Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NEW INSIGHTS INTO ADVERTISING ATTENTION AND EFFECTIVENESS
NÁMSTEFNA SAU OG BIRTINGAHÚSSINS 8. SEPTEMBER
LEAVING
FOOTPRINTS
IN THE MIND
Hinn heimskunni hollenski fræðimaður Rik Pieters mun halda fyrirlestur á
námstefnu SAU og Birtingahússins á Hótel Loftleiðum fim. 8. september.
Rik Pieters er prófessor í markaðsfræðum og deildarforseti markaðsfræðideildar Tilburg
háskóla í Hollandi. Meðal sérsviða hans eru mælingar á virkni auglýsinga en hann er í fremstu
röð fræðimanna á sviði prentauglýsinga.
Umfjöllunarefni námstefnunnar
• Margt af því sem við teljum okkur vita um hvernig auglýsingar virka er rangt
• Prentauglýsingar eru meðal áhrifaríkustu auglýsinga sem til eru - ef þær eru rétt gerðar!
• Hver eiga stærðarhlutföll texta, mynda og vörumerkis í prentauglýsingum að vera?
• Hvaða máli skipta verðtilboð í vikulegum tilboðsauglýsingum?
• Hvaða máli skiptir frumleiki í auglýsingahönnun?
• Hvaða máli skipta upplýsinga- og skemmtigildi í auglýsingum?
• Hversu oft á að birta prentauglýsingar?
• Hvernig á að forprófa og eftir á prófa prentauglýsingar?
• Hvað er athugavert við íslenskar blaða- og tímaritaauglýsingar?
Fyrir hverja?
Námsstefnan er ætluð forstjórum/framkvæmdastjórum og æðstu yfirmönnum markaðsmála,
starfsfólki auglýsingastofa, birtingahúsa, markaðsrannsóknafyrirtækja og prentmiðla.
Skráning og fjöldi þátttakenda
Skráning fer fram á sau@sau.is. Takmarkaður sætafjöldi. Verð kr. 19.900.
Ráðstefnugögn og léttar veitingar innifalin í verði.
JÓN Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, segir að hamfarirnar í
Bandaríkjunum og björgunarað-
gerðir í kjölfar þeirra gefi íslenskum
yfirvöldum og viðbragðsaðilum ærið
tilefni til að gefa gaum að því hvern-
ig brugðist yrði
við meiriháttar
hamförum á höf-
uðborgarsvæð-
inu. Engin við-
bragðsáætlun
vegna brottflutn-
inga á fólki í tug-
þúsundatali frá
þéttbýlasta
byggðarkjarnan-
um er fyrir hendi.
„Það er ekki til nein áætlun eða
svar við því hvernig við myndum
bregðast við stærstu hamförum á
þéttbýlasta byggðarkjarnanum,“
segir Jón. „Það hefur kannski verið
reynt að hugsa fyrir slíku að ein-
hverju leyti en ekki prufuð nein
áætlun í raun og veru.“
Jón segir viðbragðsaðila þó hafa
stigið mjög mikilvæg skref til hins
betra á undanförunum árum, t.d.
með því að sameina aðila undir einu
þaki samræmingarstjórnstöðvar í
Skógarhlíð.
Hjálparstarf hægt af stað
„Það sem kemur manni á óvart
varðandi fellibylinn Katrínu er
hversu hægt hjálparstarf virðist
hafa farið af stað. Það læðist að
manni sá grunur að hlutirnir hafi
þróast á þennan hátt vegna víðfeðms
skrifræðis og stofnanakerfis í
Bandaríkjunum. Í þessu ljósi tel ég
að íslenskir viðbragðsaðilar hafi
styrkt sig mjög með sameiningu
allra aðila. Það eru ekki nema örfá
ár síðan sex til sjö stjórnstöðvar
voru starfandi hér og þar í borginni.
