Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 27

Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 27
að baka og hafði af því mikla ánægju. Hún blandaði sér í umræðurnar eink- um þegar þær snerust um þjóðmálin. En þrátt fyrir langan vinnudag tók hún drjúgan þátt í félagslífinu og var hún félagi í kvenfélaginu Von og starfaði bæði á Siglufirði og hér syðra að málefnum skátahreyfingarinnar. Meðan þau Jónas bjuggu í Hlíð bjó Sigfús afi hennar þar með þeim og henni var það ljúft og skylt að annast hann. Því var hann eitt af áhyggjuefn- um hennar þegar þau urðu að hætta rekstri verslunarinnar eftir mörg síldarleysisár og flytja suður. Henni var það þvert um geð að þurfa þá að yfirgefa æskustöðvar sínar sem hún unni. En þá var enga vinnu að hafa svo að nauðug viljug fluttu þau suður eins og æði margir aðrir höfðu orðið að gera. Þegar þangað kom urðu þau að byrja með tvær hendur tómar. Unnu stíft og lifðu spart og reyndi þá á ráðdeild og sparsemi Möggu. En hvenær sem okkur bar að garði töfr- aði hún fram gómsætan og bragðgóð- an mat eða kaffimeðlæti. Þau keyptu sér fljótlega íbúð í Vesturbergi 8 og leið þar vel og síðar þegar á ævikvöld- ið leið fluttu þau á Kópavogsbraut 1 B, þjónustuíbúð við Sunnuhlíð. Við Magga náðum fljótt mjög góðu sambandi og á það bar aldrei skugga. Á seinni árum eftir að hún var orðin ein tók ég að mér ýmis viðvik fyrir hana. Hún var kröfuhörð um flest og nákvæm í öllu er peningamál varðaði og fylgdi þeim fast eftir allt fram á seinasta ár. En það var fleira en fjöl- skyldan sem tengdi okkur Möggu því við vorum miklir samherjar í pólitík- inni og gjarnan sammála um róttæk mál enda höfðum við sama skilning á mikilvægi þess að launafólk stæði saman um kjör sín og nauðsyn þess að velja þá fulltrúa til forystu sem studdu þetta sjónarmið og sýndu mál- efnum lítilmagnans skilning. Að leiðarlokum vil ég þakka þér áhuga, umhyggju og hvatningu sem þú sýndir okkur, dætrunum og barna- börnunum okkar. Með áhuga þínum á velferð okkar allra veittirðu okkur hvatningu til að meta það góða í lífinu. Ef til vill lýsir þú lífshlaupi þínu og eigin glímu við lífið í kveðjunni sem þú sendir börnum þínum í kvæði Tryggva Þorsteinssonar þar sem seg- ir: Já – gakk til þíns heima, þótt húsið sé lágt, því heima er flest, sem þú hjartfólgnast átt. Ef virðist þér örðugt og viðsjált um geim, þá veldu þér götu sem liggur heim. Margrét Ólafsdóttir Ó himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðm.) Blessuð sé minning Möggu frænku. Guðbjörg Baldursdóttir og fjölskylda. Nú hefur blessunin hún tengda- móðir mín kvatt þennan heim. Stór- lynd, heilsteypt mannkostamann- eskja sem var alin upp ásamt Baldri bróður sínum hjá afa sínum og ömmu í Hlíð, þeim Sólveigu Jóhannsdóttur og Sigfúsi Ólafssyni. Samband þeirra systkina var mikið og gott og ekki leið sá dagur að Baldur liti ekki inn í kaffi hjá systur sinni. En auk þeirra Bald- urs ólst Steingrímur frændi þeirra upp í Hlíð og hún nefndi hann í mín eyru aldrei annað en Steina bróður sem segir hversu kært var með þeim. Snemma hefur hún þurft að taka til hendinni á heimilinu því þótt Sigfús í Hlíð hafi alla tíð unnið sem verkamað- ur þá höfðu þau hjón nokkrar skepn- ur, bæði hesta, kýr og kindur, m.a. til að fæða heimilið en eins og margir eldri Siglfirðingar vita fengu ýmsir fleiri en heimilisfólkið að njóta rausn- arskapar þeirra. Allan sinn búskap saumaði