Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar „Amma“ óskast í 101 Reykjavík Við leitum að barngóðri og áreiðanlegri mann- eskju til að annast 1 árs gamalt barn næsta vetur. Um er að ræða 50%-60% vinnuhlutfall. Vinnutími breytilegur eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir Sunneva í síma 899 3241. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 18. ágúst 2005 kl. 14.00 á eftir- farandi eignum: Ás 2, fn. 146366, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eig. Einar Valur Valgarðsson. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins og KPMG Endurskoðun hf. Kárastígur 3, fn. 214-3621, Hofsósi, 10% hl. þingl. eig. Hafdís Guðrún Hafsteinsdóttir. Gerðarbeiðendur eru Tollstjóraembættið og Lög- reglustjórinn í Reykjavík. Litla-Gröf, fn. 145-986, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eig. Elín Haraldsdóttir, Bjarki Sigurðsson og Guðlaug Arngrímsdóttir. Gerðar- beiðendur eru Landsbanki Íslands hf., Íbúðalánasjóður, Lánasjóður landbúnaðarins, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Ríkisútvarpið. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 11. ágúst 2005. Styrkir UNGT FÓLK Í EVRÓPU Styrkjaáætlun ESB Næsti umsóknarfrestur er til 1. september 2005. Hægt er að sækja um styrki hjá UFE fyrir 1. september vegna verkefna sem eiga að hefjast á tímabilinu 1. desember 2005 til 30. apríl 2006. UFE styrkir fjölbreytt verkefni, m.a. ungmennaskipti hópa, sjálfboðaþjón- ustu einstaklinga, frumkvæðisverkefni ung- menna, námskeið, ráðstefnur o.fl. Öll umsóknarform og frekari upplýsingar er að finna á www.ufe.is. Landsskrifstofa Ungs fólks í Evrópu, Pósthússtræti 3-5, 101 Rvk. Sími 520 4646 — ufe@itr.is Tilboð/Útboð eea financial mechanism norwegian financial mechanism Announcement Monitoring agent for projects under EEA Grants The Financial Mechanism Office (FMO) of the EEA Grants (the EEA Financial Mechanism and the Norwegian Financial Mechanism) is ann- ouncing a tender for monitoring agents. Based on this tender, it is the FMO's intention to make framework agreements with consultants with a mixture of competence and language skills in order to carry out the monitoring of projects within the relevant priority sectors in the 13 beneficiary states. The beneficiary states are Cyprus, the Czech Republic, Estonia, Greece, Hungary, Latvia, Lithuania, Malta, Poland, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain. The competence required is mainly within the following areas:  Finance and/or auditing.  Environmental protection and sustainable development.  Conservation of cultural heritage.  Human resources development.  Health and childcare.  Implementation of Schengen acquis and strengthening judiciary. Further information, including the announce- ment text, can be found on the following web address: http://www.eeagrants.org/documents; section „Procurement“; subsection „Monitoring agent“. Tilkynningar Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kaplakrika, íþróttasvæði FH, skipulagsreitur 3.2.3 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júní 2005, að auglýsa til kynningar breytingu á deiliskipulagi fyrir Kaplakrika, íþróttasvæði FH, skipulagsreit 3.2.3, Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst m.a. í því að lóðarmörkum til norðurs er breytt og búin til ný lóð fyrir bensínsjálfsafgreiðslustöð við Flatahraun. Bílastæði við Flatahraun eru felld niður og 23 ný bílastæði eru gerð austar samsíða Flatahrauni. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 12. ágúst 2005-9. september 2005. Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og tæknisviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 23. september 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is Auglýsing um deiliskipulag í Skorradals- hreppi, Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deili- skipulagi fyrir frístundahús á svæði S6 í landi Dagverðarness, Skorradal, Borgarfjarðarsýslu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að reit S6 verði skipt í tvær frístundalóðir nr. 54 og 55. Tillagan, ásamt byggingar- og skipulagsskil- málum, liggur frammi hjá oddvita að Grund, Skorradal, frá 12. ágúst 2005 til 9. sept 2005 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila til oddvita Skorra- dals, Grund, Skorradal, fyrir 23. september 2005 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Ólafur K. Guðmundsson. BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Komið hefur í ljós að í auglýsingu sem birtist vegna eftirfarandi breytinga var athugasemd- arfrestur einni viku of stuttur og er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Er auglýsing nú birt á ný og hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með athugasemdir við breytingar- tillöguna innan 10 daga frá birtingu þessari eða í síðasta lagi þann 23. ágúst nk. Reitur 1.230, Bílanaustreitur. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur, 2001 – 2024, vegna reits 1.230, Bílanaustreitur. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að mörk miðsvæðis (M5) og íbúðabyggðar við Borgartún-Sóltún breytast þannig að svæði fyrir íbúðabyggð stækkar til norðurs og miðsvæði minnkar sem því nemur en lóðin Borgartún 30 mun tilheyra miðsvæðinu í stað íbúðabyggðar. Einnig er bætt við þéttingarsvæði nr. 14 á mynd 1 í greinargerð aðalskipulagsins þar sem gert er ráð fyrir allt að 250 íbúðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16:15, frá 12. ágúst til og með 23. ágúst 2005. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- fulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undirritað skilmerkilega, eigi síðar en 23. ágúst 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 12. ágúst 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.