Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 15 ERLENT Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 119 kr/stk Ljósritunarpappír 394 kr/pakkningin Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr fást í 10, 25, 50 og 100 stk einingum Mjúkar möppur sem passa vel í bakpokann. VIÐ KAUP Á EGLA BRÉFABINDUM ERTU AÐ TRYGGJA MÖRGUM EINSTAKLINGUM BETRI FRAMTÍÐ STABILO BOSS Margir litir. Verð 89 kr/stk PILOT FEED GP4 Skriflitur 4 lita VERÐ 296 KR Þunnu möppurnar með mjúku og hörðu baki. Þær sem allir eru að spyrja um Teygjumöppur af öllum gerðum PILOT SUPER GRIP VERÐ 98 KR FÁST Í ÖLLUM BETRI BÓKAVERSLUNUM V ACLAV Klaus kom hing- að til lands síðla gær- dags ásamt eiginkonu sinni, Liviu Klausová, og fylgdarliði. Hann kvaðst vera óþreyttur eftir flugið frá Prag, höfuðborg Tékklands, og sagð- ist vera mjög ánægður með að vera kominn til landsins. Aðspurður segir Klaus, sem var kosinn forseti Tékklands fyrir tveimur árum, heimsóknina vera hefðbundna heimsókn til erlends rík- is. „Hvað hana varðar þá er ég afar ánægður með að við fengum boð frá forseta ykkar til þess að koma til landsins,“ segir Klaus og bætir því við að hann komi m.a. til með að ræða við forseta Íslands, forsætis- ráðherra, utanríkisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um mál- efni sem snerti þjóðirnar. Þá mun Klaus halda erindi á ráð- stefnu Mont Pelerin-samtakanna, en yfirskrift hennar er Liberty and Property in the 21st Century (frelsi og eignir á 21. öld). Ráðstefnan er haldin á Nordica hóteli, og kveðst Klaus vera afar spenntur fyrir henni. Umfjöllunarefni hans verður grein sem hagfræðingurinn og fé- lagsvísindamaðurinn Friedrich von Hayek, sem jafnframt er einn af stofnmeðlimum Mont Pelerin- samtakanna, skrifaði árið 1949 og ber heitið „The Intellectuals and Socialism“, sem mætti útleggja sem „Gáfumenn og jafnaðarstefna“. Hann segir umræðuefnið vera krefj- andi og að hann muni reyna að leggja sitt af mörkum til umræðu um það í dag. „Ég hef verið meðlimur í Mont Pelerin-samtökunum frá 1990 en samtökin samanstanda af fólki sem aðhyllist sígilda frjálslyndisstefnu. Ég nýt þeirra forréttinda að vera fyrsti fullgildi meðlimur samtakanna sem er frá ríki sem tilheyrði aust- antjaldslöndunum. Þannig að ég mæti reglulega á ráðstefnur og nú er fundurinn hér.“ Enginn annar valkostur í boði Hver er staða Tékklands og hver er reynsla þjóðarinnar eftir að hafa gengið í ESB? „Tékkland er mjög venjulegt evr- ópskt ríki sem er í miðri Evrópu. Hvað okkur varðar þá kom ekkert annað til greina en að ganga í sam- bandið. Við erum hvorki eyja sem er einhvers staðar í nánd við Evrópu né stórt land sem er nálægt Evrópu. Við erum dæmigert, fremur lítið, mið-evrópsk ríki þannig að það var engin spurning um annan valkost fyrir okkur.