Morgunblaðið - 05.09.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.09.2005, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÓLIN skein eftir langan rigning- arkafla. Ég þurfti að koma við í Kringlunni. Mér til undrunar röltu þar margir um í rökkrinu. Mömmur og jafnvel ömmur höfðu ofan af fyrir börnum með því að borga fyrir þau í vélknúna rugguhesta. Úff, af hverju er þetta fólk, og þessir krakkar, ekki úti sólinni, hugsaði ég þegar ég hljóp hjá. Ég hefði ekki átt að verða hissa. Börn leika sér varla lengur úti, jafnvel ekki á góðviðrisdögum. Enginn er í löggu- og bófa, enn síður í stór- fiskaleik eða fallinni spýtu. Útivist barna Á síðustu árum hafa útileikir barna snarm- innkað. Við hafa tekið innileikir, gjarnan í tölvum og tækjum. Full ástæða er til að velta fyrir sér á hvern hátt þetta breytta lífsmynstur barna hefur mótandi áhrif á þau. Börn sem leika sér úti í frjálsum leikjum kynnast umhverfi sínu. Þau flækjast um og sjá ýmislegt sem vekur undrun þeirra, þau rannsaka og skoða og draga álykt- anir. Þau lenda í óvæntum aðstæðum og vinna úr þeim. Þau skipuleggja leiki sína eða búa þá til og stjórna þeim. Börn sem þekkja um- hverfi sitt og tengjast því, óttast það ekki eða allavega vita hvað í umhverf- inu þau þurfa að óttast og læra að varast það. Framandi umhverfi vekur ugg en að þekkja heimavöll er nauð- synlegur þáttur í sterkri sjálfsmynd hvers og eins. Börn sem fara varla út úr húsi nema í bíl kynnast ekki um- hverfinu sem þau eru hluti af og læra ekki að takast á við það. Útivist styrkir börn bæði andlega og lík- amlega og það að fólk þekki umhverfi og náttúru lands síns hefur félagslegt og samfélagslegt gildi. Ofvirkni og athyglisbrestur Í nýlegu hefti veftímaritsins Orion er fjallað um útivist barna frá enn einu sjónarhorni. Í Bandaríkjunum fjölgaði börnum sem greindust með ofvirkni og at- hyglisbrest um rúmlega þriðjung frá árinu 1997- 2002 og lyfjakostnaður vegna þessa hjá börnum undir fimm ára aldri hækkaði um 369% á árunum 2000-2003. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en rannsóknir á heil- um ofvirkra barna benda til örlítilla breytinga á taugaboðefnum og á hluta heilabarkar en menn vita ekki hvort þessar breytingar eru orsök vandans eða afleiðing. Börn sem greinst hafa ofvirk og með athyglisbrest taka illa eftir, eiga erfitt með að hlusta, fylgja fyr- irmælum og einbeita sér að verk- efnum. Þau geta líka verið árás- argjörn, ófélagslynd og gengið illa í skóla. Hverjar sem orsakirnar eru þá er vandinn til staðar. Í kjölfarið eru börnum gefin lyf með ærnum kostn- aði og ófyrirséðum afleiðingum. Gæti verið að til væru ódýrari og haldbetri úrræði en þau sem hingað til hafa verið notuð? Útivist dregur úr ofvirkni Við nokkra háskóla hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum um- hverfis á ofvirk börn. Þær hafa sýnt að einkenni ofvirkni og athyglisbrests minnka verulega hjá þeim börnum sem dvelja í náttúrulegu umhverfi, grónum görðum eða í sveit í sam- anburði við þau sem leika sér inni eða í malbikuðu umhverfi. Rannsakendur segja að útivist í nátt- úrulegu umhverfi auki verulega athygli barnanna. Hugsanlega hjálpi slíkt umhverfi börnunum til að hugsa skýrar og gefi þeim auk- inn styrk til að standast streitu samfélagsins. Þeir benda á óralanga þróun mannsins í nátt- úrulegu umhverfi og þó að aðlögunarhæfni mannsins sé mikil hafi hún ekki haft við hraðri þróun samfélagsins, a.m.k. ekki hvað varðar taugar og heila, og ákveðinn hluti barna nái ekki að höndla yf- irþyrmandi og stöðugt áreiti nútímaþjóðfélaga. Útiveruskortur orsök? Richard Louv, höf- undur