Morgunblaðið - 05.09.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið til-
kynnti fyrr í vikunni að það myndi ekki lög-
sækja endurskoðunarfyrirtækið KPMG fyrir
skattaráðleggingar þess til viðskiptavina. Í
kjölfarið sendi KPMG frá sér fréttatilkynn-
ingu, þar sem fyrirtækið viðurkenndi að hafa
hjálpað auðugum skjólstæðingum sínum að
komast undan tekjuskatti og fjármagnstekju-
skatti. Líklegt þykir að ákæra í málinu hefði
riðið KPMG að fullu.
Þótt fyrirtækið sjálft hafi þannig sloppið
undan lögsókn og gengist undir sátt hefur
dómsmálaráðuneytið ákveðið að höfða mál
gegn níu fyrrverandi meðeigendum í KPMG
fyrir samsæri um að svíkja bandarísk skatta-
yfirvöld með því að selja sviksamleg skatta-
skjól. Með því gat fólk skotið háum fjárhæð-
um undan skatti og var um leið sannfært um
að þessar aðgerðir stæðust nákvæma rann-
sókn skattayfirvalda.
Reyndar hefur ráðuneytið einnig lagt fram
álíka kæru á hendur KPMG, en hún verður
dregin til baka að ári, haldi fyrirtækið skil-
mála sáttarinnar. Í því felst að greiða 456
milljónir dollara, eða tæpa 29 milljarða króna,
í sektir, hætta með öllu þeirri starfsemi sem
leiddi til rannsóknarinnar og leyfa eftirlit með
starfi fyrirtækisins.
Skattaráðgjöf fyrir nýríka
Hin vafasömu skattaskjól komust fyrst í há-
mæli á seinni hluta 10. áratugar síðustu aldar,
þegar netbólan svokallaða var sem stærst og
mikill fjöldi einstaklinga augaðist óheyrilega.
Þessir nýríku einstaklingar vildu vernda auð
sinn fyrir yfirvöldum og þar komu endurskoð-
unarfyrirtækin til skjalanna. Þau buðu fram
þjónustu sína gegn ríkulegri þóknun. Öll
stærstu endurskoðunarfyrirtækin buðu upp á
slíka þjónustu, enda höfðu þau aldrei komið í
jafn feitt.
Enda malaði skattaráðgjöf fyrirtækjanna
gull á þessum tíma, árið 2002 var um 1,2 millj-
arður dollara af 3,2 milljarða dollara veltu
KPMG í Bandaríkjunum vegna skattaráðgjaf-
ar. Það var mun hærra hlutfall en hjá nokkru
öðru endurskoðunarfyrirtæki.
En skattayfirvöld gerðu fljótlega athuga-
semdir við þessa starfsemi og mörg stóru end-
urskoðunarfyrirtækjanna, á borð við Ernst &
Young og Price-WaterhouseCoopers, gerðu
snemma samkomulag við stjórnvöld um að
hætta þessari þjónustu og greiddu tiltölulega
lágar sektir.
En ekki KPMG. Árið 2002 gáfu bandarísk
skattayfirvöld út fjölmargar stefnur á hendur
KPMG, og krafðist upplýsinga um skatta-
skjólin. KPMG hinsvegar spyrnti við fótunum
og þvertók fyrir að það aðhefðist nokkuð
rangt, auk þess sem bandarísk skattayfirvöld
hefðu ekki lögsögu yfir starfsemi fyrirtæk-
isins.
Hefði riðið fyrirtækinu að fullu
Þessi harða afstaða er nú talin hafa komið
fyrirtækinu í meiriháttar klandur. Rannsókn-
arnefnd á vegum öldungadeildar þingsins gat
hinsvegar, með innanhústölvupóstum og ýms-
um minnisblöðum sem sótt voru með stefnum,
sýnt fram á að sjaldnast var tekið tillit til laga-
legra álitamála þegar KPMG veitti var ráðgjöf
um skattaskjól, enda himinhá þóknun í boði.
Þá fundust dæmi þess að viðskiptavinir væru
lokkaðir til að þiggja þessa þjónustu. Í skýrslu
nefndarinnar kemur fram að KPMG hafði að-
stoðað fólk við að skjóta í það minnsta 1,4
milljörðum dollara, um 90 milljörðum króna,
undan skatti á árunum frá 1996-2002.
Á stjórnarfundi KPMG í desember árið
2003 var kúventi fyrirtækið hinsvegar afstöðu
sinni og ákvað að starfa með skattayfirvöldum
í rannsókninni, enda ljóst að andstaða ógnaði
tilveru þess. Og í byrjun árs hófust hreinsanir
inni í fyrirtækinu. Allir helstu stjórnendur og
yfirmenn voru látnir taka pokann sinn eða
sendir í langt frí.
Með samkomulaginu við skattayfirvöld
forðaði KPMG sér undan því að hljóta sömu
örlög og endurskoðunarfyrirtækið Arthur
Andersen sem varð gjaldþrota og hætti starf-
semi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur
því í tengslum við rannsóknina á Enron. Arth-
ur Andersen var þá eitt af fimm stærstu end-
urskoðunarfyrirtækjum heims.
KPMG sleppur við lögsókn en greiðir sekt
HAGNAÐUR Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar hf. eftir skatta var 318
milljónir króna á fyrstu sex mánuð-
um ársins 2005 samanborið við 176
milljónir árið á undan. Hagnaðurinn
er að meginhluta tilkominn vegna
aukinna tekna af verslunarrekstri
dótturfélaga og vegna hagstæðs
gengis.
Heildartekjur félagsins fyrstu sex
mánuði ársins 2005 námu um 2.729
milljónum króna og jukust um 15%
milli ára. Vegur fjölgun farþega sem
fara um flugstöðina þyngst í aukn-
ingu tekna, en þeim hefur fjölgað um
rúm 10% fyrstu sex mánuði ársins
miðað við árið 2004. Einnig er rekst-
ur Íslensks markaðar að öllu leyti
inni í rekstrartölum þessa árs sem
hann var ekki árið 2004.
Rekstrargjöld eru um 18% hærri
en á sama tíma árið 2004 sem kemur
aðallega til vegna kostnaðarverðs
seldra vara og að rekstrargjöld Ís-
lensks markaðar ehf. eru inni í árs-
hlutareikningi 2005 en voru það ekki
fyrir árið 2004. Hlutfall hagnaðar
fyrir afskriftir af rekstrartekjum er
nú 31%.
FLE hagn-
ast um 318
milljónir
♦♦♦
STJÓRN Skandia er sögð klofin í
afstöðu sinni til tilboðs suður-afr-
íska tryggingafyrirtækisins Old
Mutual í fyrirtækið, en sænska út-
varpsstöðin Ekot greindi frá því
að átta af ellefu stjórnameðlimum
Skandia væru á móti tilboðinu. Þá
er sagt að meirihluti stjórnarinnar
sé andvígur því að banki Skandia
verði seldur, en Old Mutual fyr-
irhugaði að nota hann til að fjár-
magna tilboðið. Í sumar lýsti
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri
KB-banka, því yfir við blaðamann
Reuters-fréttastofunnar að KB-
banki hefði haft áhuga á að kaupa
Skandia-banka.
Búist er við að formlegt tilboð í
Skandia berist í dag eða á morgun,
að því er kom fram á útvarpsstöð-
inni Ekot í gær, en Old Mutual
hefur lýst því yfir að það hyggist
bjóða 380 milljarða íslenskra
króna í sænska tryggingafyrirtæk-
ið.
Stjórn
Skandia
klofin