“ Klaus segir að innganga Tékk- lands í samband Evrópuþjóða hafi í raun frestast árið 1948 þegar komm- únistar tóku öll völd í landinu. Vísar hann til þess að Tékkland, þá Tékkó- slóvakía, hefði getað orðið ein af stofnþjóðum ESB. Hann segir Tékk- land vera áhugasamt um að taka þátt í starfi ESB. „En við horfum til ESB með vissum efasemdum. Við styðj- um að sjálfsögðu jákvæð samskipti milli ríkja Evrópu en við erum ekki jafnhlynnt yfirþjóðlegu valdi sem ESB er að nálgast. Á hinn bóginn er fólk eins og ég afar ánægt með nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslnanna í Hollandi og Frakklandi vegna þess að ég tel að samevrópsk stjórn- arskrá væri afar hættulegt plagg sem myndi færa Evrópu inn í hið yf- irþjóðlega vald, en ég er á móti því.“ Klaus telur framtíð Evrópu vera bjarta. Hann kveðst vonast til þess að hin útópíska hugmynd um eitt evrópskt sambandsríki verði ekki of- an á, heldur fái hvert og eitt land að halda sínu sjálfstæði og einkennum. „Þannig að ESB verði samband full- valdra þjóða sem starfi saman, og að einkennum þjóðanna verði ekki eytt. Það er minn draumur og ég vona að draumurinn rætist.“ Innganga Tékklands í ESB 1. maí 2004 „ekki-atburður“ Hann bendir á að innganga Tékk- lands í ESB hafi ekki falið í sér neina umbyltingu fyrir Tékka. Undirbún- ingurinn hafi staðið í um 15 ár. Stofnanir hafi breyst á þeim tíma og þjóðin hafi smátt og smátt verið að færast í áttina að auknu frjálsræði. „Innganga okkar 1. maí 2004 var í raun „ekki-atburður“. Þetta var bara venjulegur dagur og það urðu ekki neinar dramatískar breytingar á neinu. Þannig að ég á von á því, ef þú spyrðir hvern sem er í Tékklandi hvort líf hans hafi breyst eitthvað við inngönguna, að svarið yrði nei,“ seg- ir Klaus og bendir á að það séu mis- tök sem blaðamenn, rithöfundar og fleiri geri sig jafnseka um, þ.e. að telja að inngangan sjálf í ESB hafi breytt miklu. „Við innleiddum reglu- verk ESB smátt og smátt sl. áratug svo hvað inngönguna varðar þá gerð- ist ekki neitt nýtt 1. maí 2004.“ Tengslin að verða sterkari Um hvað mun Klaus ræða við ís- lenska ráðamenn? „Við erum áhugasamir um að auka samskipti þjóðanna. Á sviði stjórn- mála eru báðar þjóðirnar meðlimir NATO [Atlantshafsbandalagsins]. Hvað varðar efnahagslega þætti þá eru viðskipti milli þjóðanna enn fremur lítil. Við erum ánægð með að sjá að það eru nokkrar tékkneskar Skoda-bifreiðar hér á ferðinni,“ seg- ir Klaus og bætir því við að í framtíð- inni verði t.a.m. á götum Reykjavík- urborgar strætisvagnar sem eru framleiddir í Tékklandi. „Þetta er byrjunin og ég vonast til þess að fleiri ferðamenn komi til með að ferðast á milli landanna okkar. Hvað þetta varðar þá heimsækja mjög margir Íslendingar Prag og fleiri Tékkar eru farnir að sækja Ísland heim,“ segir Klaus og bætir því við að tengslin milli landanna séu í sí- fellu að styrkjast. Klaus mun nýta tækifærið til að kynnast landi og þjóð á meðan á dvöl hans á Íslandi stendur. „Ég hlakka mjög til þessarar ferðar og við vilj- um gjarnan sjá meira af landinu,“ segir hann. Munu forsetahjónin m.a. heim- sækja Gullfoss og Geysi, Bláa lónið og orkuverið á Nesjavöllum. Aðspurður um fyrri komur sínar til landsins segist Klaus hafa komið hingað í fyrsta sinn í febrúar 1990, en þá gegndi hann stöðu fjár- málaráðherra í heimalandi sínu. Sjö árum síðar