hún og bakaði eins og þá tíðkaðist þrátt fyrir að hún ynni alla sína tíð meira utan heimilisins en al- mennt var hjá húsmæðrum. Fyrst hjá Sjúkrasamlaginu og síðar í búðinni með manni sínum þar sem hún af- greiddi og færði bókhald. Varð þá vinnudagur þeirra oft langur einkum meðan síldin var og hét. Og þegar heim kom voru það skyldur húsmóð- urinnar sem biðu hennar. Marg- mennt var gjarnan við eldhúsborðið hjá Möggu í Hlíð og Jónasi og oft gestkvæmt. Margt bar þar á góma, bæði þjóðmál og þó einkum íþróttir. Þá var betra að eiga eitthvað með kaffinu. Magga töfraði fram heima- bakaðar kökur en hún var snillingur ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í Hlíð í Siglufirði 1. september 1921. Hún lést 12. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorfinna Sigfús- dóttir og Ólafur Vilhjálmsson og eru þau bæði látin. Margrét ólst upp hjá ömmu sinni og afa, þeim Sólveigu Jóhannsdóttur og Sigfúsi Ólafssyni sem bjuggu mestallan sinn bú- skap í Hlíð. Einnig ólu þau upp albróður hennar, Baldur, f. 1925, d. 1967, og fósturbróður, Stein- grím Magnússon, f. 1918, d. 1987. Hann var bróðursonur Sigfúsar afa hennar og var kvæntur Ester Sigurðardóttur. Margrét átti átta hálfsystkini. Sammæðra eru: Bragi Dýrfjörð, f. 1929, d. 2004, maki Sigrún Kristinsdóttir, Frið- rik Jón Dýrfjörð, f. 1931, maki Erla Eymundsdóttir, Guðmundur Skarphéðinn Dýrfjörð, f. 1933, d. 1935, Birgir Dýrfjörð, f. 1935, maki: Kristín Viggósdóttir. Sam- feðra eru Vilhjálmur, f. 1926, maki Hjördís Þórðardóttir, Þóra, f. 1935, maki Gústaf Nilsson, Guðrún, f. 1937, maki Ólafur Nilsson, og Jóhann, f. 1943. Hinn 13. júní 1945 giftist Mar- grét Jónasi Þ. Ásgeirssyni, f. 25.10. 1920, d. 14. 6. 1996, fyrr- um kaupmanni á Siglufirði og síðar sölumanni í Reykjavík og eign- uðust þau tvö börn. Þau eru:1) Sólveig Helga, myndlistar- og sérkennari, f. 12. apríl 1945. Hennar maður er Einar Long Sigur- oddsson, aðstoðar- skólastjóri. Þeirra börn eru Margrét, myndlistarmaður og kennari, f. 3. maí 1967, í sambúð með Guðmundi Ragnarssyni bónda, og Fanney Long, nemi, f. 27. júlí 1974, maki: Eggert Gíslason verslunarstjóri, börn Fanneyjar eru: Katrín Björg, f. 29. júní 1998, og Gísli, f. 6. mars 2003. 2) Ásgeir, verk- stjóri, f. 26. ágúst 1948. Hans kona er Ásdís Hinriksdóttir hjúkrunarfræðingur. Sonur þeirra er Jónas Ásgeir, f. 2. júlí 1993. Margrét vann í tíu ár á skrif- stofu Sjúkrasamlags Siglufjarð- ar. Þau hjónin ráku verslunina Ásgeir á Siglufirði í 11 ár eða allt til þess að þau fluttu til Reykjavíkur 1968. Þar sem hún vann við ýmis verslunar- og skrifstofustörf. Síðustu 19 starfs- árin, vann Margrét á læknastofu hjá Birni Þórðarsyni háls-, nef- og eyrnalækni. Margrét verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Blessuð sé minning þín og þökk fyrir samfylgdina. Einar Long Siguroddsson. Amma mín. Ég held að ég hafi strax unnið happadrættisvinning í æsku því að ég eignaðist bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér að eiga. Hún amma vandaði vel til allra verka og ömmuhlutverkið var þar engin undantekning nema síður sé. Ég er líka heppin að vera elst og hafa fengið mestan tíma með henni. Hún var kletturinn í fjölskyldunni og ég gat alltaf leitað til hennar. Því er mér ekkert nema þakklæti í huga þegar ég minnist nöfnu minnar á himnum. Nú á ég fjársjóð í hjarta mér sem mun endast mér út lífið hennar vegna. Amma var kona sem helst