Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á NÝLIÐNU þingi voru sam- þykkt lög um Landbúnaðarstofnun sem ætlað er að taka yfir verkefni sem verið hafa í höndum embættis yfirdýralæknis og fleiri stofnana. Landbúnaðarstofnum er „á blaðinu“ ætlað að sameina krafta og efla starfsemi þeirra sem vinna að land- búnaðar- og dýraheilbrigðismálum. Þegar betur er að gáð virðast ákvarðanir og afleiðingar verða allt aðrar en lagt var af stað með í fyrstu. Stærstur hluti starfsemi nýrrar stofnunar verður á fagsviði dýra- lækna og mun ég hér á eftir fara yfir þann hluta málsins sem snýr að dýrasjúkdómafræðum. Í töflunni sem hér fylgir með hef ég sett upp örfá lykilatriði er varða þetta mál. Í fyrri dálkinn hef ég sett kjarnann í yfirlýstum markmiðum ráðherra en í hinn dálkinn þær ákvarðanir og af- leiðingar sem ráðherra stendur ábyrgur fyrir. Það skal tekið fram að Alþingi setti engin skil- yrði sem gætu afsakað misræmi milli yf- irlýstra markmiða og ákvörðunar ráð- herrans um staðsetn- ingu stofnunarinnar og ráðningu forstjóra. Af töflunni má glögglega sjá að ekki fara saman yfirlýs- ingar og ákvarðanir, og er ráðherra á villigöt- um nema markmiðin hafi kannski í raun ekki verið að styrkja mála- flokkinn heldur eitthvað allt annað. Hugsanlega var tilgangurinn að styrkja stöðu sinnar heimabyggðar, nú eða kannski sína eigin pólitísku stöðu m.t.t. ráðagerða um mat- vælastofnun. Ekki veit ég, en alla- vega tel ég að leiðir dýralæknastétt- arinnar og landbúnaðarráðuneytis eigi nú að skilja og tel þennan mála- rekstur ráðherra vera ærið tilefni til að skoða málin frá grunni og huga að öðrum möguleikum í stöðunni. Dýrasjúkdómafræðin nær yfir mun stærra svið en þjónustu við landbúnaðinn, s.s. inn- og útflutn- ingseftirlit, matvælaöryggi, gælu- dýralækningar, hestalækningar, til- raunadýrafræði, dýravernd, grunnrannsóknir í líf- og lækn- isfræði o.fl. Dýralæknastéttin á því tvímælalaust mun meira sameig- inlegt með þeim faghópum sem fást við lífvísindi og sjúkdómafræði en þeim sem fást við landbúnaðarfræði og byggðapólitík. Með flutningi sér- greinadýralækna frá Tilraunastöðinni á Keldum (að ekki sé nú talað um frá Reykja- vík) koma stjórnvöld til með að gera nánast að engu þann vísi að fag- legu umhverfi á sviði dýralækninga sem þar hefur skapast. Af þessu leiðir annarsvegar að tengsl milli rannsókn- arumhverfisins og stjórnsýslu dýralækninganna veikj- ast til muna og hinsvegar munu til- burðir þeirra alltof fáu dýralækna sem starfa við Tilraunastöðina að Keldum til að styrkja hlut hagnýtra rannsókna á sviði dýrasjúkdóma í starfsemi stofnunarinnar verða erf- iðari. Þannig er að mínu áliti afleiðing þessara hrossakaupa með embætti yfirdýralæknis sú að dýralækningar og dýrasjúkdómafræði munu veikj- ast til muna í stað þeirrar mögulegu framtíðarsýnar sem hefði orðið við þéttara samstarf (og sambýli) þeirra tveggja kjölfestustofnana sem fást við dýrasjúkdómafræði – Keldna og embættis yfirdýralæknis. Með enn þéttara sambýli og sameiginlegri uppbyggingu í Vatnsmýri hefði verið hægt að byggja upp sterkt faglegt umhverfi í samvinnu við aðrar lífvís- indastéttir og þróa starfsemi Til- raunastöðvarinnar í átt að fullmót- aðri „Rannsóknarstofnun dýrasjúkdóma“ þar sem fagfólk á sviði sjúkdómafræða mundu halda um stjórnvölinn og alla stefnumót- un. Í