Morgunblaðið - 12.08.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.08.2005, Qupperneq 37
bóndi á Kljá í Helgafellssveit. Kljá er ekki landmikil jörð og hún gaf takmarkaða möguleika til stórs bú- reksturs. En fjölskyldan á Kljá var samhent. Og með natni, dugnaði og þrautseigju tókst þeim Magnúsi og Halldóru konu hans að koma upp með myndarbrag stórum barnahópi. Heimilið var afar gestrisið og þau hjón Magnús og Halldóra kunnu vel að taka á móti gestum. Mér er of- arlega í huga hlýjan og notalegheit- in sem geislaði frá þeim hjónum. Það leið öllum vel í návist þeirra. Magnús var mjög léttur í lund og bjó yfir einstæðri frásagnarlist. Hann kunni svo vel að segja frá að á góðum stundum myndaðist þéttur hópur vina og kunningja í kringum hann sem naut ótæpilega glettni hans, vísna og sagna. Magnús var minnugur og sagnabrunnur hans virtist óþrjótandi. Og sögurnar hans sagðar á svo leikandi léttan og lif- andi hátt að allir hrifust af. Magnús var einstaklega hjálp- samur og góður sveitungi og ná- granni. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Helgafellssveitar og þótti þar tillögugóður. Hann naut víðtæks trausts og var þekktur af því að leggja ávallt gott og upp- byggjandi til málanna. Magnús barðist við sykursýki mestan hluta ævinnar og mun því oft hafa reynt á heilsuna og þrekið. En aldrei heyrð- ist frá honum æðruorð. Það var frekar hans hlutverk að telja kjark í aðra. Magnús var einarður og heill í öllum samskiptum og með ljúf- mennskunni ávann hann sér virð- ingu og vináttu samferðafólksins. Eftir að þau hjónin komu í íbúð á Elliheimilinu í Stykkishólmi var Magnús mjög eftirsóttur í fé- lagsskap eldri borgara. Hann hafði gaman af að spila og lífsgleðin, glað- værðin og glettnin lífgaði upp þá sem nutu návistar hans. Móðir mín, Laufey, bjó þar í næstu íbúð og ég fann vel hve hún var þakklát og mat mikils félagsskapinn og hið góða ná- býli við þau hjón, Magnús og Hall- dóru. Við söfnumst ekki oftar í kringum Magnús frá Kljá til að hlæja með honum að sögum hans og glettni. En minningin um góðan dreng lifir. Minning um mann sem gæddi sam- ferðafólkið bjartsýni og gleði og sýndi sannan náungakærleik bæði í orði og verki. Halldóru, börnum þeirra hjóna og fjölskyldunni allri sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Guðmundssonar frá Kljá. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Mig langar að minnast kunningja míns Magnúsar Guðmundssonar frá Kljá með nokkrum orðum. Við nut- um margra ánægjustunda saman á efri árum, sérstaklega í Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi. Magnús var mjög félagslyndur og óspar við að fylgja eftir og lífga þær hugsjónir sem félagsskapurinn hverju sinni bauð upp á. Hann lagði drjúgan skerf við að gera gleðina sem mesta. Við Magnús ræddum oft saman bæði um tilgang lífsins og um hve auka mætti á hamingju manna og þjóða ef allir legðu þar gjörva hönd á plóginn. Eins um hve hið illa ætti sér margar stoðir í tilverunni. Gott bræðralag, einlægni og vinaleg sam- skipti væru þeir þættir sem ættu að gilda. Magnús mundi vel tímana tvenna, erfiðleika áranna þegar hann var að byrja þátttöku sína í þjóðlífinu og síðan hversu mikið tæknin útrýmdi átökum og ruddi brautina til hagstæðari vinnu- bragða. Magnús átti sér góðan lífsföru- naut. Þau drógu ekki af sér við að koma börnum sínum á legg. Börnin þeirra eru góðir borgarar landsins og hefir gengið vel í lífinu foreldrum sínum til mikillar gleði. þakka Magnúsi frá Kljá hlý handtök og góða samfylgd. Bið honum blessunar á nýjum brautum og fjölskyldu hans sendi ég sam- úðarkveðjur og óska þeim alls hins besta. Árni Helgason. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 37 MINNINGAR ✝ Iðunn Björns-dóttir fæddist í Reykjavík, 16. des- ember 1937. Hún andaðist á heimili sínu 25. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Björn Ólafsson, forstjóri og fyrrverandi ráð- herra, f. 26. nóvem- ber 1895, d. 11. október 1974, og Ásta Pétursdóttir, f. 1. desember 1906, d. 25. desember 1968. Systkini Iðunnar eru: 1) Pétur, f. 22. maí 1930, maki Sigríður Hrefna Magnúsdóttir, 2) Ólafur, f. Systir Kristjáns er Áslaug Hall- dórsdóttir Kjartansson, f. 16. apríl 1939, maki Björn Björnsson. Börn Iðunnar og Kristjáns eru: 1) Edda Birna Gústafsson, f. 16. febrúar 1958, búsett í Bandaríkj- unum, gift Magnúsi Gústafssyni, f. 13. september 1941. Börn Helga Pálsdóttir, f. 26. júní 1979, d. 12. október 1983, og Birna Magnús- dóttir Gústafsson, f. 4. ágúst 1995. 2) Halldór Kristjánsson markaðs- fræðingur, f. 21. nóvember 1959, búsettur í Reykjavík. 3) Björn Kristjánsson viðskiptafræðingur, f. 1. mars 1967, búsettur í Reykja- vík. Iðunn lauk verslunarskólaprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1955, og stundaði síðan framhalds- nám við Briarcliff Junior College í Bandaríkjunum. Útför Iðunnar fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1. janúar 1932, d. 1977, dóttir hans er Sigríður Ólafsdóttir Seager, og 3) Edda, f. 11. febrúar 1934, d. 1982. Iðunn giftist 28. september 1957 Kristjáni Georg Hall- dórssyni Kjartans- syni forstjóra, f. í Reykjavík 22. júní 1934, d. 30. júlí 1999. Foreldrar hans voru Halldór Kjartansson stórkaupmaður, f. 6. nóvember 1908, d. 16. nóvember 1971, og Else Marie Nielsen, f. 27. maí 1908, d. 11. desember 1971. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja hana Iðunni tengda- móður mína í 15 ár. Hún var mikil sómakona, framkvæmdastjóri stórs og myndarlegs heimilis í næstum hálfa öld. Það kom best í ljós þegar við vorum eftir andlát hennar að ræða um hvað þyrfti að gera að Edda kona mín, dóttir Iðunnar, sagði: „Nú vantar mömmu.“ Starfs- vettvangur Iðunnar var heimilið. Var vel að verki staðið, hvort sem það var á Einimelnum eða austur í bústaðnum á Þingvöllum. Tengdaforeldrar mínir voru mjög gestrisnir. Margir vinir þeirra og barnanna urðu heimagangar sem eiga góðar minningar frá ánægju- legum samverustundum með fjöl- skyldunni. Það hefur eflaust verið eins með suma vinina og mig að mér fannst ég alltaf njóta sérstakr- ar umhyggju hjá Iðunni. Ömmunni þótti afar vænt um dótturdóttur sína, Birnu, og fylgd- ist náið með henni. Þegar við send- um myndir af Birnu frá Ameríku urðu Kjarvalarnir að víkja af veggj- unum. Það skemmdi ekki að stelpan byrjaði snemma í ballett en amman hafði sjálf lært ballett á sínum yngri árum. Þegar Birna var 4 ára gaf hún henni balletttáskó sem hún hafði dansað í sjálf. Sú stutta fór strax að æfa sig í skónum sem voru mörgum númerum of stórir en allt gekk það slysalaust og hún fékk til- finninguna. Í haust fer Birna, sem nú er 10 ára, að læra á táskóm og mun örugglega njóta þjófstartsins frá henni. Iðunn var vel gefin kona sem fylgdist vel með öllu sem var að gerast. Þegar kom að stjórnmálum var stefnan skýr. Hún fylgdi í fót- spor Björns föður síns, var vel til hægri og þoldi ekkert miðjumoð. Það var alltaf gaman að tala við hana. Hún hafði næma kímnigáfu, var fljót til svars með góðri athuga- semd, mildum hlátri eða sínu sér- staka brosi. Hún var föst fyrir. Fyrir nokkr- um árum var Iðunn stödd í rúllu- stiga í stórverslun í Boston. Skynj- ar hún að eitthvað er verið að fitla við handtöskuna hennar og sér að seðlaveskið er horfið. Snýr hún sér við, horfir hvössum augum á tvo risavaxna, þeldökka menn fyrir aft- an sig og segir: „You bad boys, give me back my wallet“. Þetta varð hún að endurtaka tvisvar. Þeir sáu sinn kost vænstan að hlýða og skiluðu henni veskinu. Iðunn var ekki heilsuhraust og heilsunni fór að hraka verulega