Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 25

Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 25 MENNING www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 2 29 05 1 0 7/ 20 05 Laugardaginn 13. ágúst kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslugöngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl. 16:00. FRÆÐSLUGANGA UM ELLIÐAÁRDAL og upp að Gvendarbrunnum S umarið hefur liðið hratt og nú þegar tíma sumartón- listarhátíða víða um land er að ljúka fer fólk að huga að vetrardagskrá leikhúsanna. Tinna Gunnlaugsdóttir tók við starfi þjóðleikhússtjóra um síðustu áramót og er því þessa dagana að skipuleggja sitt fyrsta leikár sem slíkur á Hverfisgötunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði hún blaðamanni frá því helsta sem verður á dagskrá leik- hússins í vetur og nýj- um áherslum í kynn- ingarmálum. „Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðar- innar, eins og segir í þjóðleikhúslögum, og við viljum leggja áherslu á að koma því á framfæri að stofnunin er þjónustustofnun í þágu almennings. Þangað eiga allir að geta sótt sér upplyft- ingu og menningar- auka,“ segir Tinna. „Við viljum leggja áherslu á að yngja upp í áhorfendahópi Þjóð- leikhússins. Það eiga allir erindi í leikhúsið, allt frá ungum börnum til eldra fólks en ungt fólk hefur verið að hverfa frá leikhúsinu í auknum mæli og það er ekki jákvæð þróun. Við viljum að hluti lífsstíls ungs fólks verði að sækja leikhús og leggjum þannig grunn að leikhús- áhugafólki framtíðarinnar. Þetta gerum við með því að leggja áherslu á leikrit sem fjalla um efni sem ætti að höfða til unga fólksins og með því að veðja á ungt fólk bæði sem höf- unda og listræna stjórnendur.“ Leikhústímaritið Fjórði veggurinn Hvað varðar kynningarmál leik- hússins mun verða gefið út sérstakt leikhústímarit fjórum sinnum á ári með fréttum úr leikhúsinu. Tímarit- ið hefur hlotið nafnið Fjórði veggur- inn og vísar þar með til þess að í leik- húsi eru það áhorfendurnir sem mynda fjórða vegginn. Á móti verða leikskrár ekki eins viðamiklar og áður og þeim dreift frítt með miðum. „Við gerum ráð fyrir að dreifa fyrsta tímaritinu hinn 20. ágúst. Þar verður allt leikárið kynnt, með sér- stakri áherslu þó á haustverkefnin. Síðan kemur út jólabæklingur, þá bæklingur einhvern tímann í mars og sá fjórði með vorinu,“ segir Tinna. Þjóðleikhúsið hefur tekið upp miðasölu á netinu, en sú þjónusta hefur ekki verið í boði áður. Leik- húsið hefur einnig fengið nýja heimasíðu með ítarlegum upplýs- ingum og kynningarefni. Miðað er að því að tímarit með þessu sniði nái meiri dreifingu en leikskrárnar hafa gert til þessa. Í þeim liggur mikill kostnaður sem að mati Tinnu mætti nýta betur. Metn- aður verður lagður í að tímaritin verði upplýsandi og eiguleg. Kjallarinn í höndum Arnar Árnasonar Starfsemi Þjóðleikhúskjallarans verður með öðru sniði en hún hefur verið til skamms tíma. Reksturinn hefur verið leigður út undanfarin ár og hefur þeim samningi nú verið rift. Ætlunin er að starfsemi kjallarans þjóni fyrst og fremst leikhúsgestum og öðrum sem hafa áhuga á menn- ingu og menningartengdri skemmt- an. Þar verður boðið upp á leikhús- matseðil um helgar og á virkum kvöldum verða þar ýmiss konar uppákomur og dagskrá tengd því sem er á fjölum leikhússins hverju sinni. Að sögn Tinnu mun Örn Árnason leikari hafa veg og vanda af skipu- lagningu dagskrár Þjóðleikhúskjall- arans. „Eins erum við að gera átak í aðgengis- málum og ýmsu öðru sem snýr að áhorf- endum,“ segir Tinna. Breytt sýningafyrir- komulag verður tekið upp á stóra sviðinu í vetur og þar sýnt þétt- ar og í styttri tíma. „Eitt og sama leik- ritið verður sýnt í sam- fellu þrjú kvöld í röð, sömu helgina, auk barnasýningar á sunnudögum,“ útskýrir Tinna. „Sýningatíma- bilin verða afmörkuð fyrirfram, en þó skilið eftir svigrúm til að setja verkið aftur inn síðar, ef eftir- spurn er mikil.“ Hún vonast til að áhorfendur taki nýja fyrirkomulaginu vel og hraði sér í leikhús til að sjá sýningar sem vekja áhuga. Umtalsverð hagræðing í rekstri skapast af breytingunni þar sem geymslupláss sé lítið og tíð skipti á milli sýninga kalli á mikla kvöld- og næturvinnu. HKL í Hollywood Í vetur verður ýmislegt á fjölum Þjóðleikhússins, þar á meðal fimm frumsýningar á stóra sviðinu og fjór- ar nýjar sýningar á Smíðaverkstæð- inu. Þar af verða sýnd tvö leikrit eft- ir norska höfundinn Jon Fosse en hann er mest leikni norræni höfund- urinn í dag og hefur ekki verið sýnd- ur áður hér á landi. Frá fyrra ári verða sýnd verkin Rambó 7, Edith Piaf, Klaufar og kóngsdætur og Koddamaðurinn. Frá áramótum verður lífleg starf- semi í nýjum sal á fyrstu hæð hins gamla íþróttahúss Jóns Þorsteins- sonar á Lindargötu, Kassanum, en uppbygging hans er