Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 31 DAGBÓK Árnaðheilla dagbók@mbl.is Leyndardómar metsölubókarinnar DaVinci lykilsins eftir Dan Brown hafaorðið mörgum lesendum hennar hug-leiknir. Á síðasta ári sóttu alls um 500 manns þrjú námskeið séra Þórhalls Heim- issonar um bókina og kenningar hennar en til stendur að endurtaka námskeiðið nú í sept- ember. „Áhuginn á námskeiðinu er mikill enda eru margir búnir að lesa þessa bók og vangaveltur um hana virðast vera ennþá ofarlega í huga hjá fólki. Svo hafa menn verið að lesa aðrar bækur eftir Dan Brown og það ýtir enn frekar undir áhugann,“ segir Þórhallur. Þó veki aðrar bæk- ur höfundarins ekki upp eins áleitnar spurn- ingar og Da Vinci lykillinn enda séu ákaflega umdeildar kenningar settar fram í þeirri bók. Á námskeiðinu verður rætt um hugmyndir bókarinnar um Jesú, hvernig Nýja testamentið varð til, hvort María Magdalena hafi verið eig- inkona og barnsmóðir Jesú og hvort sagan eins og við þekkjum hana sé blekking. „Þetta eru ekki bara trúarlegar vangaveltur heldur er líka farið í spurningar eins og um frímúrara, must- erisriddara, krossferðirnar og alls kyns leyni- reglur og leynihreyfingar,“ segir Þórhallur. „Núna ætla ég líka að kynna nýjar kenningar um gralið til sögunnar sem ég hef ekki séð í umræðunni hér heima og voru ekki á nám- skeiðinu í fyrra. Þar hafa gamlar sögur, æv- intýri og ljóð, m.a. 3000 ára gömul saga, verið tengd saman með nýjum rannsóknum og þar er gert ráð fyrir að gralið hafi hvorki verið bikar né barn Maríu Magdalenu heldur skelfilegasta vopn allra tíma. Meira vil ég ekki segja um þetta því fólk verður sjálft að fá tækifæri til að uppgötva þessar kenningar og meta þær.“ Uppbygging námskeiðsins er óhefðbundin að sögn Þórhalls. „Ég hef sagt að þetta sé byggt upp eins og leynilögreglurannsókn því ekkert er gefið upp um niðurstöðuna fyrirfram. Við förum einfaldlega í allar þessar gömlu heim- ildir og aðrar sem eru alveg nýjar og reynum svo sjálf að komast að niðurstöðu um hvað geti verið rétt og hvað geti verið rangt. Ég hef sjálfur ferðast um allar þessar slóðir og er með mikið af myndum af málverkum, húsum og stöðum sem ættu að geta gagnast okkur í þeirri leit.“ Námskeiðið, hefst 12. september og fer fram í Kennaraháskóla Íslands en skráning fer fram hjá Þórhalli í síma 8917562 eða á netfanginu theimis@simnet.is. „Það hefur verið stöðug skráning og margir eru að forvitnast um það hvernig námskeiðið er byggt upp. Margir eru varkárir – halda að ég ætli að fara að segja þeim eitthvað til syndanna,“ segir hann glett- inn og bætir við að enginn þurfi að óttast slíkt. „Þannig að það er ágætt að fólk hringi og fái upplýsingar.“ Námskeið | Sr. Þórhallur Heimisson fjallar aftur um Da Vinci lykilinn Nýju ljósi brugðið á gralið  Séra Þórhallur Heim- isson er fæddur 30. júlí árið 1961. Hann er stúd- ent frá Mennta- skólanum á Laug- arvatni og guðfræðingur frá Há- skóla Íslands og stund- aði framhaldnám í trúarbragðafræði í Danmörku og Svíþjóð. Þórhallur er prestur við Hafnarfjarðarkirkju, giftur og fjögurra barna faðir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 80ÁRA afmæli. Í dag, 22. ágúst, eráttræður Guðmundur Ein- arsson verkfræðingur, Gimli, nú bú- settur á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ. Hann verður staddur á heim- ili dóttur sinnar og tengdasonar á Mark- arflöt 55, Garðabæ, milli kl. 17 og 19 í dag. Vinir og vandamenn velkomnir. Aukin umferð strætisvagna um Háteigsveg MIG langar til að taka undir at- hugasemdir Rósu Sigrúnar Jóns- dóttur, nágranna míns, í þessu blaði