fyr- ir ári síðan. Á þessu erfiða tímabili reyndist Halldór sonur hennar ómetanleg hjálparhella. Í júní síð- astliðnum þegar í ljós kom að hún var með ólæknandi sjúkdóm var engin uppgjöf. Hún barðist við of- ureflið fram á síðustu stundu. Eins og alltaf fór hún að undirbúa og skrifaði niður af veikum mætti hin ýmsu fyrirmæli sem okkur hefur vonandi auðnast að fara eftir. Hún vildi fá að deyja heima með fjöl- skylduna hjá sér. Hjúkrun þeirra Guðbjargar og Helga frá heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins og aðstoð var ómetanleg hjálp til þess að við gætum orðið við þessari síðustu ósk Iðunnar. Iðunn og Kristján voru góð og af- ar samhent hjón sem máttu ekki hvort af öðru sjá. Mér fannst þau alltaf jafn ástfangin. Kristján bjó við heilsuleysi til margra ára en Ið- unn hjúkraði honum af einstakri fórnfýsi. Ég veit hvað Iðunn hefur saknað Kristjáns mikið síðan hann dó en nú er hún Addý komin aftur til hans Tedda síns. Ég vil koma því á framfæri hvað Iðunn var þakklát fyrir hvað Ás- laug mágkona og læknarnir Árni Tómas Ragnarsson og Niels Christian Nielsen reyndust henni vel. Við biðjum góðan Guð að styrkja bræðurna Halldór og Björn, Eddu mína og Birnu dóttur okkar í sorg þeirra. Blessuð sé minning Iðunnar Björnsdóttur. Magnús Gústafsson. Hetjan er fallin. Elskuleg mág- kona mín, Iðunn eða Addý eins og hún var ávallt kölluð, er látin, rétt rúmum mánuði eftir að hún greind- ist með ólæknandi krabbamein. Við sem eftir lifum skiljum ekki hvernig hægt er að mæta dauðanum með þvílíkri reisn eins og hún gerði. Veikindastríðið var stutt en samt langt ef maður hugsar til baka; eilíf þreyta, höfuðverkur og hiti sem hrjáðu hana. En því miður fundu læknarnir ekki hvað var að fyrr en of seint. Með okkur Addý tókst mikil vinátta; hún var ekki bara vin- kona heldur traustur vinur sem aldrei brást. Þegar maður sest nið- ur og ætlar að skrifa er hugurinn fullur af minningum sem aldrei gleymast. Við fjögur, Bjössi, Teddý bróðir og Addý, áttum ógleyman- legar stundir hvort sem var syngj- andi í Austurstræti Kasper, Jesper og Jónatan eða samverustundir er- lendis. Eitt sinn vorum við stödd í Sviss og hafði „porterinn“ á hót- elinu verið mjög hjálplegur við okk- ur og var ákveðið að gefa honum 100 franka. Teddý afhenti honum seðilinn og var ekið af stað. Er við litum við sáum við hvar porterinn hljóp á eftir bílnum og veifaði sí- fellt. Við bara brostum og veifuðum á móti. Er út á flugvöll kom kom í ljós að Teddý hafði rétt honum 1.000 franka! Eftir það var alltaf sagt við hann: Mundu að setja upp gleraugun. Sumarbústaðurinn þeirra á Þing- völlum er dýrlegur staður og þar eyddu þau öllum sínum stundum saman. Þau gróðursettu hundruð trjáa og enginn staður er jafn frið- sæll og fallegur. Þegar heilsa bróð- ur míns brast sýndi Addý hvað í henni bjó. Var hjá honum og hjúkr- aði honum öllum stundum. Eftir að Teddý lést sýndi hún styrk sinn og mátt og eyddi tíma sínum í sum- arbústaðnum, hvort sem það var með fjölskyldunni eða þá ein. En því miður komst hún aldrei í sumar. Í maí sl. fór hún í 75 ára afmæli hjá Pétri bróður sinum. Hún var mikið veik þá, en henni var mikill léttir að hafa farið. Börnin okkar gátu alltaf leitað til þeirra hjóna er við vorum stödd er- lendis. Addý var eins og önnur móðir þeirra. Halldór sonur hennar flutti á Einimelinn er hún var orðin mikið veik. Hann annaðist hana eins og besti sonur og stóð 24 tíma vakt. Edda Birna og Magnús búa í Bandaríkj- unum og Birna litla, barnabarn Addýjar, var sólargeislinn. Addý hafði því miður ekki treyst sér til að fara utan síðastliðin þrjú og hálft ár. Bjössi sonur hennar hafði verið að vinna hjá Coca Cola erlendis en flutti heim þegar Teddý dó. Honum fannst hann þurfa að vera nálægt móður sinni. Addý fór