Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 23
MARGIR hafa undrað sig á því hvers vegna Þjóðverjar, þessi mikla menningarþjóð, létu Hitler og nasistaflokk hans leiða sig út í ein- hver verstu ógnarverk allrar mannkynssög- unnar, morð á millj- ónum saklausra gyð- inga og annarra minnihlutahópa, auk þess að kalla hörm- ungar og dauða yfir ná- grannaþjóðir sínar. Eftir að hafa fylgst með átökum Ísraels við araba, einkum svokall- aða Palestínuaraba, undanfarin ár og við- brögðum umheimsins við þeim, þá verð ég að segja að ég er ekki undr- andi. Sagan er að endurtaka sig. Í Ísrael býr friðsöm þjóð sem marg- sinnis frá stofnun ríkisins 1948 hefur þurft að sæta árásum nálægra araba- og múslimaríkja auk þess að búa við stöðug hryðjuverk af hálfu hryðju- verkasamtaka palestínskra araba. Þrátt fyrir fjölmörg og hræðileg ódæðisverk þessara araba gegn sak- lausu fólki í Ísrael á umliðnum árum og áratugum, þrátt fyrir að trúar- leiðtogar þeirra hafi beinlínis lög- helgað fjöldamorð á gyðingum með sjálfsmorðsárásum og öðrum aðferð- um, þrátt fyrir að þeir hafi oft apað beinlínis eftir armlyftur og gæsa- gang þýskra nasista í skrúðgöngum sínum og hópgöngum, þrátt fyrir að Hitler og nasistar og hug- myndafræði þeirra (og áróðurstækni) sé í gríðarlegu uppáhaldi hjá þeim og trúar- leiðtogar þeirra kalli eftir útrýmingu hvers einasta gyðings, þá er samt svo komið að heimurinn stendur nán- ast einhuga með þeim og baráttu þeirra fyrir svokallaðri frjálsri Pal- estínu, landi sem án nokkurs vafa yrði notað sem bækistöð áframhaldandi hryðju- verka gegn Ísrael og öllum hinum vestræna heimi. Finnst engum þetta athugavert? Þýðir nokkuð að malda í móinn og benda fólki á að heimurinn er að gera sömu glæpsamlegu mistökin og fyrir sextíu árum, þegar hann fylgdist að- gerðalaus með því árum saman að nasistar myrtu milljónir manna á kerfisbundinn hátt? Þýðir nokkuð að benda fólki á að keimlík hug- myndafræði og hugsjónir eru við lýði í mörgum araba- og múslimaríkjanna í dag og ríktu í Þýskalandi fyrir sex- tíu árum? Þýðir nokkuð að benda fólki á að þau glæpsamlegu mistök sem heim- urinn er að gera núna eru ennþá glæpsamlegri en fyrir sextíu árum þegar stríð ríkti og menn afsökuðu aðgerðaleysi sitt með því? Nei, ég held að það þýði ekkert! Ég held að þrátt fyrir að sann- leikur málsins blasi við hverjum og einum, sem nennir að kynna sér það til hlítar, þá muni það engu breyta. Menn eru fastir við ríkjandi skoðanir hvers tíma eins og hundar á roði og finnst sú staðreynd að þær eru ríkjandi benda eindregið til að þær séu réttar. Fólk vill ekki fara að lenda í einhverjum sálarháska með því að setja sig í dómarasæti yfir ríkjandi hugsunarhætti. Finnst það Endurtekning sögunnar Hreiðar Þór Sæmundsson fjallar um átök Ísraela og Pal- estínuaraba og viðbrögð um- heimsins við þeim ’Þýðir nokkuð að benda fólki á að þau glæpsamlegu mistök sem heimurinn er að gera núna eru ennþá glæpsamlegri en fyrir sextíu árum...