Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 37  Sýningartímar sambíóunum ÁLFABAKKI ÞEIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT! EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON Herbie Bjallan sem getur allt er komin aftur og fær hin sæta Lindsay Lohan (“Freaky Friday”, “Mean Girls”) að keyra hana Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla. HERBIE... kl. 4.20-6.30-8.40 DECK DOGZ kl. 6 - 8 - 10 THE ISLAND kl. 10.40 B.i. 16 ára. THE PERFECT MAN kl. 4.20 - 8 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4-6.15 BATMAN BEGINS kl. 10 B.i. 12 ára. SKELETON KEY kl. 8 - 10 HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8 THE ISLAND kl. 10 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 6 HERBIE FULLY LOADED kl. 8 SIN CITY kl. 10 FANTASTIC FOUR kl 8 WHO´S YOU DADDY kl.10.10 KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Herbie Bjal an se getur al t er ko in aftur og f r hin s ta Lindsay Lohan (“Freaky Friday”, “ ean Girls”) að keyra hana  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. RÁS 2 SKELETON KEY kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára SKELETON KEY VIP kl. 8.15 - 10.30 DECK DOGZ kl. 4 - 6 - 8 - 10 HERBIE FULLY... kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 THE ISLAND kl. 5.45 - 8 - 10.30 B.i. 16 ára THE ISLAND VIP kl. 4 KICKING AND SCREAMING kl. 3.50 - 8.15 MADAGASCAR m/ensku.tali kl. 4 - 10.30 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4 - 6 Í HEIMILDARMYNDINNI Ása amma, sem sýnd var í Sjónvarpinu síðastliðið fimmtudagskvöld, er fjallað um undarlegt og sársauka- fullt mál sem upp kom hjá fjöl- skyldu einni í Reykjavík nýverið. Konu á níðræðisaldri var haldið á heimili dóttur sinnar í tæpt ár en á þeim tíma var öðrum aðstand- endum meinað að hafa nokkur sam- skipti við hana. Það sem virðist hafa vakað fyrir dótturinni að sögn hinna ættingjanna var að komast yfir eignir gömlu konunnar, einkum íbúð hennar við Hringbraut, og misnota þannig ástand hennar sem komin var með fyrstu einkenni Alz- heimer-heilahrörnunarsjúkdómsins. Var það ekki fyrr en gamla konan var lögð inn á sjúkrahús til rann- sókna nær ári síðar að ættingjar náðu sambandi við hana aftur og samið var um að hún kæmist í hjúkrunarpláss á elliheimili og dótt- irin fengi íbúðina, en þó ekki án þess að greiða fyrir hana eins og hún hafði reynt í fyrstu. Í heimildarmyndinni er gefin áhugaverð innsýn í þetta ótrúlega mál með því að ræða við þá ætt- ingja sem stóðu ráðþrota gagnvart atviki sem þau lýsa sem mannráni, misbeitingu og tilraun til yfirtöku á eignum aldraðrar konu. Þar er stuðst við viðtöl við bróðurdóttur og þrjú barnabörn gömlu konunnar, sem kölluð er Ása amma. Vanda- málið var hins vegar það að atburð- urinn átti sér stað innan vébanda fjölskyldunnar, og tilraunir þeirra til þess að leysa fangann úr ein- angruninni báru engan árangur. Með því að miðla þessari sögu koma kvikmyndagerðarmaðurinn og viðmælendur ákveðnum spurn- ingum á framfæri, sem varða ekki síst réttindi aldraðra. Einn viðmæl- enda bendir á að börn og jafnvel hesturinn eigi sér talsmann, en svo virðist sem enginn gæti hagsmuna aldraðra. Einnig vakna spurningar um hvernig hagsmunir þeirra sem glíma við andlega fötlun eru tryggðir gagnvart hvers kyns mis- notkun. Í myndinni kemur fram að aðstandendur Ásu ömmu ráku sig á það að ekkert var hægt að gera til þess að rjúfa einangrun