Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HANS Christian Schmidt, matvæl- aráðherra Danmerkur, sem einnig fer með sjávarútvegsmál, er nú staddur í vinnuferð hér á landi til að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Ráðherrann fundaði með Árna M. Mathiesen í sjávarútvegsráðuneyt- inu í gær og í dag þar sem rædd voru ýmis hagsmunamál Íslands og Dan- merkur á sviði sjávarútvegs. Má þar nefna þætti eins og fisk- veiðistjórnun, stöðu kolmunnasamn- inga, norsk-íslensku síldina, Sval- barðamálið og ólöglegar og óskráðar fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæð- um. Ráðherrann mun einnig heim- sækja íslensk sjávarútvegs- og sölu- fyrirtæki á Suðurnesjum og fara í heimsókn á Siglufjörð, Hólaskóla, Hofsós og á Sauðárkrók. Þá mun Hans Christian Schmidt eiga fund með Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Heimsókn matvæla- ráðherra Danmerkur TÓLF bátar voru sviptir veiðileyfi í júlímánuði. Ýmist voru bátarnir sviptir leyfi vegna afla umfram heimildir, vegna vanskila á afladag- bókarfrumriti eða ólöglegrar lönd- unar. Eftirtaldir bátar voru sviptir veiðileyfi vegna afla umfram heim- ildir. Bátarnir fá veiðileyfi eftir að aflamarksstaðan hefur verið lag- færð: Drífa RE, Brimkló ÁR, Gægir SH, Kristbjörg EA og Einar GK. Eftirtaldir bátar voru sviptir veiðileyfi vegna vanskila á afladag- bókarfrumriti. Sviptingin gildir í tvær vikur: Síldin AK, Nónborg GK, Sæunn HF, Jón Pétur RE, Brynjar BA og Þórunn Ósk GK. Loks var Stekkjarvík ÍS svipt veiðileyfi í tvær vikur þar sem afli var tilkynntur sem undirmálsafli án þess að uppfyllt hefðu verið skilyrði þess. Tólf sviptir veiðileyfi „ÞESSI stöðuga eignaupptaka er alghörlega óþolandi. Það er ekkert annað en eignaupptaka, þegar verið er að taka til hliðar á tólfta þúsund tonn af þorski, 5.000 tonn af ýsu og eitthvað af ufsa og steinbít áður en til úthlutunar kemur, og gefa það svo öðrum sem ekki hafa til þess unnið,“ segir Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum. Þetta segir Magnús í ljósi þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að taka til hliðar um 12.000 tonn af þorski af 198.000 tonna leyfilegum heildarafla og deila út í formi línu- ívilnunar, tvenns konar byggða- kvóta, til jöfnunar og til uppbóta vegna takmarkana á veiðum á rækju og hörpudiski á næsta fiskveiðiári. „Ég var að kaupa varanlegar afla- heimildir fyrir 250 milljónir króna fyrir nokkrum vikum. Þessar að- gerðir sýnast mér þýða að ég tapi heimildum að verðmæti um 1,5 milljónir króna. Það er alveg ljóst að fari Lands- samband ís- lenzkra útgerð- armana ekki í málið mun ég gera það. Ég er búinn að kynna lögmanni mínum þetta og mun fara í þetta mál með kjafti og klóm,“ segir Magnús. Hann segir ennfremur að það sé líka óþolandi að það séu alltaf hand- hafar þorskkvótans sem verði fyrir skerðingunni. Hann sé ekki að ætlast til þess að sama verði látið ganga yfir þá sem stunda veiðar á loðnu, síld og humri, til dæmis, en það sé engu að síður óeðlilegt að þessar skerðingar komi nær eingöngu niður á þorsk- inum og ýsunni. Svona skerðingar eigi einfaldlega ekki að eiga sér stað. Sjálfsagt að taka frá öðrum? Magnús segir ennfremur að það skjóti skökku við þegar sveitarfélög sem hafi selt allar sínar veiðiheim- ildir frá sér, séu svo að fara fram á að fá veiðiheimildir gefins til að rétta sig við. Þeim virðist finnast ekkert sjálfsagðara en það að þá sé bara tekið frá öðrum, sem hafi staðið sig betur. „Ef svona aðfarir samrýmast stefnu Sjálfstæðisflokksins, er hún orðin eitthvað öfugsnúin,“ segir Magnús Kristinsson. Þessi upptaka eigna er algjörlega óþolandi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Eyjum, er óánægð- ur með sértækar aðgerðir við úthlutun aflaheimilda Magnús Kristinsson ÚR VERINU VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,21% á