Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá tveimur aðstandendum flugslyssins í Skerjafirði, þeim Friðriki Þór Guð- mundssyni og Jóni Ólafi Skarphéð- inssyni. „Frásögn og umfjöllun þess eða þeirra sem sinna verki rannsakandans um málsatvik, hlýt- ur að taka til atriða sem oft eru viðkvæm, en krefjast samt þess að heiðarlega sé fjallað um þau og að einstök atvik eða málefni séu alls ekki undan skilin aðeins vegna þess að þau eru óþægileg eða snerta hagsmuni einhvers málsað- ilans. Sannleikurinn er oft beiskur, en hann er sagna bestur og aðeins hann getur flutt trúverðugan boð- skap og fordæmi.“ – Skúli Jón Sigurðarson, fyrrum formaður RNF, í ársskýrslu nefnd- arinnar 1997 „Í gagnrýni okkar vegna flug- slyssins í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000 og rannsóknar þess, hefur það ávallt verið leiðarljósið að komast sem næst sannleikanum um hvað það var sem raunverulega gerðist þetta örlagaríka kvöld og í aðdrag- anda þess. Að allt sem tengdist flugslysinu væri rannsakað for- dómalaust og að allir þeir hnökrar sem í ljós kæmu yrðu lagfærðir með því augnamiði að auka flug- öryggi og minnka líkur á að hlið- stæður atburður gerðist aftur. Skýrsla óháðra breskra flug- slysasérfræðinga, sem við réðum til að gera úttekt á rannsókn Rann- sóknarnefndar flugslysa (RNF), leiddi til þess að skipuð var sérstök rannsóknarnefnd flugslysa (sRNF) undir formennsku Sigurðar Lín- dals. Réttmæt gagnrýni staðfest Þessi sérskipaða nefnd hefur nú birt skýrslu um rannsókn sína. Niðurstöður nefndarinnar eru fyrir margra hluta sakir athyglisverðar. Í öllum meginatriðum staðfestir hún að gagnrýni okkar var rétt- mæt. Er þar helst að nefna gallaða rannsókn RNF og fjölmargt í starfsemi Flugmálastjórnar (FMS) sem betur mátti fara. Hin sérstaka rannsóknanefnd kemur með margar tillögur til úr- bóta, til viðbótar þeim sem þegar höfðu komið fram hjá RNF. Þar er að finna tillögur til samgönguráð- herra um að fjárveitingar til RNF verði auknar til að tryggja öfluga rannsóknargetu og fullnægjandi varðveislu gagna. Til FMS um hert eftirlit með smærri flugrekendum, um hertar verklagsreglur varðandi útgáfu lofthæfiskírteina fyrir flug- vélar; um betri verklega þjálfun flugmanna; um hertar kröfur um eldsneytis- og olíuskrár svo og far- þegaskrár; um skýrara orðalag flugumferðarstjórnunar og um skýrar reglur varðandi fráhvarfs- flug. Til RNF beinir sRNF tillög- um um að nefndin setji sér skýrar verklagsreglur varðandi varðveislu flaka og hluta úr þeim; að sönn- unargögn séu ekki afhent með ótímabærum hætti; að óháðir að- ilar rannsaki hreyfla án aðkomu hagsmunaaðila og um að mannlegi þátturinn verði framvegis skoðað- ur sem nákvæmast. Auk þess kom það sRNF á óvart að björgunar- þættinum skyldi ekki hafa verið gefinn meiri gaumur í upphaflegri skýrslu RNF. Fjölmargar tillögur til úrbóta Það er freistandi að rifja upp öll þau gagnrýnisatriði sem við kom- um fram með á sínum tíma, en við látum nægja að vísa á www.flug- slys.is hvað það varðar. En úr þessu er besta mælikvarðann á það hvort barátta okkar hafi átt rétt á sér og skilað árangri að finna í þeim fjölmörgu tillögum til úrbóta sem séð hafa dagsins ljós eftir að RNF komst að sinni niðurstöðu í mars árið 2001. Þótt FMS hafi aldrei viðurkennt opinberlega að nokkuð hafi verið að hjá þeim, höf- um við fyrir satt að fjölmörgu hafi verið breytt í starfsemi stofnunar- innar í kjölfar gagnrýni okkar. Það má einnig lesa úr skýrslu Ríkis- endurskoðanda um stjórnsýsluút- tekt á FMS frá árinu 2003. Einnig er eftirtektarvert hvernig sRNF vísar á bug öllum athugasemdum FMS við skýrsluna, mótbárum sem stofnunin hefur iðulega komið með við gagnrýni á sig í tengslum við Skerjafjarðarflugslysið. Eftir rannsókn sRNF þarf ekki nokkur maður að velkjast lengur í vafa um að flugvélin TF-GTI hafi ekki átt að fá skráningar- og lofthæfiskírteini á sínum tíma. sRNF telur þó að þessi staðreynd hafi engan þátt átt í flugslysinu. Fyrir okkur sem misstum kæra ástvini í flugslysinu lítur málið öðruvísi út. Án þessara pappíra hefði flugvélin einfaldlega ekki ver- ið í umferð umræddan dag.