‘ Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er kaupmaður í Reykjavík. kannski hroki. Aðalmálið fyrir fólk er að fylgja ríkjandi viðhorfum og skera sig ekki úr. Hvort þau viðhorf eru rétt eða röng, það lætur bara enginn koma sér persónulega við. Það lætur sér enginn koma það persónulega við! Það var akkúrat sú afstaða al- mennings um allan heim, sem gerði Hitler og hans kónum fært að fremja sín voðaverk á gyðingum og ekki endilega í myrkri og skjóli nætur, heldur um hábjarta daga, því „ríkjandi viðhorf“ tryggðu það að nógu mörgum fannst ekkert at- hugavert við glæpaverkin. Sama gildir að mínu mati um átök Ísraels og araba. Menn eru fastir í einhverjum „ríkjandi viðhorfum“ um þessi mál, viðhorfum sem að mínu mati eru afar bjöguð og röng mynd af raunveruleikanum. Finnst mönnum ekkert skrítið, að 59% Evrópubúa skuli telja lýðræðis- og réttarríkið Ísrael vera mestu ógnunina við heimsfriðinn af öllum löndum jarðar? Finnst mönnum ekkert undarlegt að margir fjölmiðlar heimsins skuli útmála Ísraela sem yfirgangsseggi gagnvart Palestínuaröbum, þegar þeir sömu arabar beita sjálfir morð- um og ógnarverkum gegn saklausu fólki til að koma sér upp ríki inni á fornu heimalandi gyðinga? Er ekki framkoma Palestínuarabanna ein- mitt skólabókardæmi um miskunn- arlausan yfirgang og frekju? Engin fasista-áróðurstækni eða þjóðern- israus getur falið þá staðreynd að þeir hafa aldrei átt sjálfstætt ríki á palestínusvæðinu, heldur eru landa- kröfur þeirra aðeins og eingöngu hluti af yfirgangs- og útþenslustefnu arabaþjóðanna! Finnst mönnum ekkert skrítið að arabar skuli í fjölmiðlum geta út- málað sig sem fórnarlömb ímynd- aðrar útþenslustefnu Ísraels, þótt sagan segi okkur að arabaríkin sjálf, eða leiðtogar þeirra, hafi efnt til allra stríðsátaka, sem þau hafa átt í við Ísrael frá stofnun þess og alltaf í þeim tilgangi að leggja svæði Ísraels undir sig í útþenslustefnu arabanna sjálfra? Finnst engum það skrítið að arabaríkin skuli aldrei vera dregin til ábyrgðar fyrir sína sök á flótta- mannavanda Palestínuaraba? Það var árásar- og útþenslustríð þeirra sjálfra á Ísrael 1948, sem skapaði vandann! Finnst engum það stórskrítið að allar tillögur um lausn á flótta- mannavanda Palestínuaraba skuli miða að því að þeir fái hluta úr hinu forna Ísrael undir sjálfstætt ríki sitt, fremur en að þeir fái hluta af risa- stórum löndum arabaríkjanna, sem eiga þó alla sök á vandanum? MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 23 UMRÆÐAN STERK fjölskyldubönd hafa ein- kennt íslenskt samfélag og varð- veist í hraða nútímans. Það er verðmæt sér- staða Íslands, umfram mörg önnur vestræn ríki. Stjórnmálaleið- togar úr ríkisstjórn og borgarstjórn hafa sett málefni fjölskyldunnar á oddinn og beitt sér fyrir þeim. Mest áber- andi eru þar mál er styrkja stoðir ungu fjölskyldunnar og barnafólks. Samfélag sem eflir stöðu fjöl- skyldunnar er gefandi samfélag, en horfa þarf til hennar í heild sinni. Stækkandi er sá hópur í fjölskyldunni sem elstur er og er hans því miður lítið getið í umræðu stjórn- málaleiðtoga um fjöl- skylduna, enda hóp- urinn ekki kröfu- harður sér til handa. Samfélag sem hefur staðið eins og klettur í þeirri hugmyndafræði að sjá almenningi fyrir heilbrigðisþjónustu þegar hennar er þörf þarf að taka sig enn betur á. Bæta þarf aðbúnað þeirra sem elstir eru og þar að auki veikir og háðir umönnun annarra. Fjöl- skyldurnar ekki síst á höfuð- borgarsvæðinu annast í dag veika einstaklinga dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og jafnvel árum saman í heimahúsi. Heimaþjónusta fé- lagsþjónustunnar er veikburða og greindu forystumenn hennar bæði í Reykjavík og Kópavogi frá því á opnum fundum síðastliðinn vetur að þeim tækist ekki að manna í þær stöður sem þó væri fjármagn til fyrir. Skortur á úrræðum í heima- þjónustu leggur heimilishald og umönnun lasinna eldri borgara á herðar fjölskyldunnar og flýtir fyrir þörf á stofnanavistun. Makar, dæt- ur, synir, tengda- og barnabörn annast sjúklinga í heimahúsi