samstarfsverk- efni Þjóðleikhússins og Landsbank- ans. Á aðventunni verður viðburður í Þjóðleikhúsinu ætlaður börnum, eins konar óvissuævintýraferð um leikhúsið sem lýkur í kjallaranum. Um er að ræða leikrit sem Þor- valdur Þorsteinsson hefur samið sérstaklega af þessu tilefni og er tónlistin eftir Árna Egilsson. „Fyrsta frumsýningin á stóra sviðinu í ár fjallar um Ameríkuár Halldórs Kiljans Laxness. Verkið er eftir Ólaf Hauk Símonarson og gengur undir vinnutitlinum HKL í Hollywood,“ segir Tinna. „Verkið fjallar um útrás Halldórs til Banda- ríkjanna þar sem hann ætlaði að hasla sér völl sem handritshöfundur. Hann kynntist lífinu rétt fyrir kreppuna og kom heim aftur stað- ráðinn í að skrifa fyrir sitt fólk í sínu landi.“ Atli Rafn Sigurðarson leikur Nóbelskáldið en Ágústa Skúladóttir leikstýrir sýningunni. Jólasýningin á stóra sviðinu er síðan Túskildingsóperan eftir Bertold Brecht og Kurt Weill í leik- stjórn Stefáns Jónssonar. Tvö leikskáld þreyta frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í vetur Á milli jóla og nýárs verður frum- sýnt nýtt verk eftir Völu Þórsdóttur, Eldhús eftir máli, en í því byggir hún á sex smásögum eftir Svövu Jakobs- dóttur. Verkið er frumraun Völu í at- vinnuleikhúsi. Ágústa Skúladóttir leikstýrir því verki. Eins og áður segir mun Þjóðleik- húsið svo leggja sérstaka áherslu á ungt fólk í vetur. Fræðsludeild húss- ins hefur verið stórefld, en starfsemi hennar er ætluð til að þjóna skóla- fólki sérstaklega og einnig öllum fróðleiksfúsum leikhúsunnendum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið ungu fólki sérstök kjör á leikhúsmiðum,“ útskýrir Tinna. Fyrsta verkið á fjalirnar fyrir yngri kynslóðina heitir Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur en líkt og Vala hefur hún ekki skrifað verk fyrir at- vinnuleikhús áður. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. „Hrund er kennari og þekkir því mjög vel til ungs fólks og okkur finnst verkið, sem er samtímaverk um ungmenni, vera mjög spenn- andi,“ segir Tinna. Menningarnótt í Þjóðleikhúsinu Þá er möguleiki á að einhver starfsemi á vegum Þjóðleikhússins verði í gamla hæstaréttarhúsinu en fengin hafa verið afnot af því. „Hægt er að nýta það undir æfing- ar og svo er verið að gæla við þá hugmynd að halda þar smærri uppá- komur. Við ætlum ekki að breyta rýminu í leikhús heldur nýta það eins og það er,“ segir Tinna og legg- ur áherslu á nýtingu auðra húsa í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta er ákaf- lega skemmtilegur og sögulegur sal- ur sem hefur staðið auður í tíu ár.“ Þjóðleikhúsið mun svo taka þátt í menningarnótt, hinn 20. ágúst, þeg- ar það verður lífgað við með skemmtidagskrá á svölunum og í Þjóðleikhúskjallaranum. Það er nóg framundan í Þjóðleik- húsinu og spennandi að sjá hvort nýjar og breyttar áherslur muni laða að fleiri gesti. „Við erum að gera Þjóðleikhúsið sýnilegra en það hefur verið,“ segir Tinna að lokum. Leiklist | Þjóðleikhússtjóri kynnir nýjar áherslur á komandi leikári í húsinu Upplyfting og menn- ingarauki Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested Forsvarsmenn Þjóðleikhússins vona að með nýjum áherslum í starfi húss- ins muni fleiri gestir sækja leiksýningar þess á komandi leikári. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. KRISTÍN Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri hefur verið ráðin sem skólameistari Kvik- myndaskóla Íslands. Kristín er menntuð í kvik- myndafræðum frá háskólanum í Montpellier og í kvik- myndaleik- stjórn frá Conservatoire Libre du Cin- ema Français í París. Hún er með margháttaða reynslu af vinnu við kvikmyndir, sjónvarp, útvarp og leikhús. Kvikmyndaskóli Íslands býð- ur upp á tveggja ára nám í kvik- myndagerð og starfar með við- urkenningu menntamála- ráðuneytisins. Markmið skólans er að þjónusta hinn ört vaxandi kvikmynda- og sjón- varpsiðnað á Íslandi með því að bjóða upp á öflugt fagnám á öllum sviðum kvikmyndagerð- ar. Nú stunda 44 nemendur nám við skólann á kvikmynda- braut. Eitt meginhlutverk Kristínar sem skólameistara mun verða að stýra frekari uppbyggingu og stækkun Kvikmyndaskól- ans, en í undirbúningi er stofn- un þriggja nýrra brauta: Hand- ritabrautar, hönnunarbrautar og leiklistarbrautar. Hafa nám- skrár fyrir þessar nýju brautir verið lagðar inn til samþykktar hjá menntamálaráðuneytinu og stefnt er að því að hefja kennslu á þeim á næsta ári. Guðmundur Bjartmarsson, sem gegnt hefur starfi skóla- meistara síðastliðin tvö ár, mun starfa áfram við skólann og hef- ur hann yfirumsjón með kennslu í kvikmyndatöku. Nýr skóla- meistari Kvikmynda- skóla Íslands Kristín Jóhannesdóttir TENGLAR ............................................. kvikmyndaskoli.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.