heimsótti hann land og þjóð sem forsætisráðherra Tékk- lands í boði þáverandi forsætisráð- herra Íslands, Davíðs Oddssonar. Klaus ávarpaði þá m.a. ráðstefnu um markaðs- og einkavæðingu sem haldin var á vegum ríkisstjórn- arinnar. Þá ræddu þeir Davíð um hugsanlega stækkun Evrópusam- bandsins í austur og sögðust þeir hafa gagnkvæman skilning á mis- munandi stöðu þjóðanna tveggja. „Ég hef þónokkrum sinnum tekið eldsneyti á Keflavíkurflugvelli, þannig að ég þekki flugvöllinn vel og fríverslunina þar,“ segir Klaus og slær á létta strengi. Í dag hefst heimsóknin op- inberlega með hátíðlegri móttöku- athöfn á Bessastöðum. Í kjölfarið fylgja viðræður milli forsetanna. Þá mun forsetinn sækja kynningarfund um íslenskan orkuiðnað og heim- sækja vinnustofu listamanns. Í kvöld sitja tékknesku forsetahjónin hátíð- arkvöldverð á Bessastöðum í boði forseta Íslands og forsetafrúar. „Ég tel að samevrópsk stjórnar- skrá væri afar hættulegt plagg“ Vaclav Klaus, forseti Tékklands, er kominn til Íslands í tveggja daga opinbera heim- sókn. Jón Pétur Jónsson ræddi við forsetann í gær um heimsóknina, tengsl þjóðanna tveggja og reynslu Tékklands af Evrópusamband- inu, en landið gerðist aðili að sambandinu á síðasta ári. Morgunblaðið/Jim Smart „Við erum dæmigert, fremur lítið, mið-evrópskt ríki,“ segir Vaclav Klaus. jonpetur@mbl.is VACLAV Klaus tók við forsetaembættinu í Tékklandi af hinum dáða en mistæka Vaclav Havel, sem ríkti sem forseti þar á miklu umbreytingaskeiði 1993–2003 og hafði áður verið forseti Tékkoslóvakíu frá 1989, þ.e. frá falli Berlínarmúrsins. Klaus var forsætisráðherra um nokkurra ára skeið í forsetatíð Havels og elduðu þeir þá saman grátt silfur. Klaus fæddist í Prag 19. júní 1941. Hann stundaði nám í hagfræði bæði heima og á Ítalíu og í Bandaríkj- unum. Lauk hann doktorsgráðu í greininni 1968 en þurfti tveimur árum síðar að hverfa frá rannsóknum í fræðunum af pólitískum ástæðum og vann hann næstu árin í tékkneska seðlabankanum. Hann hóf afskipti af stjórnmálum eftir hrun kommúnismans í Evrópu 1989 og varð þá fjármálaráðherra. Klaus var síðan forsætis- ráðherra 1992–1997 en á þessum tíma liðaðist Tékkó- slóvakía í sundur, þ.e. tvö sjálfstæð ríki urðu til úr einu, Slóvakía og Tékkland. Ýmis fjármálahneyksli ollu falli stjórnar hans 1997. Klaus var kjörinn forseti Tékklands 28. febrúar 2003. Hann er kvæntur Liviu Klausovu og eiga þau tvo syni og fimm barnabörn. Á sínum yngri árum lét hann mikið að sér kveða í íþróttum, lék bæði körfubolta og blak. Klaus stundar einnig skíðamennsku og tennis. Hann hefur skrifað meira en tuttugu bækur um félagsleg, pólitísk og hagfræðileg efni. Embætti forseta Tékklands er að mestu valdalaust. Vaclav Havel beitti sér þó gjarnan með ýmsum hætti og skýrðust deilur þeirra Klaus, í forsætisráðherratíð þess síðarnefnda, einmitt oftar en ekki af því að Klaus mis- líkaði framganga leikritaskáldsins og forsetans dáða, auk þess sem þeir voru á öndverðum meiði pólitískt séð. Stormasöm samskipti við forverann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.