Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Köln. AFP, AP. | Heimsókn Benedikts XVI. páfa til Þýskalands um helgina þykir hafa heppnast mjög vel en um var að ræða fyrstu opinberu heimsókn hans á erlenda grund síðan hann var kjörinn páfi í kjölfar andláts Jóhannesar Páls II. páfa í vor. Var þetta í raun fyrsta tækifæri manna til að kynnast nýjum páfa í eigin persónu. Meira en ein milljón kaþólskra ungmenna hlýddi á boðskap páfans í gærmorgun en hann hélt útimessu í út- jaðri Kölnar áður en hann hélt aftur heim í páfa- garð. Í messuræðu sinni í gær sagði páfi að sú hugs- un nyti nú vinsælda að menn gætu nánast valið úr trúfræðinni það sem þeim hugnaðist, en sleppt öðru. En þannig væri þetta ekki. Hvatti páfi við- stadda – sem flestir voru gestir á World Youth Day, heimsþingi kaþólskra ungmenna sem eins og venjulega dró til sín fólk hvaðanæva að úr heiminum – til að elska guð sinn og virða. Hvatti hann fólk til að láta ekki glepjast af verald- arhyggju eða nýaldarfræðum, heldur hafa orð guðs í heiðri og gleyma því ekki, lifa í samræmi við vilja skaparans. Ávarpaði múslímaleiðtoga Á laugardag ávarpaði páfi fund þýskra músl- ímaleiðtoga, en daginn áður hafði hann farið á fund þýskra gyðinga. Þóttu þessar heimsóknir hans til marks um vilja hans til að stuðla að sam- starfi og góðri sambúð hinna ólíkra trúa. Benedikt fór fram á það við múslímaleiðtogana að þeir tækju þátt í að koma í veg fyrir útbreiðslu hryðjuverka í heiminum. Allir yrðu að taka hönd- um saman í baráttunni gegn „miskunnarlausu of- stæki“. Sagði hann þá sem stæðu fyrir hryðju- verkum í heiminum vilja „eitra samband okkar“, í framtíðinni væri því afar mikilvægt að efna til samræðu milli kristinna manna og múslíma. Páf- inn sagði að hryðjuverkastarfsemi væri ill í eðli sínu, vara bæri við þeirri villimennsku sem hún fæli í sér. Hvatti hann til samstöðu og samstarfs, gagnkvæmrar virðingar og friðar. Minnti páfi múslímaleiðtogana ennfremur á að á herðum þeirra hvíldi sú skylda að uppfræða ungmenni sín, undan þeirri skyldu mætti ekki hlaupast. Meira en milljón manns sótti messu Benedikts páfa í Köln Biður múslímaleiðtoga um að berjast gegn „miskunnarlausu ofstæki“ Reuters Benedikt XVI. páfi ávarpar heimsþing kaþólskra ungmenna í gær. Förin til Kölnar er fyrsta opinbera heimsókn hans síðan hann var kjörinn páfi. Nissanit. AP. | Jarðýtur á vegum Ísra- elshers eru byrjaðar að jafna við jörðu hús gyðinga í landnemabyggð- um á Gaza-svæðinu sem nú hafa ver- ið rýmd í samræmi við áætlanir stjórnvalda um brotthvarf frá Gaza. Þykja aðgerðirnar í Nissanit, Dugit og Peat Sadeh í gær sýna að lokunin sé varanleg, landnemarnir eigi ekki afturkvæmt til heimilanna sem þeir yfirgefa nú án þess að hafa í raun viljað það. Eyðilegging húsa í gyðingabyggð- unum er í samræmi við óformlegt samkomulag ísraelskra stjórnvalda og Palestínumanna, en forysta Pal- estínumanna vill rýma svæðið og byggja fjölbýlishúsahverfi fyrir Pal- estínumenn til að svara þeim mikla húsnæðisvanda sem þjakar fólk á þessum slóðum. Alls búa 1,4 millj- ónir Palestínumanna á Gaza en svæðið er eitt hið þéttbýlasta í heimi. Fyrr í gær höfðu ísraelskir her- menn unnið að því að rýma síðustu gyðingabyggðirnar á Gaza en nokkr- ir harðlínumenn neita enn að yfir- gefa heimili sín. Margir íbúar yfir- gáfu þó heimili sín friðsamlega og í heildina þykir lokun gyðingabyggð- anna hafa gengið tiltölulega vel fyrir sig. Gagnrýnir „skemmdarvarga“ Á Vesturbakkanum kom til nokk- urra átaka milli hermanna og gyð- inga í þeim landnemabyggðum þar sem á að loka. Þykir líklegt að til enn frekari átaka muni koma í vikunni, þegar hafist verður handa við að loka gyðingabyggðunum þar. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lét þau orð falla í gær að þeir landnemar sem streittust á móti og beittu ofbeldi þegar hermennirnir framfylgdu skipunum sínum væru ekkert annað en „skemmdarvargar“. Lokun gyðingabyggðanna á Gaza og hluta Vesturbakkans hófst sl. miðvikudag en meira en ár var þá lið- ið síðan Sharon komst að þeirri nið- urstöðu að Ísrael gæti ekki lengur varið þá 8.000 gyðinga sem búið hafa innan um Palestínumenn á Gaza. Jafna við jörðu yfirgefin híbýli gyðinga á Gaza AP Maður fylgist með því er jarðýta byrjar að eyðileggja hús gyðinga í Peat Sadeh í suðurhluta Gaza-svæðisins sem nú hefur verið lokað. Stefnt er að því að jafna við jörðu allar gyðingabyggðir á Gaza innan tveggja vikna. London. AFP. | Breska lögreglan tel- ur að hún hafi komið í veg fyrir árás al-Qaeda á breska þingið, að því er fram kom í blaðinu The Sunday Times í gær. Árásarmenn ætluðu