Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND LANDIÐ Egilsstaðir | Hverfahátíð hefst síð- degis í dag á Fljótsdalshéraði og markar upphaf árlegrar Ormsteit- ishátíðar, sem stendur í tíu daga um allt Hérað. Það er eitthvað alveg sér- stakt við þessa hátíð, þar sem íbúar blanda geði á nokkuð óhefðbundnum forsendum og venda gjarnan sínu kvæði í kross samskiptum þetta kvöld. Í hverju hverfi Fljótsdalshéraðs eru sérstakir höfðingjar, breytilegir milli ára, sem sjá um að undirbúa grillaðstöðu á völdum stað í sínu hverfi, flytja þangað borð og bekki, undirbúa skemmtiatriði og hafa sinn hverfisfána tilbúinn til flöggunar. Íbúar flykkjast svo með veitingar sín- ar á grillstaðina eftir kl. 17 í dag, snæða þar og leika sér saman og ganga svo fylktu liði við hljóðfæra- slátt undir forystu höfðingja og fána- bera á Vilhjálmsvöll, þar sem fram fara hverfaleikar. Er þá búið að skipa keppnislið úr hverju hverfi og tekur það fyrir hönd hvers hverfis þátt í leikunum. Þeir felast í ýmiskonar kúnstum, t.d. reiptogi og hlaupi, en allra fyrst er eldkyndill borinn af hlaupara upp á kletta við íþróttavöll- inn og þar tendraður Hverfahátíðar- eldurinn 2005. Góð stund með grönnum Eftir stutta og snarpa keppni er sigurliðið hyllt og skunda svo stórir og smáir í miðbæinn þar sem fram fer dansleikur í stóru samkomutjaldi, auk afhendingar farandverðlauna til sigurhverfisins. Mest hafa auðvitað sigurvegarar leikanna sig í frammi og reyna lítt að dylja sigurgleði og for- ystuhlutverk sitt í bæjarbragnum. Lára Vilbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ormsteitis, segir hverfahátíðina hafa slegið í gegn hjá ungum og öldnum og komna til að vera. „Hátíðin markar upphaf Orm- steitis og sýnir þann kraft og sam- stöðu sem okkar góða samfélag býr yfir,“ segir Lára. „Hún hefur það markmið að gefa íbúunum tækifæri til að hitta granna sína og eiga með þeim notalega stund í hverfinu. Hverfaleikarnir á Vilhjálmsvelli gefa svo íbúum Héraðsins tækifæri til að safnast saman og gera sér glaðan dag.“ Íbúarnir 3.500 hristir hressilega saman Ljósmynd/LV Hátíðareldur tendraður Karen Erla Erlingsdóttir var kyndilberi hverfa- hátíðar á Fljótsdalshéraði í fyrra. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is SSA leitar tilnefninga | Auglýst hefur verið eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2005. SSA veitir verðlaunin árlega og er ákvörðun um verðlaunahafa tekin af stjórn að fengnum tilnefningum. Verðlaunin verða afhent á aðalfundi SSA 15. september nk. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi sem viðurkenning fyrir eftirtekt- arvert framtak á sviði lista og menn- ingar. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar og listastarfi í landshlutanum. L-unga (Listahátið ungs fólks á Austurlandi) hlaut Menningarverðlaun SSA 2004. Nán- ari upplýsingar má fá á vefnum ssa.is. alverktakar byggðu skólann skv. alútboði og eru í honum fjórar deildir með stækkunarmöguleika í sex. Þriðja deild leikskólans verður opnuð í septemberbyrjun. Rúmlega fjörutíu börn eru þegar komin í skólann og fylla tvær deildir. Um helmingur þeirra er börn á fyrsta ári. Hanna Málmfríður Harðardóttir er leikskólastjóri Skógarlanda. Nýr leikskóli | Leikskólinn Skóg- arlönd var opnaður á Egilsstöðum í byrjun vikunnar. Íslenskir að- Egilsstaðir | Sveitarfélögin