fyrr í mánuðinum en þar gagnrýnir hún aukna umferð strætisvagna um götuna eftir að nýtt leiðakerfi Strætó bs. tók gildi nú í júlí. Mér brá satt að segja í brún þegar heim úr sumarfríi var komið og ég tók eftir því að ein strætisvagnaleið hafði bæst við þá sem fyrir ók götuna neðan Lönguhlíðar. Nú aka þar leiðir 11 og 13, tólf sinnum á klukkutíma á virkum dögum. Íbúðarhús og bíla- stæði eru beggja vegna götunnar og því er gatan þröng og þar er erfitt að mæta bílum, hvað þá strætisvögnum. Ég býð því ekki í vetrarumferðina í götunni eftir þessa breytingu fyr- irtækisins. Á sama tíma ekur nú enginn vagn eftir Flókagötu. Ég vona satt að segja að þetta sé tímabundin ráð- stöfun hjá Strætó bs. og forsvars- menn þar á bæ muni færa aðra leið- ina þangað aftur, en þar eru íbúðarhús og bílastæði aðeins öðrum megin við götuna og hún því greið- færari. Með von um jákvæðar und- irtektir. Steinunn Halldórsd., Háteigsvegi 12. Vesturbærinn gleymdist VESTURBÆRINN hefur algerlega gleymst í umræðunni um Strætó bs. Fyrst ber að þakka fyrir það sem áunnist hefur. Það virðist vera að Hlemmur sé ekki lengur lokaður á morgnana, a.m.k. ekki mánudaginn 8. ágúst. Við með stafina og hækj- urnar vorum farin að kvíða „norðra gamla“ þarna vestanundir. Á fyrsta vagninum eftir breyt- inguna voru stansrofarnir óvirkir og svart stans á ljósaskiltinu fast. Úr þessu hefur verið bætt. Á Vesturgötu 7 er stór heilsu- gæslustöð og félagsmiðstöð. Staulast verður þangað allt frá Lækjargötu og síðan í bakaleiðinni allt upp á Hverfisgötu. (Ég keypti mér regnhlíf í Bónus.) Til að leysa þetta eru tveir mögu- leikar. Annars vegar að vagn nr. 14 aki Vesturgötuna og stansi við Vest- urgötu 7. Vagn nr. 14 gæti engu að síður stansað í Mýrargötu. Hins veg- ar að vagn nr. 13 aki Garðastræti og stansi við Vesturgötu 7. Og það sár- vantar gömlu leið tvistsins um Vest- urbæinn framhjá JL-húsinu. Bjarni Valdimarsson. Fátæk börn LÍTIL stúlka bað foreldra sína um meira nesti til að hafa með sér í skól- ann. Þau spurðu hana hvers vegna og hún sagði að ein skólasystir sín kæmi oft nestislaus í skólann vegna þess að móðir hennar væri svo fátæk og ætti fleiri börn og oft lítið til fyrir mat. Ég fékk tár í augun við að heyra þetta en ég átti eftir að heyra fleiri álíka sögur þar sem börn hinna efna- meiri gáfu fátæku börnunum í skól- anum af nesti sínu. Þau reyndu jafn- vel að gefa þeim föt af sér. Þetta er fallega gert og ég vil þakka þessum börnum fyrir að vera svona góð. En það er dapurt að í okkar ríka sam- félagi skuli svona lagað vera til. Ég vil skora á þingmenn að beita sér fyr- ir því að skólamáltíðir verði ókeypis. Öðru eins hefur nú verið eytt og bruðlað í samfélagi okkar því það er algjörlega óviðunandi að börn þurfi að vera svöng í skólanum. Ef póli- tískur vilji væri fyrir hendi væri löngu búið að eyða mestu fátæktinni hér. Sigrún Reynisdóttir. 60 ÁRA afmæli. Sigríður Karls-dóttir, fjármálastjóri Iðnskól- ans í Hafnarfirði, verður sextug 24. ágúst næstkomandi. Sirrý og Óli bjóða vinum og vandamönnum að þiggja veitingar í veislusal Skútunnar, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði, á afmælisdaginn frá kl. 20 til 22. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 22. ágúst,er fimmtug Valgerður Hauks- dóttir myndarlistarmaður. Hún er að heiman á afmælisdaginn. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 d6 5. Rc3 exd5 6. cxd5 g6 7. e4 a6 8. De2 Bg4 9. e5 dxe5 10. Dxe5+ De7 11. Bf4 Bxf3 12. gxf3 Dxe5+ 13. Bxe5 Rbd7 14. f4 Bh6 15. Bh3 0-0 16. 