Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YNDISLEGAR SUMARBÆKUR HANDA ÞEIM YNGSTU TVEIR NÝJIR HERRAMENN www.jpv.is GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra hef- ur ákveðið að synja fyrirtækinu Kjötframleið- endum ehf. um leyfi til innflutnings á úrbein- uðu nautakjöti frá Argentínu, en embætti yfirdýralæknis hafði áður mælt með að slíkur innflutningur yrði heimilaður. Í ákvörðun landbúnaðarráðherra er vísað til 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar kemur meðal annars fram í 1. mgr., að til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins sé óheimilt að flytja inn hráar og lítt saltaðar sláturafurðir. Í 2. mgr. 10. gr. segir að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. sé landbúnaðarráð- herra heimilt að leyfa innflutning á umræddum vörum að fengnum meðmælum yfirdýralækn- is, enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Landið verði skoðað nánar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra seg- ir að áhættan hafi verið of mikil í þessu tilfelli og bendir á að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Þá hafi ekki verið leyfður innflutningur á nautakjöti frá Suður-Ameríku áður og það sé hans að taka ákvörðunina, sem hafi fyrst og fremst verið byggð á öryggissjónarmiði. „Íslendingar og íslenskt búfé verða að njóta vafans en við verðum að vera strangir hvað þetta varðar og hvetjum auðvitað innflytjend- ur til þess að leita þangað sem öryggið er mest,“ segir Guðni og bætir því við að hann vilji að landið verði skoðað nánar. „Eins og bent hefur verið á eru þessir sjúk- dómar grafalvarlegir og menn vilja hafa var- ann á og þetta var mín niðurstaða við þessar aðstæður.“ Argentína hefur verið laus við gin- og klaufaveiki síðan 2003 Í umsögn yfirdýralæknis segir að ljóst sé að Argentína sé gríðarlega stórt land landfræði- lega séð og því sé erfitt að meta það sem eitt land með tilliti til sjúkdómsstöðu, enda sé það alþjóðlega viðurkennt að lönd geti verið fleiri en eitt svæði í þessum skilningi. Þá er tekið fram í umsögninni að í Argentínu finnist fimm nautgripasjúkdómar sem ekki finnast á Nýja-Sjálandi en til séu nautgripa- sjúkdómar á Nýja-Sjálandi sem ekki finnast í Argentínu. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar (OIE) geti enginn þessara sjúkdóma borist með frosnum úrbeinuðum nautalundum, hvorki í menn né búfénað. Í umsögninni segir jafnframt: „Út frá núverandi sjúkdómastöðu Argent- ínu, og ekki síst þeirri staðreynd að gin- og klaufaveiki varð síðast vart í landinu í október 2003, og því að viðurkennt er á alþjóðavett- vangi að svæðið sunnan 42. breiddargráðu í Argentínu er laust við gin- og klaufaveiki án bólusetningar [er mælt með] að innflutningur úrbeinaðra nautalunda frá þessu svæði Arg- entínu verði heimilaður.“ Það ber að taka fram að norðan 42. breidd- argráðu í Argentínu eru til svæði þar sem er bólusett gegn gin- og klaufaveiki. Það svæði hefur stöðuna laust við gin- og klaufaveiki, með bólusetningu, samkvæmt stöðlum OIE. Svæð- ið sunnan 42. breiddargráðu hefur hins vegar stöðuna laust við gin- og klaufaveiki, án bólu- setningar, líkt og Ísland, Noregur og Evrópu- sambandið. Kjötið hæft til innflutnings Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að gin- og klaufaveiki sé ekki að finna í Argentínu og hafi ekki komið upp þar í landi í tvö ár. Það sé langur tími hvað þetta varðar en kjötið sem um ræðir komi frá svæði sem er sunnan 42. breiddargráðu. „Við erum aðilar að OIE og í reglugerð sem við förum eftir nr. 509/2004 er gert ráð fyrir því að við förum eftir þeim stöðlum sem stofnunin gefur út,“ segir Halldór en hann telur kjötið hæft til innflutnings samkvæmt umræddum stöðlum og bendir á að lönd í Evrópusamband- inu og Noregur hafi flutt inn kjöt frá þessu svæði. „Ráðherra hefur úrskurðarvaldið en allur ferillinn er samkvæmt lögum og reglum. Þann- ig vinna bæði embættið og ráðuneytið að því að koma í veg fyrir að dýrasjúkdómar berist til landsins en þarna er áherslumunur. Við teljum hins vegar ekki að við höfum lagt til að einhver áhætta yrði tekin,“ sagði Halldór. Lítill áhugi hefur verið á að flytja inn nauta- kjöt til landsins á síðustu árum, en nokkurt magn var flutt inn áður en kúafárið kom upp á Bretlandseyjum. „ÞAÐ er knappt með gripi og verðið hefur hækkað mikið,“ segir Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands, en verð á nautakjöti hefur farið hækkandi undanfarna mánuði. „Menn reikna með að þetta jafnist eitthvað á haustdögum. Þetta hefur orsakað verulega hækkun bænda á síðastliðnu einu og hálfu ári.