hennar eða koma henni til aðstoðar, hvort sem leitað var til lögreglu, heilbrigðisyf- irvalda, félagsmálayfirvalda eða kirkjunnar, sem verður að teljast alvarlegt í ljósi þess að hún var haldin alvarlegum sjúkdómi. Það kemur t.d. fram að barnabörnin reyndu að koma með lyf til Ásu ömmu snemma á tímabilinu, en var ekki hleypt inn. Fyrir vikið sátu þau uppi með óvissu um hvort Ása amma fengi þau lyf og þá með- höndlun sem hún þurfti á að halda. Þó var það ekki fyrr en dóttirin reyndi að eignast íbúð gömlu kon- unnar að málið varð að lögreglu- máli. Í myndinni er ekki einungis fjallað um óvenjulegan glæp og misbeitingu sem sýnir fram á brotalöm í kerfinu gagnvart mál- efnum aldraðra. Einnig er um að ræða mál sem á sér stað innan fjöl- skyldu og verður þeim mun flókn- ara fyrir vikið. Eitt barnabarnanna tjáir sig t.d. um það undir lok myndarinnar, að dóttirin og maki hennar hefðu hugsanlega getað ver- ið dæmd hefðu ættingjarnir fylgt eftir þeim kærum sem settar voru fram meðan Ása amma var í haldi. En hver vill koma dómi yfir ætt- ingja sína? Þá útskýrir annað barnabarn af hverju Ása amma vildi ekki sjálf koma fram í mynd- inni. Hún vill þrátt fyrir allt vernda dóttur sína, gerandann í málinu, og þykir þetta dapurlegt mál sem hún vill síður tjá sig um. Þetta þýðir þó ekki að glæpurinn hafi ekki verið framinn og fjallar myndin því ekki síður um þann sársauka sem situr eftir vegna þess óréttar sem Ása amma var beitt og þess skaða sem ekki verður aftur tekinn. Þannig verður heimildarmyndin sem slík e.t.v. vettvangur fyrir ættingjana til þess að tjá sig um óréttlætið sem átti sér stað og til þess að benda á sekt gerendanna í málinu. Í þessu samhengi verður þögn gerandans, sem svaraði ekki fyrirspurnum um að koma fram í myndinni með sitt sjónarmið í málinu, þrúgandi. Höfundur myndarinnar notar myndmál og stíl markvisst til að gefa umfjölluninni ákveðið yf- irbragð. Hann velur t.d. að hafa myndina í svarthvítu sem gefur henni drungalegt yfirbragð. Óviss- an sem ríkir í málinu er einnig áréttuð með því að sýna umhverfið umvafið þoku og myndskreyting umfjöllunarinnar er að stórum hluta fólgin í því að sýna lokuð hús og hýbýli utan frá séð. Staðið er bak við luktar dyr, reynt er að skyggnast inn um glugga og meint- ir gerendur í málinu sjást í eitt skipti stuttlega inn um bílglugga áður en þeir hafa sig á brott til að forðast samskipti við kvikmynda- gerðarmanninn og sonarson Ásu sem sitja fyrir þeim. Þessi áhersla á þoku og glugga sem reynt er að gægjast inn um er lýsandi fyrir stöðu ættingjanna gagnvart málinu. En á sama tíma endurspeglar myndmálið stöðu kvikmyndagerð- armannsins gagnvart viðfangsefn- inu. Hann hefur aðeins aðgang að þeirri hlið málsins sem snertir hina ráðalausu áhorfendur þess. Hann verður jafnvel hluti af framvind- unni, þar sem hann byrjar fyrst að ræða við aðstandendur meðan Ása amma er enn í haldi. Við miðlun umfjöllunarefnisins er frásagnarrödd kvikmyndagerð- armannsins sjálfs lítt áberandi, og bregður aðeins stuttlega fyrir. Þannig er áherslan í myndinni fólg- in í því að láta ættingjana sjálfa skýra frá málsatvikum og tjá sig um leið um líðan sína vegna máls- ins. Þessi nálgunaraðferð gerir það að verkum að stundum virðast málsatvik áhorfandanum óljós. Á köflum þyrstir mann sem áhorfanda til dæmis að vita meira um þær leiðir sem aðstandendur fóru til að leita úrræða og hver viðbrögðin voru af hálfu