Morgunblaðið - 12.08.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.08.2005, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Bene-dikt Guðni Guð- mundsson fæddist í Stykkishólmi 11. ágúst 1920. Hann lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 28. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Dagbjört Hannesína Andrésdóttir, f. 29. sept. 1897, d. 8. júní 1996, og Guðmund- ur Kristinn Krist- jánsson, f. 20. júlí 1900, d. 22. ágúst 1959. Magnús ólst upp hjá föður- foreldrum sínum Kristjáni Sveins- syni og Kristjönu Jónsdóttur í Bjarneyjum á Breiðafirði og síðar hjá föðursystir sinni Magðalenu Láru og manni hennar Gísla Berg- sveinssyni í Akureyjum, Fagurey og Ólafsey. Bræður Magnúsar, sammæðra, voru Ragnar Hannes- son, f. 5. júlí 1915, d. 13. maí 1980, og Nikulás Klásen Andrés Jens- son, f. 18. apríl 1935, d. 11. mars 2004. Systkini Magnúsar, sam- feðra, eru Gísli Briem, f. 20. des. 1925, Kristján, f. 25. ágúst 1927, d. 17. júní 1974, Gyða, f. 11. sept. árið 1959. Þar bjuggu þau fram til 1974 en þá fluttu þau að Skúlagötu 15 í Stykkishólmi. Árið 2000 lá svo leiðin í íbúð á dvalarheimili aldr- aðra þar í bæ. Börn þeirra eru: 1) Kristján Breiðjörð, f. 2. apríl 1953, maki Sólrún Una Júlíusdóttir, son- ur þeirra er Halldór Jóhann. 2) Ingibjörg, f. 25. júní 1954, maki Sigfús Axfjörð Sigfússon, börn þeirra eru Sigfús Axfjörð og Hall- dóra Bryndís. 3) Þórður Sigur- björn, f. 22. okt. 1955, maki Hall- dóra Björg Ragnarsdóttir, börn þeirra eru Hannes Páll og Elín Ragna. 4) Guðmundur Karl, f. 30. ágúst 1958, maki Þorbjörg Hall- dóra Hannesdóttir, börn þeirra eru Árni Þór, Magnús Már og Hannes Freyr. 5) Dagbjört, f. 7. nóv. 1961, maki Jakob Vagn Guð- mundsson, börn þeirra eru María Ósk, Guðmundur Daníel og Jó- hanna Sara. 6) Þröstur, f. 27. mars 1965, maki Guðmunda Jenný Her- mannsdóttir, börn þeirra eru Val- gerður, Berglind, Kristjana, Her- mann Helgi og Pálmi. Langafabörnin eru fimm. Magnús vann hefðbundin störf meðan hann bjó í Breiðafjarð- areyjum, verkamannavinnu á Pat- reksfirði og í Reykjavík en lengst af var hann bóndi, fyrst að Saurum og síðan að Kljá. Einnig vann Magnús í nokkur ár í Skipavík eft- ir að þau hjón fluttu til Stykkis- hólms. Útför Magnúsar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1928, d. 23. mars 2002, Höskuldur, f. 2. des. 1929, Erlingur, f. 11. maí 1931, Kristín, f. 23. ágúst 1932, Ól- ína, f. 21. apríl 1936, Ragna, f. 5. mars 1938, Jón Sigurður, f. 2. okt. 1940, og Hrafnhildur, f. 3. nóv. 1946. Fóstur- systkini Magnúsar, börn Magðalenu og Gísla eru Kristinn Breiðfjörð, f. 9. okt. 1919, d. 10. jan. 2004, Bergsveinn Breiðfjörð, f. 22. júní 1921, d. 26, júlí 2002, Svava, f. 11. sept. 1922, d. 16. des. 1997, og Kristjana, f. 23. jan. 1925. Eiginkona Magnúsar er Hall- dóra Þórðardóttir, f. 15. jan. 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Pálmadóttir, f. 20. sept. 1883, d. 13. apríl 1966, og Þórður Jónsson, f. 12. des. 1867, d. 8. júlí 1941. Magnús og Halldóra giftust 11. júlí 1953 í Flatey á Breiðafirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Svefneyj- um, en árið 1955 fluttu þau í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, fyrst að Saurum en síðan að Kljá, Hann faðir minn kæri hefur kvatt og lagt upp í ferð sem bíður okkar allra. Eftir sitjum við með söknuð í hjarta og minningar sem ylja. Ég er þess fullviss að nú líður honum vel, ef til vill situr hann hrókur alls fagnaðar í hópi ættingja og vina, sem á undan eru gengnir. Trúað gæti ég að þá yrði tekið í spil eða kveðin eins og ein vísa eða tvær. Hann var alinn upp í eyjunum, þar voru ræturnar. Hann átti marg- ar skemmtilegar sögur að segja frá uppvexti sínum og lífinu þar. Ég er ekki frá því að manni fyndist, þegar maður var barn, einhver ævintýra- ljómi hvíla yfir eyjalífinu. Ungur greindist hann með sykursýki, sem háði honum alla tíð. Heilsa hans var þó ótrúlega góð allt fram á síðustu ár og undruðust læknar hans oft hversu vel hann var á sig kominn og hvað fylgikvillar þessa sjúkdóms bitu lítið á honum. Hann átti létta lund og gott skap, það hjálpaði hon- um mikið í veikindum hans. Hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús fyrir réttum fjórum máuðum og átti ekki afturkvæmt heim. Hann gafst þó aldrei upp og missti aldrei von- ina um að komast aftur heim til Dóru sinnar, það var hans heitasta ósk. Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir, vonin hverja vökunótt vonaljósin kyndir. (Páll Ólafsson.) Hann pabbi minn var alla tíð fé- lagslyndur og hafði mörg áhugamál. Lestur ljóða og alls kyns bók- mennta var hans yndi, spila- mennsku hafði hann einnig mjög gaman af. Hann kunni ótal spil og kapla og nutum við þess, börnin hans og seinna barnabörnin, að læra af honum. Kveðskapur var eitt af hans áhugamálum. Ég tel mig mjög heppna að hafa fengið að njóta þess að eiga slíkan föður sem hann var. Hann hefur alla tíð reynst mér yndislegur faðir, sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Fyrir það vil ég þakka af öllu hjarta. Frá börnum mínum og eign- manni færi ég þér alúðarþakkir fyr- ir allt. Ég bið góðan Guð að styrkja móður mína, fjölskyldu og aðra að- standendur. Hvíl í friði elsku pabbi. Ingibjörg. Kæri pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir að hafa fengið að eiga þig að sem föður og vin, og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína og gefi móður minni og öðrum aðstandend- um styrk til að takast á við sorgina. Kristján. Í dag verður til hinstu hvílu lagð- ur tengdafaðir minn Magnús Guð- mundsson frá Kljá í Helgafellssveit. Sín fyrstu æviár bjó hann í Bjarn- eyjum á Breiðafirði. Maggi, eins og hann var alltaf kallaður, var stoltur af því að vera Breiðfirðingur og kenndi sig ætíð við þann fagra fjörð. Frá upphafi er ég kom inn í fjöl- skyldu Magga og Dóru eiginkonu hans var mér og syni mínum tekið með hlýju og ekki leið á löngu að ég fann að ég hafði eignast góða og umhyggjusama tengdaforeldra. Maggi var oft hress og kátur. Hann fór gjarnan með gamanvísur og hafði gaman af að segja sögur, stundum tók hann sér það bessa- leyfi að krydda þær með eigin orð- um en það gerði þær bara áhuga- verðari. Maggi hafði mjög gaman af því að spila á spil og var sannur keppnismaður í spilamennskunni, hans verður lengi minnst fyrir djarfar sagnir og þann sérkennilega hæfileika að geta látið kapla ganga ótrúlega oft upp. Oft er mér hugsað til þess hvern- ig lífið gekk hjá fjölskyldunni er þau bjuggu að Kljá. Þar hefur verið líf og fjör, sex börn að alast upp og mikið að gera í búskapnum. Er ég kom fyrst inn í húsið að Kljá var það mín fyrsta hugsun hvað það væri lítið og hvernig þau hefðu komist fyrir öllsömul, því einnig var mikið um gestakomur hjá þeim hjónum. En ég veit að systkinunum frá Kljá leið mjög vel og þau hugsa með hlýju til æskustöðvanna og ár- anna sem þau voru undir vernd- arvæng foreldra sinna. Fyrir fimm árum er tengdafaðir minn varð átt- ræður bauðst okkur gamla heimilið til láns og dvaldi fjölskyldan þar eina helgi. Það var mjög gaman að hlusta á fjölskylduna rifja upp gamlar sögur og segja frá hinum ýmsu uppákomum frá því að þau bjuggu þar öllsömul. Það var mikið hlegið við þessa upprifjun og einnig voru skiptar skoðanir um hver myndi hvern atburð réttast. Ég er þakklát fyrir þessa stund og einnig veit ég að barnabörnin sem með okkur voru gleyma ekki þessari helgi. Með hlýhug og söknuði þakka ég elskulegum tengdaföður mínum fyrir samfylgdina og allt gott í minn garð, elsta sonar míns og fjölskyldu hans. Guð blessi minningu tengda- föður míns. