Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 49  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.       KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRI HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8 - 10 THE ISLAND kl. 8 - 10.30 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 6 „The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd, skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“  S.U.S XFM „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. l i i . ll . - . . r tt l i . kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 m/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd um dóttur sem reynir að finna draumaprinsinn fyrir mömmuna. ÞEIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT! Hvað myndir þú gera ef þú kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum? EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON „Island er afar vel heppnuð með góðu plotti, mæli með að þið fáið ykkur stóran popp og kók og njótið bestu myndar Michaels Bays til þessa.“ -Ragnar H. Ragnarsson Mbl. Málið  mtun fyrir alla. Herbie Bjallan sem getur allt er komin aftur og fær hin sæta Lindsay Lohan (“Freaky Friday”, “Mean Girls”) að keyra hana  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. RÁS 2 HERBIE FULLY LOADED kl. 12-1.05-2.10-4.20 - 6.30 - 8.40 - 10.40 THE ISLAND kl. 8 - 10.40 B.i. 16 ára. THE PERFECT MAN kl. 4.20 - 6.15 - 8 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 12-2.10-4.20-6.15 BATMAN BEGINS kl. 10 B.i. 12 ára. HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8 THE ISLAND kl 10.10 FANTASTIC FOUR kl 5.55 - 8 - 10 HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 FÖSTUDAG,LAUGARDAG OG SUNNUDAG Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI KVIKMYNDIN Herbie: Fully Loaded var frumsýnd í Sambíó- unum síðastliðinn miðvikudag. Myndin segir frá bílnum Herbie sem er Volkswagen bjalla og er tals- vert betur búinn en aðrir bílar, svo ekki sé meira sagt. Sambíóin og Bylgjan stóðu af þessu tilefni fyrir sérstakri bjöllu- forsýningu þar sem heppnir eig- endur bjöllu-bifreiða fengu óvæntan glaðning að lokinni sýningu mynd- arinnar auk þess sem allir sýning- argestir voru leystir út með varningi sem tengdust myndinni. Á meðan á sýningunni stóð mátti sjá góðan flota bjöllubifreiða fyrir utan Álfa- bakka 8 þar sem sýningin var hald- in. „Það var gaman að sjá mæt- inguna og stemningin var góð. Sýn- ingargestir skemmtu sér vel á myndinni,“ sagði Christof Weh- meier hjá Samfilm. Bjöllufrumsýning á Herbie Morgunblaðið/Jim Smart Bjöllum í öllum regnbogans litum var lagt við Álfabakkann á meðan á sýningunni stóð. TÓNLISTARSKEMMTUNIN Musikantenstadl Unterwegs verð- ur haldin 5. september á Brodway en á henni munu þekktir lista- menn frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss koma fram. Hátíðin er einskonar framhald á mikilli tón- listar- og ferðakynningu á Íslandi í öllum hinum þýskumælandi heimi í Evrópu og í tengslum við hana koma hundruð áhangenda lista- mannanna til Íslands og skoða landið vikurnar á undan og eftir sýninguna. Skemmtunin er einnig haldin í tengslum við sjónvarpsþátt- inn Musikantenstadl sem er sendur út á ríkissjónvarpsstöðvum í öllum þýskumælandi löndum Mið-Evrópu. Þátturinn er eitt vinsælasta sjón- varpsefni þessara landa og horfa um átta til tíu milljónir manna á hann í viku hverri. Stjórnandi þáttarins, Karl Moik, sem er feikivinsæll í þess- um löndum, er væntanlegur til lands- ins vegna skemmtunarinnar Góð Íslandskynning Í þáttunum undanfarið hefur Ís- land fengið gríðarlega landkynningu í tengslum við íslenskt tónlistarefni. Í þættinum í mars var sýnt mynd- skeið með tónlistar- og leiðsögu- manninum Inga Gunnari Jóhanns- syni og í apríl var annað slíkt með Stuðmönnum þar sem þeir spiluðu- ensku útgáfuna af laginu „Manstu ekki eftir mér“, við gríðarlega góðar undirtektir þrjú þúsund áhorfenda í ísknattleikshöllinni í Bolzano í Suð- ur-Týról. „Ég hef satt að segja ekki hug- mynd um hvernig þetta atvikaðist,“ segir Ingi Gunnar. „Sá sem valdi í þennan þátt var einhverra hluta gamla sólóplötu mína Undir fjögur augu og hringdi í mig. Þetta er risa- þáttur þarna ytra og nú halda vísast mjög margir að ég og Stuðmenn séum aðalnúmerin á Íslandi. Stærri en Björk jafnvel. Sem við erum að vísu í sentímetrum talið.“ Stuðmenn verða með Á skemmtuninni á Broadway verða sjö erlend tónlistaratriði en af þeim má nefna Ungu tenórana, Tony Marshall og Marianne Cathomen en í för verður alls á fjórða tug erlendra tónlistarmanna. Á skemmtuninni munu einnig verða þrjú íslensk tón- listaratriði; Stuðmenn, Islancia og hin knáu hjón frá Hestheimum við Hellu, Ásta Begga og Gísli, sem syngja tvísöng. Aðstoðarkynnir Karls Moiks verður Ingi Gunnar Jó- hannsson en allar kynningar verða á þýsku og íslensku. Veg og vanda af skipulagningu og komu þessara tónlistarmanna og áhangenda þeirra hefur þýsk/ svissneski ferðaheildsalinn Island ProTravel. Forsala á tónleikana 5. september er í hljómplötuversluninni 12 tónum á Skólavörðustíg 15. Verð miða á tón- leikana er kr. 3.000 og með þriggja rétta kvöldverði kostar miðinn kr. 7.500. Tónlist | Sívinsæl þýsk tónlistar- skemmtun sett upp á Íslandi Týrólasöngur á Broadway Hinn feikivinsæli Karl Moik er stjórn- andi Musikantenstadl-þáttarins. Þeir Óli Ofur og JonFri eru víst ekki alls óreyndir í plötusnúðaheim- inum, því þeir eru orðnir reglulegir gestir í útvarpsþættinum Party Zone á Rás 2 og teljast þeir nú fullgildir meðlimir þeirrar hreyfingar. Skemmst er að minnast þegar þeir spiluðu ásamt Gusgus á NASA í apríl síðastliðnum fyrir troðfullu húsi en þeir munu einnig hita upp fyrir sænska teknó-boltann Adam Beyer á Broadway, 17. september næstkom- VIBE kallast ný röð klúbbakvölda sem mun hefja göngu sína í kvöld. Fyrsta kvöldið verður á Dátanum á Akureyri, þar sem forsprakkar Vibe- kvöldana munu stíga fram en það eru plötusnúðarnir JonFri og Óli Ofur. Þeir félagar segja að markmiðið sé að spila house-tóna fyrir fólk um allt land og þá um leið að kynna þessa tónlistarstefnu fyrir landanum, annað markmiðið sé að skemmta og lífga upp á tilveruna andi. Þá spiluðu þeir á aðalsviði Hafn- arbakkans á menningarnótt 2004 við góðar undirtektir, að eigin sögn, um hundrað þúsund manna, og eru þá ótalin ýmis og mörg smærri afrek. Tónlist | Vibe-kvöldin hefja göngu sína á Akureyri Danstónlistar-kennsla á landsbyggðinni Það eru þeir Jonfri og Óli Ofur sem sjá um Vibe-klúbbakvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.