og eru fjölmörg dæmi þess að fjölskyldan hefur vaktaskipti svo umönnunin sé innan öryggismarka. Kvíði og ör- yggisleysi þjaka fjölskyldur sem þannig er komið fyrir. Afkomendur þeirra sem búa einir eiga iðulega næturstað hjá öldr- uðum, veikum ættingja sínum til skiptis. Dæmi eru um að fólk hefur þurft að breyta atvinnuhögum sínum vegna þessa. Fólk í þessum aðstæðum tal- ar daglega við for- svarsmenn hjúkr- unarheimila í leit að úrræðum, en öll rými eru fullnýtt. Lítið gengur að ráða nið- urlögum biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu, sem á hverjum tíma telja um 300, enn fleiri ef þeir eru teknir með sem bíða eftir dval- arrými. Á háskóla- sjúkrahúsinu bíða margir tugir eftir hjúkrunarrými, oft við óviðunandi aðstæður, þar sem þeir eru færðir til milli herbergja, sjúkraganga og bygg- inga spítalans. Sífellt í hendur nýrra umönnunaraðila. Það er löngu kominn tími til að ná jafn- vægi í uppbyggingu heilbrigðisþjón- ustu fyrir eldri borgara. Leggja þarf fé til uppbyggingar heimaþjón- ustunnar svo að hún geti staðið undir markmiðum sínum. Tryggja þarf nægjanlegt framboð á hjúkr- unarrýmum í samræmi við þörf. Einkaaðilar og sjálfeignarstofnanir eiga inniliggjandi umsóknir um rekstrarleyfi til að bæta úr þessum málum, en skortur er á svörum og langtímaáætlunum. Samfélag sem falið hefur stjórnmálamönnum um- boð til að tryggja fólki nauðsynlega þjónustu, á kröfu til þess að þeir taki málefni elstu borgaranna með í áætlanagerð og framkvæmdir er varða fjölskylduna. Eldri borgarar eru líka hluti stór- fjölskyldunnar Anna Birna Jensdóttir fjallar um málefni aldraðra ’Tryggja þarfnægjanlegt framboð á hjúkrunarrým- um í samræmi við þörf. ‘ Anna Birna Jensdóttir Höfundur er hjúkrunarforstjóri Sóltúns og framkvæmdastjóri Öldungs hf. FYRIR skömmu birti Hagstofan niðurstöður neyslukönnunar, er gerð var árin 2001– 2003. Könnuð voru neysluútgjöld ein- staklinga og heimila í landinu. Neysluút- gjöld einstaklinga reyndust rúmar 2 millj. kr. á ári til jafn- aðar eða nákvæmlega 2.005.241 kr. Þetta gera 167 þús. kr. á mánuði. Húsnæð- iskostnaður er inni í þessari tölu en mjög lágt áætlaður, aðeins 43 þús. kr. á mánuði. Flestir þurfa að greiða miklu meira í húsnæðiskostnað á mánuði. Engin opinber gjöld eru inni í töl- unni, hvorki tekjuskattar til rík- isins, útsvör, eignarskattar, bif- reiðaskattar né fasteignagjöld. Til þess að standa undir þessum neysluútgjöldum og geta greitt öll opinber gjöld þarf því hver ein- staklingur talsvert yfir 200 þús. kr. í tekjur á mánuði til jafnaðar. Ráðgjafarstofa heimilanna birtir neysluviðmiðun, sem er talsvert lægri en niðurstaða neyslukönn- unar Hagstofunnar. Ástæðan er sú, að það vantar ýmsa veigamikla liði í neysluviðmiðun ráðgjafarstof- unnar. T.d. vantar húsnæði, bif- reiðakostnað, síma, áskriftargjöld og tryggingar. Einnig vantar dag- heimilagjöld. Hver eru neysluútgjöld aldraðra? Hagstofan kannar ekki sér- staklega neysluútgjöld ellilífeyr- isþega eða öryrkja en það eru þeir hópar bótaþega almannatrygginga, sem hafa verst kjör í dag. Til þess að meta framfærslukostnað ellilíf- eyrisþega verður því að styðjast við könnun Hagstofunnar á neyslu- útgjöldum almennings. Fram- færslukostnaður eldri borgara er ekkert frábrugðinn fram- færslukostnaði almennt. Að vísu kann að vera að ellilífeyrisþegar noti minni fjármuni í skemmtanir en þeir sem yngri eru en þar á móti kemur, að lyfjakostnaður og sjúkrakostnaður eldri borgara er miklu hærri en hjá þeim