Morgunblaðið - 05.09.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Silkipeysur - ullarpeysur
Flauelsbuxurnar
eru komnar
Laugavegi 84 ● sími 551 0756
Einn splunkunýr
Ford Mustang, Premium + aukahlutir, árgerð 2005.
Verð áður
3.990 þús.
Verð nú
3.500 þús.
staðgreitt
Upplýsingar
í síma 864 1202
á kvöldin.
SIGRÚN Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Kópavogi, seg-
ir að í tillögum Samfylkingarinnar
um úthlutun á byggingarétti fyrir
íbúðarhúsnæði, sem lagðar voru
fram í bæjarstjórn sl. þriðjudag, sé
lagt til að ef tveir aðilar eða fleiri
eru að loknu mati á umsóknum
jafnir og uppfylla allir skilyrði fyrir
úthlutun á byggingarétti, skuli skil-
yrðislaust dregið um það hverjum
verður gefinn kostur á lóð. Þessari
tillögu hafi verið einróma vísað til
umfjöllunar bæjarráðs.
Fram kom í frétt Morgunblaðsins
sl. föstudag um tillögur að úthlut-
unarreglum sem meirihlutinn hefur
lagt fram, að þar er lagt til að skil-
yrðislaust skuli draga um hver fái
lóð ef um tvo eða fleiri jafnhæfa að-
ila sé að ræða. Tillögur meirihlut-
ans voru lagðar fram í bæjarráði sl.
fimmtudag en Sigrún bendir á að
tillögur Samfylkingarinnar um
breytingar í þessa veru hafi verið
lagðar fram á þriðjudag og séu því
frá þeim komnar en ekki meirihlut-
anum.
Bæjarfulltrúi Samfylk-
ingar um úthlutunar-
reglur í Kópavogi
Tillaga um
breytingar
frá okkur
komin
Fréttir á SMS
NÝ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Reykjavík-
urborgar fyrir Miðborg og Hlíðar var opnuð
að Skúlagötu 21, á laugardaginn. Það var
Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem opnaði
miðstöðina og bauð af því tilefni íbúum Mið-
borgar og Hlíða til fjölskylduhátíðar.
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er
ein af sex þjónustumiðstöðvum í Reykjavík
og jafnframt sú fyrsta sem opnuð er form-
lega í þeirri endurskipulagningu þjónustu
við borgarbúa sem nú stendur yfir. Mark-
miðið með stofnun þjónustumiðstöðva er að
gera þjónustu Reykjavíkurborgar aðgengi-
legri fyrir íbúa, tryggja samþættingu í þjón-
ustu og að efla hverfastarf og þátttöku íbúa í
mótun og uppbyggingu hverfisins.
Áhersla á sérþekkingu í fjölmenningu
Meginverkefni þjónustumiðstöðva eru
upplýsingaveita um þjónustu Reykjavík-
urborgar, móttaka og afgreiðsla umsókna,
félagsleg ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjón-
usta, frístundamál, stuðningsþjónusta á
heimilum og að stuðla að hverfastarfi. Allar
þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar bera
skilgreinda ábyrgð á sérverkefnum. Þjón-
ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er þekking-
arstöð í fjölmenningu og margbreytileika og
ræðst það hlutverk hennar m.a. af samsetn-
ingu íbúa í hverfinu. Um 8% íbúa hverfisins
eru með erlent ríkisfang. Með stofnun þekk-
ingarstöðvarinnar er sérstök áhersla lögð á
að viðhalda og þróa sérþekkingu í þessum
málaflokki.
Hlutverk þekkingarstöðva er að vera
frumkvöðlar, hver á sínu sviði, bæði í þróun
nýbreytni og vinnulags. Þá skulu þær gegna
ráðgjafarhlutverki gagnvart öðrum þjón-
ustumiðstöðvum og miðla þekkingu og upp-
lýsingu til fagfólks annarra þjónustu-
miðstöðva. Ennfremur er þeim ætlað að vera
tengiliðir við fagstofnanir vegna stefnumót-
unar og annarra verkefna af því tagi, auk
þess að tengjast öðrum stofnunum og hags-
munahópum vegna síns sérsviðs.
„Við munum hafa að leiðarljósi fjölmenn-
ingarstefnu Reykjavíkurborgar í starfi okk-
ar sem felur m.a. í sér að stofnanir borg-
arinnar tryggi að íbúar af erlendum uppruna
geti nýtt sér þjónustu þeirra til fulls og að
tekið sé sérstakt tillit til þarfa þessa íbúa.
Felur það í sér að þeim sé m.a. tryggð túlka-
þjónusta og upplýsingar á tungumáli sem er
þeim aðgengilegt,“ segir Hafdís Gísladóttir,
framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar mið-
borgar og Hlíða. „Sem þekkingarstöð í fjöl-
menningu mun þjónustumiðstöðin verða leið-
andi í útbreiðslu þekkingar á
fjölmenningarsamfélaginu og veita ráðgjöf
til annarra þjónustustofnanna borgarinnar.“
Móðurmálsþekking lykilatriði
Í þekkingarstöðinni starfar fólk með yf-
irgripsmikla þekkingu og reynslu af starfi
við fjölmenningu, m.a. kennsluráðgjafar, fé-
lagsráðgjafar, frístundaráðgjafar og fleiri.
Þar er og verður bæði unnið að þróunarverk-
efnum og veitt ráðgjöf til stofnana og skóla
og starf þeirra stutt. „Mjög mikilvægt er að
börn af erlendum uppruna fái móðurmáls-
kennslu í sínu tungumáli og að þau nái góð-
um tökum á íslensku,“ segir Hafdís. „Rann-
sóknir hafa sýnt fram á að börn sem eru
tvítyngd eða fjöltyngd, sama hvert móð-
urmálið er, ná ekki góðum tökum á öðru
tungumáli nema grunnurinn í móðurmáli
þeirra sé góður. Þess vegna þarf að tryggja
áframhaldandi kennslu í móðurmáli þeirra.
Þetta þurfum við að vinna í samvinnu við
leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir á veg-
um borgarinnar.“
Einnig er, að mati Hafdísar, mikilvægt að
styrkja sjálfmynd barna og unglinga af er-
lendum uppruna og stuðla að því að þau upp-
lifi að þeirra menningarrætur séu mik-
ilvægar og njóti virðingar í samfélaginu.
„Leggja þarf áherslu á að menningin end-
urspegli það fjölmenningarsamfélag sem við
búum í og var lögð sérstök áhersla á að dag-
skráratriði á opnunarhátíð þjónustu-
miðstöðvarinnar endurspeglaði þá fjölmenn-
ingu sem er í hverfinu,“ segir Hafdís.
„Stemmingin var mjög fjölþjóðleg, íslenskir
barnasöngvar, eldriborgarar sýndu línudans,
tælenskur dans og Bollywood dans voru
meðal fjölmörgu atriða á hátíðinni.“
Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar fyrir Miðborg og Hlíðar var opnuð á Skúlagötu 21
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri spjallar við tvær konur klæddar þjóðlegum
skrúða framandi menningar. Nutu gestir fjölbreyttra skemmtiatriða og veitinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Felix Bergsson söng fyrir börnin, sem kunnu vel að meta kátt fas hans. Boðskapur Felix um
fjölbreytileika lífsins féll í frjóan svörð á opnunarhátíð þjónustumiðstöðvarinnar.
Menningin endurspegli
fjölmenningarsamfélagið
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is