Þegar eitthvað gerðist þurfti að
samræma þessar stöðvar en það
heyrir nú sögunni til, sem betur
fer.“
Jón segir að nú sé verið að skipu-
leggja viðbrögð við meiriháttar
hamförum, t.d. Kötlugosi. „Ef gos
verður í vestanverðum Mýrdalsjökli
koma hlaupin niður Markarfljótið og
það er verið að gera miklar rýming-
aráætlanir þar að lútandi. Það er því
margt sem hefur þróast til hins
betra á sviði almannavarna- og
björgunarmála hérlendis á allra síð-
ustu árum. En á hinn bóginn leiða
hamfarirnar í Bandaríkjunum hug-
ann að því hvernig við erum í raun
stödd gagnvart áþekkum stóráföll-
um á höfuðborgarsvæðinu. Hvernig
yrði staðið að málum ef þar skap-
aðist veruleg hætta á skala sem við
höfum aldrei séð áður? Ég held að
við þurfum að taka verulega til
hendinni hvað þetta varðar og í því
tilliti þurfum við að fara yfir þá
möguleika sem við höfum á að rýma
svona fjölmennt svæði og skilgreina
þær bjargir sem við höfum. Ekki
síst þarf að skilgreina hlutverk
hvers og eins ef mikil vá steðjar að.
Að mínu mati eru þetta atriði sem
þarf að hafa áhyggjur af.“
30 þúsund manna brott-
flutningur – engin svör
Jón segir því að ekki séu til svör
við því hvernig ætti að flytja allt að
30 þúsund manns burt úr borginni,
þar með talið hvernig ætti að standa
að rýmingu spítala og sjúkrastofn-
ana auk brottflutnings almennings.
Jón segir það hreinlega ekki vitað
hvernig björgunarsveitir stæðu að
vígi gagnvart slíkum risaverkefnum.
„Ef við lítum til Bandaríkjanna þá er
alveg ljóst að yfirvöld gerðu sér
grein fyrir því að New Orleans hafði
veika bletti. Þegar fellibylurinn
gekk yfir varð versta martröð sem
hugsast gat að veruleika. Í kjölfar
þessa atburðar veltir maður því fyrir
sér hvort íslensk yfirvöld hafi í fullri
alvöru gert sér grein fyrir afleiðing-
um þess versta sem gæti komið fyrir
á höfuðborgarsvæðinu. Vissulega
höfum við fengist við mjög alvarlega
atburði á fámennum stöðum eins og
Flateyri og Súðavík. Við getum ráð-
ið við leit og björgun sem þarf að
fara fram undir þeim kringumstæð-
um en hvernig yrði það ef stórkost-
leg ógn vofði yfir höfuðborgarsvæð-
inu? Við þurfum því að skoða okkar
stöðu hvað þetta snertir.“
Eru viðbragðsaðilar búnir undir miklar hamfarir á höfuðborgarsvæði?
Engin sértæk viðbragðs-
áætlun til um brottflutning
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Reuters
Jón Gunnarsson segir það koma á óvart hversu hægt hjálparstarf virðist hafa farið af stað í Bandaríkjunum.
Jón Gunnarsson
FÉLAG hópferðaleyfishafa (FH)
hyggst kæra, til kærunefndar út-
boðsmála, útboð ríkisins á sér-
leyfisleiðum næstu þrjú árin. Þá
mun félagið einnig kæra útboðið
til Samkeppniseftirlitsins.
Segir m.a. í kæru FH að það
skekki samkeppnisstöðu fyrir-
tækja sem taka þátt í útboðinu
að gert sé ráð fyrir því að sér-
leyfishafar hafi aðstöðu við BSÍ
og borgi Kynnisferðum fyrir að-
stöðu og þjónustu.
Í viðaukum við drög að verk-
samningum er gert ráð fyrir
framleigusamningi sérleyfishafa
við Kynnisferðir ehf. um aðstöðu
á Umferðarmiðstöð BSÍ en
Kynnisferðir eru með hana á
leigu. Kynnisferðir eru stór aðili
á fólksflutningamarkaði og er
gert ráð fyrir því í útboðslýsingu
að Kynnisferðir sjái um alla far-
miðasölu fyrir sérleyfishafa,
símsvörun og upplýsingaveitu á
afgreiðslutíma. Þóknun Kynnis-
ferða fyrir þessa þjónustu er
10% af söluvirði allra farmiða
sérleyfishafa. Þar að auki þarf að
greiða Vegagerðinni 350.000
krónur í aðstöðugjald í hverjum
mánuði.
Samkeppni mjög skekkt
Að mati kærenda hafa Kynn-
isferðir óeðlilegt forskot taki þeir
þátt í útboðinu, þar sem skilyrði
fyrirtækisins kveði á um aðstöðu
sérleyfisbílanna við Umferðar-
miðstöðina.
