Morgunblaðið - 12.08.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 12.08.2005, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus Sigurðs-son kaupmaður fæddist í Hafnar- firði 29. nóvember 1919. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði 6. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður G. Jóakimsson fisk- matsmaður, f. 6. apríl 1867, d. 8. ágúst 1950, og Magdalena Daniels- dóttir, f. 7. júlí 1878, d. 31. mars 1968. Bræður Lárusar voru þeir Stefán, f. 1911, og Georg, f. 1913, en þeir eru báðir látnir. Lárus kvæntist 6. febrúar 1949 Guðlaugu Hansdóttur, f. 17. nóv- ember 1920. Foreldrar Guðlaugar voru Hans Ólafsson sjómaður, f. 8. júní 1894, d. 26. nóvember 1973, og Halldóra Oddný Hallbjarnar- dóttir, f. 8. júlí 1894, d. 27. sept- ember 1987, bæði ættuð úr Flatey á Breiðafirði. Dætur Lárusar og Guðlaugar eru: Halldóra Oddný, f. 14. janúar 1951, og Hanna Björk, f. 2. nóvem- ber 1959. Eiginmað- ur Hönnu er Lúðvík Geirsson, f. 21. apríl 1959. Synir þeirra eru: Lárus, f. 31. júlí 1984, unnusta hans er Evgenyia Z. Demireva, Brynjar Hans, f. 3. mars 1989, og Guðlaugur Bjarki, f. 2. október 1996. Lárus stundaði verslunarstörf alla sína starfsævi, lengstum í samstarfi við bróður sinn Stefán, en þeir ráku verslanir með mat- væli og heimilisvörur á fimmta áratug í Hafnarfirði. Síðar starf- aði Lárus um nokkurt skeið í verslun Sláturfélags Suðurlands við Hlemm og síðustu starfsárin hjá Meistaranum. Lárus verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú verða ekki sagðar fleiri sögur í bili eða rifjuð upp ævintýri frá bernskuárunum á Vörðustígnum og vesturbænum eða frá áratuga þjón- ustu við búðarborðið í Stebbabúð. Þessar lifandi frásagnir voru ógleymanlegar skemmtistundir og fróðleikur, ekki síst þegar þeir voru komnir í heimsókn einhverjir af gömlu æskufélögunum og farnir að segja sögur af mannlífinu í Hafnar- firði, samferðafólkinu og bænum þeirra sem var þeim öllum svo kær. Lárus Sigurðsson var í góðum tengslum við mannlífið og samfélag- ið í Firðinum. Hann tók ungur virk- an þátt í starfsemi Knattspyrnu- félagsins Hauka og sat þar í aðalstjórn um tíma, auk þess að keppa fyrir félagið í bæði knatt- spyrnu og handknattleik. Hann fylgdist alla tíð af miklum áhuga með félaginu sínu og glæstur árangur þess yljaði honum sannarlega um hjartarætur. En það var í kaupmennskunni sem hann átti nánustu samskiptin við bæjarbúa þar sem hann þjónaði sem verslunarmaður í nær hálfa öld af einstakri lipurð og kostgæfni. Hann vildi að sínir viðskiptavinir væru sáttir og ánægðir og það voru þeir sannarlega. Hann var rétt liðlega fermdur þegar hann tók að aðstoða stóra bróður Stefán við verslunar- störfin, en Stefán var búinn að stofna sína eigin verslun, Stebbabúð, aðeins 22ja ára að aldri. Þeir bræður voru ungir athafna- menn sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna á kreppuárunum á fjórða áratug síðustu aldar. Saman stóðu þeir í verslun og þjónustu með mat- vöru, leikföng og búsáhöld og ráku fjórar verslanir í Hafnarfirði um tíma. Síðar komu þeir starfseminni í eina stórverslun á Arnarhrauninu en þar hafði fjölskylda Lárusar ásamt tengdaforeldrum hans reist sér myndarlegt heimili. Lárus var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist Guðlaugu Hansdóttur árið 1949 en hún er fædd og uppalin í Flatey á Breiðafirði og fluttist síðar með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar. Það var sjósóknin og fiskverkunin sem togaði fólk úr öllum áttum til Hafnarfjarðar á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Fað- ir Lárusar, Sigurður Jóakimsson kom af Vatnsleysuströndinni og starfaði sem fiskmatsmaður í hinum sívaxandi útgerðar- og fisk- vinnslubæ en Hans, faðir Guðlaugar, sótti fiskinn á togurum Hafnfirð- inga. Það lá hins vegar fyrir Lárusi að þjóna íbúum hins sístækkandi bæjar við fjarðarbotninn, með því að tryggja þeim fjölbreytta matvöru á hagkvæmum kjörum sem var enginn hægðarleikur á krepputímum og í haftabúskap eftirstríðsáranna. Það þurfti bæði þrautseigju og dugnað til að halda úti slíkum rekstri. En eig- inleikar eins og einstök þjónustu- lund skiptu þar miklu og sú lund sýndi sig í öllum samskiptum við fjölskyldu, vini og vandamenn. Það var lífsreynsla og lærdómur að fá að vera með í lífshlaupi Lárusar og kynnast honum í leik og starfi. Það var ekki alltaf mikill tími til