framhaldi af þessu mætti sjá fyr- ir sér að hægt væri að styrkja enn frekar hina faglegu kjölfestu dýra- læknisfræðinnar, þ.m.t. sjúkdóma- varnir og matvælaöryggi, með því að bjóða upp á endurmenntun og fram- haldsnám á sviði dýrasjúkdóma- fræða í samvinnu við Háskóla Ís- lands og háskóla erlendis. Ég skora hér með á dýralækna að láta ekki yfir sig ganga að vegið sé svo gróflega að fagi og stétt. Náum nú vopnum okkar og berjumst fyrir því að embætti yfirdýralæknis og málaflokkur dýralækninga verði færður frá hagsmunaráðuneyti land- búnaðarins til fagráðuneytis heil- brigðis- eða umhverfismála. Þetta megum við ekki láta yfir okkur ganga! Einar Jörundsson fjallar um flutning sérgreinadýralækna frá Tilraunastöðunni á Keldum ’Með flutningi sér-greinadýralækna frá Tilraunastöðinni á Keld- um koma stjórnvöld til með að gera nánast að engu þann vísi að fag- legu umhverfi á sviði dýralækninga sem þar hefur skapast.‘ Einar Jörundsson Höfundur er dýralæknir, sérfræð- ingur við Tilraunastöð HÍ í meina- fræði að Keldum og MBA-nemi við Háskóla Íslands. Yfirlýst markmið ráðherra: Ákvarðanir og afleiðingar: Sameina kraftana. Aðalstöðvar á Selfossi en útibú í Reykja- vík og sérfræðingar dreifðir um landið. Skipting starfseminnar á fleiri staði. Gera þjónustuna aðgengilegri. Betri þjónusta við íbúa á Suðurlandi. Aðr- ir landsbyggðarmenn og höfuðborg- arbúar eiga lengri leið fyrir höndum. Færa þjónustuna nær notendum. Héraðsdýralæknar sinna eins og áður málum í návígi við bændur. Notendur þeirrar þjónustu sem verður í aðalstöðum á Selfossi eru fyrst og fremst fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í Reykjavík og erlendis. Forstjóri skal vera dýralæknir með æðri prófgráðu. Nýráðinn forstjóri er menntaður á sviði næringarfræði en hefur enga formlega þekkingu á sviði stærsta málaflokks stofnunarinnar. Gengið var fram hjá mjög hæfum dýralæknum með framhalds- menntun og/eða mikla reynslu á sviði dýrasjúkdómafræða og stjórnunar. Styrkja varnir gegn dýrasjúkdómum. Sérfræðingar yfirdýralæknis verða fluttir frá Keldum og þar með slitna tengsl milli dýrasjúkdómavarna og -rannsókna. UM DAGINN var hótað sprengju í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gegnum farsíma. Að sögn staðgengils sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli, Tinnu Víðisdóttur, í Morgunblaðinu 6. ágúst, var hótunin „óljós“ og var flugstöðin ekki rýmd meðan sprengj- unnar var leitað. Flug tafðist ekki. Tinna sagði að hótunin hefði borið með sér að um gabb væri að ræða en þó hefði orðið að taka hana alvarlega. Hótunin var síðan rakin til konu sem svipt hefur verið sjálfræði. Menn eru eingöngu sviptir sjálfræði, eða lög- ræði öllu heldur, þegar þeir eru ófærir um að ráða eigin högum „vegna andlegs vanþroska, ellisljó- leika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsu- brests“, eins og í lögum stendur skrifað. Það blasir því við að umrædd kon- an er mikið andlega sjúk enda ber frásögn Tinnu því vitni að yfirvöld hafi ekki tekið hótunina alvarlega nema að forminu til og því aðeins fylgt vægustu varúðarreglum. Segir Tinna að sjálfræðissviptur ein- staklingur hafi áður gert svona nokk- uð en dálítið sé um lið- ið. Þá hafi málin verið látin niður falla. Í þeim viðbrögðum felst reyndar raunsær skiln- ingur á mjög sér- stökum