Morgunblaðið - 05.09.2005, Síða 14
Átröskunarsjúkdómar leggjast á
fólk af báðum kynjum.Þ
að eru ekki til jafn-
margar rannsóknir á át-
röskunum drengja eins
og á átröskunum
stúlkna en við vitum að
tilfellunum fer fjölgandi,“ segir
Jean Chambry, barnageðlæknir við
átröskunardeild Fondation Valley-
spítalans í Frakklandi. Hann sér-
hæfir sig í átröskun og lystarstoli
(anorexia nervosa) og hefur sinnt
30 drengjum með lystarstol á deild
sinni aðeins á síðustu tveimur ár-
um, og oft á alvarlegu stigi. „Öll
spítalameðferð er miðuð við stúlkur
og því þurfa drengir að vera ansi
langt leiddir til að það sé talið nauð-
synlegt að leggja þá inn á deild þar
sem kannski er aðeins að finna
stúlkur. Það vantar betri meðferð-
arúrræði fyrir drengi sem þjást af
lystarstoli og það þarf að rannsaka
betur ástæður sjúkdómsins og með-
höndlun hans,“ segir Jean.
Það reynist erfitt að rannsaka
sjúkdóminn hjá drengjum þar sem
þetta virðist vera sjaldgæfur sjúk-
dómur meðal þeirra, þótt tilfellum
fari fjölgandi. Þó er ástæða til að
halda að fjöldi drengja sem greinast
með lystarstol sé vanmetinn og til-
fellin séu fleiri en komi á borð til
lækna.
Einblína á stæltan líkama
Lystarstol herjar á drengi tölu-
vert seinna en almennt gerist hjá
stúlkum og eru þeir yfirleitt á aldr-
inum 16–19 ára þegar sjúkdóm-
urinn greinist. Rannsóknir þykja
benda til þess að 1–3 ár líði frá upp-
hafi sjúkdómsins þangað til hann
greinist og einkennin eru að ein-
hverju leyti frábrugðin þeim sem
þekkjast hjá stúlkum sem þjást af
lystarstoli.
„Þeir sýna ákveðna áráttuhegðun
gagnvart hreyfingu, mataræði og
þyngd og hafa óraunsæja mynd af
líkama sínum eins og stúlkur. Þeir
geta fengið átköst og gripið til þess
að kasta upp eftir máltíðir eða nota
hægðalosandi lyf. Meginmunurinn
er sá að drengir eru ekki hræddir
við að fitna heldur einblína þeir á að
missa fitu til að fá sem stæltastan
líkama og verða mjög uppteknir af
vöðvabyggingu. Ólíkt stúlkum verða
þeir líka oft félagslega einangraðir.
Einnig hefur hærra hlutfall þeirra
átt við fituvandamál að stríða á
yngri árum en er hjá stúlkum.“
Vilja vera karlmannlegri
Jean segir ástæðurnar að baki
því að ungt fólk þrói með sér sjúk-
dóminn vera þær sömu hjá báðum
kynjum. „Við erum að sjá að át-
röskun er yfirleitt tengd lélegri
sjálfsímynd. Ungar stúlkur með
lystarstol eiga erfitt með að sætta
sig við að þær séu að breytast í
konur en drengir með lystarstol eru
ósáttir við kvenlegar hliðar sínar og
reyna því allt til að verða karlmann-
legri. Rannsóknir virðast einnig
sýna að ansi hátt hlutfall drengja
með lystarstol sé í vafa um kyn-
hneigð sína og fleiri karlmenn en
konur með sjúkdóminn séu sam-
kynhneigðir. Þó verður að taka það
fram að þetta getur stafað af því að
samkynhneigðir karlmenn sam-
þykkja frekar meðferð við sjúkdóm-
um sem eru tengdir við konur en
gagnkynhneigðir og því vitum við
frekar af þeim. Einnig er þekkt að
samkynhneigðir menn séu frekar
óánægðari með líkamsímynd sína
en gagnkynhneigðir þó þetta geti
verið að breytast.“
Sterk föðurímynd mikilvæg
Spurningar hafa vaknað um
hvort útlitsdýrkunin sem tröllríður
þjóðfélaginu í formi óeðlilegar kröfu
um fullkominn líkama geti haft sitt
að segja í þessari þróun. „Það á án
vafa sinn þátt í því að við erum að
sjá fleiri karlmenn sem eru upp-
teknari af útliti sínu og leiðast út í
svona alvarlegan sjúkdóm,“ segir
Jean. Fjölskyldan getur líkað spilað
þar inn í. „Í flestum tilfellum þar
sem drengir fá lystarstol hafa þeir
ekki alist upp við sterka föð-
urímynd. Faðirinn á oft við vanda-
mál að stríða, svo sem alkóhólisma,
eða er jafnvel ekki til staðar. Einnig
er nokkuð um aðskilnað frá nánum
fjölskyldumeðlimum hjá þessum
hóp og unglingar sem eiga óörugga
foreldra geta verið í hættu, en þetta
þyrfti að rannsaka betur,“ segir
Jean.
