Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi GRÆNALÓN er við það að tæmast og vatnið úr lóninu hefur myndað mikil göng í Skeiðar- árjökul þegar það braut sér leið undir ísinn í Súluhlaupi. „Það voru hrikaleg átök þarna og lónið er að tæmast,“ segir Jón G. Sigurðsson flugmaður, en hann segir að vatnið hafi fundið sér farveg undir vestanverðan jökulinn, með- fram Súlutindum og út í Súlu og Gígjukvísl. Filippus Hannesson, bóndi á Núpsstað, telur þetta mestu umbrotin þarna síðan brúað var yfir Núpsvötn og Súlu, um 1974, en er ekki frá því að meira hafi verið fyrir þann tíma. Nýr íshellir myndaðist í hlaupinu Ljósmynd/Jón G. LÖGREGLAN á Hvolsvelli varar verktaka við að geyma dísilolíubirgðir á víðavangi þar sem hætt er við að þeim verði stolið, jafnvel þótt tankarnir séu læstir með sér- stökum lásum. Á undanförnum mánuðum hefur lögreglan fengið að minnsta kosti fjórar tilkynningar um olíuþjófnaði þar sem dælt hefur verið úr svokölluðum olíukálf- um. Lögreglan segir þó ekki um neinn far- aldur að ræða, heldur hafi brot af þessu tagi þekkst á liðnum árum. Enginn hefur verið handtekinn vegna þessara mála eða yfir- heyrður. Stal 700 lítrum af olíu Að sögn Gils Jóhannssonar lögregluvarð- stjóra varðar stærsta málið þjófnað á 700 lítrum af olíu nýlega. Hann dregur þó ekki þær ályktanir af þjófnaðinum að hækkandi olíuverð reki menn út í slík brot. Auðunn Jónsson, verktaki hjá Sléttafelli, var sá sem varð fyrir þessum skaða en hann vinnur í vikurnámum milli Heklu og Búr- fells. Segir hann hækkun olíuverðs hljóta að vera einhverja orsök þessa. Hann geymdi olíu frá Atlantsolíu í kálfi og þegar hann kom að sl. mánudag höfðu tveir lásar á tanknum verið brotnir og 700 lítrar af olíu horfnir. „Nóttina eftir að ég kom var aftur stolið frá mér, því ég var ekki lengur með kálfinn læstan,“ segir Auðunn. „Það er bagalegt að lenda í þessu. Menn leyfa sér að brjóta upp lása á tönkum til að fara í þá. Ef- laust hefur hækkandi eldsneytisverð haft sín áhrif.“ Hækkun olíuverðs hvati að þjófnuðum? ERLENDUR H. Garðarsson, framkvæmda- stjóri Kjötframleiðenda ehf., hefur falið lögfræð- ingum fyrirtækisins að skoða hvernig fyrirtækið geti brugðist við ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að meina því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu. Yfirdýralæknir hafði áður gefið það álit að ekkert stæði í vegi fyrir því að heimila innflutninginn. Engu að síður færir ráðherra heilbrigðisrök fyrir banninu. Meðal þess sem lögfræðingar Kjötframleið- enda munu skoða er hvort ákvörðun landbún- aðarráðherra sé í samræmi við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist á vettvangi WTO. Guðni Ágústsson segir að áhættan hafi verið of mikil í þessu tilfelli og bendir á að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Þess vegna hafi hann ekki heim- ilað innflutning á kjötinu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að gin- og klaufaveiki sé ekki að finna í Argentínu og hafi ekki komið upp þar í landi í tvö ár. Hann bendir á að við séum aðilar að Alþjóðadýraheil- brigðismálastofnuninni (OIE) og í reglugerð sé gert ráð fyrir því að við förum eftir þeim stöðlum sem stofnunin gefur út. Lönd í Evrópusamband- inu og Noregur hafi flutt inn kjöt frá þessu svæði. „Ráðherra hefur úrskurðarvaldið en allur fer- illinn er samkvæmt lögum og reglum. Þannig vinna bæði embættið og ráðuneytið að því að koma í veg fyrir að dýrasjúkdómar berist til landsins en þarna er áherslumunur. Við teljum hins vegar ekki að við höfum lagt til að einhver áhætta yrði tekin.“ Kemur á óvart „Ég væri ekki að reyna þetta ef ég teldi að það væri eitthvað athugavert við kjötið en Argent- ínumenn eru jafn stoltir af sínu kjöti og við erum af fiskinum okkar. Það hvarflaði ekki að mér að það væri einhver spurning enda lágu öll gögn fyrir. Þetta kom mér því verulega á óvart,“ segir Erlendur sem hefur starfað við kjötiðnað í tólf ár og þá aðallega fengist við útflutning á íslensku kjöti, m.a. lambakjöti. Hann segir sérkennilegt að sitja hinum megin borðsins. Kjötframleiðendur ehf. óánægðir með bann við innflutningi á nautakjöti Skoða hvort bannið sam- ræmist reglum WTO Eftir Þóri Júlíusson thorir@mbl.is  Áhætta | 4 ♦♦♦ VÍSITALA neysluverðs í ágúst er 243,2 stig og hefur hún hækkað um 0,2% frá því í júlí. Á tólf mánaða grundvelli hefur hún hækkað um 3,7% og er verðbólga því 3,7%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,5 stig og hefur hún hækkað um 0,1% á milli ára og felur það í sér að húsnæðisverð stend- ur fyrir mestum hluta hækkunarinnar. Verðbólgan er meiri en greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir og er það vegna hækkunar umfram væntingar á hús- næðisverði og matvöruverði auk þess sem útsöluáhrif voru ekki eins djúp og ráð var gert fyrir samkvæmt Morgunkorni Íslands- banka. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir þróunina valda áhyggjum. Verðlag hækkar um 3,7% á milli ára  Verðbólga/14 TVÖ leikskáld þreyta frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í vetur en þá verða frumsýnd verkin Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur og Eldhús eftir máli eftir Völu Þórsdóttur. Verk Völu er byggt á sex smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur. Ágústa Skúla- dóttir leikstýrir verkinu. Leikrit Hrundar er samtímaverk og fjallar um ungt fólk, en leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Fyrsta frumsýningarverk leik- ársins er leikverk eftir Ólaf Hauk Símonarson um dvöl Halldórs Kilj- ans Laxness í Hollywood, en þang- að fór hann í þeim tilgangi að hasla sér völl sem handritshöfundur. Þá verða innleiddar nýjar og breyttar áherslur í kynningar- málum Þjóðleikhússins, en að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur, þjóðleik- hússtjóra, er markmiðið að gera leikhúsið sýnilegra og laða að fleiri gesti. Þá hefur leikhúsið tekið upp miðasölu á Netinu, en sú þjónusta hefur ekki verið í boði. | 25 Hrund Ólafsdóttir Vala Þórsdóttir Tveir nýir höfundar á fjölunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.