vildi greiða reikningana áður en þeir bár- ust inn um lúguna. Kona sem gaf öll- um sömu upphæðina í afmælis- eða fermingargjafir því að hún vildi ekki gera upp á milli fólks. Kona sem sveið allt óréttlæti og þoldi alls ekki ójöfn- uð. Kona sem var sjálfstæð og hafði allt sitt á hreinu. Amma var því ein- staklega góð fyrirmynd fyrir unga konu eins og mig og ekki var verra að við áttum margt sameiginlegt og gát- um alltaf talað saman um heima og geima. Ömmu fannst gaman að miðla mér úr viskubrunni sínum og ekki var verra ef ég leitaði til hennar með við- fangsefni því þá naut hún sín út í ystu æsar. Ekkert hálfkák gætu vel hafa verið einkunnarorð ömmu. Síðan þú fórst hef ég fundið svo sterkt fyrir þér og það er yndisleg til- finning. Takk fyrir allt gamalt og gott, amma mín. Kveðja. Þín Margrét. Elsku amma mín, hún Magga í Hlíð, kjarnakona frá Siglufirði, er lát- in. Í huga mér er þakklæti fyrir um- hyggju og hlýhug. Þú varst kona með ríka og einarða réttlætiskennd og fylgdist vel með þjóðmálunum. Ef mig vantaði upplýsingar varst þú rétta manneskjan til að leita til hvert sem erindið var, ef þú varst ekki full- komlega viss gekkstu einfaldlega úr skugga um að það væri rétt. Trygg varstu og trú öllum þínum, hvort sem það voru ættingjar eða vin- ir. Börnin ykkar afa, barnabörn og barnabarnabörn voru ykkur allt. Fyr- ir okkur vilduð þið og gerðuð allt sem þið gátuð, hvatning og stuðningur hvenær sem var. Hjá þér, amma mín, lærði ég svo margt nytsamlegt eins og bakstur, heimilisstörf, fjármál og stærðfræði. Ég er viss um að ef þú hefðir verið ung í dag þá værirðu orð- in milljónamæringur á verðbréfa- markaðnum, því þú varst svo akkúrat, fylgdist vel með öllu og ákveðin í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Mikið þykir mér vænt um þig, amma mín, ég er ánægð og stolt yfir að hafa átt þig að og er ríkari fyrir vikið. Þakka þér samfylgdina og allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning þín. Fanney Long Einarsdóttir. Í dag kveðjum við hinstu kveðju sæmdarkonuna Margréti Ólafsdóttur frá Siglufirði, hana Möggu í Hlíð eins við kölluðum hana. Lengst af bjó hún í Hlíð við Hlíðarveg á meðan hún var á Siglufirði, þar sem þau hjónin Jónas Ásgeirsson áttu fallegt heimili með börnum sínum Ásgeiri og Sólveigu. Það var skemmtilegt að alast upp í Reitnum á Siglufirði í næsta nágrenni við Hlíð og kynnast þeim Möggu og Jónasi mjög náið, Möggu, sem síðar varð mágkona mín og alltaf var boðin og búin til að taka á móti okkur skíða- gaurum sem vildu ræða við skíða- kappann Jónas Ásgeirsson. Jónas var nokkru eldri en við bræður, en samt áttum við samleið bæði á skíðum og í fótbolta. Heimili þeirra hjóna stóð okkur alltaf opið þar sem fram fóru fjörugar umræður um íþróttamálin, bæjarmálin, landsmálin og stjórnmál almennt. Magga tók að sjálfsögðu þátt í umræðunum um leið og hún bar í okkur góðgerðirnar. Sjaldnast voru allir sammála, sérstaklega þó um bæjarmálin og urðu samkomurnar í Hlíð oft ærið hávaðasamar. Ekki áttu þau samleið í pólitík Magga og Jónas þótt maður yrði þess ekki var í sam- skiptum, en Jónas hafði einhverntíma á orði að það væri engin leið að snúa henni Möggu, það yrði sennilega að skipta um blóð í henni ef það ætti að takast. Á Siglufirði ráku þau Magga og Jónas lengst af verslunina Ásgeir þar sem selt var allt milli himins og jarðar eins og gerist í slíkum verslunum í dreifbýlinu. Í þeim