Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 20
Akureyri| Lystigarðurinn á Ak- ureyri er rómaður fyrir fegurð og mikinn fjölda tegunda sem þar er að finna. Í þennan ágæta almennings- og skrúðgarð bæj- arbúa kemur jafnan mikill fjöldi fólks. Krakkar dvelja þar oft daglangt við leiki og þangað steyma útlendingar til að skoða það sem fyrir augu ber. Ferða- langarnir á myndinni sátu að snæðingi og höfðu það bara prýðilega gott á meðan vatnið streymdi úr gosbrunninum fyrir framan þau. Morgunblaðið/Margrét Þóra Setið að snæðingi við gosbrunninn Afslöppun Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ratleikur í Hafnarfirði | Góð þátttaka hefur verið í Ratleik Hafnarfjarðar í sum- ar. Að sögn skipuleggjenda er greinilegt að þema leiksins í ár, hellar og skútar í ná- grenni Hafnarfjarðar, hefur vakið áhuga margra. Kveða skipuleggjendur marga hafa komið að máli við fólkið í þjónustuveri Hafnarfjarðar þegar þeir ná sér í ratleik- skort og sagst lengi hafa ætlað að taka þátt en nú ákveðið að láta verða af því Nú þegar sumarleyfisferðum fólks er að ljúka finnst mörgum gott að halda sér við efnið með því að fara í styttri gönguferðir í nágrenni bæjarins. Þá er mjög hvetjandi að taka þátt í skemmtilegum leik og fræð- ast um leið um sögu og náttúru svæðisins. Leikurinn skiptist í þrjá styrkleikaflokka, Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng, þann- ig að allir ættu að geta fundið verkefni við hæfi. Lausnum er skilað í Þjónustuver Hafn- arfjarðar. Síðasti skiladagur er 19. sept.    Gleði í Djúpavík | Hinir árlegu Djúpa- víkurdagar verða haldnir í Djúpavík nú um helgina, en í ár fagnar Hótel Djúpavík 20 ára afmæli sínu. Margt verður til gamans gert yfir helgina með góðri aðstoð Ólafíu Hrannar leikkonu, sem mun fara með fal- leg frumsamin lög og aðra músík í þjóð- lagastíl, en einnig mun hljómsveitin Hraun leika sína rómuðu blöndu af angurværum angistarlögum og gáskafullum gleðileik. Meðal nýjunga að þessu sinni verður Djúpvíkingurinn sem er þrautakeppni fyr- ir alla krakka sem vilja láta til sín taka. Í boði verða einnig gönguferðar um ná- grennið og leiðsögn um síldarverksmiðjuna og kajakleiga. Segja staðarhaldarar að kvöldverðarhlaðborð laugardagskvöldsins verði einkar glæsilegt í tilefni af 20 ára af- mælinu.    Kammer á Klaustri | Árlegir Kamm- ertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir um helgina í fimmtánda skipti. Edda Erlendsdóttir átti frumkvæði að þessari tónleikaröð og hefur verið listrænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi. Flytj- endur í ár verða þau Auður Hafsteins- dóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Edda Erlendsdóttir píanó og listræn stjórnun, Egill Ólafsson baríton, Olivier Manoury bandóneon og Gítar Islancio með þeim Birni Thoroddsen gítar, Gunnari Þórðarsyni gítar og Jóni Rafnssyni kontra- bassa. Munu þau flytja mjög fjölbreytta efnisskrá þar sem blandast saman klassísk tónlist, íslensk þjóðlög, tangó og djass. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Blönduós | Þessir tveir hressu strákar á Blöndu- ósi, Kristinn J. Snjólfsson og Ragnar Darri Guð- mundsson, skemmtu sér prýðilega við að horfa á knattspyrnuleik milli kvennaliða í 3. flokki Hvatar á Blönduósi og Þróttar í Reykjavík. Strákarnir spurðu hvar myndin myndi birtast. Það hrökk út úr fréttaritara að hún myndi birtast á vefn- um óþekktarormar.is. Þetta fannst strákunum lítið til um og spurðu hvort ekki væri hægt að birta myndina á óþekt- arormar.com því þá gæti allur heimurinn séð hana. