Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 215. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Gellan í
gúmmítúttunum
Afgreiðir í vinnugalla og
gúmmístígvélum | Daglegt líf
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Fjórar bílasölur á sömu lóð Einar stal senunni á
Akureyri Íþróttir | Valskonur áfram í UEFA-bikarnum
Bandaríkjamenn voru sprettharðastir
TALIÐ er að ríflega tvö hundruð þúsund
manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn
lokun landnemabyggða gyðinga á Gaza á
útifundi í Tel Aviv í Ísrael í gærkvöldi en
um var að ræða síðasta stóra mótmæla-
fundinn áður en brotthvarfið frá Gaza
brestur á. Fólkið hrópaði slagorð gegn Ar-
iel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en
lokun landnemabyggðanna, sem á að hefj-
ast í næstu viku, hefur verið stefnumál
hans. Hét Bentsi Lieberman, leiðtogi land-
tökumanna á Gaza, því að andstæðingar
lokunar byggðanna á Gaza myndu koma í veg
fyrir að hægt yrði að hrinda áætlunum Sharons
í framkvæmd. Þetta yrði gert með friðsam-
legum aðferðum. „Brotthvarf [frá Gaza] verður
ekki að veruleika,“ sagði Lieberman í ávarpi og
hlaut fyrir góðar undirtektir annarra mótmæl-
enda. „Við munum ekki heimila að gyðingar
verði reknir frá heimilum sínum í þessu landi,“
sagði hann ennfremur.
8.500 landtökumenn búa á Gaza og verður
þeim gert að yfirgefa híbýli sín þegar stjórn-
völd hrinda áætlun sinni í framkvæmd í næstu
viku. Sumir hafa lýst því yfir að þeir muni fara
hvergi og skipuleggjendur mótmælendanna í
gær sögðust ætla að senda þúsundir manna til
Gaza á næstu dögum til að styrkja viðkomandi í
baráttu þeirra.
Sharon hefur sagt að óhjákvæmilegt sé að
loka gyðingabyggðunum á Gaza, en þær eru
alls 21 og eru íbúarnir umkringdir 1,3 millj-
ónum Palestínumanna sem þar búa. Segir Shar-
on að brotthvarfið frá Gaza muni styrkja stöðu
Ísraels vegna gyðingabyggða á Vesturbakk-
anum.
Reuters
Tvö hundruð þúsund mótmæltu í Tel Aviv
Sektar
menntamála-
ráðherrann
Ashgabat. AP. | Saparmurat Niyazov, for-
seta Túrkmenistans, fannst mennta-
málaráðherrann í Sovétlýðveldinu fyrr-
verandi ekki standa alveg í stykkinu.
Þannig að hann tók þá ákvörðun að sekta
Khydyru Saparlyjevu um sem samsvarar
þriggja mánaða launum.
Niyazov, sem kallar sjálfan sig „Turk-
menbashi“ eða „föður allra Túrkmena“,
er sagður hafa ákveðið að refsa Saparlyj-
evu vegna veikleika sem orðið hefði vart í
menntakerfinu. Niyazov hefur margoft
tyftað háttsetta embættismenn til opin-
berlega vegna meintra mistaka þeirra.
Ekki þarf þó alltaf vanhæfi til; þannig rak
„Turkmenbashi“ varnarmálaráðherra
landsins úr embætti 2003 fyrir að vera of
þögull og fyrir að hafa ekki nægilega
gaman af vinnunni sinni.
Mannréttindafrömuðir segja að svo
mjög hafi verið dregið úr framlögum til
menntamála í Túrkmenistan síðustu ár að
í reynd hafi stjórnvöld unnið markvisst að
því að gera landsmenn verr upplýsta en
áður; að því er virðist til að styrkja tök
Niyazovs á valdataumunum.
