Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Á SAFNASVÆÐINU að Görðum á Akranesi er alltaf eitthvað að gerast. Þar er opið allt árið og fyrir utan að geta skoðað gömul hús og gamla muni og nýrri er hægt að fylgjast með lista- og handverksfólki að störfum. Þar er líka Íþróttasafn, Landmælingasafn og Steinaríki Ís- lands og Hvalfjarðargangasafn, safnbúð og veitingastaður. Næsta laugardag gefst svo gestum tæki- færi til að kynnast störfum til sveita og sveitarómantíkinni af eigin raun á Safnasvæðinu. Starfsemin hófst í gamla prestbú- staðnum að Görðum, elsta stein- steypta húsinu á landinu, árið 1959. Smám saman hefur bæst við starf- semina, enda þó nokkuð landrými sem söfnin hafa yfir að ráða. Á ár- unum 2000 til 2001 var byggður safnaskáli þar sem Íþróttasafnið, Landmælingasafnið og Steinaríki Íslands eru til húsa ásamt safnbúð og veitingaaðstöðu. Söfnin reyna að skapa sér sérstöðu Byggðasöfn eru mörg á Íslandi og virðast njóta mikilla vinsælda. Jón Allansson forstöðumaður Safna- svæðisins á Akranesi segir að þó þau séu mörg séu þau mjög mismunandi. Í auknum mæli sé reynt að skapa hverju og einu sérstöðu, oft í tengslum við sögu byggðalagsins eða fólk þaðan. Jón er sagnfræð- ingur frá Háskóla Íslands og nam einnig fornleifafræði og safnafræði við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Hann hefur verið forstöðumaður frá 1996. „Við viljum skapa okkar eigin sér- stöðu,“ sagði hann. „Þegar safna- skálinn var byggður var ákveðið að þar yrði, auk safnanna þriggja, safn- búð og veitingaaðstaða svo hægt væri að taka á móti hópum. Fólk getur komið og skoðað söfnin á svæðinu og sest svo niður og fengið sér veitingar. Þetta þýðir að fólk hefur lengri viðveru á svæðinu. Sérstaða okkar er að miklu leyti tengd sjónum og sjómennsku. Hér höfum við komið upp bryggju þar sem bátar liggja við. Kútter Sig- urfari er hér einnig og gott dæmi um slík skip. Þá leggjum við mikið upp úr lifandi starfsemi. Í því felst meðal annars að hér á svæðinu er bæði gullsmíðaverkstæði og ker- amikverkstæði. Þar starfar fólk allt árið og gestir svæðisins geta komið þarna inn og fylgst með vinnu þess. Gamla stúkuhúsið á Akranesi er hér á svæðinu núna og er verið að gera það upp. Þar er fyrirhugað að gera aðstöðu fyrir fleira handverksfólk. Við höfum þegar fengið 5 – 6 fyr- irspurnir frá áhugasömu fólki,“ sagði Jón. Heillegir barnavettlingar frá 10. öld Hann segir að meðal sérstakra muna í Byggðasafninu séu barna- vettlingar frá því á 10. eða 11. öld. Þeir eru ótrúlega heilir og með best varðveittu munum hér á landi. „Þeir fundust hér í Heynesi, en í mýri, sem gerir það að verkum að þeir hafa varðveist svona einstaklega vel. Við höfum fengið þessa vettlinga að láni frá Þjóðminjasafninu auk fleiri muna sem fundist hafa á þessu svæði, svo sem í Heynesi og á Hval- fjarðarströnd. Svo eigum við eins og önnur byggðasöfn fjöldann allan af rokk- um, strokkum og öskum. Þótt ekki sé hægt að hafa þetta allt til sýnis reynum við að koma þeim fyrir þar sem við á, í baðstofu, þar sem sýnd er textílgerð eða heimilishald al- mennt. Þessum munum er svo skipt út af og til.