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hvar birtist myndin? Til er vísa um hverjasveit á Fljótsdals-héraði og eru þær oft sungnar saman í löngum bálki. Vísurnar eru kersknisfullar og lýsa eftir atvikum lynd- iseinkunn og örgustu göllum íbúa viðkomandi sveitar. Þær eru jafnan sungnar á Héraði þegar menn gera sér þar glaðan dag við sérstök tilefni. Elstu vísurnar eru frá því fljótlega eftir að þorpið á Egilsstöðum tók að byggjast fyrir liðlega hálfri öld. Sr. Sigurjón Jónsson á Kirkjubæ, kvað fyrstu vísuna um Egils- staði, en hún verður án efa sungin hressilega á Ormsteiti Héraðsbúa sem fram fer um helgina. Glatt er á Gálgás, Gróa í hverjum bás, það er nú þjóðlegur staður. Enginn af öðrum ber, efalaust þaðan fer til andskotans annar hver maður. Frá Lagarfljóti pebl@mbl.is Vesturbyggð | Aðeins eitt tilboð barst í rekstur ákveðinna þátta Patrekshafnar en tilboðsfrestur rann út í síðustu viku. Um var að ræða móttöku fiskiskipa, vigtun og skráningu sjávarafla, móttöku flutninga- skipa svo og annarra skipa er þjónustu þurfa utan auglýsts afgreiðslutíma hafn- arinnar. Það er á virkum dögum frá kl. 19 til kl. 8 og allar helgar og aðra frídaga. Út- boðið kom í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar voru á rekstri hafnarinnar í vor. Tilboðið var frá þeim Hirti Sigurðssyni, Jóni Rúnari Gunnarssyni og Geir Gests- syni. Tilboðið var að upphæð 138 þúsund krónur á viku. Hafnarstjórn mun koma saman 15. ágúst og fjalla um málið. Eitt tilboð Skagafjörður | Samgöngunefnd Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar samþykkti á dögun- um staðsetningar upptökubrauta fyrir smábáta í Hofsósshöfn og Sauðárkróks- höfn eftir kynningu Hallgríms Ingólfsson- ar, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Er áætlað að byggja brautirnar í sumar eða haust. Verkin eru unnin í samráði við Siglingastofnun. Með tilkomu upptöku- brauta rætist gamall draumur margra smábátaeigenda og léttir þeim upptöku og niðursetningu báta sinna. Á sama fundi kynnti Hallgrímur fyrir- hugaða staðsetningu á flotbryggju í Hofs- ósshöfn. Nefndin samþykkti að halda fund með bátaeigendum á Hofsósi og heyra hvaða áherslur þeir hafa varðandi fram- kvæmdir í höfninni á næstunni. Upptöku- brautir fyrir smábáta ♦♦♦ FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sérlega fallegt og sjarmerandi 126,1 fm parhús, kjallari, hæð og ris ásamt sérbíla- stæði. Búið er að endurnýja glugga og gler á 1. hæð hússins og kjallara, gluggar og gler í risi nýlegt. Járn á þaki og kvistir nýmálaðir, ofnar og ofnalagnir á 1. hæð og kjall- ara að mestu endurnýjaðar, innrétting í eldhúsi og á baði nýjar. Rafmagnstafla endur- nýjuð og raflagnaefni nýtt. Lóð endurtyrfð og bílastæði hellulagt. Tvö svefnherbergi og sjónvarpshol í risi ásamt baðherbergi með nýrri innréttingu, baðkari og sturtuklefa. Útgengt á svalir úr hjónaherbergi. Á 1. hæð er eldhús, hol og samliggjandi stofur. Fallegar furufjalir á gólfum 1. hæðar og riss. Sérinngangur í kjallara, þar sem eru tvö herbergi, snyrting, geymsla og þvottahús. Lofthæð í kjallara um 1,9 metrar. Í heild sér- lega fallegt, vel staðsett og sjarmerandi hús á einum eftirsóttasta stað Þingholtanna. Húsið er laust til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Verð 29,9 millj., ekkert áhv. EINNIG VERÐUR OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 14. ÁGÚST FRÁ KL. 13.00-15.00 Sölumenn frá Gimli verða á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.00-19.00 HAÐARSTÍGUR 8 - PARHÚS - LAUST STRAX Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Ísafjörður | Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu bæjartæknifræð- ings um að gengið verði að tilboði SKG- veitinga á Ísafirði í framleiðslu á mat fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar í miðlægu eld- húsi á Ísafirði. Stærstur hluti þess er fram- leiðsla á mat fyrir grunnskólabörn á Ísa- firði. Lægsta tilboðið kom frá Sláturfélagi Suðurlands sem bauð 329–348 krónur í hvern matarskammt eftir því fyrir hvern maturinn var ætlaður. SKG-veitingar buðu hins vegar 362 krónur og Bernharð Hjal- talín bauð 363 krónur. Í bréfi Jóhanns B. Helgasonar bæjartæknifræðings kemur fram að Sláturfélag Suðurlands hafi aðeins boðið í stærstu verkliði og því vanti liði eins og neyðarnesti, morgunverð og síðdegis- kaffi fyrir leikskólann Bakkaskjól. Samið við SKG-veitingar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.