Morgunblaðið - 17.08.2005, Side 4

Morgunblaðið - 17.08.2005, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HARALDUR Stein- þórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri BSRB, lést á hjarta- deild Landspítala-Há- skólasjúkrahúss í gær, 79 ára að aldri. Haraldur fæddist á Akureyri 1. desember 1925. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1944 og starfaði sem kennari frá 1948 til 1973, fyrst við Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar, þá Gagnfræðaskólann við Vonar- stræti og loks Hagaskóla í Reykja- vík. Haraldur starfaði lengi innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, varð varaformaður BSRB 1962 og síðar framkvæmdastjóri uns hann lét af störfum árið 1985. Hann var bæjarfulltrúi Sósí- alistaflokksins á Ísa- firði 1950 til 1954 og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Sósíal- istaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið. Þar á meðal var hann forseti Æskulýðsfylk- ingarinnar í tvö ár. Auk stjórnmála- starfa var Haraldur virkur innan íþrótta- hreyfingarinnar og gegndi formennsku í Knattspyrnufélaginu Fram 1955 til 1960. Þá var hann einn af frumkvöðlum stofnunar Landssambands hjartasjúklinga og sinnti ýmsum störfum fyrir þau samtök. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Þóra Sigríður Þórðardóttir. Þau eiga fjögur uppkomin börn. Andlát HARALDUR STEINÞÓRSSON STEFNT er að því að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vígi á föstudag nýja flugbraut og vélageymslu í Grímsey. Til stóð að ráðherrann og fylgdarlið færu til Grímseyjar sl. föstudag, en fresta varð förinni vegna þoku. Gamla flugbrautin var mal- arbraut og varð hluti hennar oft ófær á vorin þegar jörð tók að þiðna. Flugbrautin hefur öll verið endurbyggð og lögð á hana klæðn- ing og byggð við hana endaörygg- issvæði. Flugbrautin er nú 1.030 metra löng og 23 metra breið. Flugbrautinni var aðeins lokað í þrjá daga á framkvæmdatímanum. Verkið var boðið út árið 2003 og voru tilboð opnuð 31. júlí það ár. Borgarverk var með hagstæðasta tilboðið, 80,3 milljónir króna, og var því tekið. Þá var ljósabúnaður flugbrautarinnar endurnýjaður og var áætlaður heildarkostnaður vegna flugbrautar og ljósabúnaðar 108 milljónir króna en kostnaður- inn varð 124 milljónir. Megin- ástæður aukins kostnaðar voru ófyrirséðar sprengingar á klöpp- um á öryggissvæðum og endur- nýja þurfti raflagnir í flugbraut- inni, segir í frétt frá Flugmálastjórn. Þá hefur verið byggð ný vélageymsla á flugvell- inum. Húsið er 140 fermetrar og hýsir slökkvibifreið, rafmagns- búnað, snjóruðningstæki, blásara og sanddreifara. Elin á Sauð- árkróki sá um byggingu véla- geymslunnar sem kostaði 18 millj- ónir króna eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarkostnaður við allar þessar framkvæmdir á Grímseyjarflugvelli er því 142 milljónir króna. Verktakar luku framkvæmdum á síðasta ári en ýmsum frágangi lauk fyrir skömmu. Ljósmynd/Mats Wibe Lund Grímseyjarflugvöllur og höfn séð til norðurs. Nýja brautin eykur mjög öryggi eyjarskeggja. Ný flugbraut í Grímsey vígð um næstu helgi ÞJÓÐVERJI, sem leitað var í gær á Hornströndum, gisti í neyð- arskýli þar sem var sími og stadd- ir voru Íslendingar, en hann hafði þó hvorki rænu á að láta vita af sér né biðja Íslendingana að til- kynna um ferðir sínar. Þeir vissu ekki að hans væri leitað fyrr en um klukkan tvö í gær, en þá hafði hann kvatt þá. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, segir að atvik sem þetta veki sem oft áður spurningar um hvort erlend- ir ferðamenn er hyggi á göngu- ferðir um fáfarnar eða torfærar slóðir þurfi að hafa virka ferða- tryggingu til að standa straum af kostnaði vegna hugsanlegrar leit- ar. Lögreglan á Ísafirði fékk til- kynningu rétt fyrir kl. níu í gær- morgun um að verið væri að leita að 23 ára Þjóðverja, sem orðið hafði viðskila við hóp landa sinna í mikilli þoku. Ferðafélagar manns- ins höfðu þá leitað hans án árang- urs frá klukkan sjö í fyrrakvöld og farið um mestallt Sigmund- arfell. Íslenskir ferðamenn komu síðan Þjóðverjunum til aðstoðar en ekkert bólaði á manninum. Upp úr átta í gærmorgun óskuðu þeir síð- an eftir aðstoð. Grýtt og erfitt leitarsvæði Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, var kölluð til og hafði hún fjóra leitarhunda meðferðis, og einn hundur bættist við á Ísafirði. Hundarnir og níu leitarmenn voru síðan ferjaðir til Hælavíkur. Þar skiptist hópurinn í tvennt og leit- aði hvor til sinnar áttar. Leitin beindist einkum að gönguleiðinni um Hvannadalsskarð og svæðinu þar fyrir norðan, en Þjóðverjinn hafði horfið sjónum ferðafélaga sinna við Sigmundarfell og Máva- tjörn, sem er þar skammt frá. „Þetta er erfitt leitarsvæði, mjög grýtt, og ef leita hefði þurft í fjörum er nauðsynlegt að hafa nógu marga hunda til aðstoðar. Veðurspáin var einnig slæm og þótt hún hafi sem betur fer ekki ræst var samt norðaustan rok og rigning þarna. Þannig gat þyrlan ekki tekið þátt í leitinni vegna þess hversu lágskýjað var,“ segir Önundur. Einnig fóru Þjóðverjar úr ferða- hópnum, sem dvöldu í Hornvík, yf- ir í Rekavík og út með Rekavík- urfjalli og upp í Atlaskarð. Þegar leitin var komin á fullan skrið var hringt í lögregluna úr Hælavík. „Maður sem dvaldi í sum- arbústað í Hælavík hringdi síðan í okkur og kvaðst hafa rekist þar á ungan Þjóðverja, er orðið hafði viðskila við ferðafélaga sína og gist í neyðarskýlinu Búðarbæ í víkinni,“ segir Önundur. „Síðan tók hann sig til klukkan eitt [í gær], kvaddi fólkið þar og kvaðst ætla að rölta yfir Skálakamb, sem er gönguleiðin úr Atlaskarði yfir í Rekavík. Hann var hinn hress- asti.“ Íslendingarnir heyrðu í tvö- fréttum Ríkisútvarpsins að manns- ins væri leitað og höfðu samband við lögreglu. Rétt fyrir klukkan 15 gerði Þjóðverjinn vart við sig í Hornvík og var tekinn um borð í bátinn Sædísi, er kom úr Reykja- firði, sem flutti hann í kjölfarið til Hornvíkur þar sem hann hitti hina Þjóðverjana. Þá kölluðu stjórn- endur leitarinnar leitarmenn til baka. Láta vita af sér ef ferðaáætlun breytist Alls leituðu níu björgunarsveit- armenn mannsins frá Hornvík, 25 aðrir voru lagðir af stað sjóleiðina á leitarstað, en þeim var snúið við þegar þeir áttu tæpa tvo tíma eftir á vettvang, og einnig voru 10–12 manns mættir út á Ísafjarð- arflugvöll og biðu þess að þyrla Landhelgisgæslunnar flytti þá yfir í Hælavík. Við þetta bætast menn í stjórnstöð leitarinnar, áhöfn þyrl- unnar o.s.frv., þannig að á fimmta tug þjálfaðra manna komu að leit- inni með einum eða öðrum hætti, auk ferðamanna. „Við hvetjum göngumenn til þess, verði þeir viðskila við ferða- félaga sína, að hafa gönguplan og halda sig við það. Breyti þeir út af því eiga menn að láta vita af sér,“ segir Önundur. „Sérstaklega eins og í þessu tilviki, þegar menn hafa aðgang að síma eins og var raun- in. Það er t.d. hægt að láta til- kynningaskylduna vita af sér, sem kemur upplýsingum til réttra yf- irvalda. Þetta hefði getað sparað leit sem þessa, sem kostar a.m.k. fleiri hundrað þúsund krónur í vinnutapi, notkun farartækja o.fl. Þetta vekur sem stundum áður spurningu um að hópar sem þessir og einstaklingar, er fara um fá- farnar eða torfærar slóðir, hafi virka ferðatryggingu sem nægir til að greiða kostnað, komi upp at- vik sem þetta.