“ Yfirlýsing frá tveimur aðstandendum þeirra sem létust í flugslysinu í Skerjafirði árið 2000 Skerjafjarðarflugslysið – réttmæt gagnrýni Sláturpönk og fantasía á morgun Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um hryllingssagnahöfundinn Clive Barker, höfund Abarat- bókaflokksins og fjölmargra annarra lykilverka í hryllings- bókmenntum síðustu ára. BORGARRÁÐ beinir því til stjórnar Strætó bs. að leita leiða til að lengja þjónustutíma stræt- isvagna til miðnættis til þess að koma til móts við þarfir vakta- vinnufólks, auk þess sem reynslan af fyrstu vikum leiðarkerfisins, auk ábendinga sem borist hafa, verði nýtt til að sníða vankanta af vaktatöflum. Þessi tilmæli samþykktu fulltrú- ar meirihluta Reykjavíkurlistans á fundi ráðsins í gær. Ásgeir Eiríks- son, framkvæmdastjóri Strætó, segir að kostnaður við að halda akstri strætisvagna áfram til mið- nættis sé um 40 milljónir á ári, en heildarrekstur Strætó bs. á árinu kostar um 2,3 milljarða króna. Á fundi borgarráðs gerði minni- hluti Sjálfstæðisflokks það að til- lögu sinni að stjórn Strætó beitti sér fyrir því að óháðir aðilar gerðu ítarlega úttekt á nýja leiðar- kerfinu, og mætu hvort rétt væri að fella nýja leiðarkerfið úr gildi og aka á ný eftir því gamla. „Markmið þessarar tillögu er að halda í viðskiptavini Strætó bs. og lágmarka þann skaða, sem al- menningssamgöngur í Reykjavík hafa orðið fyrir. Verði það mat stjórnar Strætó bs. að áfram skuli aka eftir nýju leiðarkerfi er það lágmarkskrafa að fjölmargir agnú- ar […] verði sniðnir af kerfinu áð- ur en vetur gengur í garð,“ segir í tillögu minnihlutans. Tillaga minnihluta óþörf Borgarráðsfulltrúar R-lista lögðu fram og samþykktu frávís- unartillögu, og segir í henni að til- laga minnihlutans sé óþörf þar sem í bókun meirihlutans sé því beint til stjórnarinnar að fara yfir ábendingar og nýta reynslu und- anfarinna vikna til að sníða van- kanta af kerfinu og bæta þjónustu, auk þess sem framkvæmdastjóri Strætó hafi lýst því yfir að hann hafi áhuga á því að gerð verði óháð úttekt á nýja leiðarkerfinu. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann var gestur á fundi borgarráðs í gær, og eftir að sjálfstæðismenn lögðu til að gerð yrði úttekt á nýja leiðarkerfinu svaraði Ásgeir því til að það væri jákvætt að fá slíka út- tekt. „Ég tók undir þessa hugmynd, og lét það fylgja að það hugnaðist mér vel, enda værum við sem þekktum kerfið og hefðum unnið að undirbúningi þess sannfærð um ágæti þess,“ segir Ásgeir. Hann segir það þó ekki framkvæmda- stjóra að biðja um slíka úttekt, nær sé að stjórn Strætó bs. eða sveitarfélögin sem að félaginu standa biðji um að slík úttekt verði gerð. Láta reyna á kerfið í nokkra mánuði Hvað varðar þau tilmæli til stjórnar Strætó sem samþykkt voru á fundi borgarráðs segir Ás- geir að allar ábendingar verði teknar til efnislegrar úrvinnslu og meðferðar. „En það er mjög mik- ilvægt að mínu mati að það gefist lengri tími [til þess að láta reyna á kerfið] en þær tvær vikur sem nú eru liðnar. Nú er sumarleyfum að ljúka, skólar að hefjast og umferð eykst, auk þess sem við eigum eft- ir að sækja fram með okkar mark- aðssetningu á haustmánuðum. Það er ekki fyrr en að liðnum nokkrum mánuðum sem það er raunhæft að ráðast í víðtæka skoðun á þeim at- hugasemdum sem þá hafa borist.“ Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista, benti í bókun sinni í borgarráði á að við upptöku nýs leiðarkerfis hefði glatast gott tækifæri til að fella niður fargjöld barna, unglinga, aldraðra og ör- yrkja í samræmi við tillögur F- listans, en með því móti mætti ná fram markmiðum um aukna nýt- ingu almenningssamgangna. Lengri þjónustutími Morgunblaðið/Eggert Nokkurra mánaða reynslu þarf af nýja leiðakerfinu áður en víðtæk skoðun á athugasemdum fer fram, að mati framkvæmdastjóra Strætó. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, er fylgjandi því að gerð verði óháð úttekt á nýja leiðakerfinu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.