Austur- Hérað, Borgarfjarðarhreppur, Fellahreppur, Fljótsdalshreppur og Norður-Hérað, sem haft hafa með sér samstarf um starfrækslu sam- eiginlegrar félagsþjónustu undir nafninu Félagsþjónusta Héraðs- svæðis, hafa ákveðið að slíta sam- starfssamningi um þjónustuna. Hef- ur innköllun verið auglýst og skorað á þá sem telja til skuldar eða annarra réttinda á hendur Fé- lagsþjónustu Héraðssvæðis að lýsa kröfum sínum fyrir 25. ágúst nk. Starfsemin óbreytt að sinni Slit samstarfssamningsins koma til vegna sameiningar sveitarfélag- anna, að Fljótsdalshreppi og Borg- arfjarðarhreppi undanskildum, í sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Þjónustan er veitt áfram og fyrst og fremst um bókhaldslega aðgerð að ræða til að unnt sé að loka upp- gjöri. Gunnþórunn Ingadóttir, sveitar- stjóri Fljótsdalshrepps, segir um að ræða byggðasamlag sem sveitar- félögin stóðu að, en eftir samein- ingu hafi Fljótsdalshérað óskað eft- ir því að samlaginu yrði slitið. „Sveitarfélögðin settu sig ekki upp á móti því og vildu að starfinu yrði fundinn annar farvegur,“ segir Gunnþórunn. „Aðalósk Fljótsdals- héraðs með þessu var að stjórn málaflokksins færðist inn í stjórn- sýslu hins sameinaða sveitarfélags. Menn vildu í kjölfarið skoða e.k. þjónustusamning allra sveitarfélag- anna á Héraði. Sveitarstjórnarlög gera ráð fyrir að þegar byggða- samlögum er slitið sé kallað eftir útistandandi kröfum. Sveitarfélögin hafa því samþykkt að slíta samlag- inu og gengið verður til samninga um þjónustusamning og sameigin- lega starfrækslu barna- og félags- málanefndar nú í ágúst. Starfsemin sem slík eru þó enn með óbreyttum hætti meðan menn eru að koma þessu í nýjan farveg.“ Byggðasamlagi um félagsþjónustu slitið Reyðarfjörður | Á vef Fjarðaáls í Reyðarfirði, fjardaalproject.com, segir frá heimsókn vefskrifarans í starfsmannamötuneytið. Þar réð matreiðslumeistarinn Bjarni Ólason ríkjum þann daginn. „Það eru allir mjög ánægðir með matinn,“ segir Bjarni. „Við reynum að hafa fjöl- breyttan mat, góðan og hollan. Yf- irleitt eru þrír heitir réttir, þrír til fjórir kaldir, fimmtán tegundir í salatbarnum, sex til átta eftirréttir og tíu tegundir af ís. Ég hef líka frétt víða að hér sé góður matur og fæ óbein skilaboð frá mökum þeirra sem vinna hér að starfs- menn séu vel haldnir svo vægt sé til orða tekið. Aðstaðan er líka mjög góð enda eru um 500 manns í mat núna en þeim á eftir að fjölga verulega.“ Bjarni segir svo að þeg- ar gerð var könnun meðal starfs- manna um gæði mötuneytisins hafi komið í ljós að ríflega 96% starfs- manna voru ánægð með matinn, sem hljóta að teljast meðmæli með eldamennsku kokkanna við álvers- bygginguna. Gefa kokkinum 96 stig af 100 mögulegum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Gnægtaborð Starfsmenn við bygg- ingu álvers í Reyðarfirði eru ánægðir með mötuneytið sitt. Hella | Nýlega voru afhentar um- hverfisviðurkenningar í Rang- árþingi ytra. Fjórir aðilar hlutu við- urkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi, einbýlishúsalóð í þéttbýl- inu á Hellu, lögbýli í dreifbýli, frí- stundahús og stofnun í sveitarfé- laginu. Þau Jón Þórðarson formaður umhverfisnefndar Rangárþings ytra og Heiðrún Ólafsdóttir nefnd- armaður afhentu viðurkenningarnar við athöfn í Árhúsum á Hellu. Magnhildur Grímsdóttir og Gunn- ar Ásgeirsson hlutu