milli júlí og ágúst og er hún nú 243,2 stig en var 242,7 stig í júlí. Í ágúst í fyrra var vísitalan 234,6 stig og hefur hún því hækkað um 3,7% á 12 mánaða grundvelli sem jafngildir 3,7% verðbólgu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu Ís- lands. Þetta er yfir væntingum greining- ardeilda bankanna sem spáðu vísi- tölubreytingu á bilinu -0,2%–0,1% og 12 mánaða verðbólgu á bilinu 3,3– 3,5%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er nú 227,5 stig og lækkaði hún um 0,18% á milli mánaða. Í ágúst í fyrra var vísitala neysluverðs án húsnæðis 227,3 stig og hefur hún því hækkað um 0,1% á 12 mánaða grundvelli. Jafngildir það 0,1% verðbólgu. Af þessu má ráða að húsnæðisverð er sá þáttur sem ýtt hefur verðlagi upp yfir síðasta árið en verðlag hefur að öðru leyti lítið hreyfst. Til að mynda hefur undirvísitala matar- og drykkjarvöru lækkað um 4,9% á 12 mánaða grundvelli, vísitalan er nú 118,6 stig en var 124,7 stig fyrir ári. Áhrifa verðstríðs lágvöruverðsversl- ana í byrjun árs gætir að einhverju leyti enn en verð á matvöru hefur engu að síður hækkað um 0,9% frá því í júlí. Matvöruverð var lægst í byrjun maí en þá mældist vísitalan 114,5 stig og hefur hún hækkað um 3,6% síðan. Þegar verðbólga er mæld á 12 mánaða grundvelli er það meðal ann- ars til þess að draga úr þeim áhrifum sem útsölur geta haft. Þessi áhrif geta þó verið mikil á milli mánaða. Í fréttatilkynningu Hagstofunnar seg- ir að 6,6% verðlækkun hafi orðið á fötum og skóm á milli mánaða og eru vísitöluáhrif þar af 0,33%. Helstu út- söluáhrif má sjá í þessum lið. Greining Íslandsbanka fjallar um vísitölu neysluverðs í Morgunkorni sínu en deildin spáði -0,1% lækkun vísitölunnar. „Spáskekkjan skýrist einkum af minni áhrifum af útsölu- lokum en reiknað var með og meiri hækkun íbúðaverðs og matvöru- verðs en gert var ráð fyrir,“ segir í Morgunkorni. Jafnframt er þar fjallað um verð- bólguhorfur og því spáð að verðbólg- an muni hjaðna til skemmri tíma. „Eftirspurnarþrýstingur virðist í rénun á íbúðamarkaði en framboð vaxandi og því er ólíklegt að íbúða- verð verði mikill verðbólguvaldur á næstu misserum,“ segir í Morgun- korni. Til lengri tíma litið telur Greining Íslandsbanka miklar líkur á vaxandi verðbólgu. „Eftirspurn er vaxandi í hagkerfinu og spenna hefur myndast á vinnumarkaði sem mun sennilega leiða til launaskriðs áður en langt um líður. Þá virðist gengi krónunnar lík- legra til að lækka en hækka þegar horft er tvö ár fram í tímann. Ef mið- að er við spá okkar um lækkandi gengi krónunnar á næsta ári þá er útlit fyrir um 5,1% verðbólgu á því ári og vaxandi verðbólgu á árinu 2007 samhliða frekari gengislækk- un,“ segir í Morgunkorni.                        ! " # $% &$ " # $% '( # $%   ) ) ) ) $ ! ( *$+*!$$ ,+% ) ) ) ) Verðbólga eykst um 0,2 prósentustig Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÓLAFUR Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, hefur áhyggjur af þróun verðbólgunnar. „Þetta er mun meiri hækkun en flestir áttu von á. Verðbólgan er aftur farin að nálgast efri vikmörk verðbólgu- markmiðs Seðlabankans og þetta gerist á sama tíma og sumarútsölur eru í algleymingi. Ólafur Darri segir horfurnar framundan ekki gefa tilefni til bjartsýni um að verðbólga gangi hratt niður. „Matvara er að hækka og það virðist draga úr verðstríði milli lágvöruverslana. Bensín og ol- ía hækka líka og fátt sem bendir til að sú þróun snúist við í bráð. Hús- næðisverðið hefur hækkað mikið og mun líklega hækka frekar. Þessir þættir ýta verðlagi upp á sama tíma og útsölur renna sitt skeið. Veð- bólguhorfur til skamms tíma eru því ekki góðar. Verðbólgan er þegar búin að éta upp ávinninginn af kjarasamn- ingum frá því í fyrra. Síðustu 12 mánuði hafa kjarasamningsbundnar hækkanir verið 3% en verðbólgan 3,7%. Ef við horfum til lengri tíma eða ár fram í tímann má búast við enn meiri verð- bólgu þegar gengið fer að gefa eftir sem allar líkur eru á. Ég hef því verulegar áhyggjur af verðbólg- unni.