Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKI R-LISTI Viðræðunefndir flokkanna sem standa að R-listanum náðu ekki samkomulagi um fyrirkomulag framboðs fyrir næstu borgarstjórn- arkosningar. Málið fer nú til fé- lagsfunda flokkanna, en litlar líkur eru á sameiginlegu framboði R-list- ans í næstu kosningum eftir funda- höldin í gær. Uppnám á Heathrow Breska flugfélagið British Air- ways hefur neyðst til að aflýsa öllu flugi véla sinna til og frá Heathrow- flugvelli í dag en þúsundir manna urðu fyrir óþægindum þegar BA þurfti að aflýsa flugi í gær vegna skyndiverkfalls starfsfólks félagsins á flugvellinum. Tíu handteknir í Bretlandi Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn, sem yfirvöld segja vera ógnun við öryggi þjóðarinnar. Þykir víst að þeim verði vísað úr landi. Meðal þeirra er Sheik Omar Mahmood Abu Omar, einnig þekkt- ur sem Abu Qatada, en hann hefur verið nefndur „andlegur sendiherra al-Qaeda í Evrópu“. Hann á nú yfir höfði sér að vera vísað aftur til Jórd- aníu, en hann hefur búið í Bretlandi sl. tólf ár. Bann við innflutningi á kjöti Erlendur H. Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Kjötframleiðenda ehf., hefur falið lögfræðingi að skoða hvernig fyrirtækið geti brugðist við ákvörðun Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra um að banna inn- flutning á nautakjöti frá Argentínu. Vísitalan hækkar Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% frá því í júlí. Á tólf mánaða grundvelli hefur hún hækkað um 3,7% og er verðbólga því 3,7%. Hækkun húsnæðisverðs hefur mest áhrif á vísitöluna og án hús- næðis nemur hækkunin 0,1%. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 30/31 Úr verinu 14 Bréf 31 Viðskipti 14 Minningar 32/37 Erlent 16/17 Dagbók 40 Akureyri 21 Velvakandi 41 Austurland 24 Staður og stund 42 Listir 25 Menning 43/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 28 Veður 51 Daglegt líf 28 Staksteinar 54 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %     &         '() * +,,,                    SKÁKÞING Íslands 2005 var sett síðdegis í gær í húsi Háskóla Reykjavíkur, en þar keppa flestir af sterkustu skákmönnum landsins. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, setti þingið og Árni Emilsson, útibússtjóri hjá Landsbankanum, lék fyrsta leik mótsins. Skákþingið í ár er sannkölluð skákhátíð, því auk keppni í landsliðs- og áskorendaflokki verður al- þjóðlegt heimsmeistaramót skákforrita haldið samhliða þinginu. Alls tefla 12 keppendur í landsliðsflokki og 32 í áskorendaflokki, og var fyrsta umferð í báðum flokkum tefld í gær. Allar skákirnar fara fram í húsi Háskólans í Reykjavík og verður þeim varp- að fram á risaskjá. Skákskýringar verða svo í lok hverrar umferð- ar kl. 18.30, en margir af helstu skákmeisturum Íslands munu fara yfir skákir dagsins með áhorf- endum. Heimsmeistaramót skákforrita Heimsmeistaramót tölvuforrita í skák verður svo sett næstkomandi laugardag. Guðfríður Lilja segir mikinn feng í að fá mótið hingað til lands. „Það er mikið undir á þessu móti. Hvert lið sendir hingað her manna, stærðfræðinga, forritara, tölv- unarfræðinga og skákmeistara, til að fylgja forrit- unum eftir. Það þykir mikill heiður fyrir þessa að- ila að vinna mótið enda sigur ákveðinn gæðastimpill á forritin og vinnu þeirra sem að þeim koma.“ Friðrik teflir fjöltefli Í ávarpi sínu við setningu þingsins talaði Guð- fríður Lilja m.a. um skák og tölvur. Hún sagði að of oft væri tækninni stillt upp andspænis mann- inum eins og um togstreitu væri að ræða. „Við gleymum stundum hinni jákvæðu hlið þessarar þróunar. T.d. hvernig tæknin hefur fært skákina nær fólki sem annars á ekki kost á því að tefla og hvernig hún hefur nýst áhugasömum sem og meisturum við að bæta árangur sinn.