Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 25 UMRÆÐAN RÆKTUN jurta og dýra lagði grunn að flestum þeim menningar- samfélögum sem nú byggja jörðina. Stöðug ræktun og kynbætur hafa skapað samfélög þar sem lítill hluti fólks vinnur að matvælaframleiðslu og sífellt fleiri fá notið menningar og efnalegra gæða. Kynbætur eru ávallt í náttúrulegan breyti- leika. Fyrir margar lífverur getur tak- markaður breytileiki eða litlir stofnar hægt á kynbótum. Þess vegna hafa menn í sumum tilvikum leitað leiða til að auka breytileika, t.d. með æxlun við tegundir sem ekki æxlast við náttúrulegar aðstæður eða með geislun eða öðrum stökk- breytivöldum. Slíkar aðferðir gefast oft vel ef menn vilja losna við efni sem gera plöntur óhæfar til manneldis. Frægt dæmi um slíkt er vinna dr. Baldurs Stefánssonar við Ma- nitobaháskóla við að þróa afbrigði af repju- plöntum til að fram- leiða matarolíu (can- ola, skráð 1974). Á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar jókst færni í vinnu með erfðaefni lífvera. Þá voru þróaðar aðferðir til að einangra og skilgreina einstök gen eða erfðavísa. Jafnframt fóru menn að þróa tækni til að flytja ein- angruð gen inn í lífverur. Þessi tækni gengur almennt undir nafn- inu erfðatækni. Í upphafi höfðu vís- indamenn áhyggjur af slíkum flutn- ingi gena, m.a. vegna þess að notað var sýklalyfjaónæmi sem tól við flutningana. Þetta var ekki að ófyr- irsynju því að á sama tíma breiddist sýklalyfjaónæmi ört út meðal bakt- ería, í takt við lítt hefta notkun á sýklalyfjum bæði í mönnum og hús- dýrum. Sem betur fer er nú leitast við að nota sýklalyf í hófi og vís- indamenn hafa jafnframt fundið önnur tól til að taka við af sýkla- lyfjaónæmi í erfðatækni. Eftir þriggja áratuga reynslu af erfða- tækni hafa ekki komið fram mark- tæk vandamál við beitingu hennar. Þess vegna hefur á yfirvegaðan hátt smám saman verið slakað á þeim mikla öryggisumbúnaði sem vís- indamenn lögðu til 1975. Hins vegar hefur ótti við tæknina lítt dvínað. Erfðatækni hefur einkum haft hagrænt gildi í lyfjaiðn- aði og við greiningu og meðferð á sjúkdómum. Erfðatækni er mikið notuð í ræktun örvera, nokkuð í ræktun jurta en lítið í ræktun dýra og þá helst í til- raunadýrum svo sem músum við rannsóknir á sjúkdómum. Þær markvissu breytingar á genum sem nútíma erfðatækni leyfir eru miklu um- fangsminni og betur skilgreindar en sú upp- stokkun erfðaefnis sem verður við hefðbundnar kynbætur. Notkun erfðatækni í plöntum hefur einkum beinst að því að verjast skordýrum og sveppa- sjúkdómum eða að því að bæta næringargildi með því að auka vítamín eða amínósýrur. Einnig er vel þekkt dæmið um vörn gegn illgresiseyð- inum „Roundup“. Breytingin sem veldur þoli við illgresiseyðinum er einföld, vel skilgreind og rýrir ekki fæðugildi plöntunnar né gerir hana á nokkurn hátt hættu- legri fyrir menn. Helst mætti búast við vandamálum vegna flutnings ónæmis yfir í illgresistegundir en þá yrði illgresiseyðirinn fljótt ónothæf- ur. Menn hafa þó enn ekki orðið var- ir við slíkan vanda. Flestar erfðabreytingar sem menn gera á plöntum eru plöntunum ekki til hagsbóta úti í náttúrunni, enda hafa þær varla valgildi í því umhverfi. Hin almenna reynsla af kynbættum nytjaplöntum er að þær eru býsna háðar manninum líkt og mörg húsdýr. Þannig er ekki við því að búast að maðurinn taki nátt- úruöflunum fram í að þróa plöntur sem hafa aukna hæfni úti í nátt- úrunni. Þetta eru veigamikil rök í umræðunni um svokallaða „slepp- ingu“ á