“ Má ekki gleyma samtímaminjum Nokkur gömul hús standa á Safnasvæðinu, byggð á árunum 1875 til 1905, þar á meðal eru hús frá Akranesi sem átti að rífa. Öll hafa þau þó verið talin þess virði að varð- veita þau. Lítið fallegt hús vakti at- hygli og sagði Jón þetta hús hafa verið kallað Háskólann, en þar stigu margir Skagamenn sín fyrstu skref á menntabrautinni þegar þeir fóru í tímakennslu í húsinu. Verið er að gera húsin upp smám saman. Ekk- ert hefur verið ákveðið um það hvað verði í þeim, en áhugi er á að koma til dæmis upp krambúð í einhverju þeirra. „Við megum ekki gleyma að huga vel að samtímaminjum og höfum lagt töluvert upp úr því hér,“ sagði Jón. „Það gengur ekki að eltast bara við hluti sem eru 100 ára og eldri. Tæknin þróast svo ört að tæki og tól sem við notum í dag geta verið orðin úrelt á morgun. Það skiptir máli að henda ekki öllu. Þess vegna reynum við að halda í og safna ýmsum hlut- um, eins og t.d. umbúðum. Nýlega áskotnaðist okkur heill kassi af Prins póló með gömlu umbúðunum og einnig Coca Cola í glerflöskum. Þetta tvennt á svo sannarlega stóran sess í þjóðarsögunni.“ „Við söfnum líka plötuspilurum, upptökutækjum, myndbandstöku- vélum og síðast en ekki síst gsm- símum. Þeir hafa svo sannarlega þróast hratt á síðustu árum. Nýlega áskotnuðust okkur 8 stór- ir kassar af talstöðum, radörum, lór- antækjum og fleiru úr bátum. Þetta eru tæki frá árunum 1940 til 1990 og ég er ekki viss um að til sé annars staðar á einum stað öll sú flóra.“ Í sjálfu Byggðasafnshúsinu sem teiknað var af Ormari Þór Guð- mundssyni og var byggt á árunum 1968 – 1970 er grunnsýning safns- ins. Jón sagði húsið þannig upp byggt að erfitt væri að breyta sýn- ingum nema með mikilli fyrirhöfn. Draumurinn sé að byggja annan sýningarskála á svæðinu, enda nóg pláss. Þar væri hægt að skipta út sýningum með einfaldari hætti. „Hér eru ýmis áform um framtíð- aruppbyggingu. Við erum alls ekki hætt og hugsum stórt,“ sagði hann. Undanfarin ár hefur verið efnt til viðburðaveislu á Skaga. Hún stend- ur yfir frá byrjun maí til september og hefur hluti hennar farið fram á Safnasvæðinu. „Hér hafa verið ýms- ar uppákomur tengdar sjónum, til dæmis á sjómannadaginn, bílum, öðrum farartækjum og síðast en ekki síst kleinumeistaramót. Núna ætlum við að leggja áherslu á sveita- rómantíkina laugardaginn 10. sept- ember í samvinnu við hreppana í kring, sem einnig eiga aðild að safn- inu. Sveitarómantík og nóg af kjötsúpu Efnt verður til mikillar kjötsúpu- veislu þar sem hver hreppur sendir einn til tvo keppendur. Gestir velja síðan bestu kjötsúpuna og verður sú uppskrift notuð hér á veitinga- staðnum. Við getum lofað því að það verður nóg af kjötsúpu á boðstólum á laugardaginn. Hestamenn ætla að vera með eitthvert sprell og einnig hljóðfæraleikarar. Dagurinn endar síðan með alvöru sveitaballi. Þeir sem þreytast í dansinum geta kastað sér í heybagga til að hvíla sig. Tón- listin verður í anda sveitaballanna, alla vega verður spilað á harm- onikkur og fiðlur. Kannski fá þeir líka að spreyta sig sem geta spilað á þvottabretti, greiðu eða sög. Það verður sem sagt alvöru sveitarómantík á Safnasvæðinu í stóru sirkustjaldi á laugardaginn. Þessar uppákomur allar hafa verið ótrúlega vinsælar og gestir á þeim hafa skipt þúsundum.“ „Við megum ekki gleyma að huga vel að samtímaminjum og höfum lagt töluvert upp úr því hér.“ Jón Allansson, forstöðumaður Safnasvæðisins. Morgunblaðið/Ásdís HaraldsdóttirKútter Sigurfari og bátarnir við bryggjuna. Lifandi safn með sérstöðu og sveitarómantík Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.