Afleiðingar lystarstols geta verið
mjög alvarlegar og jafnvel leitt til
dauða. „Það er mikilvægt að við-
urkenna að þessi sjúkdómur er til
hjá karlmönnum svo þeir geti leitað
sér hjálpar áður er það er orðið of
seint.“
ÁTRÖSKUN | Drengjum og ungum mönnum sem þjást af lystarstoli fer fjölgandi
Alvarlegt ef dreng-
ir eru of uppteknir
af vöðvamassa
Morgunblaðið/Golli
Mikið hefur verið fjallað um lystarstol hjá stúlkum.
Færri vita að lystarstol er einnig til hjá drengjum
og fjöldi tilfella hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin
ár. Sara M. Kolka hlýddi á hvað talið er valda því
að drengir og ungir menn eigi í auknum mæli við
átraskanir að stríða.
sara@mbl.is
14 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | HEILSA
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
Birkiaska
Það þarf líka að ganga með
börnunum sem byrjuðu í skól-
anum í fyrra, því yfir sumarmán-
uðina hafa þau að mestu gleymt
öllu sem snýr að umferðarreglum.
Aðkoma að skólum
Margir foreldrar vilja ekki láta
barnið sitt ganga í skólann af því
að þeir eru hræddir um að ekið
verði á barnið vegna þess hversu
mikil umferð er við skólann.
Síðasta vetur fylgdist ég með
umferð fyrir utan grunnskóla að
morgni. Orð fá því varla lýst að
hverju ég varð vitni. Þarna komu
nánast allir akandi með börnin og
á síðustu tíu mínútunum áður en
skólinn byrjaði. Þau fáu börn sem
komu gangandi áttu fótum sínum
fjör að launa þar sem þau stukku
þvers og kruss yfir göturnar í
kringum skólann. Sumir foreldrar
nenntu ekki að aka inn að lóðinni
þar sem aðkeyrsla er fyrir bíla svo
hægt sé að hleypa börnunum út á
öruggan hátt. Og margir þeirra
sem þó notuðu innkeyrsluna gerðu
það ekki rétt, þ.e. þeir stöðvuðu
bílinn um leið og þeir komu inn í
aðkeyrsluna – og komu þannig í
veg fyrir að nokkrir aðrir kæmust
S
trax í byrjun skólagöngu
er mikilvægt að huga að
öryggi barnsins á leið í
skólann. Athuga þarf á
hvaða hátt barnið
ferðast í skólann. Ef barnið býr í
næsta nágrenni skólans og þarf
ekki að fara yfir hættulegar um-
ferðargötur þá ætti það að ganga í
skólann. Sé barninu ekið þarf að
ýmsu að huga, s.s. öryggi barnsins
í bílnum og fleiru.
Endurskinsmerki
Því miður nota afar fá börn og
fullorðnir endurskinsmerki hér á
landi. Þau eru hinsvegar lífs-
nauðsynleg slysavörn þar sem
skammdegið hér er mikið.
Auðveldast er að fá endurskins-
merki í lyfjaverslunum en ein-
staka stórmarkaðir selja þau líka.