“ Á sunnudaginn kl. 15 mun Friðrik Ólafsson stórmeistari tefla fjöltefli í tilefni 70 ára afmælis síns. Allir þeir sem fylla tug á árinu, eins og Frið- rik, geta att kappi við stórmeistarann. Borgarskákmótið verður haldið á fimmtudag- inn í næstu viku kl. 15, en það er opið hrað- skákmót og eru allir velkomnir. Sama dag kl. 17 munu tölvuforritin keppa í Fischer-slembiskák, sem er skákafbrigði þróað af Bobby Fischer, þar sem röð aftari mannanna er víxlað á tilviljunar- kenndan hátt. Alþjóðlegu meistararnir Stefán Kristjánsson (2.459) og Jón Viktor Gunnarsson (2.388) og FIDE-meistarinn Þorsteinn Þorsteinsson (2.277) unnu sínar skákir í 1. umferð í landsliðsflokki. Tölvuforrit og menn tefla á skákhátíð sem hófst í Reykjavík í gær „Tölvutæknin hefur fært skákina nær fólki“ Morgunblaðið/Þorkell Árni Emilsson, útibússtjóri hjá Landsbankanum, lék fyrsta leik skákþingsins í skák Hannesar Hlífars Stefánssonar (t.h.) og Sigurðar Daða Sigfússonar, en Landsbankinn er aðalstyrktaraðili mótsins. ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveð- ið að hefja viðræður við nokkrar svokallaðar skattaparadísir um gerð samninga um upplýsinga- skipti á sviði skattamála. Þetta kemur fram í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Er þetta gert í samræmi við vinnu á vettvangi OECD (Efnahags- og framfara- stofnunarinnar) við að draga úr skaðlegri skattastarfsemi, til dæmis í þeim tilvikum þegar íbú- ar OECD-ríkja nýta sér skatta- paradísir til að komast hjá skatt- lagningu í heimalandinu. Einn liður í þessari vinnu er gerð tvíhliða samninga um upp- lýsingaskipti á sviði skattamála milli OECD-ríkja og svæða sem flokkuð eru sem skattaparadísir. Þessi svæði hafa nú nánast öll skuldbundið sig gagnvart OECD til að auka gagnsæi skattkerfa og skattalöggjafar sinnar, og jafn- framt til að koma á fót virkum upplýsingaskiptum um skattamál við aðildarríki OECD. Um helm- ingur OECD-ríkja hefur hafið samningaviðræður við skatta- paradísirnar í þessum tilgangi. Fyrstu viðræðurnar við Ermarsundseyjarnar Sem dæmi má nefna að Banda- ríkin hafa þegar lokið gerð upp- lýsingaskiptasamnings við þrett- án slík svæði. Í viðræðunum mun Ísland leggja til grundvallar samningsfyrirmynd OECD um upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála. Í samningsfyrir- myndinni er meðal annars gert ráð fyrir því að stjórnvöld hafi að- gang að upplýsingum frá bönkum og fjármálastofnunum um til- tekna skattgreiðendur og geti veitt slíkar upplýsingar til skatt- yfirvalda í hinu samningsríkinu. Í samningsfyrirmyndinni eru jafnframt ákvæði sem hafa þann tilgang að vernda lögmæta hags- muni skattgreiðenda og er samn- ingsríki til dæmis heimilt í ákveðnum tilvikum að neita að veita hinu samningsríkinu upp- lýsingar sem skaðað geta við- skiptahagsmuni skattgreiðand- ans. Þá eru einnig ákvæði í samn- ingsfyrirmyndinni sem tryggja að stjórnvöld í samningsríkjunum fari með upplýsingarnar sem trúnaðarupplýsingar. Í lok september munu samn- ingaviðræður hefjast við eyjuna Guernsey á Ermarsundi. Nokkru síðar á árinu er áætlað að við- ræður hefjist við eyjuna Jersey. Þá hafa stjórnvöld á eyjunni Mön komið því á framfæri við ráðu- neytið að áhugi sé á að semja við Ísland í sama tilgangi. Samningar við skattaparadísir um upplýsingar í skattamálum TVÖ hross féllu úr flutningabíl ná- lægt Þrastalundi í Grímsnesi síðdeg- is í gær. Tíu hross voru í bílnum sem var á fullri ferð þegar hliðardyr á flutningskassanum opnuðust. Annað hrossanna sem féllu drapst og er hitt töluvert lemstrað, en dýralæknir var kallaður til að gera að sárum þess. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er yfirheyrslum vegna málsins ekki lokið og ekki vitað hvað olli því að dyrnar opnuðust. Úreltar reglur Gunnar Örn Guðmundsson, hér- aðsdýralæknir í Reykjavík, segir að reglur um flutning dýra séu frá árinu 1958 og löngu orðnar úreltar. „Um- hverfisráðuneytið skipaði þó nýlega nefnd sem vinnur að því að færa reglugerðina í takt við nýjar reglur Evrópusambandsins um þessi mál.“ Hann segir að ekkert eftirlit sé með búnaði til dýraflutninga hér á landi nema þegar verið sé að flytja dýr til slátrunar. „Þá hefur dýra- læknir við sláturhúsin eftirlit með flutningunum. Annars höfum við lýst yfir áhyggjum okkar þegar verið er að flytja dýr langar vegalengdir til slátrunar. Þá er brýnt að rétt og vel sé staðið að verki.“ Tvö hross féllu úr flutningabíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.