Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Glæsilegir stakir jakkar Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 10-15 Lene Bjerre • Bæjarlind 6, Kópavogi • 534 7470 • www.feim.is Útsala 10-70 % afsláttur AWACS-ratsjárflugvél Atlantshafsbandalags- ins, NATO, var hér við land á dögunum m.a. til að prófa nýtt samskipta- og upplýsingakerfi milli flugvéla og stjórnstöðva á jörðu niðri. Vél- arnar koma reglulega hingað til lands til æfinga með flugmönnum frá Varnarstöðinni í Keflavík en á árum áður voru slíkar vélar með bækistöð hérlendis. Kerfið nýja sem nú var einkum verið að prófa er nefnt Link 16. Hefur bandaríski herinn annast umsjón með hugbúnaðargerð- inni og íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Kögun séð um aðlögun þess að íslenska loftvarnakerf- inu. Kerfið er notað við hvers kyns samskipti stjórnstöðva á jörðu niðri við flugvélar, bæði orrustuflugvélar og AWACS-ratsjárvélar sem annast stjórnun aðgerða þegar á þarf að halda. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir skemmstu er gert ráð fyrir að prófunum á kerf- inu ljúki í þessum mánuði. Þrjú þúsund manna sveit NATO rekur sveit 17 AWACS-véla sem hef- ur bækistöð í Geilenkirchen í Þýskalandi, rétt við landamæri Hollands. Henni tilheyra að auki þrjár sams konar þotur sem eru fraktvélar en einnig notaðar til farþegaflutninga. Þá eru þær einnig notaðar til að þjálfa flugmenn AWACS- vélanna við eldsneytistöku á lofti. Sveitin er eina sameiginlega flugsveitin sem NATO ríkin reka en að henni standa 13 af af 26 aðild- arþjóðum og eru starfsmenn í sveitinni frá 12 löndum. Hún telur alls um þrjú þúsund manns og segir Johan Hijmenberg, upplýsingafulltrúi sveitarinnar, að um 1.600 séu borgaralegir starfsmenn en 1.400 eru frá herjum aðild- arlandanna sem leggja sveitinni liðsinni sitt. Segir hann störfin hjá sveitinni nokkuð eft- irsótt. Auk aðalstöðvanna í Þýskalandi hefur sveitin aðstöðu í Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu og Noregi og eru þaðan stundaðar ákveðnar æfingar. AWACS-ratstjárflugvélar bandaríkjahers sem eru Boeing 707-320-þotur, höfðu á árum áður bækistöð hérlendis og héldu uppi eftirliti með ferðum flugvéla við landið þegar ratsjár- stöðva naut ekki við á Norðurlandi. Þoturnar eru sérbúnar til þessa verkefnis, bæði er skrokkurinn styrktur hjá Boeing vegna hins mikla loftnetsdisks sem trónir ofan á skrokki vélarinnar og tæknimenn NATO hafa síðan séð um að fylla vélina hvers kyns ratsjár- og tölvu- búnaði sem gerir kleift að sinna verkefninu. Fylgjast með flugumferð Aðalverkefni AWACS-vélanna er að fylgjast með flugumferð og láta miðstöðvar á jörðu niðri vita ef ókennilegar vélar eru á ferð. Í áhöfn eru 17 manns, fjórir í stjórnklefa, tveir flugmenn, flugvélstjóri og siglingafræðingur, og síðan þrettán tæknimenn sem sitja við skjái sína, rýna í upplýsingarnar og annast samskipti við flugvélar eða stjórnstöðvar og stjórna loft- varnarðgerðum. Fleiri eru stundum um borð, t.d. þegar þjálfun nýrra manna stendur yfir, og getur vélin alls tekið 35 manns í sæti. AWACS- vélarnar geta með sífellt endurbættum sam- skiptakerfum eins og Link 16 stýrt aðgerðum orrustuvéla eða skipa enda nær ratsjársvið þeirra mun víðar en svið ratsjárstöðva á jörðu niðri. Má segja að með breyttu hlutverki NATO hafi slík verkefni orðið fyrirferðarmeiri, þ.e. að vélarnar eru eins konar fljúgandi stjórn- stöðvar. Hafa vélar sveitarinnar m.a. verið not- aðar í Persaflóastríðinu, á Balkanskaga og í stríðinu í Írak. Johan Hijmenberg, sem er frá Hollandi og segir því aðalstöðvarnar á mjög hentugum stað fyrir sig, segir að sveitinni hafi einnig verið fal- in ýmis önnur verkefni á síðustu árum sem séu utan við það hefðbundna. „Þar má til dæmis nefna að eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum voru nokkrar véla sveitarinnar lánaðar þangað til eftirlits í sex mánuði. Voru þær á ferð 24 tíma á sólarhring og þá gat hver vél stundum verið á lofti í 12 til 15 tíma í senn.