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæra Dóra, börn og barnabörn, ég votta ykkur mínar innilegustu samúð, Guð varðveiti ykkur öll. Þorbjörg. Þegar ég minnist afa streyma einungis fram hlýjar minningar um hann, ömmu og allar góðu stund- irnar í Stykkishólmi og þá sérstak- lega á Skúlagötunni. Eldhúsið var ákveðinn miðpunkt- ur á Skúlagötunni og þangað komu gjarnan vinir afa og ömmu og auð- vitað fjölskyldan. Glugginn í eldhús- inu sneri að sjónum og þaðan var hægt að fylgjast með kríunum, horfa út á sjóinn eða á kirkjuna tignarlegu. Það var einmitt í eldhús- inu um hádegisbilið sem ég hitti afa oftast fyrst á degi hverjum, en hon- um þótti líkt og flestum afar gott að sofa út. Þegar ég varð eldri og svaf jafnvel lengur en hann fannst hon- um voða gaman að skjóta á mig fyr- ir að sofa svona lengi. Í eldhúsinu var auk þess spilað mikið, en afi var mikill spilamaður. Seinasta myndin sem mér skilst að hafi verið tekin af honum var á spítalanum í Hólm- inum þar sem hann var einmitt að spila við syni sína. Afi var alltaf að leggja kapal og ósjaldan lagði ég með honum tveggja manna kapal auk þess sem við tefldum. Þar fyrir utan spiluðum við lomber, manna og kana. Afi var mikill keppnismaður og sem slíkur spilaði hann alltaf til sigurs og þeg- ar við vorum t.a.m. að spila kana leyfði hann spilafélögum sínum gjarnan ekki að eiga sögnina og hækkaði sína fyrri og eigin sögn – jafnvel um tvo slagi! Þetta gekk furðu oft upp hjá þeim gamla. Seinustu tvö skiptin sem ég hitti afa var hann á spítala. Fyrra skiptið var hann á spítalanum á Akranesi og náðum við stuttu spjalli um skól- ann og pólitíkina. Þar benti hann mér góðlátlega á, líkt og hann hafði gert áður, að ég væri í kolröngum stjórnmálaflokki enda afi góður og gegn framsóknarmaður. Ég hitti afa í seinasta sinn á spítalanum í Hólm- inum fyrir nokkrum vikum. Ég er þakklátur fyrir allar góðu stundirnar með afa mínum og með söknuði kveð ég hann nú. Magnús Már Guðmundsson. Kæri Magnús, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég hef nú verið hluti af fjölskyldunni í nær 29 ár. Í fyrstu voru sanskipti okkar ekki alltaf áreynslulaus. Ég held að þú hafir ekki gert þér grein fyrir hversu ákveðin í skoðunum og þrjósk hún var unga konan sem Kristján elsti sonur þinn hafði náð í. Við skiptumst á skoðunum og oft urðu það ansi lífleg skoðanaskipti. Með tímanum lærði ég að stundum hafðir þú lúmskt gaman af því að skiptast á skoðunum við mig og þá sérstaklega um pólitík því ég vildi ekki gefa mig og þú hafðir gaman af því að karpa við mig. Þegar árin liðu kom í ljós að við áttum ýmis sameiginleg áhugamál. Lestur bóka um ýmis þjóðleg mál- efni, þjóðsögur og ljóð voru þar efst á blaði. Við ræddum oft um það sem við vorum að lesa eða skiptumst á bókum. Tækifærisvísur kunnir þú margar og ekki bara vísurnar held- ur söguna á bak við hverja og eina. Skemmtilegast þótti mér samt þeg- ar þú fékkst til að kveða vísurnar því það hefur mér alltaf fundist gaman að hlusta á. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka. Þegar sonur okkar Kristjáns var lítill kallaði hann þig afa Skeggja vegna þess að hann þurfti einhvern veginn að greina á milli ykkar afanna og þú varst með myndarlegt alskegg. Það var alltaf jafngott að koma í heimsókn niður á Skúlagötuna til ykkar Halldóru. Það var eins og að koma heim til mömmu og pabba, ég gat verið eins og heima. Eftir að þið fluttuð í íbúðina á dvalarheimilinu komum við oft í heimsókn og þá var oft verið að spila. Það var eitt af því sem þú hafðir yndi af. Oft var það að við hringdum til ykkar að kvöld- lagi og var gaman að heyra hversu lítið þú máttir vera að því að spjalla stundum. Þá vissum við að þú værir að spila annaðhvort bridge eða kana. Við kvöddum þá bara í flýti til þess að trufla ekki spilamennskuna. Eitt af því sem við áttum sameig- inlegt var líka sykursýki. Oft fékk ég það á tilfinninguna að þú hefðir meiri áhyggjur af henni hjá mér en sjálfum þér. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt þig kvarta undan þeim þunga bagga. Þú tókst þessu eins og hverju öðru í lífinu með ró og lést það ekki trufla þitt daglega líf. Í vor þegar þú lagðist inn á sjúkrahús og nokkuð ljóst var hvert stefndi tókstu því eins og öllu öðru. Þú kvartaðir ekki eða talaðir um hve óréttlátt þér fyndist þetta. Þú fórst með vísur og gamanmál fyrir okkur. Ein síðasta minning mín um þig er þegar við fjölskyldan heimsóttum þig á spítalann. Halldór sonur okkar kom með Júlíus Má, sjö mánaða gamlan son sinn. Og þó að þú værir mjög sjúkur orðinn tókstu í hönd drengsins og það ljómaði bros á andliti ykkar beggja. Þetta er alveg ógleymanleg stund sem ég veit að líður okkur seint úr minni. Ég vil að lokum þakka þér fyrir öll árin sem við höfum átt saman og allar ánægjulegu stundirnar. Megi góður Guð taka þig í faðm sinn og líkna þér. Sólrún. Það var einu sinni til siðs að senda börn í sveit eins og það var kallað og var ég eitt fjölmargra Reykjavíkurbarna sem nutu þess. Ég var sendur nýburstaklipptur, í nýjum gúmmískóm, fimm ára gam- all vestur í Helgafellssveit til ömmubræðra minna sem bjuggu þá á Staðarbakka. Sjötta vorið sem ég var á Staðarbakka brugðu þeir bræður búi og flutti Halldór Jó- hannsson frændi minn að Kljá í sömu sveit og bjó þar til hausts, það mun hafa verið sumarið 1959. Það sumar kom Magnús Guðmundsson að Kljá til að heyja, en hann ætlaði að flytjast þangað búferlum um haustið. Þarna hittumst við Magnús fyrst, hann var glettinn maður, grannvaxinn með dökkt þétt hár og skarpa andlitsdrætti og ég man að hann tók ótæpilega í nefið. Mig minnir að hann hafi þá þegar átt dráttarvél, tæki sem ég þekkti þá bara af afspurn, sem hann ferðaðist á milli Kljár og Saura, en þar bjó hann með fjölskyldu sinni. Hann fal- aðist eftir mér til að hjálpa sér við heyskapinn og var mér mikil upp- hefð í því, enda vanur að rifja og raka þótt ungur væri. Magnús sló túnið með dráttarvélinni, en mig minnir að þetta fyrsta sumar okkar saman hafi mikill hluti heyskaparins verið unninn með höndum. Magnús var einstaklega ljúfur og barngóður maður og átti sjálfur hóp af börn- um. Hann átti svo létt með að tala við börn og reyndar við alla. Oft sagði hann sögur af lífinu í Breiða- fjarðareyjum. Þaðan barst okkur líka alls konar matur, sem ég hafði aldrei bragðað fyrr, eins og saltað selkjöt, selspik og skarfalæri. Smátt og smátt fór mér að finnast þetta lostæti, en á þeim árum var varla borðað annað á sumrin í sveitinni en saltfiskur, saltað hrossakjöt og salt- að lambakjöt, harðfiskur og súrsað slátur. Allur þessi nýi lífsmáti, vinn- an og yndislegt fólk sem þau Magn- ús og Halldóra voru gáfu ungum pilti aðra lífssýn. Magnús var alltaf kátur og ræðinn.Hann var líka mik- ill dýravinur, en var kannski ekki besti bóndinn sem ég hef þekkt, en fáir voru jafnokar hans í lífsgleði. Hann var ekki kraftmikill maður enda sjúklingur alla tíð, en bar það af æðruleysi. Ég dvaldi hjá þeim hjónum næstu þrjú sumur í besta yfirlæti og tel dvöl mína hjá þeim hafa mótað mig til betri manns. Ég er heppinn að hafa kynnst slíkum manni og ekki síður Dóru og votta henni og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Minningin um Magn- ús mun geymast í huga okkar alla tíð. Gunnar Örn Guðmundsson. Í dag verður til moldar borinn Magnús Guðmundsson, fyrrverandi MAGNÚS BENEDIKT GUÐNI GUÐMUNDSSON Sofðu elsku afi minn, nú kveð ég þig í þetta sinn. sofðu vært og sofðu rótt, en vaktu með mér dag sem nótt. Ég lifi aðeins í þeirri trú, að flogin sért þú til himins nú. Þín Elín Ragna. HINSTA KVEÐJA Faðir okkar, fyrrverandi eiginmaður, sonur, bróðir og vinur, SZYMON KURAN, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. ágúst. Sálumessa verður frá Landakotskirkju fimmtu- daginn 25. ágúst kl. 13.00. Jarðsett verður í Mszczonów í Póllandi. Szymon Héðinn, Anna Kolfinna og Jakob Kuran, Guðrún Th. Sigurðardóttir, Stanislawa og Tadeusz Kuran, Halina Rozbiecka, Esther Talia Casey, Ragnhildur Þórarinsdóttir og Bergur Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.