0-0 b5 17. Had1 Ha7 18. Hfe1 Rh5 19. Bd6 Rxf4 20. Bxd7 Hxd7 21. Bxf8 Kxf8 22. b3 f5 23. d6 Bg5 24. Kf1 Kf7 25. a4 b4 26. Rd5 Hxd6 27. Rc7 Rd3 28. Rxa6 Bf4 29. He2 Hxa6 30. Hxd3 Bxh2 31. Hh3 Bd6 32. Hxh7+ Kf6 33. Hh4 f4 34. He4 Kf5 35. f3 Be5 36. Hh7 g5 37. Hf7+ Kg6 38. He7 Bf6 39. H7e6 Ha5 40. Hc6 Kf5 41. Hee6 Bd4 42. Ha6 Hxa6 43. Hxa6 g4 44. fxg4+ Ke4 45. Hc6 Kd5 46. Hc8 Ke6 47. a5 Kd7 48. Hb8 Kc7 49. Hb5 Kc6 Staðan kom upp á breska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu á eyj- unni Isle of Man. Sigurvegari mótsins, Jonathan Rowson (2.599), hvítt, lauk nú skák sinni gegn Chris Ward (2.485) snyrtilega til lykta. 50. a6! og svartur gafst upp þar eð a-peð hvíts rennur upp í borð ef svartur tekur hvíta hrókinn. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Jonat- han Rowson (2.599) 8½ vinning af 11 mögulegum. 2.–3. Stuart Conquest (2.503) og Stewart Haslinger (2.412) 8 v. 4.–5. John Emms (2.509) og Richard Pert (2424) 7½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Í SAL Hönn- unarsafns Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýn- ing á húsgögnum eftir norska hönn- unarteymið Circus, sem staðsett er í Bergen en hefur selt vörur sínar víða um lönd, m.a. til Ís- lands þar sem Epal hefur umboð fyrir þær. Hönnuðirnir að baki Circus eru þeir Steinar Hind- enes og Dave Vikö- ren. Frumkvæðið að sýningunni átti Listiðnaðarsafnið í Bergen, þar sem Jorunn Haake- stad er við stjórnvölinn. Í fram- haldi af þessari sýningu hafa þeir Hindenes og Vikören ákveðið að gefa Hönnunarsafni Íslands stóla eftir sig og Listiðnaðarsafnið jók við gjöfina með húsgögnum eftir eitt þekktasta fyrirtæki ungra hönnuða í Noregi, Norway Says. Að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, forstöðumanns Hönnunarsafnsins, er þetta ákaflega rausnarleg og kærkomin gjöf, þar sem Hönn- unarsafnið átti engin húsgögn eftir norska hönnuði. Húsgögnin voru afhent Hönn- unarsafninu í tengslum við opnun sýningarinnar á Garðatorgi. Þar lýkur sýningunni 4. september nk., en þangað til er hún opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumaður Hönn- unarsafns Íslands, Jorunn Haakestad, for- stöðumaður Listiðnaðarsafnsins í Bergen, Steinar Hindenes hönnuður og Guttorm Vik, sendiherra Norðmanna á Íslandi. Kærkomin gjöf norskra hönnuða Mánudagur 22. ágúst 9.30-12.00: Langholtskirkja Meistaranámskeið með David Sanger konsertorganista frá Englandi, í samvinnu við Tón- skóla Þjóðkirkjunnar og Félag íslenskra organleikara. 12.00: Tónlistarandakt Félagar úr Alþjóðlegu bar- okksveitinni í Den Haag leika barokktónlist. Johann Sebastian Bach (1685-1750). Sónata í g- moll BWV 1029 fyrir gömbu og sembal. Vivace – Adagio – Allegro. Guðrún Hrund Harð- ardóttir, víóla, Cvetanka So- zovska, semball. Séra Sigurður Pálsson, sóknarprestur Hall- grímskirkju. 14.00-16.00: Hallgrímskirkja Meistaranámskeið með David Sanger, framhald. 19.00: Matteusarpassían Eftir Johann Sebastian Bach, BWV 244 fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og sjö einsöngvara. Eitt af höfuðverkum vest- rænnar menningar flutt með einsöngvurum í fremstu röð. Flytjendur: Markus Brutscher tenór, guðspjallamaður. Andreas Schmidt bassi, Jesús. Noémi Kiss sópran, Robin Blaze kontratenór, Gunnar Guðbjörns- son tenór, Jochen Kupfer bassi, Benedikt Ingólfsson bassi, Pílat- us o.fl. Mótettukór Hallgríms- kirkju, Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju, Unglingakór Hallgrímskirkju, The Hague International Baroque Orc- hestra. Stjórnandi: Hörður Ás- kelsson Miðaverð: 4000 kr. Dagskrá Kirkjulistahátíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.