Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 13
ÞEIR sem hafa heimsótt Akranes á und- anförnum misserum hafa tekið eftir því að mörg fjölbýlis-, par- og einbýlishús hafa ris- ið í Flatahverfi í næsta nágrenni við sveitabæinn Steinstaði sem á árum áður stóð einn og yfirgefinn „langt uppi í sveit“. En í dag eru Steinstaðir miðpunkturinn í nýju íbúðahverfi sem risið hefur á undan- förnum árum. Lóðaframboð hefur alls ekki náð að anna þeirri eftirspurn sem hefur verið fyrir hendi á undanförnum mánuðum en Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverf- issviðs Akraneskaupstaðar, segir að á allra næstu dögum verði 16 einbýlishúsalóðir og 6 parhúsalóðir auglýstar til umsóknar og að auki verði þess ekki langt að bíða að 100 ein- býlishúsalóðir verði til reiðu í nýju hverfi, Skógarhverfi – en þar er gert ráð fyrir allt að 970 íbúðum. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir ein- býlis- og parhúsalóðum hér á Akranesi og það er hringt látlaust á skrifstofuna alla daga vegna slíkra mála. Og samkvæmt þeim tölum sem við höfum í höndunum verður slegið met í nýbyggingum á þessu ári. Árið 1977 voru byggðar 265 íbúðir en á þessu ári verða byggðar fleiri en 265 íbúðir á Akra- nesi, en ég treysti mér ekki til þess að segja nákvæmlega hve margar íbúðirnar verða. Til samanburðar voru byggðar 138 íbúðir á síðasta ári og þróunin er því jákvæð fyrir bæjarfélagið. Það er blússandi gangur í byggingaframkvæmdum hér á svæðinu.“ Þorvaldur segir ennfremur að á hverjum degi séu einstaklingar að spyrjast fyrir um lausar lóðir á Akranesi. Vegna eftirspurnar og þrýstings hafi bæjaryfirvöld brugðið á það ráð að breyta deiliskipulagi í Flata- hverfi, þar sem flest íbúðarhús hafa risið á undanförnum misserum, og á allra næstu dögum verði 16 einbýlishúsalóðir og 6 par- húsalóðir auglýstar til umsóknar. Stofnkostnaður lægri en á höfuðborgarsvæðinu „Það er verið að leggja lokahönd á deili- skipulag í nýju hverfi sem verður norðan og austan við Flatahverfið, en það svæði hefur fengið nafnið Skógarhverfi. Þar er gert ráð fyrir 970 íbúðum og í fyrsta áfanga verða um 10% þess svæðis skipulögð. Framhaldið verður síðan að ráðast eftir eftirspurn en ég tel að þess verði ekki langt að bíða að um 100 lóðir verði til ráðstöfunar í Skógarhverf- inu. Á næstu misserum verða fleiri einbýlis- og parhúsalóðir til ráðstöfunar þar sem búið er að byggja mikið af fjölbýlishúsum að undanförnu og það er tilfinning manna að ekki sé þörf á mikilli uppbyggingu á fjölbýl- um á allra næstu árum.“ Þorvaldur segir að stofnkostnaður hús- byggjenda á Akranesi sé mun lægri en gengur og gerist á höfuðborgarsvæðinu. „Lágmarksgatnagerðargjöld eru 1.700 þús- und kr. og hámarks gatnagerðargjöld eru 3 milljónir kr., eftir því hve stórt húsið á að vera, og við þetta bætast veitugjöld. En ég tel að þessi kostnaður sé aðeins brot af því sem gengur og gerist á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Þorvaldur, en hann telur að margir einstaklingar af höfuðborgarsvæð- inu hafi sýnt því áhuga að fá lóð á Akranesi og flytjast búferlum. „Ég hef tekið eftir því sjálfur er ég svara fyrirspurnum að margir þeirra sem eru að leita að lóð eru að hringja af höfuðborg- arsvæðinu. Sumir þeirra eru gamlir Skaga- menn sem vilja búa á Akranesi og halda áfram að starfa í Reykjavík en aðrir eru ein- faldlega að velta þeim kosti fyrir sér að flytja á Akranes vegna nálægðar bæjarins við Reykjavík. Ég er sannfærður um að lækkun á gangnagjaldinu í Hvalfjarðargöng hefur gert sitt og Akranes sé nú vænlegri kostur en áður til búsetu fyrir þá sem starfa í höfuðborginni.“ Það stefnir í metár í byggingarframkvæmdum á Akranesi „Gríðarleg eftir- spurn eftir lóðum“ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Elvar Gamalt og nýtt Byggðin í Flatahverfi er í næsta nágrenni við Safnasvæðið á Görðum og mun svæðið verða miðpunktur í nýja hverfinu. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 13 MINNSTAÐUR STURTUR & BLÖNDUNARTÆKI Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 525 0800 • www.badheimar.is VESTURLAND JENS Magnússon, húsasmíðameistari hjá Sveinbirni Sigurðssyni ehf., er byggingarstjóri í nýbyggingu sem verið er að reisa á Hvítanesreitnum svokallaða í miðbæ Akraness. Þar verður 800 m² versl- unarhúsnæði á jarð- hæð en á tveimur hæðum þar fyrir ofan verða íbúðir. Bygg- ingin er samtals um 4.000 m². Jens segir að vel hafi gengið að selja þær íbúðir sem fyr- irtækið hafi reist á Akranesi á und- anförnum árum og ekki sé loku fyrir það skotið að fyrirtækið muni halda áfram að byggja á Akranesi í nánustu framtíð. „Verðið á þeim íbúðum sem við erum að byggja hér við Kirkjubraut 12 er í hærri kant- inum miðað við það sem gerist og gengur á Akra- nesi en samt sem áður hefur gengið vel að selja þessar eignir. Fólk setur upp aðrar kröfur en áð- ur og þetta hús verður að mestu viðhaldsfrítt og það er einn af þeim hlutum sem fasteignakaup- endur eru farnir að velta meira fyrir sér. Ég vil sjálfur lítið koma nálægt viðhaldi á mínu heimili, þar vil ég fá frið frá vinnunni og ég tel að þeir sem eru með sumarhús kjósi fjölbýli í ríkari mæli enda er frítíminn verðmætari en áður í huga al- mennings,“ segir Jens en hann hefur ferðast á milli Reykjavíkur og Akraness undanfarin þrjú ár vegna vinnu sinnar. „Ég tel að Akranes sé að verða betri kostur til búsetu en áður og það eina sem ég sé neikvætt við þetta svæði er sú gjaldtaka sem á sér stað í Hvalfjarðargöngunum. Gjaldið hefur vissulega lækkað frá því sem áður var en það ætti að sjálf- sögðu að fella það niður og ég trúi því að svo verði í nánustu framtíð. En það er í raun ekkert mál að ferðast þessa vegalengd í vinnu og þetta er sú þróun sem hefur átt sér stað víðsvegar í ná- grenni við höfuðborgina. Það eru margir sem hafa flutt austur á Selfoss eða í Hveragerði og sömu sögu er að segja af Suðurnesjasvæðinu. Akranes hefur upp á margt að bjóða og er góður kostur til búsetu en ég er sjálfur ekki á því að flytja úr vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég bý,“ segir Jens. SS-verktakar eru með 16 manns í vinnu á Akra- nesi og fyrirsjáanlegt að þeim muni fjölga á næst- unni. „Við munum klára verslunarhúsnæðið fyrir jól og íbúðirnar verða klárar vorið 2006 og er bú- ið að ráðstafa helmingi þeirra nú þegar og stjórn- endur fyrirtækisins eru hæstánægðir með þær framkvæmdir sem SS-verktakar hafa tekið að sér á Akranesi. Það verður ekki slegið slöku við á næstunni því nú þegar er hafin framkvæmd við fjölnota íþróttahús á Jaðarsbökkum og þar verður nóg að gera næstu mánuði enda á það hús að vera klárt á næsta ári. Þar fyrir utan eru einhver önn- ur verkefni í farvatninu án þess að það sé klárt hvaða verkefni eru um að ræða. En það verður byggt meira á Akranesi næstu árin,“ sagði Jens. „Gengur vel að selja nýjar íbúðir“ Jens Magnússon, bygging- arstjóri SS-verktaka. LANDIÐ Eyrarbakki | Á 10 ára afmæli sýningaraðstöðu Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyr- arbakka, sem haldin var fyrir skömmu, var opnuð sýning í Eggjaskúrnum, sem vígður var með viðhöfn í fyrrahaust. Eggjaskúrinn var upphaflega reistur af Peter Nielsen, faktor og fuglafræðingi á Eyrarbakka, um 1892. Nielsen var mikill safnari og safnaði bæði eggjum og hömum fugla. Hann var frumkvöðull í fuglavernd- armálum og beitti sér fyrir frið- un arnarins í samvinnu við Bjarna Sæmundsson, sem komst á árið 1913. Það var síðan með fjárstuðn- ingi nokkurra Vestur-Íslend- inga, ættaðra frá Eyrarbakka, svo og menntamálaráðuneyt- isins, að ráðist var í endurbygg- ingu Eggjaskúrsins í sem næst upprunalegri mynd. Sumir telja þó rangnefni að kalla þetta litla fallega hús skúr. Þema grunnsýningarinnar í Eggjaskúrnum nú tengist upp- runalegu hlutverki hans, en það er Fuglar og fuglavernd. Þar eru sýndir uppstoppaðir fuglar og egg úr eigu Náttúrugripa- deildar byggðasafnsins. Í öðru lagi er minnst ferða Eyrbekkinga vestur um haf og landnáms þeirra í Kanada. Þar er og sýning til minningar um Peter Nielsen og störf hans að fuglarannsóknum. M.a. er þar skrifborð hans, svo og ýmsir munir og nokkur egg og fuglar. Loks er Fuglavernd með kynn- ingu á starfsemi sinni, Friðland- inu í Flóa, sem er í landi hins gamla Eyrarbakkahrepps og jafnframt eru tengsl Nielsens við fuglavernd og friðun arn- arins tíunduð. Eggjaskúrinn er opinn á sama tíma og safnið, frá kl. 11–17 út ágúst, en síðan um helgar frá kl. 14–17 út október. Sýning í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka Morgunblaðið/Jóhann Óli Frá sýningunni í Eggjaskúrnum. Í gegnum glugga á gólfinu sést gamalt búr eða matargeymsla sem kom í ljós þegar farið var að vinna að end- urbyggingunni. Eftir Jóhann Óla Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.