erfðabreyttum plöntum. Miklar breytingar hafa orðið á ræktun nytjaplantna undanfarna áratugi og er gjarnan talað um „græna byltingu“. Mörg yrki hafa verið fengin með flóknum æxlunum margbreytilegra plantna og með stökkbreytingum af manna völdum. Þessi yrki eru notuð vegna marg- víslegra kosta í stórfelldri ræktun. Auknu stríðeldi og matvælavinnslu hefur fylgt aukin notkun á ýmiss konar efnum sem geta haft áhrif á afurðir eða neytendur. Þetta hefur kallað á eftirlit og aðhald. Ágæt leið til að komast hjá óæskilegum auka- efnum og tryggja jafnframt gæði matvæla er lífræn ræktun. Ótti manna við erfðatækni kemur m.a. fram í því að yrki sem hafa ver- ið útbúin með erfðatækni fást ekki vottuð í lífrænni ræktun. Á þeim og mörgum hefðbundnum kynbættum yrkjum er þó enginn eðlismunur. Breytingar sem hafa verið gerðar með erfðatækni eru þó mun betur skilgreindar heldur en kynbætur gerðar með flóknum æxlunum eða stökkbreytingum. Lífræn ræktun á plöntum sem hefur verið erfðabreytt markvisst með aðferðum erfðatækni er góð leið til framleiðslu heilsu- samlegra afurða og mun væntanlega aukast í framtíðinni. Fróðleiksfúsum lesendum skal bent á bókina „Líf af lífi. Gen, erfðir og erfðatækni“ eftir Guðmund Egg- ertsson. Bókin kemur út hjá bóka- forlaginu Bjarti í þessum mánuði. Erfðatækni og ræktun Ólafur S. Andrésson fjallar um erfðatækni Ólafur S. Andrésson ’Lífræn ræktuná plöntum sem hefur verið erfðabreytt markvisst með aðferðum erfða- tækni er góð leið til fram- leiðslu heilsu- samlegra af- urða …‘ Höfundur er prófessor í erfðafræðivið Háskóla Íslands. Í SÍÐASTLIÐINNI viku hefur því gjarnan verið slegið upp að Vinstri græn hafi slitið samstarfi um R-listann fyrir næstu borgarstjórn- arkosningar, og er engu líkara en að flokkurinn beri einn ábyrgð á því. Á mið- vikudag sendi Sam- fylkingin frá sér álykt- un þar sem ákvörðun Vg er sögð hafa bundið enda á samstarfið, og gerir þannig tilraun til að firra sig allri ábyrgð á samstarfs- slitunum. Þeir sem hafa fylgst með því samningaferli sem lauk nýverið vita hins vegar að einu til- lögurnar sem Sam- fylkingin hefur talið sig geta sætt sig við fela í sér ójafnræði milli flokkanna þriggja. Þær ganga út á að Samfylkingin fái fleiri fulltrúa en báðir hinir flokkarnir og auk þess borgarstjóraefn- ið. Sú tillaga sem fé- lagafundur Vg í Reykjavík hafnaði í fyrradag fól í sér að sá flokkur sem fengi flest atkvæði í opnu próf- kjöri fengi fjóra fulltrúa af átta (sem er fjöldinn í minnsta hugsanlega meirihluta í borgarstjórn). Að auki fengi sá flokkur borgarstjóraefnið, þar sem það yrði sá einstaki fram- bjóðandi sem fengi flest atkvæði. Þetta er ekki sérlega einföld og auðskilin tillaga. Í reynd mun hún þó fela í sér að Samfylkingin, vegna fjölda flokksfélaga, fái fjóra fulltrúa af átta, þar með talið efsta sætið, baráttusætið og borgarstjóraefnið. Þannig yrðu hinir flokkarnir tveir aðeins taglhnýtingar ofvaxinnar Samfylkingar. Það versta við þessa tillögu Sam- fylkingar er í sjálfu sér ekki að Vg og Framsókn fái ekki að koma sín- um mönnum að, heldur það að í krafti þess að vera með helmings- vægi innan R-listans gæti Samfylk- ingin ráðið för hvað varðar sjálf mál- efnin. Þar með væri endanlega tapað það jafnræði sem lagt var upp með frá byrjun að ætti að gilda milli flokkanna. Auk þess er það e.t.v. ekki sérlega heillandi tilhugsun fyrir kjósanda Vinstri grænna (og Fram- sóknar) að kjósa slíkan R-lista og vera þar með fyrst og fremst