Kynnisferðir hafi af þeirri að-
stöðu verulegar tekjur og skapi
það grófan aðstöðumun milli
væntanlegra bjóðenda. Benedikt
Guðmundsson, formaður FH,
segir það mat lögfræðinga fé-
lagsins að hér sé um að ræða
skýr brot á samkeppnislögum og
-reglum. „Í kærunni, sem berst á
morgun, er frekar tíundað hvað
það er sem við teljum athuga-
vert,“ segir Benedikt og bætir
við að það sé skoðun fé-
lagsmanna að með þessum út-
boðsplöggum og drögum að
verksamningum sem þar eru sé
gróflega á þeim brotið. Þar sé
samkeppni mjög skekkt.
Kærir útboð á sérleyfisleiðum til
Samkeppniseftirlits og kærunefndar
Telja gróflega
á sér brotið
ÞRÍR guðfræðingar voru vígðir til
prestsþjónustu við guðsþjónustu í
Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.
Vígðar voru Ása Björk Ólafsdóttir
til Fríkirkjunnar í Reykjavík, Guð-
rún Eggertsdóttir til prestsþjón-
ustu á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og Sjöfn Þór til
Reykhólaprestakalls í Vest-
fjarðaprófastsdæmi.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, framkvæmdi vígsluna, og
séra Hjálmar Jónsson, dóm-
kirkjuprestur, þjónaði fyrir altari.
Vígsluvottar voru: Sr. Agnes Sig-
urðardóttir, prófastur, dr. Arn-
fríður Guðmundsdóttir, sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson, fríkirkjuprest-
ur, sr. Sigfinnur Þorleifsson,
sjúkrahússprestur og sr. Kristján
Valur Ingólfsson, sóknarprestur.
Séra Ingiberg J. Hannesson, fv.
prófastur, lýsti vígslu.
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
F.v.: Ása Björk Ólafsdóttir, Guðrún
Eggertsdóttir og Sjöfn Þór.
Þrjár konur
vígðar til prests
ÍSLENSKA er ofarlega á baugi hjá
fræðimanninum dr. Tom Lundskær-
Nielsen, en hann gagnrýnir bresk
stjórnvöld fyrir litla áherslu á erlend
tungumál. Þar í landi eru nemendur
ekki skyldugir til að læra önnur mál
eftir 14 ára aldur.
Í grein BBC segir frá því að dr.
Lundskær-Nielsen telji þessa
stefnu, samfara minnkandi tungu-
málakunnáttu Breta, hreina hörm-
ung. Í deild dr. Lundskær-Nielsen
er kennd íslenska, sem styrkt er af
íslensku ríkisstjórninni, en allt að 15
manns hefja íslenskunám þar á ári.
Dr. Lundskær-Nielsen segir nýjar
tölur um lækkandi tungumálakunn-
áttu Breta þýða ört versnandi sam-
keppnisstöðu þjóðarinnar.
Að þekkja sína viðskiptamenn
Vaxandi viðskiptahagsmunir eru
einnig mikilvægur póll í umræðunni
að mati dr. Lundskær-Nielsen. Segir
hann hættu á að missa af grundvall-
artækifærum í viðskiptum og samn-
ingaviðræðum nú þegar æ fleiri ís-
lensk fyrirtæki vilji fjárfesta
erlendis, m.a. í Bretlandi. „Þú lærir
ekki bara tungumálið, þú lærir líka
um menningu þjóðar og bakgrunn,“
segir dr. Lundskær-Nielsen. „Á öll-
um sviðum lífsins, hvort sem um er
að ræða viðskipti eða pólítík, skiptir
það máli. Menn missa af tækifærun-
um ef þeir eru í viðskiptum við fólk
sem þekkir þeirra eigin bakgrunn en
þeir hafa sjálfir enga slíka þekk-
ingu.“
Í grein BBC segir ennfremur að
íslenska sé bæði flókin og erfið, með
ólíkum endingum á orðum og fjöl-
breyttum fallbeygingum. Annar
kennari við skólann, dr. Daisy Nej-
mann, bendir ennfremur á að ís-
lenska sé tungumál sem margt sé
hægt að græða á því að læra. „Ef þú
getur lært íslensku geturðu lært
hvaða tungumál sem er,“ segir dr.
Nejmann og bætir við að íslenska sé
skapandi tungumál sem finni upp sín
eigin orð fyrir nýja hluti.
Prófessorar við
breskan háskóla
Hvetja til
íslensku-
náms