rekstri er óhætt að segja að Magga hafi verið kjölfestan, sá um fjármál og reikningshald jafn- framt því að taka þátt í daglegum störfum í versluninni, en Jónas ann- álaður sölumaður sem m.a. var sagt um að engum sleppti út úr búðinni án viðskipta því ef hlutur var ekki til sem um var spurt þá tókst honum yfirleitt að selja eitthvað annað. Þau hjónin hættu verslunarrekstri og fluttu suður á árinu 1967 eftir mörg mögur síldarár á Siglufirði. Fyrstu árin í Reykjavík starfaði Magga við verslunar- og skrifstofu- störf en gerðist síðan læknaritari og vann alla tíð hjá sama lækni þar til hún hætti störfum fyrir nokkrum ár- um, en Jónas lést á árinu 1996. Það eru margar ánægjustundir sem við hjónin höfum átt með þeim Möggu og Jónasi á liðnum árum, á heimilum okkar, í ferðalögum, á skíð- um og víðar. Það eru yfir 60 ára kynni og samvera sem aldrei hefur borið skugga á. Nú er samferð okkar lokið í þessum heimi, en minningin lifir um trausta og dugmikla konu. Ég bið Möggu blessunar og votta börnunum Ásgeiri og Sólveigu og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar hjóna. Ólafur Nilsson. Margar af mínum fyrstu minning- um í lífinu snerta þá gesti sem voru hvað tíðastir í Smáratúninu hjá ömmu og afa þegar ég var að alast upp. Af öllum þessum gestum voru Magga frænka og Jónas alltaf í miklu uppá- haldi. Þau komu iðulega á sunnudög- um, uppáklædd í sitt fínasta púss og alltaf voru þau jafn hress og skemmti- leg. Það er ekki hægt að segja að fjöl- breytileikinn hafi ráðið ríkjum þegar þau hjónin tóku sunnudagsrúntinn sinn til Keflavíkur. Amma hafði alltaf safnað Víkurfréttum fyrir Jónas sem hann las svo spjaldanna á milli líkt og innfæddur Keflvíkingur og reykti pípuna sína með góðu lyktinni, á með- an afi sat hjá honum í stofunni og las sunnudagsmoggann. Amma og Magga sátu hins vegar við borðstofu- borðið, hlaðið kræsingum, og var um- ræðuefnið nánast alltaf hið sama, Siglfirðingar nær og fjær, lífs eða liðnir. Þær voru sem betur fer líklega sammála um að umræðuefnið væri óþrjótandi brunnur, enda hefur það enst þeim hingað til. Þessar frænkur og vinkonur gátu setið klukkustund- um saman og rætt þann undraheim sem Siglufjörður var á þeirra upp- vaxtarárum og sagt okkur hinum sög- ur hvor af annarri sem voru þó mis- jafnlega sannar. Þær áttu stundum til að vera ósammála um atburðarásir þess sem um var rætt eða jafnvel skyldleika milli bæjarbúa og þá urðu oft læti. Stundum var barið í borð þar til önnur gaf eftir, þó alltaf væri það gert meira í gríni en alvöru og aldrei varð þeim sundurorða. Þessar samverustundir sem við fjölskyldan áttum með Möggu og Jónasi eru ómetanlegar enda voru þau einstök bæði tvö og þeirra verður lengi minnst. Um leið og ég votta fjöl- skyldunni samúð mína, fyrir hönd okkar frændfólksins í Keflavík, vil ég þakka Möggu frænku fyrir allar skemmtilegu stundirnar. Júlía Jörgensen. Fyrstu kynni mín af Möggu Ólafs, eins og hún var alltaf kölluð, voru þeg- ar ég var níu eða tíu ára gamall. Ég var að keppa á gönguskíðamóti sem Jónas heitinn Ásgeirsson, maður Margrétar, stjórnaði af sinni alkunnu snilld og dugnaði. Kappið í mér var það mikið að ég kom stafalaus í mark vegna þess að mér þótti óþægilegt að hafa ólarnar um úlnliðinn eins og gera átti. „Komdu niður í búð til mín í fyrra- málið og ég skal kenna þér að halda á stöfunum,“ sagði Jónas við mig ný- kominn í mark og lafmóðan eftir keppnina. Ég