að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt. Það hefði því ekki átt að koma neinum á óvart þegar Vg hafnaði tillög- unni. Samfylkingin hafnaði hins vegar ítrekað tillögum Vg og Framsóknar sem sem miðuðust að jafnræði milli flokkanna, jafnvel þannig að Samfylkingin fengi þó borg- arstjóraefni. Munurinn á tillögunum tveimur er því sá að sú sem Sam- fylkingin hafnaði ítrek- að á samningafundum fól ekki í sér grundvall- arbreytingu og augljóst ójafnræði milli flokk- anna. Samkvæmt þeirri tillögu hefðu allir aðilar jafna samningsstöðu hvað varðar málefni og áherslur. Það er því afar einkennilegt að líta ekki svo á að Samfylkingin hafi, vegna krafna sinna um tvöfalt meira vægi en hinir flokkarnir tveir, verið völd að því að upp úr R-lista- samstarfinu slitnaði. Þeir sem eiga sökina á samstarfsslitum R-listans eru ekki þeir sem hafna óaðgengi- legum afarkosti, heldur þeir sem setja þá. Þess vegna slitu Vinstri græn ekki samstarfinu um R-listann á mánudaginn, heldur bentu þau ein- faldlega á að samstarfið hafði þegar slitnað. Og það var fyrst og fremst Samfylkingin, með óraunhæfar kröf- ur um sæti á lista, sem bar þar ábyrgðina. Samstarfsslit Samfylkingar Finnur Dellsén fjallar um sam- starfsslit VG og R-listans Finnur Dellsén ’Þeir sem eigasökina á sam- starfsslitum R-listans eru ekki þeir sem hafna óaðgengi- legum afarkosti, heldur þeir sem setja þá. ‘ Höfundur er félagi í UVG. ALLT frá 1962 hefur verið stundað efnisnám úr Faxaflóa og innfjörðum hans, Hvalfirði og Kollafirði. Samkvæmt skýrslu Náttúruverndarráðs frá 1995 hef- ur efnisnámið numið 500.000–900.000 rúmmetrum á ári áratuginn áður en skýrslan var gerð og að sögn fram- kvæmdastjóra Björg- unar hf., sem leyfi hefur haft til efnis- námsins, hefur magnið aukist í ár- anna rás. Hann vill þó ekki upplýsa ná- kvæmlega hve mikið það er. Sú afstaða er umhugsunarverð og segir sína sögu. Efnistakan hefur staðið yfir í 43 ár. Hér verður miðað við þar til það verður leið- rétt, að á þeim tíma hafi magnið numið 43–45 milljónum rúmmetra. Undanfarnar vikur hafa mál sem snerta þessa efnistöku verið ofarlega á baugi. Annars vegar eru þeir sem telja að óheft efn- istaka og breytt öldulengd, en svo er bilið milli öldutoppa nefnt, valdi umtalsverðu tjóni með óafturkall- anlegu rofi og landbroti á sjáv- arbökkum. Hins vegar er forstjóri Björgunar hf. sem segir efnistök- una ekkert skaða strendurnar, þar sé almættið eitt að verki. For- stöðumaður tæknimála Faxaflóa- hafna virðist telja að ástandið sé eðlilegt og segir að hér sé aðeins „um venjubundinn ágang sjávar að ræða“. Ef þessi fullyrðing for- stöðumannsins væri rétt og slíkur ágangur sjávar hefði t.d. mætt ströndum Viðeyjar allt frá landnámi mætti ætla, miðað við land- brot síðustu ára, að eyjan væri að tals- verðu leyti horfin í hafið og ekki er ólík- legt að Engey, Akurey og Kjalarnes hefðu lotið svipuðum örlög- um. Í athyglisverðri grein sem Gestur Gunnarsson tæknifræðingur ritar í Mbl. 12. þ.m. og hann nefnir Al- mættið, greinir hann frá því að strandfræði (coastal engineering) sé orðin þróuð vísindagrein sem Íslendingar hafi í raun á valdi sínu. Vísindagreinin snúist m.a. um það hvernig öldur myndast á yfirborði sjávar og berist upp að ströndinni. Til séu tölvuforrit sem teikna upp ölduferla miðað við dýpi „og ætti að vera einfalt fyrir fyrirtæki eins og Björgun að kaupa eitt slíkt til þess að sjá hvar hægt er að dæla án þess að skaða nágrannann.