Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 33 MINNINGAR óraunverulegt. Þú varst aðeins 23 ára gamall og öll ævin framundan. Ég veit að nú hefurðu fundið frið. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu elsku kallinn minn. Þinn bróðir Grétar Már. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra fjölskylda og aðrir ástvinir, ykkar er harmurinn mestur. megi tíminn milda sorgina og ljós þess liðna vera ykkur fararnesti fram á veg. Guð blessi minningu góðs drengs. Þín amma Laufey Guðlaugsdóttir. Sumri er tekið að halla og við er- um hastarlega minnt á hvað lífið er undarlegt og óvægið; ungur frændi látinn, langt fyrir aldur fram. Hjörtur, með sín leiftrandi björtu augu, fetaði lífið á sinn hátt. Ungur tókst hann á við fíkn og gerði það vel. Kraftur hans og sannfæring vakti aðdáun og hann átti þátt í góð- um bata margra sem verða honum ævinlega þakklátir. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) „Hvar er afi eiginlega?“ heyrist reglulega í þriggja ára snáða. Fyrst var fátt um svör en núna fær Máni Freyr alltaf sama svarið; afi er hjá Guði, öllum englunum og líka hér inni í brjóstinu. Kæri frændi, knúsaðu pabba minn frá mér fast. Elsku Sveinn, Magga, Sveinbjörn og Grétar Már, Hjörtur er alltaf með ykkur. Katrín Brynja. Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Börn Guðs sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens.) Guð blessi þig, elsku frændi. Helga, Laufey og Svala. Þú kveiktir lítið kertaljós er kom inn í húsið þitt. Það sjálfur Drottinn sendi mér að sefa dapurt hjarta mitt. Svo ástríkur er góður Guð hann gefur okkur styrk og yl er sorgarmyrkur sverfur að, við sjáum ekki handaskil. Þá kemur Guð með kærleiksljós og kveikir von í brjósti manns. Hve undursamleg ást og náð að eiga hvíld við hjarta hans. (R.G.) Sem aldrei fyrr finnum við van- mátt okkar þegar sorgin kveður dyra. Sumir kveðja jarðvistina ungir að árum. Við spyrjum um tilganginn en fáum engin svör. Lögmál lífsins höfum við ekki þroska til að skilja. En hvert og eitt höfum við sérstakt hlutverk í tilver- unni. Í dag kveðjum við yngsta son æskuvinkonu okkar. Hann berst nú á vængjum ljóssins til bjartari til- veru. Elsku Magga, Sveinn, Sveinbjörn og Grétar Már. Hve þung og sár er hjartans dýpsta sorg. Guð sefi harm og trega og gefi að þið sjáið ljósið í minningunni. Innilegustu samúðarkveðjur. Úlla, Iðunn, Sigríður og fjölskyldur. Látinn er Hjörtur Sveinsson, langt um aldur fram. Leiðir okkar Hjartar lágu saman er Hjörtur var á 12. ári. Hjörtur eignaðist fljótt fastan sess í hjarta mínu. Auk þess að vera fluggreind- ur hafði Hjörtur mikla hæfileika á listasviðinu. Okkar samskipti voru einkum í gegnum myndlistina, það var síðar er ég hitti Hjört á förnum vegi að hann sagði mér af áformum sínum um að fara í framhaldsnám til að læra að spila á gítar. Samgladdist ég honum með þá ákvörðun þar sem allt fas hans þá sagði mér að hann hefði fundið eitthvað sem skipti hann máli. Svo liðu mörg ár án þess að leiðir okkar lægju saman. Oft hugsaði ég til Hjartar og var sannfærð um að tækist honum að ljúka tónlistarnámi yrði hann afbragðs tónlistarmaður . Á sl.ári rakst ég óvenjuoft á Hjört, hann var alltaf jafnljúfur og barns- lega einlægur, hissa á að ég skyldi ekki vera búin að gleyma honum. Í einu af þessum skiptum hafði sprungið á bíl hjá vegfaranda sem átti leið um. Hjörtur var í vinnu við gatnagerð er atvikið átti stað og bú- inn að taka að sér að bjarga mál- unum – burtséð frá hvort það kæmi sjálfum honum í vandræði. Þannig var hann. Ég minnist Hjartar sem ákaflega viðkvæms og leitandi drengs með stórt hjarta. Hvíl í friði, Hjörtur minn. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Rósa Steinsdóttir. Það er ekki langt síðan ég hitti þig, við köstuðum kveðju hvor á annan og kvöddumst með bros á vör. Um það bil mánuði síðar frétti ég að þú sért farinn frá okkur. Ég átti ekki von á því að kveðja vin svo snemma á lífsleiðinni. Ég veit ekki um marga sem reyndu eins mikið og þú að gera það sem er rétt og gott, þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, fagn- aðir ávallt nýjum vinum opnum örmum og get ég hiklaust sagt að þú varst ófeimnasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Eins og svo mörg okkar áttir þú í innri baráttu. Þú vildir svo sann- arlega gera það sem var rétt og gott og þær miklu hugsjónir sem þú reyndir að virkja í lífi þínu fóru oft fyrir bí vegna þeirrar baráttu. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki hitt þig og rætt um lífið og til- veruna eins og við áttum til að gera. Þó er ég þess handviss að við mun- um hittast aftur, hvar og hvenær svo sem það verður. Svo ég segi bless í bili í Hjörtur minn. Þinn vinur Jón Skúli. ferðir, gangandi upp fjallið með bak- poka, stundum smánesti, á milli slóst fleira frændfólk í hópinn en oftar en ekki við tvö og veiddum oft vel. Í sum- ar fékk hjólið hans að bera hann í veiði, því það var spennandi að kom- ast upp á vatnið okkar þá leiðina. En það var fleira sem við gerðum saman, bakstur á brauði og kökum varð oft að frístundaskemmtun hjá frænku og Mána og áttum við oft góðar stundir í eldhúsinu í Vallargerði við ýmsa til- raunastarfsemi. Síðan 2. nóvember 1988 hefur þessi elskulegi ungi maður veitt okkur Mána S. margar gleðistundir og þökkum við Guði og foreldrum hans að hafa fengið að taka svona stóran þátt í lífi hans. Minningarnar eru ynd- islegar og verða ekki frá okkur tekn- ar. Elsku Máni, takk fyrir allt. Á ættarmóti á Reykhólum, þegar Máni var 6 ára, tróðu þeir upp nafnar, sá eldri spilaði á harmoniku og sá yngri söng Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stefánsson.) Elskulegur og okkur kær ungur maður hefur verið kallaður úr þessu jarðlífi, við ástvinir hans söknum hans mikið og trúum því vart að hann birt- ist ekki þá og þegar á hjólinu sínu. Þú leiðir oss Drottinn að lindunum hreinu þú ljósið þitt kveikir við himnanna sól. Um tíma þó syrtir þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Ó. I.) Þannig kveðjum við Máni S., for- eldrar og systkini, þig kæri drengur- inn okkar. Minning þín lifir með okk- ur. Öllum ástvinum Mána sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir (Dídí frænka). Hann Máni minn er besti bróðir í heimi. Ég sakna þess þegar hann var að stríða mér, hvernig hann hló, hvað hann var ljúfur við mig, þó að nokkur prakkarastrik kæmu við sögu. Hann var yndislegur og ég veit að honum líður vel þarna uppi og ég veit að hann á eftir að vaka yfir okkur því hann er svo yndislegur stóri bróðir. Mér þykir ofboðslega vænt um þig Máni minn og ég átta mig ekki enn á að þú sért kominn upp til himna. Kveðja, þín systir Dísa. Elsku litli bróðir, sem fórst frá okk- ur svo ungur, í hverjum á ég nú að skammast? Við gátum oft verið ósam- mála um marga hluti og skömmuð- umst hvor í öðrum eins og bræður gera, en við töluðum samt mikið sam- an og hjálpuðum hvor öðrum mikið. Við höfðum sama áhugamálið og það var mótorsportið. Ég á eftir að sakna þess mikið þegar þú hringdir í mig til að spyrja mig hvernig þú ættir að gera við hitt og þetta. Síðasta skiptið sem ég heyrði frá þér elsku bróðir var á fimmtudagskvöldið þegar þú hringdir til að spyrja mig hvað þú ættir að kaupa í hjólið sem þú varst nýbúinn að fá þér því við ætluðum að laga það aðeins til um helgina. Af okk- ur strákunum sem hjóluðum með þér í sumar skaraðir þú alltaf fram úr, þú gerðir svo margt sem við vorum ekki ennþá farnir að geta. Þú hefðir náð svo langt í þessu sporti. Þú varst með þeim þrjóskari sem ég vissi um, reyndir alltaf allar leiðir áður en þú gafst upp, alveg sama í hverju það var. Við bjuggum nú saman uppi á Hól mestmegnis af