki. 4ra ára missti hann föður sinn en Ólína giftist aftur Guðjóni Sigurðssyni bakarameist- ara á Sauðárkróki, f. á Mannskaða- hóli á Höfðaströnd 3.11. 1908, d. á Sauðárkróki 16.9. 1986. Sigurgeir var fjórði í röð 9 systkina. Látin eru Ólöf Sigríður Snæbjarnardóttir, Sigurunn Geirlaug Snæbjarnar- dóttir og Elma Björk Guðjónsdótt- ir. Á lífi eru Guðrún Snæbjarnar- dóttir, Eva Snæbjarnardóttir, geir, f. 15.3. 1977, dætur hans eru Katrín Tanja og Hrefna Karítas, og b) Smári Freyr, f. 22.11.1992. Fóst- ursynir Snæbjarnar eru Ívar, f. 6.5. 1982 og Máni Snær, f. 9.4. 1988. 4) Hannes, f. 5.5. 1961, kvæntur Gunn- hildi Hörpu Hauksdóttur. Dóttir hennar er Fanney Marín, f. 13.12. 1978. Börn Hannesar eru Þuríður, f. 12.12.1982, og Indriði, f. 6.12.1984. Stjúpsonur Hannesar er Ingvar, f. 5.4.1997. 5) Hrafnhildur, f. 5.2.1966, gift Heiðari Smárasyni, f. 1.11. 1964. Börn þeirra eru Eyþór Smári, f. 19.7. 1985, og Ester, f. 29.3. 1991. 1946 veiktist Sigurgeir af berkl- um og átti í þeim veikindum í 2 ár. Haustið 1948 sat hann í þriðja bekk Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki og tók þaðan landspróf um vorið. Haustið 1949 fór hann í rafvirkj- anám í Iðnskólanum í Reykjavík, en kláraði ekki námið þar sem veik- indi hans tóku sig upp á ný. Hann vann um tíma sem verkstjóri hjá Varnarliðinu í Keflavík og síðan vann hann við verslunarstörf, fyrst fyrir aðra en síðan við sín eigin fyr- irtæki og starfaði við þau alla sína starfsævi. Áhugamál Sigurgeirs lengi vel var laxveiði og seinni hluta ævinnar átti trjárækt hug hans all- an. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir, Birna Guð- jónsdóttir og Gunnar Þórir Guðjónsson. Sigurgeir kvæntist hinn 12. júní 1954 eft- irlifandi eiginkonu sinni Auði Hannes- dóttur, f. 16.11. 1930. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir, f. 22.10. 1900, d.11.8. 1958 og Hannes Jónsson, f. 17.11. 1893, d. 17.11. 1977. Börn Auðar og Sigurgeirs eru: 1) Ólína, f. 24.11. 1954, gift Ragnari Bergssyni. Son- ur Ólínu er Brynjar Örvarsson, f. 1.7.1976, kona hans er Anna Jóna Magnúsdóttir og dóttir þeirra Elísa Lind, f. 30.7. 2003. Dætur Ólínu og Ragnars eru Harpa, f. 16.4. 1984 og Ragnheiður, f. 25.12.1992. 2) Heba, f. 24.10. 1956. Börn hennar eru: a) Auður Þórhallsdóttir, f. 6.8. 1974, sonur hennar er Bjarki Björgvins- son, f. 21.5. 1992, b) Elvar Arason, f. 23.10. 1984, og c) Lára Aradóttir, f. 21.6. 1988. 3) Snæbjörn, f. 23.1.1958. Börn hans eru: a) Sigur- Elsku afi. Takk fyrir allar þær góðu stundir og minningar sem þú gafst okkur. Það verður tómlegt að koma á Laugateig og sjá auðan stólinn þinn, þar sem þú varst vanur að sitja og taka brosandi á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Við munum hugsa vel um ömmu og Snúllu fyrir þig og eigum við öll eftir að sakna þín sárt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabörn. Ég sit við rúmið þitt. Þú liggur undir hvíta teppinu. Lauma hendi minni í heitan lófann þinn. Loka aug- unum og við dönsum saman í stof- unni á Laugateignum. Tylli mér ofan á tærnar á þér og við svífum um eins og í draumi. Ég opna augun og virði fyrir mér hönd þína. Svo hlý. Dreg línu eftir þumalfingrinum … sjáðu, þar er kominn hundur! Held áfram að teikna og nýt þess að fá frá þér hrós- ið. Teikna skóginn sem þú talaðir um við mig. Græðlingana þína sem eru orðnir að stórum trjám. Og við hlust- um saman á þytinn í laufinu. Ég legg höndina á enni þitt og finn hitann. Man hvað mér þótti merki- legt hvernig þú mældir hitann ef ég var veik. „Við skulum sjá hvað afi segir,“ sagði amma. „Hann er besti hitamælirinn.