Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 35
Bandaríska leikkonan MarciaCross, sem trúlega er þekktust
fyrir að leika hina sérstöku Bree
Van De Kamp í þáttunum um Að-
þrengdar eiginkonur, er að fara að
ganga í það heilaga. Kaupsýslumað-
urinn Tom Mahoney bað hennar um
síðustu helgi, að því er Heidi
Lopata Slan, fjölmiðla-
fulltrúi leikkonunnar,
greindi frá í dag. „Hið
hamingjusama par hefur
ekki ákveðið hvenær brúð-
kaupið fer fram,“ sagði
Slan. Cross, sem er 43 ára,
er tilnefnd til Emmy-
verðlaunanna fyrir
leik sinn í Að-
þrengdum eig-
inkonum, en verð-
launin verða
afhent í næsta
mánuði.
Bandarískaleik- og
söngkonan Court-
ney Love var á
föstudag dæmd til að
fara í 28 daga langa
meðferð vegna fíkniefnaneyslu,
en Love viðurkenndi grátandi
fyrir réttinum í Los Angeles í
dag að nota eiturlyf og þar
með brjóta skilorð. Love var
gert að hefja meðferðina strax
í dag. Howard Weitzman,
lögmaður Love, segir að
hún muni taka með-
ferðina alvarlega.
„Hún er ákveðin í því
að koma lífi sínu á
réttan kjöl,“ sagði
Weitzman eftir að
dómur hafði verið
kveðinn upp.
Love er söngkona
hljómsveitarinnar
Hole og ekkja Kurts
Cobains, söngvara
Nirvana. Hún er
þekkt fyrir villt líf-
erni.
Fólk folk@mbl.is
Í JANÚAR árið 1980 var kvik-
myndin Land og synir eftir
Ágúst Guðmundsson frumsýnd
og markaði það upphaf íslenska
kvikmyndavorsins svokallaða.
Þessara tímamóta verður nú
minnst í Kaupmannahöfn og Ár-
ósum þar sem íslensk kvik-
myndahátíð, Kalt ljós (Kold Lys),
hefst hinn 1. september næst-
komandi og stendur út mánuðinn.
Á hátíðinni verða sýndar 17 ís-
lenskar kvikmyndir sem gerðar
voru á árunum 1980–2005.
Dagskráin hefst hinn 1. sept-
ember á því að Henning Camre,
forstöðumaður Dönsku kvik-
myndastofnunarinnar, býður
gesti velkomna. Síðan opnar Þor-
steinn Pálsson, sendiherra Ís-
lands í Danmörku, hátíðina.
Hilmar Oddsson kynnir mynd
sína, Kaldaljós, og að sýningu
lokinni ber Siggi Hall fram ís-
lenskt góðgæti.
Föstudaginn 2. september
verður haldin forsýning á Nicel-
and eftir Friðrik Þór Friðriksson,
en myndin verður frumsýnd í
Danmörku hálfum mánuði síðar.
Friðrik Þór verður viðstaddur
og svarar spurningum áhorfenda.
Hinn 3. september fer svo
fram málþing um íslenska kvik-
myndagerð. Þeir Hilmar Odds-
son, Dagur Kári og Friðrik Þór
taka þátt í málþinginu sem fram
fer í Cinemateket í Kaupmanna-
höfn. Auk þess flytur Laufey
Guðjónsdóttir, forstöðumaður Ís-
lensku kvikmyndastöðvarinnar,
erindi og tekur þátt í umræðum.
Síðar um daginn kynnir Dagur
Kári svo verðlaunamynd sína
Nóa albinói og stuttmynd sína
Old Spice.
Kvikmyndir | Íslensk kvikmyndahátíð í Danmörku
Kalt ljós
Úr kvikmyndinni Land og synir. Sigurður Sigurjónsson og Jón Sigurbjörnsson í hlutverkum sínum.
Kvikmyndahátíðin fer fram í
Cinemateket í Kaupmanna-
höfn dagana 1. til 22. sept-
ember og í Øst for Paradis í
Árósum 23. til 29. sept-
ember.
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu
Miðasala opnar kl. 17.15Sími 551 9000
Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 10.15 b.i.14Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Sýnd kl. 5.30 Í þrívídd
kl.
Sýnd kl. 6 Í þrívídd
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
KVIKMYNDIR.IS
I I .I
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.50 B.i 10 ára
Sýnd kl. 5.30 og 8 B.i 10 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR
Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
WWW. XY. IS
WWW. XY. IS
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
kl.
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i 16 ára
H.J. / Mbl.. . l.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI
H.J. / Mbl.. . l.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI
☎553 2075
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 35
BÆKUR Jaspers Ffordes um
bókalögreglukonuna Thursday
Next eru mikið skemmtiefni þeim
sem á annað borð hafa áhuga á
bókum. Í bókunum þeim er grúi af
bókmenntalegum tilvísunum og af-
káralegum útúrsnúningi, en Next
fæzt einmitt við ýmislega bóka-
glæpi – til að mynda var Jane
Eyre rænt úr samnefndri skáld-
sögu í fyrstu bókinni. Fjórða bókin
í sagnabálkinum um Thursday
Next, Something Rotten, var og sú
síðasta, en aðdáendum Ffordes er
það mikill léttir að hann hefur
byrjað á nýjum bókaflokki sem
gerist í sama heimi og Thursday
Next-bækurnar og hefst með The
Big Over Easy.