að sinna heimili og fjölskyldu þegar staðið var í versluninni frá morgni til kvölds árið um kring. En hann naut þess að eiga sínar frístundir í faðmi sinna nánustu og þegar um hægðist voru það barnabörnin, strákarnir þrír sem fengu að njóta þess að eiga tímann með honum afa sínum. Ég kveð kæran tengdaföður með söknuði en um leið þakklæti fyrir all- ar liðnar stundir. Megi minningin um góðan dreng lifa og verða okkur eftirlifendum vegvísir inn í komandi framtíð. Lúðvík Geirsson. Það er með söknuði sem við bræð- urnir á Fálkahrauni kveðjum afa okkar, með allar samverustundirnar og góðu minningarnar í huga. Við er- um þakklátir fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með honum en nú er komið að kveðjustund. Það er hins vegar minningin um afa Lalla, hress- an og kátan, sem lifir í minningunni. Eftirminnilegar voru athuga- semdir hans þegar við horfðum á knattspyrnuleiki í sjónvarpinu. Afa fannst það alltaf jafn merkilegt hvernig menn sem fengu margar milljónir á mánuði fyrir að spila knattspyrnu og æfðu tvisvar á dag færu eiginlega að því að skjóta svona mikið yfir og framhjá. Við minnumst þess með bros á vör, þegar hann fór með okkur í sund og á heimleiðinni var alltaf komið við í sjoppunni og keyptar fílakaramell- ur. Önnur sætindi komu ekki til greina. Það eru líkar góðar minningar um alla þá sólríku daga sem við áttum með afa í garðinum heima á Arn- arhrauninu. Þótt heilsan væri farin að gefa sig kom ekki til greina hjá honum að sitja hjá, hvort sem verið var slá blettinn, klippa trén eða tína ber af trjánum. Alltaf var hann mættur til að taka til hendinni. Það eru þessi smáatriði sem lýsa honum afa svo vel og fá okkur til að brosa í gegnum tárin þegar við minnumst hans. Við vitum að nú líð- ur honum aftur vel og hefur örugg- lega nóg fyrir stafni á góðum stað. Lárus, Brynjar og Guðlaugur. LÁRUS SIGURÐSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNHILDAR NIKULÁSDÓTTUR, Sundabúð, áður Hamrahlíð 9, Vopnafirði. Konráð Ólafsson, Svava Pálsdóttir, Stefán Ólafsson, Sigurlína Axelsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Flosi Jörgensson, Jóhanna Ólafsdóttir, Þórður Örn Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar og bróðir, MÁNI MAGNÚSSON, Lækjarhjalla 14, Kópavogi, lést af slysförum sunnudaginn 7. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Hjallakirkju föstudaginn 12. ágúst kl 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgun- arsveitina Heimamenn, Reykhólum, bankanúmer björgunarsveitarinnar er 1118-05-134281, hjá Sparisjóði Vestfirðinga, Króksfjarðarnesi. Foreldrar og systkini. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGURÐSSON húsasmíðameistari, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Sólheimum 23, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Björn J. Björnsson, Alma Guðmundsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Pálmi Freyr Randversson, Erna Kristjánsdóttir, Sigurjón I. Garðarsson, Jóhann Björnsson, Davíð Björnsson, Jakob Emil og Benedikt Pálmasynir. Ástkær eiginmaður minn, KRISTJÁN G. JÓNSSON, Álfaskeiði 64b, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi fimmtudaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sóley Þorsteinsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SIGHVATSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 10. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Örn Sigurðsson, Haukur Már Haraldsson, Erla Sigurbergsdóttir, Gunnar Haraldsson, Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ewa Kurkowska, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, afi og fv. eiginmaður, MAGNÚS G. HELGASON frá Lambastöðum, Seltjarnarnesi, lést á hjartadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, þriðjudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram í Kvistoftakirkju í Helsingborg fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Kristín Lára Magnúsdóttir, Helgi Þór Magnússon, Sigríður Ýr Magnúsdóttir, Elín Ebba Helgason Strandmark, Hildur Elín Johnson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát HELGU GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hraunbæ 80, Reykjavík. Helga Margrét Söebech, Gunnar Örn Guðmundsson, Þórður Freyr Söebech, Guðmundur Örn Gunnarsson, Helgi Valur Gunnarsson, Jódís Þorsteinsdóttir, Jón Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.