“ Og þú lagðir varirnar við enni mitt. „Átta til níu kommur.“ Frekari mælingar voru óþarfar. „Þú verður að muna að gefa fugl- unum,“ segirðu allt í einu við mig og bendir mér út á svalir þar sem þú hefur þegar gefið þeim og þeir hóp- ast saman til að ná sér í bita. „Muc- hos bajaritos“ og við getum ekki annað en hlegið að þessari einu setn- ingu sem mér tókst að kenna þér í spænsku. Ég horfi á þig sofa. Það er svo erfitt að kveðja. Ég finn hvernig sorgin herðir að hálsinum og rífur í hjartað. Halla mér fram á rúmið til þín og grúfi andlitið ofan í hendur okkar. Finnst þú hvísla að mér; „afastelpa“. Hendur þínar eru ekki lengur veikar og þú strýkur yfir höfuð mitt. Amma gaf mér bók í kvöld. Í henni stendur: „Horfðu á speg- ilmyndir tímans gárast í fleti vatns- ins.“ Og myndirnar hverfast með sandi og skeljum í sögur og ljóð. Elsku afi minn, þar til við hittumst næst. Þín Auður. Fallinn er úr okkar hópi Sigurgeir Snæbjörnsson, mágur okkar og svili, eftir langvarandi veikindi og afleið- ingar þeirra. Það fer sem fyrr, að mikið skarð er fyrir skildi, þegar jafn ljúfur mað- ur og hann var fellur frá, þótt búast hafi mátt við þessu hvenær sem var síðustu árin. Sigurgeir var fríður maður sýn- um, rúmlega meðalmaður að hæð og samsvaraði sér afar vel. Hann var mjög hógvær og jafnlyndur svo ekki brást, enda leið öllum ágætlega vel í návist hans. Það voru því ávallt ánægjustundir að vera í návist þeirra hjóna, hvar sem fundum okk- ar bar saman. Þau hjón voru mjög samhent í hví- vetna og auk uppeldis stórrar og glæsilegrar fjölskyldu lögðu þau sér- staka alúð við bæinn Þórormstungu í Vatnsdal, sem er arfleifð Auðar og systkina hennar. Þau voru vakin og sofin yfir velferð jarðarinnar, enda notuðu þau hvert tækifæri sem gafst til að fara norður í Þórormstungu til að hlynna að umhverfi bæjarins. Sig- urgeir valdi sér það sérstaka hlut- verk að koma upp glæsilegum skóg- arlundum í nágrenni bæjarins með dyggri aðstoð Auðar, konu sinnar. Þessir fögru skógarlundir eru nú verðugir minnisvarðar um hann lát- inn. Um leið og við vottum Auði og öll- um hinum stóra hópi afkomenda þeirra hjóna innilega samúð okkar þökkum við Sigurgeiri kærlega fyrir ljúfa samleið í þessu lífi. Ásta og Karl. Ég get ekki látið hjá líða að rita nokkur kveðjuorð til vinar míns og mágs Sigurgeirs Snæbjörnssonar. Vinátta okkar hefur varað í mörg ár, allt frá því að hann var að byggja yf- ir sig og sína í Skaftahlíð fyrir rúm- um 40 árum. Þar sýndi hann hve mikill hagleiksmaður hann var og vann þar öll störf sem að húsbygg- ingum lýtur. Seinna, þegar hann var að byggja upp heildverslun sína RATSJÁ, átti ég því láni að fagna að ferðast með honum til útlanda til að afla viðskipta. Öll þessi ár hef ég ver- ið velkominn á heimili hans þar sem við skiptumst á skoðunum, spiluðum eða tefldum skák. Geiri var stoltur af skagfirskum uppruna sínum enda var hann bæði listfengur og ljóðelskur og gat kast- að fram stöku ef svo bar undir. Það og einstök geðprýði var mjög til að afla honum vinsælda. Við áttum oft góðar stundir á sameiginlegu sum- ardvalarheimili