“ segir Ólafur Darri Andrason. Meiri aukning en flestir áttu von á Ólafur Darri Andrason ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● FÆREYINGAR vilja ganga í fríversl- unarsamtökin EFTA, sem Íslend- ingar eru aðili að. Aðildin myndi þó ekki vera á sömu forsendum og sú íslenska þar sem Færeyingar geta ekki tilheyrt evrópska efnahags- svæðinu (EES). Frá þessu er greint á vefmiðli norska blaðsins Aftenpost- en og er vitnað í ræðu sem Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, hélt nýlega. Þar sem Færeyjar tilheyra Dan- mörku geta Færeyingar ekki orðið aðilar að samtökum sem Danir eru aðilar að og geta þar með ekki til- heyrt EES. Þess vegna sjá þeir fyrir sér aðild að EFTA svipaða þeirri sem Sviss hefur nú. Það eru núverandi EFTA-ríki sem skera úr um hvort Fær- eyingar fá aðild að samtökunum en til þess þarf þó að breyta lögum í Færeyjum. Ganga Færeyjar í EFTA? ● HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í júlímánuði námu 6,4 milljörðum króna sem er tvöföldun frá sama tíma í fyrra samkvæmt mán- aðarskýrslu sjóðsins sem birtist á vef Kauphallar Íslands. Samkvæmt Morgunkorni Íslands- banka voru útlán sjóðsins óvenjulítil í júlí í fyrra þar sem skipulagsbreyt- ingar leiddu til þess að húsakaup- endur biðu með fjárfestingar sínar. Engu að síður hefur verið stígandi í útlánum sjóðsins allt frá því síðasta haust en í september námu útlánin 4,6 milljörðum króna. Það sem af er ári nema útlán sjóðsins 43 milljörðum króna og hafa þau aukist um nær 23% frá sama tímabili í fyrra. Útlán ÍLS að aukast ● VIÐSKIPTI með hlutabréf námu 2,2 milljörðum króna í Kauphöll Ís- lands í gær. Þar af voru 784 milljóna króna viðskipti með hlutabréf í KB banka og 613 milljónir með bréf í Landsbankanum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,0,2% og var við lok dags 4.441 stig. Mest lækkun var á hlutabréfum í Atorku 0,9%, Atlantic Petroleum 0,5% og hlutabréf í Straumi Fjárfest- ingarbanka lækkuðu um 0,4%. Mest hækkaði verð hlutabréfa í Og Voda- fone, um 2%, í Burðarási um 0,6% og Landsbankanum og SH um 0,5%. Mest skipt með KB banka ● VERG landsframleiðsla í Þýska- landi á öðrum fjórðungi þessa árs var jafnmikil og á þeim fyrsta. Frá þessu greinir fréttastofan Bloomberg News og vitnar í árstíða- leiðréttar bráðabirgðatölur. Þetta þýðir að hagvöxtur á milli tímabila er enginn en á 12 mánaða grundvelli er hann 0,6%. Sé miðað við óleiðréttar tölur var hagvöxtur á 12 mánaða grundvelli 1,5%. Er það aðeins undir væntingum sérfræð- inga sem höfðu spáð 0,9% hagvexti en 1,7% miðað við óleiðréttar tölur. Lítill hagvöxtur í Þýskalandi                ! "     " -.# /$01*2  #3$/$01*2 $%$+ *2 4(/$01*2 4/$01*2 5/$ *2   *2 6$% 0$ $*2 17 ( *2 3(*2     *2 8$ *2 9 4*2 9$,$4:+$*  ($  *2 ; $*2 #  !$%  -0$ /$01*2 4 ,$ %$  *2 5,1 %:*2 *  :'%$ *2 80  .4  0 *2 <= $: *2 >(*:$ 1 *2 ?@4- .? $0 , 93, % 3%$%*$!  2*2 A$!(( (, % 3% *2    3% *2 & ' (  )* 4  B!:*:$%$*2  ,   *2 9+$*C(9%$  #*2 A *$ *2 ) + ,  DEBF 9%  # % 2# $%         "   "        " " "  "    " " " " " " " $ ! (*$+ *!$$# % 2# $% " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " G)H " G")H " G )H " G")H G)H G)H G)H " G" )H " G" )H " " " " " G)H G")H " " " " " " " " 5  $# % 1 (  A  0%0  ( I 19 2 2 2 2 " 2 "  2 2 2 2 2 2 2  " " " 2  "  2  2 2  " " " " " " "                                                                  % 1 7J 2 $2 -A52K-($  4:3 # % 1  " "        " " "  "   " " " " " " " -A52" (*!$ $#$,*:+$,3(*C( 2 -A52"  (*!$ $(%$$* $+ ($2 -A52"4!$ $(%$ ,$ 2 < L 9M?       ) ) 4A9B N-O   ) ) E-E  >8O   ) ) 4O <     ) ) DEBO N0P60    ) )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.