að dreifa saríni, banvænu taugagasi, í þinghúsinu, en lögregla komst á snoðir um áætlanirnar með því að lesa kóðaðan tölvupóst grunaðra hryðjuverkamanna í Pakistan og Bretlandi. Póstinn fann hún í tölv- um sem hún hafði lagt hald á. Talsmaður Lundúnalögreglu sagði í gær að hún væri „ekki tilbúin til að svara spurningum“ um málið. The Sunday Times sagðist hins vegar hafa komist á snoðir um málið þar sem talað hafi verið um það í skjölum lögreglu sem það komst yf- ir á síðasta ári. Segir þar að al- Qaeda hafi ráðgert að koma fyrir sprengju með gasefnum í þinghús- inu og í neðanjarðarlestakerfi Lundúna. En sem kunnugt er er talið að al-Qaeda hafi a.m.k. fyllt þá menn andagift, sem frömdu hryðju- verk í London í síðasta mánuði. Komið í veg fyrir árás á þinghúsið? London. AFP, AP. | Sir Ian Blair, yf- irmaður Lundúnalögreglunnar, segir að liðið hafi sólarhringur áður en hon- um var greint frá því að mikil mistök hefðu verið gerð þegar maður var skotinn til bana af lögreglunni í neð- anjarðarlest í London 22. júlí. Fjölskylda umrædds manns, Jean Charles de Menezes, hefur farið fram á afsögn Blairs lögreglustjóra en hann sagði sama dag og Menezes var skotinn til bana af lögreglumönnum í Stockwell-neðanjarðarlestarstöðinni að málið „tengdist beint“ misheppn- uðum hryðjuverkatilraunum í borg- inni daginn áður. Síðar kom á daginn að Menezes hafði engin tengsl við hryðjuverkatil- raunirnar og nýverið var lekið til fjöl- miðla upplýsingum sem benda til að lögreglan hefði allt frá upphafi greint rangt frá atvikinu. Mun maðurinn alls ekki hafa reynt að forðast lögregluna, eins og gefið var í skyn á sínum tíma, og hafði í raun verið handtekinn er hann var skotinn átta sinnum. Menezes ekki hættulegur Sagt er frá því í The Observer í gær að lögreglumenn sem eltu Menezes frá heimili hans í Stockwell-lesarstöð- ina 22. júlí hafi alls ekkert talið að hann væri vopnaður eða hefði í und- irbúningi að sprengja sprengju í einni neðanjarðarlestanna. Þeir höfðu þó áhuga á að handtaka Brasilíumann- inn, sem var 27 ára og hafði búið í Bretlandi í nokkur ár, en var fyrir- skipað að láta vopnuðum lögreglu- mönnum eftir að fylgja Menezes; en það voru einmitt þeir sem síðan skutu hann til bana eftir að hann var kom- inn inn í lest við Stockwell. Þá segir The Sunday Mirror að lög- reglumaðurinn sem hljóp að Menezes í lestinni, felldi hann og hélt föstum hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar annar lögreglumaður tók sig til og skaut Menezes til bana á meðan hann hélt honum í gólfinu. Mál þetta hefur valdið miklu upp- námi. Sir Ian Blair segir í samtali við News of the World í gær að það hafi verið fyrst að morgni 23. júlí sem hon- um var tjáð að ægileg mistök kynnu að hafa verið gerð, Menezes hefði engin tengsl haft við hryðjuverk. Hann harðneitar hins vegar að segja af sér og segir það rangt, að lögreglan hafi reynt að koma í veg fyrir opin- bera rannsókn á dauða Menezes. Vissi ekki um mistökin fyrr en dag- inn eftir Tókýó. AFP, AP. | Japönsk stjórnvöld eru sögð hafa gefið upp á bátinn í bili baráttu sína fyrir því að hljóta fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Segir frá því í japönsku dag- blaði í gær að undirtektir hafi einfald- lega ekki verið nógu góðar. Japan er eitt G4-ríkjanna svoköll- uðu, sem barist hafa fyrir því að fá samþykkta stækkun á öryggisráðinu á hátíðarfundi sem haldinn verður í New York í september í tilefni sextíu ára afmælis SÞ. Hafa ríkin fjögur – Japan, Brasilía, Þýskaland og Ind- land – viljað að þau fengju öll fast sæti í ráðinu, sem og tveir fulltrúar Afríku. Enn fremur yrði kjörnum fulltrúum ráðsins fjölgað um sex. En G4-ríkin þurfa stuðning 128 ríkja í allsherjarþinginu, tveggja þriðju allra 191 aðildarríkjanna, og í frétt blaðsins Sankei Shimbun í gær segir að aðeins hafi tekist að tryggja stuðning 90 ríkja við tillögu G4. Voru það G4-ríkjunum mikil von- brigði nýverið þegar Afríkusamband- ið ákvað að fylkja ekki liði með þeim, heldur halda fast við þá kröfu sína að tvö Afríkuríki fái fast sæti í ráðinu og hafi þar sama rétt og fastaríkin fimm, sem fyrir eru; þ.e. hafi neitunarvald. Þá kröfu höfðu G4-ríkin gefið upp á bátinn í því skyni að auka líkurnar á því að tillaga þeirra fengist samþykkt. Blaðið Sankei Shimbun getur ekki heimilda sinna fyrir fréttinni og Asso- ciated Press hafði eftir embættis- mönnum úr forsætisráðuneytinu jap- anska í gær að þar á bæ könnuðust menn ekkert við að ákvörðun hefði verið tekin í þessum efnum. Gefa upp á bátinn bar- áttuna fyrir föstu sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.