okkar í Vatnsdaln- um og áhugi hans fyrir trjárækt átti ríkan þátt í að fegra umhverfi okkar og þar mun minning hans lifa löngu eftir okkar daga. Geiri var vel af guði gerður og þótt hann síðustu árin hafi þurft að gefa eftir í kjölfar margra áfalla verður hans minnst sem hugmyndaríks heiðursmanns. Við Maja og börn okkar þökkum þær mörgu góðu stundir sem við átt- um með honum og sendum Auði, börnum hans og vandamönnum hug- heilar samúðarkveðjur. Haukur Hannesson. Sigurgeir Snæbjarnarson – Geiri frændi eins og við bræður vorum vanir að kalla hann – er fallinn frá rétt liðlega 77 ára að aldri. Hann var fæddur á Sauðárkróki 14. júní 1928, sonur hjónanna Snæbjarnar Sigur- geirssonar bakarameistara og Ólínu Björnsdóttur húsmóður. Frændi var Skagfirðingur en þó fyrst og síðast Króksari, þótt hann hafi kosið sinn starfsvettvang í höfuðborginni. En ræturnar slitnuðu aldrei heldur urðu sterkari eftir því sem árin liðu. Geiri var hægur maður, glaðsinna og skipti sjaldan skapi. En skaplaus var hann ekki og gat verið fastur. Rétt skyldi vera rétt og ranglæti ekki þolað. Hann var alla tíð sjálf- stæður í hugsun og verki og rak verslun og heildverslun um áratuga skeið. Með Geira frænda hverfur einn af máttarstópum íslensks samfélags sem í kyrrþey vann af eljusemi og ótrúlegum dugnaði að því að und- irbúa jarðveginn fyrir komandi kyn- slóðir – fyrir börn sín og barnabörn. Hugsjónin var ekki að komast sjálf- ur í efni heldur að tryggja að þeir sem á eftir kæmu mættu öðlast betra og auðugra líf – hugsjón sem við sem fáum að njóta ávaxta erfiðis- ins viljum á stundum gleyma. Geiri frændi var gæfumaður í starfi en þó ekki síður í einkalífi. Með eiginkonu sinni Auði Hannes- dóttir bjó hann sér heimili sem var öllum opið – gestrisni og vinátta voru órjúfanlegur þáttur heimilis- haldsins. Þeim varð fimm barna auð- ið. Ærsl og hávaði trufluðu Geira aldrei. Græskulaust gaman unga fólksins var í huga frænda aðeins hluti af tilverunni og merki um lífs- gleði og þroska. Einmitt þess vegna sýndi hann meira umburðarlyndi gagnvart öðrum en margir aðrir. Hann var alla tíð tilbúinn til að leið- beina, allt frá manngangi skáklist- arinnar, sem var hans unun, og leyndardómum stangveiðinnar til ráðlegginga í skógrækt. Að leiðarlokum viljum við bræður þakka fyrir samfylgdina í gegnum árin, einstaka vináttu og þolgæði þegar litlir óþekktarormar gengu lengra en aðrir fullorðnir en Geiri frændi þoldu. Og aldrei virtist Geira skorta tíma til að sinna okkur sem yngri vorum. Auði og frændum okkar og frænk- um sendum við bræður innilegar samúðarkveðjur. Góður faðir og frændi er genginn á vit feðranna en minningin lifir í huga okkar allra. Óli Björn og Andri. Verið þið sæl. Nú held ég heim því hér er mér orðið kalt. Mér er sama um borgina og blöðin og bílana – og þesskonar allt. Heima er miklu hreinna loft. Já héðan burtu ég fer. Því blessuð sveitin hún bíður – hún bíður eftir mér. Verið þið sæl. Mín taska er tóm – mín tilhlökkun þúsundföld. Hann pabbi kemur á móti mér – hjá mömmu ég verð í kvöld. (Jóhannes úr Kötlum.) Fyrir örfáum dögum, eftir ánægjulegt ættarmót afkomenda hjónanna Ólínu Björnsdóttur og Snæbjörns Sigurgeirssonar og seinni manns hennar Guðjóns Sig- urðssonar, þar sem sólin skein og gleðin var ríkjandi, þá kvaddi hann mig með þéttu handtaki, hlýju brosi og