“ Nú mun liggja hjá Skipulags- stofnun umsókn um að efn- istökuleyfi Björgunar hf. sé fram- lengt. Af því tilefni vil ég koma þeirri ósk á framfæri við Skipu- lagsstofnun og Iðnaðarráðuneytið að umbeðið leyfi verði aðeins veitt til skamms tíma, t.d. 3ja eða 5 ára, en að á því tímabili verði þessi mál rannsökuð til hlítar, þ.m.t. áhrif efnistökunnar á lífríki sjávar, og lögum breytt um jarðefnatöku af sjávarbotni þar sem tillit er tekið til lífríkisins og tryggður sé strandréttur jarðeigenda og al- mennings. Slík lagasetning er löngu tímabær. Netlög landareignar sem liggur að sjó teljast 115 metrar mælt út frá stórstraumsfjörumáli. Leyfi til efnistöku úr sjó munu nú miðast við að hún fari ekki fram nær landi en nemur þessum 115 metr- um. Það sætir furðu að viðmið í lögum sem fyrst og fremst lúta að veiðiréttindum séu lögð til grund- vallar efnistöku af sjávarbotni því að hér er um tvo óskylda þætti að ræða nema hvað það varðar að efnistakan kann að eyðileggja þau fiskveiðihlunnindi sem jörðunum hafa fylgt og ætti auðvitað að hafa áhrif á lagasetninguna. Þá sætir það raunar einnig furðu að slík viðmiðun eigi sér stað hjá þjóð sem gerir tilkall til hlutdeildar í réttindum langt út frá eigin ströndum en tekur hins vegar ekkert tillit til sambærilegra at- riða hjá íslenskum landeigendum. Grein þessi er ekki skrifuð vegna illvilja í garð þess fyr- irtækis sem stundað hefur efn- istöku í Faxaflóa. Þar eru dugn- aðarmenn að verki þótt hvorki ég né margir aðrir séu sáttir við hvar þeir beita orku sinni. Greinin er skrifuð vegna væntumþykju á landinu og gæðum þess og þeirrar ábyrgðar sem hver kynslóð ber gagnvart þeirri sem á eftir kemur. Efnistakan hefur á undanförnum árum valdið verulegum skemmd- um á ströndum. Mörg umhverfis- slysin hafa orðið hér á landi sök- um fáfræði og tillitsleysis. Má þar t.d. minna á eyðileggingu Rauð- hólanna á sínum tíma vegna flug- vallargerðar í Reykjavík, og lúðu- og rauðsprettumiðanna í Faxaflóa vegna efnistöku til sementsgerðar, en um það fjallar Tryggvi Ófeigs- son, sá landsþekkti sjósóknari, í æviminningum sínum. Þar kemst Tryggvi m.a. svo að orði varðandi efnistökuna: „Það er vonandi, að með aukinni friðun komi lúðan upp aftur, en það er ekki nóg að friða fyrir veiðum, ef sandbotninn er fluttur upp á land.“ Mörg fleiri dæmi um umhverfisslys af manna- völdum væri hægt að nefna. Framkvæmdastjóri Björgunar hf. segir að efnistaka á sjávarbotni valdi ekki sjónmengun og væri efnið ekki tekið úr sjó yrði að taka það af melum og úr fjöllum í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins. Fullyrðing framkvæmdastjórans er ekki rétt. Sjávarefnistakan veldur sjónmengun og umstals- verðum skemmdum á strönd landsins og enginn veit um óaftur- kræfar afleiðingar þessa mikla efnisnáms á vistkerfi sjávarins. Hvað efnisnám af melum og fjöll- um áhrærir þá er áreiðanlega hægt að stunda slíkt án þess að það valdi mikilli sjónmengun og auðveldara að gera sér grein fyrir afleiðingunum en þegar efninu er dælt af sjávarbotni. Efnistaka á landi krefst einungis að til hennar sé gengið með fyrirfram skipu- lögðum hætti og með henni sé fylgst. Með slíkum vinnubrögðum er minni hætta á óafturkræfum umhverfisslysum. Lagasetning er tímabær og nauðsynleg Örlygur Hálfdánarson fjallar um efnistöku úr sjó og áhrif hennar á landið og lífríki sjávar ’Sjávarefnistakanveldur sjónmengun og umtalsverðum skemmdum á strönd landsins.‘ Örlygur Hálfdánarson Höfundur er bókaútgefandi og ritstjóri. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.