í Kringluna fjórum dög- um áður en hún dó til að velja sér dragt sem hún nú verður jarðsett í. Hún trúði að Teddý tæki á móti sér og efast ég ekki um það. Far þú í friði Addý mín. Mói bróðir, Áslaug H. Kjartansson. Elsku Addý mín. Þá ertu farin frá okkur. Aðeins er rúmur mánuður síðan þú greindist með þennan banvæna sjúkdóm. Þið Teddý reyndust mér alltaf mjög vel og var Einimelurinn eins og mitt annað heimili. Þegar mamma og pabbi voru erlendis gátum við alltaf leitað til ykkar og verð ég ævinlega þakklátur fyrir allt sem þið gerðuð fyrir okkur. Það eru margir í dag sem standa í þakkarskuld við ykkur hjónin. Þið máttuð ekkert aumt sjá og gott dæmi um það er þegar þið voruð stödd erlendis. Ég held að það hafi verið í Brasilíu að þið voruð í leigu- bíl. Það var stoppað á rauðu ljósi, þá sáuð þið lítið barn sem var að betla. Teddý ákvað að gefa honum seðil, opnaði gluggann og gaf barninu. Allt í einu kom heill her af börnum hlaupandi og leigubílstjór- inn gaf allt í botn. Hann var ekki sáttur og sagði að þetta mættuð þið ekki gera og mættuð þakka fyrir að komast lifandi út úr þessum ósköp- um. Þetta væri ekki gert í þessu landi og ef þetta kæmi fyrir aftur myndi hann henda ykkur út úr bíln- um. – Ég held að þessi saga segi allt um hversu gjafmild þau hjón voru. Teddý var með mikla bíladellu og áttu þau hjón alltaf flotta bíla. Ég var svo heppinn að geta fengið þá lánaða eftir að ég fékk bílprófið og í mínum vinahópi var ég alltaf látinn redda bíl vegna þess að ég gat alltaf fengið þá flottustu. Þegar Teddý bróðir mömmu dó sá maður hvað það var erfitt hjá mömmu að missa eina bróður sinn, en þú stóðst eins og klettur hjá henni og sá maður þá ást og virðingu sem þið báruð hvort til annars. Ég treysti mér ekki þá til þess að skrifa nokkur orð en vil kveðja ykkur núna. Elsku Addý og Teddý, takk fyrir allt sem þið gáfuð mér. Halldór Kjartansson Björnsson. Það er leitt að þurfa í dag að kveðja til hinstu hvílu Iðunni Björnsdóttur eða Addí eins og vinir hennar kölluðu hana. Minningar um gamla tíma koma til manns þegar hugsað er tilbaka og horft 30 ár aft- ur í tímann. Sjö ára gamall gutti kynntist ég Addí í gegnum Bjössa son hennar og er hlýleiki hennar og jákvætt viðmót eftirminnilegt. Ávallt glað- lynd og brosandi, glaðværð sem smitaði allt umhverfi hennar. Addí var mikill liðsmaður og full hvatn- ingar við alla skapaða hluti. Ég man t.d. þegar við Bjössi og Siggi, eða sr. Siggi eins og hann er kallaður í dag, stóðum í mikilli kvik- myndapródúksjón (á þeirra tíma mælikvarða) og gerðum 20 mínútna kvikmynd, Jón Bónda eða nútíma- skopstælingu á James Bond. Addí hafði óskaplega gaman af þessu og þegar tökum var lokið á Þingvöll- um, en þar fór lokauppgjör mynd- arinnar fram, sagði hún að nú væri þessu lokið og Hollywood næst á dagskrá. Addí og Teddi bjuggu börnum sínum Eddu, Dóra og Bjössa fallegt og gott heimili, studdu þau og leiddu í gegnum æskuna og lífið. Addí var mjög stolt og ánægð með þau í hvívetna. Stolt og ákveðin. Sönn heimskona og ávallt til reiðu búin að aðstoða eða leggja lið ef hún hafði spurnir af einhverju sem miður fór. Ég er mjög þakklátur fyrir þann hlýhug sem Addí sýndi mér og fjöl- skyldu minni í orði og borði. Gest- risni þeirra hjóna var einstök og minnist ég sérstaklega allra gaml- árskvöldanna á Einimel 7, þegar góður hópur fólks safnaðist saman og fagnaði tímamótum, og ánægju- legra samvista á Þingvöllum en þar höfðu þau byggt markvisst sann- kallaðan sælureit fjölskyldunnar. Kæra Edda og Dóri og elsku Bjössi minn. Innileg samúðarkveðja. Guð blessi minningu Iðunnar Björns- dóttur. Ari Gísli Bragason og fjölskylda. IÐUNN BJÖRNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinun- um. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.