greinarinnar í Orion, veltir fyrir sér: Fyrst útivist í nátt- úrulegu umhverfi dreg- ur úr einkennum of- virkni og athyglisbrests gæti þá einangrun barna frá náttúrulegu umhverfi verið orsök eða hún ýtt undir þess konar hegðun og atferli? Hið raunverulega mein væri þá í þjóðfélaginu sjálfu sem einangrar börn frá náttúru og þröngvar upp á þau tilbúnu umhverfi sem er ólíkt náttúrunni sem mað- urinn þróaðist í. Börn og fullorðnir þjáist því af ,,útiveruskorti“, ástandi sem stafar af því að tengsl við nátt- úrulegt umhverfi minnkar stöðugt og skynfæri eru minna notuð en áður, þá minnkar athyglisgáfa og líkamlegar og tilfinningalegar veilur aukast. Verum úti, göngum í skóla Börn þurfa útivist og foreldrar og kennarar ættu að stuðla að henni eins og mögulegt er. Skólar eru að hefjast. Sífellt fleiri börnum er ekið í skóla, malbiksflæmi umhverfis skóla stækka, mengun eykst svo og slysahætta. Ef börn ganga almennt í skólann, leikskóla jafnt sem grunnskóla, leysir það ýmis vandamál. Foreldrar sem treysta börnum sínum ekki til að ganga í skólann, vegna þess að þau eru of ung eða af ótta við slys, ættu að gefa sér tíma til að fylgja þeim gangandi í stað þess að skutla þeim í bíl. Slíkar sam- verustundir gefa tækifæri til að spjalla, skoða umhverfið, njóta veð- urs, gróðurs, dýra, birtu, myrkurs, stjarna og tungls og þær geta orðið uppspretta mikilvægra minninga um náin og góð samskipti. Síðast en ekki síst þá er slík dagleg gönguferð holl öllum, líkamlega og andlega. www.oriononline.org Athyglisgáfa og útivera Sigrún Helgadóttir fjallar um ofvirkni barna Sigrún Helgadóttir ’…einkenni of-virkni og at- hyglisbrests minnka veru- lega hjá þeim börnum sem dvelja í nátt- úrulegu um- hverfi…‘ Höfundur er náttúrufræðingur og kennari. MIKLAR framfarir hafa ein- kennt starf íslenskra bókasafna undanfarin tíu ár og hafa þær m.a. birst í því að fjölmörg söfn hafa flutt í betra húsnæði, jafnframt því sem þau hafa tekið upplýs- ingatækni í sína þjónustu í vaxandi mæli. Á sviði upplýs- ingatækninnar má benda á tvennt sem uppúr stendur. Annað er hið nýja bókasafns- kerfi, Gegnir (gegn- ir.is), hitt er lands- aðgangur að rafrænum tímaritum sem notendur þekkja undir heitinu hvar.is. Tvenns konar verkefni á sviði upplýsingatækni Þróunin á sviði upp- lýsingatækni bóka- safna er hröð og nær bæði til skráa og safngagna. Skrár bókasafna verða að vera til- tækar á verald- arvefnum, eigi þær að teljast boðlegar. Það eru þær orðnar að verulegu leyti með til- komu Gegnis, og nær það kerfi nú til sam- tals 175 safna og safn- útibúa en æskilegt væri að bæta svo sem 25 söfnum í hópinn áður en innleiðingunni telst lokið um mitt næsta ár. Gögn bókasafna þurfa einnig að vera tiltæk á veraldarvefnum eftir því sem fært er, og er í því sam- bandi rætt um stafvæðingu (e. digi- taliseringu) þeirra. Að þessu hefur Landsbókasafnið unnið á und- anförnum árum, og mun hafa skannað um það bil 900.000 síður prentaðs efnis hingað til. Auk þessa tekur safnið afrit af hinum íslenska hluta veraldarvefjarins þrisvar á ári. Erlend söfn nota nú róbota til að stafvæða gamlar bækur og vinna þeir allan sólarhringinn. Íslensk söfn eiga engin slík tæki. Nærtæk- ast er að stafvæða fyrst allt það efni sem ekki nýtur lengur verndar af höfundalögum, en auk þess þarf stafvæðing að taka mið af eft- irspurn. Verkefni framundan Ýmislegt má gera til að bæta starfsemi og samstarf bókasafna á Íslandi. Hér verður hugmyndum um það efni varpað fram til um- hugsunar. Sameiginleg skráning Eftir að Nýi-Gegnir var tekinn í notkun hefur orðið ljósara að söfn- in þurfa að