“ Þá segir hann vélarnar hafa verið notaðar við eftirlit í kringum ýmsa atburði svo sem leiðtogafundi stórveldanna, við Ólympíuleikana í Aþenu og innsetningu páfa svo dæmi séu nefnd. Upplýsingafulltrúinn segir hvert land sem styður rekstur sveitarinnar eiga ákveðinn kvóta starfsmanna og þegar starfsmaður hætt- ir er fenginn annar frá sama landi í staðinn. Rafmagn fyrir lítið þorp Flugstjóri AWACS-vélarinnar í ferðinni á dögunum var Kanadamaðurinn Bill Canaham, majór frá Íslendingabyggðunum við Winnipeg. Hann hefur starfað í kanadíska flughernum í 26 ár en síðasta hálfa annað árið hjá AWACS- sveitinni og kveðst kunna vel við verkefnin og flugið á Boeing-þotunni. Hann segir að vegna alls tæknibúnaðarins í vélinni séu tveir rafalar tengdir við hvern hinna fjögurra hreyfla þot- unnar. Segir hann afl þeirra nægilegt til að anna rafmagnsnotkun lítils þorps. Yfirmaður flugsins að þessu sinni var Þjóð- verjinn Rainer Roedel. Sagði hann tilganginn hafa einkum verið að prófa Link 16-búnaðinn og þjálfa samskiptin við flugmenn á F-15- þotum Varnarliðsins. Hann segir verkefnin yf- irleitt þríþætt; þjálfun áhafnarinnar og kennsla vegna nýjunga sem teknar eru upp, æfingar á aðgerðum og síðan aðgerðir ef vá er fyrir dyr- um. Hann segir búnað AWACS-vélanna geta numið flugumferð nánast alveg frá jörð og upp í fulla flughæð og meira en það en yfirleitt fljúga þoturnar í um 20 til 30 þúsund feta hæð. Meiri fyrirvari en fyrr Eric Jones frá Bandaríkjunum, sem stýrði æfingunum með F-15-þotunum, sagði fjórar þotur hafa tekið þátt í æfingunni. Þær skiptu sér í tvö lið og tveir samstarfsmenn Erics Jones sinntu hvoru liði og stýrðu aðgerðum þeirra. Ekki fór sögum af því hvort liðið „vann“ en Jones sagði að Link 16-kerfið gerði það kleift að sjá óvininn með mun meiri fyrirvara en fyrr og það gæfi betra ráðrúm til að bregðast við. AWACS-ratsjárvélar NATO í margs konar verkefnum í öllum heimshlutum Fylgjast með flugumferð og æfa viðbrögð Morgunblaðið/Árni Sæberg Johan Hijmenberg, upplýsingafulltrúi sveitarinnar, segir hana ráða yfir 17 AWACS-þotum og þremur að auki sem notaðar eru til flutninga. Flugsveitin hefur bækistöðvar í Þýskalandi, en flugvélarnar koma reglulega til Íslands. Ratsjárflugvélar NATO eru sautján talsins og hafa bækistöð í Þýskalandi. Leið þeirra liggur annað veifið til Íslands til þjálfunar. Árni Sæberg og Jóhannes Tómasson fóru með í slíka æfingaferð á dögunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rainer Roedel, frá Þýskalandi, stjórnaði æfingunum hér við land á dögunum. joto@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ELDUR kom upp í svefnherbergi í fjölbýlishúsi í Vesturbænum að- faranótt sunnudags í kjölfar þess að maður kveikti í flugeldi í rúminu. Hlaust af þessu nokkur reykur og er rúmið talsvert skemmt en ekki er vitað hvað skotmanninum gekk til með tiltækinu. Slökkviliðið var kallað út til að reykræsta íbúð- ina en engum varð þó meint af. Stuttu síðar var slökkviliðið kall- að út aftur að húsi við Bergstaða- stræti þar sem eldur hafði kviknað út frá potti á eldavél. Hlúa þurfti að íbúa og reykræsta húsið en engin alvarleg meiðsl hlutust af. Sjúkrabílar í 38 útköll Þriðja útkallið kom um hálf- tíuleytið um morguninn en þá fór slökkviliðið að Seljaskóla þar sem kveikt hafði verið í dekki sem vafið var um ljósastaur nálægt skólanum. Einhverjar skemmdir urðu á staurnum. Nóttin var afar erilsöm í sjúkra- flutningum og var alls farið í 38 út- köll frá laugardagskvöldi fram á sunnudagsmorgun. Er það um tvöfalt fleiri útköll en á venjulegu föstudags- eða laug- ardagskvöldi, samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliðinu á höf- uðborgarsvæðinu. Kallaður var til aukamannskapur fyrir kvöldið auk þess sem bætt var við tækjabúnað. Þá voru sjúkra- og slökkvibifreiðar við höfnina meðan á tónleikum og flugeldasýningunni stóð og voru meðal annars kafarar til taks. Enn fremur hafði verið komið upp lítilli bækistöð við menntamálaráðuneytið og var hægt að færa slasaða þangað til að- hlynningar. Erill hjá sjúkra- og slökkviliði um helgina Skaut upp flugeldi í svefnherberginu Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Vagnstjórar styðja starfs- bróður sinn VAGNSTJÓRAR hjá Strætó bs. hafa ákveðið að sýna starfsbróður sínum, sem lenti í alvarlegu slysi á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar við Laugaveg sl. föstudag, samhug í verki með fjár- söfnun, honum og fjölskyldu hans til styrktar. Hefur undirskriftalistum verið komið upp á nokkrum stöðum hjá Strætó og einnig Hagvögnum, Allra- handa og Teiti Jónassyni, sem sinna akstri í verktöku fyrir Strætó, sem og á bæjarskrifstofum á höfuðborg- arsvæðinu. Við árekstur við vörubíl, sem ekið var gegn rauðu ljósi á gatnamótun- um, kastaðist vagnstjórinn út úr strætisvagninum og hlaut mikla áverka. Eftir skurðaðgerðir á Land- spítalanum er hann kominn af gjör- gæsludeild á bæklunardeild. Hann missti annan fótinn við hné og miklir áverkar eru á hinum fætinum. Vagn- stjórinn starfar hjá Hagvögnum og er á sextugsaldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.