aðstæðum og ekki síður ákveðin mannúð sem þögult samkomulag hefur ríkt um í samfélaginu. Og hvaða rök eru fyrir því að breyta þessu? En Tinna boðar að þetta mál verði ekki látið nið- ur falla en látið á það reyna hvort hægt verði að sækja konuna til saka þótt sjálf- ræðissvipting hennar kunni að flækja málið. Telur Tinna að ekki sé sjálfgefið að konan sé ósakhæf þó hún hafi ekki sjálfræði og svo heldur hún áfram: „Ef það er einhver mögu- leiki á að sækja hana til saka er það einlægur vilji okkar að gera það. Okkur finnst þetta alvarlegt mál og viljum að á þessu sé tekið. Ef við komumst hins vegar að því að ekki sé hægt að sækja konuna til saka er spurning hvort að í framtíðinni þurfi að endurskoða löggjöfina hvað þetta varðar.“ Það er hins vegar al- veg sjálfgefið að mann- eskja sem ekki hefur sjálfræði er haldin óvenjulega „alvarlegum heilsubresti“, í reynd undantekningarlaust af geðrænum toga. Hvað vinnst við það að rétta yfir slíkri manneskju og dæma hana? Það væri bara harka hörkunnar vegna. Það nær hrein- lega engri átt að þessi ósjálfráða kona verði sótt til saka þó það reynist lögformlega mögulegt. Mál hennar ætti að vera úrlausnarefni heilbrigð- isyfirvalda en ekki refsiréttarins. En einmitt þarna stendur hnífurinn í hinni heilögu kú. Það er alkunna að yfirlæknar geðdeilda hafa áratugum saman neitað að sinna vissum „erf- iðum“ sjúklingum og hafa komist upp með það allan tímann þó það sé skýlaust brot á 1. grein laga um heil- brigðisþjónustu. Hvers vegna hafa lögreglustjórar og saksóknarar aldr- ei hjólað í þessa menn? Af hverju er þeir aldrei neyddir til að fara eftir lögunum? Allur þungi þessa máls (og annarra af sama toga) ætti að beinast að þessu atriði en ekki að fársjúkri manneskju sem hefur ekki stjórn á sjálfri sér vegna geðsjúkdóms. Hugmynd yfirvaldsins um það að verði ekki hægt að sækja konuna til saka sé spurningin hvort breyta þurfi löggjöfinni til að slíkar lög- sóknir gegn mjög veiku fólki verði mögulegar í framtíðinni er í rauninni miklu hættulegri samfélaginu heldur en afar fátíðar sprengjuhótanir frá fólki sem svipt hefur verið sjálfræði „vegna andlegs vanþroska, ellisljó- leika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsu- brests“. Nái þessi vilji yfirvaldsins fram að ganga yrði það skref aftur á bak til miðalda. Reyndar sanna væg- ar varúðarráðstafanir yfirvaldsins á Keflavíkurvelli það beinlínis að það vald vissi ósköp vel að engin raun- veruleg hætta var á ferðum, aðeins sjúk manneskja. (Ef ekki voru við- brögð yfirvaldsins óafsakanlegt kæruleysi og það ætti þá fyrst af öllu að líta í eigin barm). Samt dregur yf- irvaldið ekki hið minnsta úr refsi- kröfu sinni eftir atburðinn, lætur málið ekki niður falla. Það er ískyggi- legt dæmi um bókstafstrúarlega hörku þar sem valdinu er beitt ein- ungis valdsins vegna, ekki þó gegn stórbokkum geðdeildanna heldur gegn þeim varnarlausustu af öllum varnarlausum. Stafi hins vegar raunveruleg hætta af einhverjum ólögráða ein- staklingi af völdum geðsjúkdóms ber heilbrigðiskerfinu lögum samkvæmt að leysa þann vanda og lög- reglustjórar og sýslumenn ættu að sjá til þess, í fullum skrúða ef með þarf, að það kerfi standi við þessa lagaskyldu sína. Þetta er það sem gamanlaust skortir hér á landi en ekki refsigleði gegn fársjúku fólki. Harka hörkunnar vegna