“ Samkvæmt lögum nr. 117 frá árinu 1995 er ráðherra heimilt að ákveða að þeir aðilar, sem skipu- leggja hópferðir um Ísland, skuli, samkvæmt nánari reglum, kaupa tryggingu hjá viðurkenndu trygg- ingafélagi vegna kostnaðar sem hljótast kunni af leit eða björgun farþega sem ferðast á þeirra veg- um. Er vitnað í því sambandi til reglugerðar frá árinu 1983, þar sem fram kemur að ferðamálaráð setji það skilyrði fyrir komu ferða- hópa til landsins að fyrir liggi sambærilegar tryggingar og inn- lendum ferðaskrifstofum er gert að setja. Heimilt að krefjast endurgreiðslu kostnaðar Þá sé heimilt að krefjast af tryggingarfélaginu endurgreiðslu á kostnaði, sem hljótast kunni af leit eða björgun farþega í hópn- um, skaðabóta vegna skemmda, sem þeir kunni að valda, svo og kostnaðar sem hljótast kunni af dvöl þeirra og flutningi og við- komandi ferðaskrifstofa ekki greiðir. Enn fremur er ráðherra heimilt að ákveða að sömu aðilar skuli hafa í nánar tilteknum ferðum leiðsögumenn sem hlotið hafa sér- staka þjálfun til þess starfa. „Við viljum ekki letja fólk sem er statt í nauðum að leita til okk- ar, en vissulega geta ástæður ver- ið misbrýnar,“ segir Dagmar Sig- urðardóttir, lögfræðingur og upplýsingafulltrúi Landhelg- isgæslu Íslands. „Flugmenn okkar þurfa að halda sér í stöðugri æf- ingu og myndu fljúga hvort sem er, þannig að á þeim forsendum kvörtum við ekki yfir beiðnum um aðstoð. En það væri ef til vill ráð að settar yrðu skýrari reglur varðandi ferðir um hálendið og sambærilega staði, en það er þó ekki okkar hlutverk að beita okk- ur fyrir slíku.“ Týndur Þjóðverji gisti í skýli þar sem var sími en lét ekki vita af sér á meðan fjöldi manns leitaði „Vekur spurningu um virkar tryggingar fyrir ferðamenn“                            !" #$%&#$%&    Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is HRINGVEGURINN lokaðist um klukkan 21 í gærkvöldi vegna skriðufalla í Hvalnes- og Þvottár- skriðum, á milli Djúpavogs og Hornarfjarðar. Fór grjót og aur yfir veginn og sendi Vegagerðin stór- virkar vinnuvélar á staðinn til að hreinsa veginn. Verkið var seinlegt vegna mikilla vatnavaxta og erfiðra aðstæðna og var búist við að unnið yrði fram eftir nóttu, en vegurinn að líkindum opnaður að nýju í morg- unsárið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn í Hornafirði var vitað um fólk sem komst ekki leiðar sinnar af þessum sökum og þurfti að snúa aftur til Hafnar og Djúpavogs. Skriðuföll hafa verið tíð á þessum slóðum alllengi, einkum í miklum vatnavöxtum eins og voru í gær, og vorleysingum. Ekki er lengra síðan en þrír dagar að stór björg hrundu þarna niður á þjóð- veginn. „Það er undrunarefni að yf- irvöld vegamála hafi ekki beint sjón- um sínum að þessu svæði,“ sagði Jón Garðar Bjarnason, aðstoðar- varðstjóri á Höfn, í samtali við Morgunblaðið. „Þarna gæti mynd- ast stórhætta ef skriðurnar lenda á farartækjum, auk þess sem mikill kostnaður og ami er af þessum sí- felldu skriðum og hreinsun vegar- ins.“ Hringvegurinn lokað- ist vegna skriðufalla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.