viðurkenningu fyrir lóð sína að Dynskálum 7 sem hefur um árabil verið í stöðugu og góðu viðhaldi. Félagsbúið að Sela- læk á neðanverðum Rangárvöllum hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og tóku Bjarni Jónsson og Kristín Bragadóttir ásamt þeim Þóri Jónssyni og Guðnýju Sigurðardóttur við verðlaunum. Þá hlutu Stella Björk Georgsdótt- ir og Haukur Jóhannsson við- urkenningu fyrir sumarhús sitt og fagurt umhverfi að Hallskoti í Holt- um, en stofn þess húss er frá árinu 1925. Ennfremur hlaut Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur á Hellu við- urkenningu fyrir snyrtilegt um- hverfi, en þar hafa miklar framfarir og breytingar orðið utanhúss und- anfarin misseri. Margrét Ýrr Sig- urgeirsdóttir tók við þeirri við- urkenningu fyrir hönd Lundar. Að lokum flutti Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri stutt ávarp, óskaði verðlaunahöfum til hamingju og þakkaði umhverf- isnefndinni fyrir störf hennar við út- nefningar umhverfisviðurkenninga á kjörtímabilinu sem lýkur næsta vor. Laugardaginn 13. ágúst nk. verða þeir sem hlutu umhverfisviðurkenn- ingarnar með aðstöðu sína til sýnis fyrir gesti og gangandi, en þann dag fara Töðugjöld fram á Hellu. Íhugull álfur Lestrarhesturinn les fyrir lítinn vin í verðlaunagarðinum að Dynskálum 7 á Hellu. Umhverfisviðurkenningar í Rangárþingi ytra Ljósmynd/Óli Már Aronsson Frítt föruneyti Verðlaunahafarnir og umhverfisnefnd Rangárþings ytra. Eftir Óla Má Aronsson Ólafsvík | Nokkrir íbúar í Ólafsvík eru mjög ósáttir við olíutank sem Ol- íufélagið hefur látið koma fyrir við Ólafsbraut í Ólafsvík, en Morgun- blaðið greindi frá málinu í gær. Þar kom meðal annars fram að skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar hefði veitt Olíufélaginu bráðabirgða- leyfi til afgreiðslu dísilolíu meðan á skipulagsferli fyrir væntanlega þjón- ustumiðstöð fyrirtækisins stæði. Þá sagði Sigurjón Bjarnason, formaður nefndarinnar, að ferlið hefði verið eðlilegt og engar athugasemdir hefðu borist við það. Skipulagshneisa og klúður Finnur Gærdbo, íbúi á Ólafsbraut, segir að engin grenndarkynning hafi farið fram og enginn vitað af tank- inum fyrr en hann var kominn á stað- inn. „Til þess að geta komið með at- hugasemdir þarf maður að vita hvað stendur til. Ég var að tala við ná- granna mína og það veit enginn hvað er um að vera,“ segir Finnur. „Stað- setningin á þessu er til háborinnar skammar. Þetta er versti staðurinn sem hægt væri að setja þetta á. Það er nóg af plássi í Ólafsvík.“ Líkamsræktarstöðin Sólarsport er rétt við staðinn þar sem tankinum var komið fyrir, sem og málningarvöru- verslun og fleiri fyrirtæki. „Svo er hús við hús þarna hinum megin við götuna,“ segir Finnur. „Við viljum mótmæla þessu. Þeir tala bara um deiliskipulag og að þetta sé til bráðabirgða, en bráðabirgða hér í Ólafsvík tekur nokkur ár, við vitum það af fenginni reynslu.“ Svava Alfonsdóttir, eiginkona Finns, tekur í sama streng. „Það gaus upp olíulykt þegar tankurinn kom. Ég hélt þeir væru bara að geyma hann, en það er meira en það,“ segir hún. „Það er allt vitlaust út af þessu, eins og eðlilegt er. Mér finnst þetta ekki sniðugt.“ Olíufélagið setti upp tank í íbúðahverfi Íbúar kannast ekki við að grenndarkynn- ing hafi farið fram Morgunblaðið/Alfons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.