sumrinu og þegar þú hættir að vinna í verksmiðjunni og fluttir aftur í bæinn saknaði ég þín þegar ég sá herbergið þitt autt, þar sem þú sast nú yfirleitt fram eftir kvöldi yfir tölvunni þinni. Aldrei nokkurn tíma hefði mig órað fyrir því að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig. Ég á svo margar góðar minningar um okkur saman og ég gæti aldrei komið þeim öllum fyrir á blaði þótt mig langaði. Þú ert kominn í góðar hendur núna, ég vona að þú getir haldið áfram í mótorsportinu þarna uppi. Guð veri með þér, elsku Máni minn. Þinn bróðir Sigmundur. Kveðja frá Menntaskólanum í Kópavogi Á þessum sólríku sumardögum berst sú harmafregn að Máni Magn- ússon hafi látist í umferðarslysi. Einu sinni enn verður okkur sú spurn á vörum því forsjónin hrífi svo skyndi- lega brott ungan og efnilegan mann í blóma lífsins frá ástvinum og ættingj- um. Þegar slíkir sorgaratburðir ger- ast verður mönnum orðs vant. Máni Magnússon hóf nám við Menntaskólann í Kópavogi haustið 2004 í almennu námi og hafði tekið stefnuna á áframhaldandi nám í mat- reiðslu. Máni hafði snemma sýnt hæfileika og áhuga á þessu sviði og var staðfastur í námsvali sínu. Máni var ljúflyndur og dagfarsprúður pilt- ur og tók virkan þátt í starfi og leik skólasystkina. Það var því mikið áfall þegar okkur barst fregnin af andláti hans. Mána er sárt saknað af kenn- urum og nemendum Menntaskólans í Kópavogi en eftir lifir minning um góðan dreng. Fyrir hönd allra í Menntaskólanum í Kópvogi sendum við aðstandendum Mána okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum al- góðan guð að styrkja þá og blessa í óbærilegri sorg þeirra. Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Helgi Krist- jánsson aðstoðarskólameistari. Nú er hann Máni floginn yfir í ann- an heim. Hann ók á mótorhjólinu til skaparans. Hans líf og dauði mættust á hjólinu. Ég kenndi honum í Menntaskólan- um í Kópavogi og í hvert sinn sem ég fól honum ritunarverkefni lærði ég meira um mótorhjól. Það var sama hvort stíllinn átti að fjalla um verkefni helgarinnar, draumastarf, framtíð- aróra, uppáhaldshlut eða eitthvað annað snerist hann um hans eina hugðarefni. Lífið var að þeysast frjáls um stíga og beygjur. Þvílíkt áfall að það skyldi líka verða hans dauði. Máni var alltaf jákvæður og glað- lyndur. Hann átti það til að koma með stríðnislegar athugasemdir sem mér þótti vænt um. Eitt sinn gekk hann upp að mér og sagði: Þú ættir að hringja í 123-9876. Nú af hverju, spurði ég og hváði. Það er hjálparlína fólks sem er allt- af í einhverju bleiku. Rjóður í framan með vindinn enn í hári kom hann sællegur úr hádegis- hléi og bar hnarreistur hjálminn und- ir hendinni. Hver stund var notuð til að finna fyrir frelsinu á hjólinu. Ég vona að hann fái að þeysast hamingju- samur á ógnarhraða í víðáttu himna- ríkis. Ég votta fólkinu hans samúð mína. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir. Elsku Máni. Þegar ég sest niður til að skrifa þessi orð flæða allar minn- ingarnar fram eins og þegar ég og pabbi vorum með ykkur fyrir vestan, öll skiptin sem við hjóluðum til Dídíar og þegar við fengum að kaupa ís eftir allan helluburðinn og ég datt og missti ísinn og þú ætlaðir ekki að geta hætt að hlæja. Takk fyrir allar góðu stundirnar Máni minn og þín verður sárt saknað. Þín vinkona og frænka Hrafnhild Eir. Máni minn. Maður bjóst aldrei við því að eitthvað svona gæti gerst. Stundum er lífið bara ósanngjarnt. Ég er mjög þakklátur fyrir allar góðu minningarnar. Ég man þegar við vor- um yngri og fórum alltaf saman í sund á kvöldin. Ég man líka þegar við fór- um saman að veiða. Ég man þegar við fermdumst saman. Ég man að ég kíkti alltaf til þín þegar ég var læstur úti. Þá varstu oftar en ekki úti í bíl- skúr að gera við einhverja vél og mað- ur gat spjallað við þig á meðan. Mað- ur tók því víst sem sjálfsögðum hlut að þú yrðir alltaf til staðar. Ég á eftir að sakna þín, vinur. Ég samhryggist fjölskyldu Mána innilega. Björn Atli Davíðsson. Á stundum er lífið harður og óvæg- inn húsbóndi – tilgangur þess ekki alltaf ljós. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna í Lækjarhjalla 14, einstaklega góða granna sem búa „handan við vegginn“. Fyrsta djúpa lægð haustsins, sem var allt of snemma á ferðinni, lét sér ekki nægja að skelfa fallegan sumargróðurinn heldur hrifsaði hún einnig hann Mána „litla“ með sér í leiðinni. Hvöss og miskunnarlaus. Hvers konar vélar, tæki og tól – á hjólum – voru líf og yndi Mána Magn- ússonar. Máni var uppátektarsamur heil- brigður strákur, alltaf að brasa í bíl- skúrnum, ef ekki einn þá með pabba sínum og stóra bróður. Farartækin sem þar voru göldruð fram voru í fyrstu einföld, hljóðlát og fótstigin. Árin liðu og Máni varð eldri. Farar- tækin úr bílskúrnum tóku á sig flókn- ari mynd með tilheyrandi vélarhljóð- um. Þegar ný og óþekkt hljóð rufu þögnina í götunni, var okkur gjarnan litið út. Þar var oftar en ekki Máni á ferð á nýju farartæki. Auðvitað var nauðsynlegt að prufukeyra græjuna. Það varð ekki gert öðruvísi en að þenja vélina svo hvein og söng í Hjall- anum. Þá var Máni í essinu sínu. Fleiri minningar koma upp í hug- ann. Máni að skjóta upp flugeldum um áramót. Alltaf fyrstur út til að hefja leikinn. Stöðugar sprengingar í gangi dagana milli jóla og nýárs. Máni karlinn var vanur að nota tímann vel til æfinga fyrir gamlárskvöldið. Ekk- ert lát á sprengingum fyrr en þrett- ándinn var liðinn. Það hefur skyndilega hljóðnað í götunni okkar. Við söknum þín, Máni. Elsku Magnús, Bidda, Sigmundur, Dísa Ragnheiður og aðrir aðstand- endur. Harmur ykkar og missir er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur og vernda. Ég vildi ég ætti orð sem sefa sorgir orð sem vekja bros í augum þér orð sem byggja ævintýraborgir orð sem bera þig að brjósti mér. Orð sem sætta auðugan og snauðan orð sem sætta lífið sjálft við dauðann. Orð sem allan efa eyðast láta orð sem vekja birtu líf og yl. Orð sem láta grjót og sanda gráta af gleði yfir því að vera til. (Höf. óþ.) Fjölskyldan í Lækjarhjalla 16. Kveðja frá Hjallaskóla í Kópavogi Fyrir rúmu ári útskrifuðum við með stolti en nokkrum söknuði öfl- ugan hóp nemenda sem gaman var að vinna með. Stórt skarð hefur verið höggvið í þennan hóp með fráfalli Mána Magnússonar sem við kveðjum í dag. Máni var góður nemandi, hlé- drægur, kurteis og hafði góða nær- veru. Það er sárt að horfa á eftir ungum dreng sem hrifinn er á brott í blóma lífsins og allt sem var og hefði orðið er horfið á einu augabragði. En missir foreldra hans og systkina er þó sár- astur. Slys og áföll gera ekki boð á undan sér og lífið getur á stundum verið svo illskiljanlegt og miskunnarlaust. En við treystum og trúum á náð Guðs, Mána er ætlað stærra hlutverk. Í dag þegar við kveðjum Mána hinstu kveðju drúpum við höfði í bæn og biðjum Drottin að senda foreldr- um, systkinum, ættingjum og vinum Mána styrk í þeirra miklu sorg. Megi minningin um góðan dreng vera ykkur huggun í sorginni. Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri. Elsku Máni frændi. Það er svo sárt að kveðja þig svona ungan og í blóma lífsins með allt lífið framundan, en þessi blessuðu slys gera víst ekki boð á undan sér. Þú varst prúður og góður drengur. Minningarnar um þig sitja eftir og munum við alltaf geyma þær í hjörtum okkar. Innilegar samúðarkveðjur færum við ykkur elsku Maddi, Bidda, Sig- mundur, Dísa og aðrir aðstandendur og biðjum góðan guð að veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Blessuð sé minning Mána Magn- ússonar frænda okkar. Með þessum orðum kveðjum við þig elsku frændi: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sara, Dísa og Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.