kerfisins til þess að fá betri innsýn í það hverjar brotalam- irnar eru. Þá hefði mátt koma skýr- ar fram að Ása amma glímdi við Alzheimer-sjúkdóminn, en það er mikilvægur þáttur í málinu og ekki sagt berum orðum fyrr en seint í myndinni. Um flestar þessar spurn- ingar má álykta um svör út frá upp- lýsingum sem gefnar eru, en það hefði skerpt á umfjölluninni hefði kvikmyndagerðarmaðurinn leitast við að setja þessi atriði í skýrara samhengi. Hér má spyrja hvort áherslan á brotalamir í rétt- arkerfinu, sem reynt er að koma áleiðis í myndinni, víki fyrir áhersl- unni sem lögð er á fylgjast með því hvaða tilfinningalegu áhrif málið hafði á viðmælendurna. Sá þáttur myndarinnar er vissulega áhuga- verður og umfjöllunarefnið eft- irminnilegt. Því verður ekki annað sagt um Ásu ömmu en að hér sé um hugarakka heimildarmyndargerð að ræða. En þar sem viðfangsefnið er bæði viðkvæmt, flókið og krefjandi hefðu ögn meiri úrvinnsla og skýr- ari framsetning á málsatvikum styrkt hana enn frekar. Þegar ömmu var rænt Sjónvarp Heimildarmynd Leikstjórn, handrit og klipping: Þorsteinn J. Þetta líf. Þetta líf ehf. 2005. Ása amma „Höfundur myndarinnar notar myndmál og stíl markvisst til að gefa um- fjölluninni ákveðið yfirbragð. Hann velur t.d. að hafa myndina í svart-hvítu sem gefur henni drungalegt yfirbragð,“ segir meðal annars í umsögn Heiðu um Ásu ömmu. Heiða Jóhannsdóttir Síðasti þáttur í fimmtu þáttaröðsjónvarpsþáttanna Six Feet Under var sýndur í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag. Þegar hefur verið greint frá því að fimmta þáttaröðin verði jafnframt sú síð- asta. Sx Feet Under segja frá fjöl- skyldu sem rekur útfararstofu. Þættirnir hafa notið mikilla vin- sælda frá upphafi og víst er að mörgum áhorfendum þyki það súrt í broti að ekki verði framleiddir fleiri þættir. Hugmyndasmiður þáttanna, Alan Ball, leikstýrði og skrifaði síðasta þáttinn en Ball hlaut á sínum tíma Óskarsverðlaun fyrir handritið að kvikmyndinni American Beauty.    Nú hefur verið tilkynnt hvaðamyndir verða sýndar á kvik- myndahátíðinni í New York sem hefst þann 9. október næstkomandi. Good Night and Good Luck í leikstjórn leikarans George Cloon- ey verður meðal þeirra 18 mynda sem keppa um Gullna ljónið á hátíð- inni. Myndin segir frá áhrifum McCarthyismans á bandarískt sam- félag. Manderlay eftir Lars Von Trier, Breakfast on Pluto eftir Neil Jor- dan og L’Enfant eftir Dardenne- bræðurna eru einnig meðal þeirra mynda sem valdar hafa verið til þátttöku, en sú síðastnefnda vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu. Myndir frá Póllandi, Suður- Kóreu og Japan keppa meðal ann- ars til úrslita í New York. Leikstjórinn Mike Leigh vann Gullna ljónið á hátíðinni í fyrra fyr- ir myndina Vera Drake.    Það gerist nú í auknum mæli aðtónlistarmenn geri samninga við fyrirtæki þess eðlis að umrædd fyrirtæki eigi einkarétt á sölu á tiltekinni plötu tónlist- armannanna. Bob Dylan gerði á dögunum slíkan samning við Starbucks- kaffihúsakeðjuna. Kántrýtónlistarmað- urinn Garth Brooks gerði svo á dögunum samning við Wal-Mart- verslanakeðjuna í Bandaríkjunum um sölu á nýjustu plötu sinni. Brooks er einn söluhæsti tónlist- armaður allra tíma í Bandaríkj- unum en hann hætti að koma fram opinberlega árið 2001. Hann á heiðurinn á lögum á borð við „Friends in Low Places“, „Shameless“ og „Longneck Bottle“. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.