ALFREÐ Þorsteinsson, oddviti framsóknar-
manna í borgarstjórn, segir óhjákvæmilegt að
samstarf flokkanna sem mynda R-listann verði
erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins verði nið-
urstaðan sú að þeir bjóði fram undir eigin merkj-
um í næstu borgarstjórnarkosningum. „Þeir
hljóta þá að leggja mismunandi áherslur, hver
fyrir sig, sem gerir stjórn borgarinnar óvissari en
ef flokkarnir stæðu saman og næðu samkomulagi
um ákvarðanir. Ég held það liggi í augum uppi.“
Viðræðunefnd um framtíð R-listans náði ekki
samkomulagi á fundi sínum síðdegis í gær um
áframhaldandi samstarf flokkanna í komandi
borgarstjórnarkosningum. Fulltrúar flokkanna í
nefndinni hafa því ákveðið að fara með málið aft-
ur til síns baklands. Reykjavíkurfélög flokkanna
munu hittast í næstu viku og taka endanlega af-
stöðu til sameiginlegs framboðs.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri seg-
ist ekki vilja afskrifa R-listann þrátt fyrir þessa
niðurstöðu. „Mér myndi finnast það svik við kjós-
endur að afskrifa R-listann á þessari stundu[…].“
Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs í borgarstjórn, segir
að R-listinn sé ekki upphaf og endir alls í stjórn-
málum; menn megi því ekki missa móðinn. „Ég lít
svo á að þessir flokkar eigi möguleika á því að
starfa áfram saman sem meirihluti í Reykjavík og
fá umboð kjósenda til þess.“
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, segir að fulltrúar
Framsóknarflokksins í R-listaviðræðunum séu
heldur svartsýnir á framhaldið. „Það er ljóst að
Samfylkingin telur að það eigi ekki að vera áfram
það jafnræði sem farið var af stað með þegar til
samstarfsins var stofnað.“ Hann segir að fram-
sóknarmenn hafi teygt sig langt til að viðhalda R-
listanum.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna, segir að menn verði að horfast í augu við
þá staðreynd að líkur á samkomulagi séu minni
eftir tíðindin í gær. „Ég ætla svo að vona að menn
taki niðurstöðunni, hver sem hún verður, skyn-
samlega og af reisn.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir að viðræðuslitin ýti ekki
undir bjartsýni um framhald R-listasamstarfsins.
„Þarna var reynt að auka aðkomu borgarbúa að
því að velja fulltrúana og borgarstjórann en um
það varð ekki sátt.“
Viðræður um samstarf
R-listans sigldu í strand
Morgunblaðið/Sverrir
Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðunefndinni:
Þorleifur Gunnlaugsson, Svandís Svavars-
dóttir og Dagur Snær Sævarsson.
Eftir Örnu Schram, Brján Jónasson
og Soffíu Haraldsdóttur
Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna, telur einsýnt að samstarf-
ið fram að kosningum verði erfitt ákveði flokkarnir að bjóða fram sér
Komst ekki | Miðopna
London. AFP, AP. | Hundruð farþega breska
flugfélagsins British Airways voru stranda-
glópar í gær þegar um eitt þúsund starfs-
menn BA á Heathrow-flugvelli fóru í sam-
úðarverkfall til að mótmæla uppsögnum um
800 starfsmanna Gate Gourmet-flugeldhúss-
ins, sem séð hefur flugvélum BA fyrir mat.
Neyddist BA til að aflýsa öllu flugi véla sinna
frá Heathrow og beina nokkrum til lending-
ar annars staðar. Tilkynnti fyrirtækið svo í
gærkvöldi að vegna óvissuástands hefði ver-
ið ákveðið að aflýsa öllu flugi til og frá Heat-
hrow í dag til klukkan 17 hið minnsta.
BA sagði í gær að um 20 þúsund manns
hefðu orðið fyrir óþægindum vegna ákvörð-
unar fyrirtækisins að aflýsa öllu flugi. Hefur
BA beðið viðskiptavini sína afsökunar og
boðist til að bæta þeim tjónið. Mikið öng-
þveiti var um tíma í flugstöðvum númer 1, 3
og 4, þaðan sem BA flýgur, en a.m.k. fjögur
önnur flugfélög – Qantas, Sri Lankan Airl-
ines, Finnair og British Mediterranean Airl-
ines – neyddust einnig til að aflýsa flugi,
enda hefur BA séð um innritun farþega fyrir
þau og aðra þjónustu á Heathrow. Ekki urðu
hins vegar neinar tafir á flugi Icelandair, fé-
lagið notar flugstöð númer tvö á Heathrow
og það er Air France sem sér um innritun
farþega Icelandair og aðra þjónustu, að sögn
Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa.
Reuters
Breskur flugfarþegi sem hugðist fljúga
frá Heathrow til Singapore í gær.
Áfram
truflanir hjá
BA í dag
♦♦♦