“ Á heimasíðu Landssambands kúabænda (naut.is) kemur fram að á tímabilinu 1. júlí 2004 til 30. júní í ár hafi sala nautgripakjöts verið rúmlega 3.519 tonn en var 3.525,5 tonn á sama tímabili árið áður. Sala dróst því sam- an um 6,4 tonn. Framleiðslan sl. tólf mánuði var einnig minni en árið áður, eða 3.608,6 tonn miðað við 3.627,2 tonn sama tímabil árið áður. Verð á nautakjöti hefur hækkað „Knappt með gripi“ Ráðherra bannar innflutning á kjöti frá Argentínu þrátt fyrir jákvæða umsögn yfirdýralæknis Áhættan of mikil að mati ráðherra Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Guðni Ágústsson Halldór Runólfsson ERLENDUR H. Garðarsson hjá Kjöt- framleiðendum ehf. segir að ákvörðun landbúnaðarráðherra hafi komið sér mjög á óvart en málið sé til skoðunar hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engin gögn sem styðji ákvörðun ráðherra hafi hins vegar borist og því sé ekki unnt að segja til um framhald málsins að svo stöddu. „Við höfum ekki fengið gögn sem styðja þessa ákvörðun en við sendum umsóknina inn í apríl og skömmu seinna lá umsögn yfirdýralæknis fyrir. Ráð- herra tók hins vegar ekki ákvörðun fyrr en 15. júlí. Þetta hefur því tekið ótrúlega langan tíma.“ „Kom verulega á óvart“ „Ég væri ekki að reyna þetta ef ég teldi að það væri eitthvað athugavert við kjötið en Argentínumenn eru jafn stoltir af sínu kjöti og við erum af fiskinum okkar. Það hvarflaði ekki að mér að það væri einhver spurning enda lágu öll gögn fyrir. Þetta kom mér því verulega á óvart,“ segir Erlendur og bætir því við að lögð hafi verið fram vottorð frá yfir- völdum í Argentínu og sláturhúsum. Þá hafi einnig verið tekin sérstök sýni úr kjötinu. „Okkur er neitað á grundvelli laga [um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim] sem hlýtur þá að byggjast á því að það sé pottur brotinn hjá Argentínumönn- um. Það má benda á að þetta kjöt er flutt inn í Evrópusambandið án at- hugasemda en þar vara menn sig ekki minna en við hvað varðar innflutning á kjöti.“ Erlendur segir að fyrirtækið hafi starfað við kjötiðnað í tólf ár og þá að- allega fengist við útflutning á íslensku kjöti. Það sé því sérkennilegt að sitja hinum megin borðsins. Ákvörðun ráðherra til skoðunar hjá lögfræðingum Kjötframleiðenda ehf. „Höfum ekki fengið gögn sem styðja þessa ákvörðun“ STEFNT er að því að samvinnu- nefnd um miðhálendi Íslands taki í dag endanlega afstöðu til breytinga á svæðisskipulagi miðhálendisins sunnan Hofsjökuls. Þær breytingar snúast m.a. um Þjórsárverin og Norðlingaölduveitu Landsvirkjun- ar. Óskar Bergsson, formaður sam- vinnunefndarinnar, segir að skoðan- ir séu skiptar innan nefndarinnar og allt bendi til þess að málið verði af- greitt með atkvæðagreiðslu. Sextán manns eiga sæti í nefndinni, þar af hafa tólf atkvæðisrétt, en fjórir eru áheyrnarfulltrúar. Fundurinn hefst kl. tíu fyrir hádegi og er gert ráð fyrir því að hann dragist fram eftir degi. Óskar segir að nefndinni sé tals- verður vandi á höndum. „Nefndin er í raun milli steins og sleggju; hún er með sveitarfélag fyrir austan Þjórsá, Landsvirkjun og ríkisstjórn sem vilja framkvæmdina [þ.e. Norð- lingaölduveitu] og sveitarfélög heimafyrir og náttúruverndarsam- tök sem eru á móti framkvæmd- inni.“ Óskar segir að nefndin hafi í sum- ar reynt að finna málamiðlun milli þessara aðila, en það hafi ekki geng- ið. Hann kveðst því ekkert geta sagt til um niðurstöðuna í dag. Fundur- inn gæti hins vegar orðið langur og strangur. Skora á borgina að segja nei Náttúruverndarsamtök Íslands sendu í gær frá sér ályktun þar sem skorað er á R-listann að hafna Norðlingaölduveitu, en Reykjavík- urborg á fulltrúa í nefndinni. „Reykjavíkurborg ber sérstaka ábyrgð sem einn eigenda Lands- virkjunar og R-listinn hefði fyrir löngu átt að vera búinn að leggjast gegn hugmyndum Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytis um Norðlinga- ölduveitu. Bent skal á að Samfylk- ingin samþykkti á flokksþingi sínu í vor stuðning við stækkun friðlands- ins í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar og Vinstri-grænir hafa alla tíð verið andsnúnir Norðlingaölduveitu,“ segir í ályktuninni. Fundur samvinnunefndar um miðhá- lendi Íslands um Norðlingaölduveitu Líklegt að málið verði afgreitt með atkvæðagreiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.