Sigurður Þór Guðjónsson fjallar um lögsóknir gegn and- lega veikum einstaklingum ’Nái þessi vilji yf-irvaldsins fram að ganga yrði það skref aftur á bak til miðalda. ‘ Sigurður Þór Guðjónsson Höfundur er rithöfundur. SÍÐASTLIÐIÐ haust var fjölda eldri nemenda, sem gert höfðu hlé á námi, neit- að um endurinnritun í framhaldsskóla á þeim forsendum að árgang- ur nýnema væri óvenju stór. Sama sagan endurtekur sig í ár, árgangur nýnema sagður vera enn stærri en í fyrra og hópur nemenda fær höfnun í annað sinn. Í tilmælum menntamálaráðuneyt- isins til skólameistara framhalds- skóla við innritun í vor segir: Umsækjendur raðast þannig í laus pláss í skólunum: 1. Nemendur sem flytjast milli anna 2. Umsækjendur sem koma beint úr 10. bekk 3. Aðrir sem eru að sækja um fram- haldsnám í fyrsta sinn 4. Aðrar umsóknir um dagskóla Þessi forgangsröðun sýnir að nem- endur sem hafa byrjað í framhalds- skóla en gert hlé á námi sínu voru lík- legastir til að fá höfnun. Óvissa ríkir því um námslok hjá mörgu ungu fólki sem hætti í skóla á þeim forsendum að geta tekið upp þráðinn þegar það væri tilbúið til náms á ný. Við gleðjumst yfir hagsæld og uppgangi á öllum sviðum samfélags- ins. Umræða um metaðsókn og hærra hlutfall nemenda í framhalds- skóla en nokkru sinni fyrr er þó sem salt í sár þeirra nemenda sem eiga ekki afturkvæmt til að ljúka framhaldsskólanámi. Þessi hópur nemenda er í stöðu sem ekki hefur áður þekkst hér á landi, því þróun skólamála á Íslandi hefur góðu heilli verið á þann veg að sífellt fleiri hafa fengið aðgang að menntun. Úrlausn þessa máls þolir enga bið. Yfirvöld menntamála þurfa að greina umfang vandans og grípa til aðgerða. Hugsanlega er vandinn tímabundinn þar til þeir stóru árgangar sem nú fylla skólana hafa lokið námi. Áður hefur verið gripið til skammtíma- ráðstafana í skólakerfinu, t.d. þegar lausar kennslustofur risu við annan hvern grunnskóla fyrir nokkrum ár- um. Við bíðum þetta ástand ekki af okkur, við þurfum að leysa það á sem besta mögulegan máta fyrir einstak- lingana og samfélagið allt. Við verð- um að finna leiðir til að bjóða vel- komna þá nemendur sem bíða úti í kuldanum en vilja koma aftur inn í hlýjuna og halda áfram námi þar sem frá var horfið í framhaldsskóla. Við skorum á menntamálaráð- herra að taka á þessu verkefni af al- kunnri íslenskri hreysti og sýna að Íslendingar láta ekki grípa sig í ból- inu þótt þeir eigi aðeins fleiri börn en þá minnti og þau hagi sér öðruvísi en gert var ráð fyrir. Við höfum alla burði til að leysa þetta verkefni strax. Sé það látið ógert er hætta á að við munum innan tíðar standa frammi fyrir flóknari vanda og tor- leystum. Inn í hlýjuna Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Guð- rún Hrefna Guð- mundsdóttir fjalla um endurkomu ungs fólks í skóla Ragnheiður J. Jónsdóttir ’Við verðum að finnaleiðir til að bjóða vel- komna þá nemendur sem bíða úti í kuldanum en vilja koma aftur inn í hlýjuna…‘ Ragnheiður er doktor í kennslufræði og Guðrún Hrefna er framkvæmda- stjóri Talnataka. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því mið- ur eru umræddar reglur nr. 122/ 2004 sundurtættar af óskýru orða- lagi og í sumum tilvikum óskiljan- legar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauð- synlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.