orðunum: „Þakka þér fyrir allt“. Kannski var sá uggur einhvers stað- ar innst inni að við mundum ekki hittast oftar, þó ekki. Ég sá að hann var orðin þreyttur en ég vildi trúa því að við ættum eftir að hittast aft- ur og það oft. Ég hitti Geira fyrst fyrir um fjöru- tíu árum, en þá var hann verslunar- stjóri í Ritfangaverslun Ísafoldar í Bankastræti og hafði haslað sér völl sem verslunarmaður, en þau störf stundaði hann æ síðan. Er skemmst frá að segja að þá þegar tókst sú vin- átta sem aldrei hefur borið á nokk- urn skugga. Í bernsku missti hann föður sinn, en ólst upp hjá Ólínu móður sinni og seinni manni hennar Guðjóni í Bakaríinu, sem gekk hon- um í föðurstað. Á unglingsárunum háði Geiri harðvítuga glímu við „Hvíta dauðann“, berklana, sem stráfelldu á þeim tíma fjölmörg ung- menni þessa lands, og hafði betur, en mun hann aldrei hafa gengið heill til skógar eftir þau átök. Eftir dvölina hjá Ísafold keypti hann ásamt öðrum verslunina Bókhlöðuna á Laugavegi og einnig var stofnuð raftækjaversl- unin Ratsjá sem var í sama húsi. Rak hann lengstum báðar þessar verslanir, þar til Bókhlaðan var seld en Ratsjá breytt í heildverslun. Við verslunarstörf naut Geiri sín vel, var vinsæll og vinmargur og lagði sig alltaf fram um að veita eins góða þjónustu og kostur var og viðskipta- vinir gátu verið þess vissir að munn- legur ádráttur hans var ekki hald- minni en skriflegt loforð margra annarra. Fyrir nokkrum árum bilaði heilsa hans svo, að ekki varð áfram haldið þrátt fyrir mikla aðstoð Gígju systur hans, og var Ratsjá lögð nið- ur. Geiri var hógvær maður og hæg- látur, en gat þó verið hrókur alls fagnaðar ef svo bar undir. Hann var gæfumaður í einkalífi sínu, eignaðist frábæra eiginkonu, Auði, og saman eignuðust þau fimm glæsileg börn sem öll hafa stofnað heimili og fjöl- skyldur, þannig að afkomendahóp- urinn er stór og mannvænlegur. Þegar um hægðist hjá þeim Auði og Geira komu þau sér upp griðastað að Þórormstungu í Vatnsdal, en þar stunduðu þau mikla ræktun og var Geiri vakinn og sofinn yfir birkifræ- töku og græðlingarækt, en hann ól upp mest allar sínar plöntur sjálfur. Það var hverjum manni ljóst að Tunga átti hug hans allan hin seinni ár, hann lifði sig inn í vorið og gró- andann og þegar kom fram á vet- urinn var hann farinn að bíða eftir því að komast norður. Eftirminnileg- ar eru líka veiðiferðirnar með þeim Geira og Guðjóni á dalinn eða í kvísl- ina og ófáum löxunum var landað með fumlausum handtökum og án alls æsings. Á eftir var sest niður kveikt í einni, skálað fyrir aflanum, spjallað stundarkorn um tökuna og síðan rölt að næsta hyl. Í hug koma orð Jó- hannesar skálds úr Kötlum sem seg- ir á einum stað: „Maðurinn í landinu, landið í manninum, – það er friður Guðs“. Þetta átti sannanlega við Geira og þannig naut hann þess að vera hluti af náttúrunni, hvort sem var við ræktunarstörf eða veiðar, samlagast kyrrðinni og birtunni í dalnum, þar sem hvert handtak var unnið af natni og alúð. Svo hlaðast upp minningarnar, allar bjartar og hlýjar. Við leiðarlok þökkum við Birna og börn okkar Geira fyrir órofa vináttu og velvilja, megi sá sem yfir okkur öllum vakir blessa minningu Sigurgeirs Snæ- björnssonar og vera Auði og öllum afkomendunum styrkur í sorg þeirra. Björn Björnsson. SIGURGEIR SNÆBJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.