yngri. Ég tel því full rök fyrir því að leggja könnun Hagstofunnar á neysluút- gjöldum almennings til grundvallar, þegar framfærslukostnaður ellilífeyrisþega er metinn. Ég geng því út frá því, að fram- færslukostnaður elli- lífeyrisþega sé hinn sami og hjá almenn- ingi til jafnaðar. Ellilífeyrir dugar hvergi nærri til framfærslu Nú þegar nýjasta neyslukönnun Hag- stofunnar liggur fyrir er því ljóst hversu mikið vantar upp á, að elli- lífeyrir Tryggingastofnunar dugi til framfærslu aldraðra. Ellilífeyrir einstaklinga (einhleypinga) frá Tryggingastofnun er í dag um 104 þús. kr. á mánuði fyrir skatta. Hér er átt við grunnlífeyri, tekjutrygg- ingu, tekjutryggingarauka og heimilisuppbót. En heimilisuppbót fá eingöngu þeir sem búa einir og njóta fullrar tekjutryggingar. Ef einstaklingur tekur einhvern inn til sín, t.d. son, móður eða sam- býlismann, þá fellur heimilis- uppbótin niður en hún nemur nú 18 þús. kr. á mánuði. Það munar um minna. Af 104 þús. kr. lífeyri verður einstaklingur að greiða kr. 11 þús. í skatta á mánuði. Eftir standa þá aðeins 93 þús. kr. Ljóst er af þessum tölum, að það vantar marga tugi þúsunda upp á, að elli- lífeyrir Tryggingastofnunar dugi til framfærslu aldraðra. Með því að engin opinber útgjöld eru inni í tölu Hagstofunnar um meðaltals- neysluútgjöld einstaklinga er ljóst, að kr. 167 þús. á mánuði eru alger- ar lágmarkstekjur einhleypra elli- lífeyrisþega. Það þarf því a.m.k. að hækka ellilífeyri einstaklinga frá Tryggingastofnun í þessa fjárhæð (samanlagður grunnlífeyrir, tekju- trygging, heimilisuppbót og tekju- tryggingarauki). Af slíkri hækkun leiðir að það þarf síðan að leiðrétta ellilífeyri hjóna og draga úr skerð- ingu bóta vegna tekna maka. Og að sjálfsögðu þarf að leiðrétta samsvarandi lífeyri þeirra ellilíf- eyrisþega, sem hafa lífeyri frá líf- eyrissjóðum. Draga þarf úr skerð- ingu bóta þeirra ellilífeyrisþega, sem hafa lífeyri frá lífeyrissjóðum eða aðrar tekjur. Er þetta of mikil hækkun? Mér er ljóst, að mörgum mun finnast það róttæk tillaga að leggja til, að bætur einhleypra ellilífeyr- isþega frá Tryggingastofnun hækki í 167 þús. kr. á mánuði eða um 63 þús. kr. á mánuði. En það yrði ekki mjög kostnaðarsamt að framkvæma þá tillögu, þar eð hér er um tiltölulega fámennan hóp ellilífeyrisþega að ræða. Hins veg- ar er nokkuð stór hópur, um 10.000 ellilífeyrisþegar, sem heldur fullri tekjutryggingu þrátt fyrir nokkra greiðslu úr lífeyrissjóði. Leiðrétting á lífeyri Trygg- ingastofnunar mundi gagnast þess- um hópi talsvert enda þótt hækk- un frá almannatryggingum sé ekki eins mikil og hjá þeim, sem engan lífeyrissjóð hafa. Ellilífeyrisþegi með 48.182 kr. á mánuði úr lífeyr- issjóði hefur í kringum 113 þús kr. alls í lífeyri. Hann heldur fullri tekjutryggingu en missir heimilis- uppbót og tekjutryggingarauka við að fá úr lífeyrissjóði. Flestir ellilíf- eyrisþegar fá sem betur fer ein- hvern lífeyri úr lífeyrissjóðum. Ef þeir fá meira en 48.182 kr. á mán- uði úr lífeyrissjóði skerðist tekju- trygging þeirra. Mál þetta snýst m.a. um það hvort ellilífeyrir eigi að duga fyrir framfærslu. Ég tel, að svo eigi að vera. Þess vegna verður ellilífeyrir að hækka upp í þá fjárhæð sem nemur framfærslukostnaði á mán- uði. Lífeyrir aldraðra þarf að stórhækka Björgvin Guðmundsson fjallar um neyslukönnun Hagstofunnar ’… er því ljóst hversumikið vantar upp á, að ellilífeyrir Trygg- ingastofnunar dugi til framfærslu aldraðra.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.