Velja á merki sem hægt er að líma
eða sauma á fatnað – þau sem fest
eru með öryggisnælum duga
skammt þegar börn eru annars
vegar. Endurskinsborðar virka vel
en reynslan sýnir að með tímanum
hætta flest börn að nota þá ef ekki
er sífellt verið að minna þau á þá,
heima og í skólanum.
Gönguleið í skólann
Mjög mikilvægt er að yngstu
börnunum sé fylgt í skólann
fyrstu dagana eða alveg þangað til
barnið er öruggt við að ganga
þangað sjálft og sýnir að það kann
og veit hvernig það á að komast í
skólann á öruggan hátt. Mikilvægt
er að stysta og öruggasta leiðin sé
valin.
þar inn – í stað þess að aka fremst
svo rými væri fyrir fleiri bíla. Við
þetta myndaðist bílaröð langt út á
akbrautina fyrir framan skólann.
Þeir sem þar voru urðu mjög
stressaðir vegna tímaskorts og
hleyptu börnunum út úr bílunum
úti á miðri götu en þar voru fyrir
aðrir foreldrar að gefa í því þeir
voru að verða of seinir í vinnuna.
Og allt gerðist þetta í kolniða-
myrkri. Þarna eru foreldrar búnir
að skapa vítahring hættuástands
við skólana og það eru þeir einir
sem geta leyst hann upp.
Er barnið öruggt í bílnum?
Þennan sama morgun var líka
ýmislegt að sjá sem athugavert
var varðandi búnaðinn á börn-
unum í bílum.
Stór hluti barnanna sat í fram-
sæti bílanna en þar eiga börn alls
ekki að sitja nema að þau séu orð-
in 150 cm á hæð. Í nánast öllum
nýjum og nýlegum bílum er ör-
yggispúði farþegamegin í mæla-
borði. Lendi bíllinn í árekstri
springur púðinn út og hann getur
banað barninu sem situr fyrir
framan hann. Foreldrar átta sig
örugglega ekki allir á þessu og
halda að þetta eigi bara við um
yngri börn. Til að barn geti byrjað
að nota eingöngu bílbeltið til að
vera öruggt í bíl þarf það að vera
orðið 36 kíló. Bílbelti eru hönnuð
fyrir fullorðið fólk og noti barn
sem er undir 36 kílóum beltið þá
getur það stórslasast. Barnið á að
vera á bílpúða eða bílpúða með
baki.
Þennan morgun sá ég því miður
ekki eitt einasta barn í slíkum
búnaði, eins og fyrr segir sátu þau
flest í framsæti bíls, andspænis
öryggispúða og í venjulegu bíl-
belti. Rannsóknir hafa sýnt það,
aftur og aftur, hversu alvarlega
börn geta slasast í árekstri ef þau
eru í röngum búnaði. Erfitt getur
verið fyrir eitt og eitt foreldri að
fá sitt barn til að nota réttan bún-
að miðað við stærð ef það sér að
hin börnin gera það ekki. En for-
eldrar í bekknum geta t.d. tekið
sig saman um að allir noti réttan
öryggisbúnað í bílnum.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Mjög mikilvægt er að yngstu börnunum sé fylgt í skólann fyrstu dagana.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð
Hættu-
ástand í
kolniða-
myrkri
Herdís L. Storgaard,
verkefnastjóri barnaslysavarna
Árvekni, Lýðheilsustöð.
herdis@lydheilsustod.is
www.lydheilsustod.is
Þessi einkenni geta komið fram
hjá drengjum sem eru með
lystarstol
sýna áráttuhugsun gagnvart
mataræði, uppbyggingu
vöðvamassa og þyngd
stunda óhóflega líkamsrækt
ljúga til um hvað þeir borða
vigta sig mjög oft
kasta upp eða nota hægða-
losandi lyf
hafa ekki rétta sjálfsmynd,
þ.e. finnst þeir feitari en
þeir eru
einangra sig félagslega eru
haldnir fullkomnunaráráttu
sumir geta verið í vafa um
kynhneigð sína
Drengir með
lystarstol