mætti um leið og skóla lauk í verslunina Ásgeir, eins og búð þeirra hjóna hét, og þurfti Jónas fyrst að skreppa niður á Hafnarbryggju að sækja vörur sem þá voru fluttar sjó- leiðis til Siglufjarðar, smjörlíkiskass- ar voru teknir í þessari ferð og bíllinn fylltur. Ég fékk að bera kassa með Jónasi í bílinn og úr honum inn á lager í búðinni. Þetta var upphafið að göngu minni í einum af skólum lífsins, „Verslun- arháskóla Möggu og Jónasar á Siglu- firði“. Hjá þeim hjónum var ég síðan sendill í mörg ár og met það sem mik- ið happ fyrir mig. Bæði að kynnast starfinu og ekki síður að njóta sam- vista við þetta sómafólk. Jónas var skemmtilegur og uppá- tækjasamur grallari. Möggu haggaði fátt og hún var stoð og stytta Jónasar, oft inni á skrifstofu að vinna í papp- írum og halda þeim í röð og reglu. Mér er það minnisstætt hvað Magga hafði fallega rithönd og að mánaðar- kúnnar búðarinnar þurftu aldrei að velkjast í vafa um neitt þegar Magga færði vörukaupin í reikningabókina, hver hlutur var skrifaður niður ásamt upphæð, síðan lagt saman og rukkað einu sinni í mánuði. Magga var mér í raun og veru á þessum árum sem önnur móðir, sífellt að segja mér til og veita leiðsögn bæði hvað varðaði viðskipti svo og almenn- ar reglur sem börn og unglingar eiga að læra á mótunarárum sínum. Hún var mjög brosmild, annað var nátt- úrlega ekki hægt í þessu umhverfi sem búðin þeirra og lífið á Sigló var á þessum árum, alltaf mikið um að vera, fjölmargir kúnnar og stöðugur straumur fólks í bænum. Búðin þeirra var miðsvæðis og miklu stærri og mikilvægari heldur en Kaupfélagið, sem þó var stærra í fermetrum. Verslunin Ásgeir var í raun og veru aðalbúð og félagsmiðstöð bæjarins á þessum árum. En síldin hvarf og margir Siglfirð- ingar þurftu að flytja suður. Jónas og Magga þurftu þess líka – því miður. Enginn getur ímyndað sér hversu mikil blóðtaka það var fyrir Siglufjörð að sjá á eftir öllu þessu góða fólki sem fór vegna þess að vinna dróst saman. Allt hélt það þó áfram að vera góðir Siglfirðingar þótt það settist að víðs vegar um landið. Jónas og Magga settust að í höfuðborginni og Jónas vann sem bílasali hjá Sveini Egilssyni en Magga starfaði sem læknaritari. Mannkostir Möggu nutu sín vel í því starfi. Hún var lipur í samskiptum, mannglögg og samviskusöm og áfram róleg og brosmild. Ég naut þess að koma í heimsókn til þeirra í Reykjavík og rifja upp gömlu góðu dagana, fá góðar sögur og svara fyrirspurnum þeirra hjóna um fólk og málefni heima á Siglufirði, því alltaf fylgdust þau vel með öllu þar og þurftu að fá allar nýjustu upplýsing- arnar. Síðasta heimsókn mín og konu minnar til Möggu á heimili hennar í Kópavogi var rétt fyrir síðustu jól og var þar mikið rætt um m.a. landsmál- in og Siglufjörð. Á borðinu við hliðina á hægindastól hennar var merkilegt plagg, manntal fyrir Siglufjörð árið 1963. Magga sagðist oft fletta upp í þessu riti til að rifja upp rifja upp nöfn manna og um leið gamla atburði tengda þeim. Við vorum sammála um að þetta voru góðir tímar á Siglufirði. Við flettum líka upp ýmsum húsum á Siglufirði í manntalinu og alveg sér- staklega þessum sem voru með 10 og jafnvel fleiri íbúa skráða. Þá var oft þröngt setið. Hið mikla geymir minningin en mylsna og smælkið fer. (J. Þ.) Minningar mínar um Möggu og MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 27 MINNINGAR LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.