The Big Over Easy segir frá lög-
reglumanninum Jack Spratt sem
er traustur en óspennandi, í það
minnsta finnst yfirmönnum hans
svo því í heimi Jaspers Ffordes
hafa menn mestar mætur á þeim
lögreglumönnum sem ná að selja
sögur sínar í tímarit og sjónvarps-
þætti. Fjandi Spratt er einmitt svo
laginn við það að
hann er talinn
fremstur allra
þótt mörg þau
mál sem hann
upplýsir séu
vafasöm í meira
lagi.
Glæpirnir sem
Spratt rannsakar
snúast um ýmis atvik í ævintýrum,
til að mynda tekur hann að sér
rannsókn vígsins á úlfinum Wolff
sem lenti í potti hjá grís, en Spratt
færir rök að því að þrír grísir hafi
bundist samtökum um að myrða
saklausan úlfinn. Það verða honum
því mikil vonbrigði þegar kviðdóm-
ur, sem skipaður er grísum, sýknar
grísina. Þau vonbrigði gleymast þó
fljótt er hann tekur til við annað
mál öllu snúnara – Humpty
Dumpty finnst látinn í bakgarði
þar sem hann var vanur að sitja á
vegg löngum stundum. Við fyrstu
sýn er sem hann hafi svipt sig lífi
með því að kasta sér fram af
veggnum, en síðan kemur í ljós að
það er maðkur í mysunni. Margir
eru grunaðir enda var Dumpty
ekki bara ósvífinn fjárglæframaður
heldur líka annálaður kvennabósi
og drykkjurútur, en Jack Spratt er
líklegastur til að leysa úr flækjunni
þrátt fyrir tilhneigingu hans til að
drepa risa (þrír fallnir í valinn þeg-
ar hér er komið, en Spratt segir að
aðeins einn þeirra hafi beinlínis
verið risi, hinir bara hávaxnir og
þetta var allt saman slys).
Fforde er einkar gamansamur
höfundur og vel að sér í bók-
menntasögunni. Í The Big Over
Easy snýr hann út úr barna-
ævintýrum af mikilli íþrótt og sýn-
ir á þeim óvæntar og skondnar
hliðar – víst eru þau uppfull af
hryllingi og glæpsamlegu athæfi
þegar grannt er skoðað. Fléttan er
líka skemmtilega snúin og ekki
spillir aukasagan sem lýtur að því
hvernig stjörnulöggan Friedland
Chymes hefur haldið sér á forsíðu
glæpatímarita og einnig það er
Prómeþevs flytur inn til Spratt-
hjónanna sem leigjandi og svo má
telja – heimurinn sem Fforde hef-
ur skapað í bókunum um Thursday
Next er frábær skemmtun bóka-
áhugamönnum en bækurnar reynd-
ar ágæt lesning fyrir alla þá sem
hafa gaman af glæpasögum sem
vel kryddaðar eru fáránleika.
Vel kryddað fáránleika
The Big Over Easy, glæpasaga eftir
Jasper Fforde. Hodder & Stoug-
hton gefur út 2005. 400 síður innb.
Árni Matthíasson
Þær kvikmyndir sem sýndar verða á
íslensku kvikmyndahátíðinni í Dan-
mörku eru:
Land og synir (Land og sønner) frá
1980 eftir Ágúst Guðmundsson.
Hrafninn flýgur (Når ravnen fly-
ver) frá 1984 eftir Hrafn Gunn-
laugsson.
Börn náttúrunnar (Naturens børn)
frá 1991 eftir Friðrik Þór Frið-
riksson.
Cold Fever frá 1995 eftir Friðrik
Þór Friðriksson.
Djöflaeyjan (Djævelens Ø) frá 1996
eftir Friðrik Þór Friðriksson.
Ungfrúin góða og húsið (Husets
ære) frá 1999 eftir Guðnýju Halldórs-
dóttur.
Englar alheimsins (Universets
engle) frá 2000 eftir Friðrik Þór Frið-
riksson.
Íslenski draumurinn (Den islandske
drøm) frá 2000 eftir Róbert Douglas.
101 Reykjavík frá 2000 eftir Balt-
asar Kormák.
Lalli Johns (På røven i Reykjavik)
frá 2001 eftir Þorfinn Guðnason.
Hafið (Havet) frá 2002 eftir Baltas-
ar Kormák.
Nói albínói frá 2003 eftir Dag
Kára.
Niceland frá 2004 eftir Friðrik Þór.
Kaldaljós (Cold Light) frá 2004 eft-
ir Hilmar Oddsson.
How Do You Like Iceland? frá
2005 eftir Kristínu Ólafsdóttur.
Síðasti bærinn í dalnum (The Last
Farm) frá 2005 eftir Rúnar Rún-
arsson.