stilla sam- an strengi sína hvað varðar skráningu. Brögð hafa verið að því að nýútgefnar, ís- lenskar bækur séu skráðar oft í kerfið sem veldur ringulreið. Til að leysa þetta gæti þurft að skipta verk- um milli safna með formlegum hætti, hvað skráningu varðar, eða jafnvel setja skrán- ingu í hendur sjálf- stæðs fyrirtækis sem annaðist skráning- arþjónustu. Skóla- safnamiðstöð hefur gegnt slíku hlutverki í Reykjavík en vera má að svona starfsemi eigi frekar heima hjá Landskerfi bókasafna eða Landsbókasafn- inu. Skrá þarf allar ís- lenskar bækur í Gegni áður en þær koma út, og mætti hugsa sér að þetta væri gert í sam- vinnu við útgefendur og þá kannski þannig að dreifingarmiðstöð sæi bæði um að skrá bækur og senda þær til bókasafna, eins og tíðkast víða. Efla þarf millisafnalán Þegar notendur finna bók í Gegni komast þeir stundum að því að hún er ekki til í heimasafni þeirra en er til á safni í næsta bæj- arfélagi. Með auknu samstarfi bókasafna á að vera hægt að efla millisafnalán til muna. Í stað þess að bókavörðurinn svari „Nei, eins og þú sérð í Gegni þá er þessi bók ekki til hér á safninu“ á hann alltaf að geta svarað: „Já, ég skal láta senda þér hana.“ Þannig mætti bæta til muna nýtinguna á hinum takmarkaða bókakosti þjóðarinnar. En ein helsta forsenda svona þjón- ustu er að sátt náist um skiptingu sendingarkostnaðar. Sameiginleg lánþegaréttindi Með Gegni var tekið í notkun eitt lánþegakort fyrir mestallt landið, því nú gildir kennitala notandans sem lánþeganúmer, sama hvaða Gegnissafn á í hlut. Lánþegarétt- indi eru svo annar handleggur. Ný- lega hafa nokkur almennings- bókasöfn í nágrenni Reykjavíkur sameinast um sameiginleg lánþega- réttindi, sem þýðir að sá sem hefur keypt sér lánsrétt í einu safnanna má þar með líka fá bækur lánaðar í hinum. Þetta vekur þá spurningu hvort ekki væri best að hafa þetta samstarf miklu víðtækara og helst láta það ná yfir allt landið. Landsaðgangur að rafrænum gögnum Hyggja þarf að rekstri lands- aðgangs að rafrænum gögnum (hvar.is). Tryggja þarf fjárhags- grundvöllinn með einhverjum hætti og koma rekstrinum í fastar skorð- ur. Sívaxandi fjöldi námsmanna lætur eins og pappírsheimildir séu ekki til og nýtir sér eingöngu raf- ræn gögn við ritgerðasmíðar. Að- gangur þeirra og annarra lands- manna að vönduðum gagnakosti á netinu er lykilatriði fyrir mennta- kerfi okkar og rannsóknasamfélag. Víðtæk stafvæðing Á komandi árum mun æ meira efni úr fórum safna og skyldra aðila verða tiltækt á veraldarvefnum. Á þetta ekki aðeins við um ritmál, heldur til að mynda ljósmyndir af listaverkum, nótur, hljóðupptökur bæði af tónlist og töluðu máli, svo og sjónvarpsefni og kvikmyndir. Mikilvægt er að þeir sem veita svona efni út á vefinn nýti sér staðl- aðar aðferðir við skráningu þeirra svo einhver vegur sé að finna það. Þau áhugaverðu verkefni sem framundan eru á vettvangi bóka- safna útheimta að bæði for- ystumenn og eigendur þeirra taki höndum saman. Netvædd bókasöfn verða æ mikilvægari sem þekking- arveitur. Hvort sem horft er til varðveisluhlutverks safnanna sem snýr að fortíðinni eða til rann- sóknahlutverksins sem snýr að framtíðinni, þá eru upplýs- ingatæknin og veraldarvefurinn þar í aðalhlutverki ásamt metn- aðarfullum starfsmönnum. Af vettvangi bókasafna Árni Sigurjónsson fjallar um verkefni bókasafna ’Erlend söfnnota nú róbota til að stafvæða gamlar bækur og vinna þeir allan sólar- hringinn.‘ Árni Sigurjónsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna. ÁRIÐ 1989 útskrifaðist ég úr skúlptúrdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands eftir fjögurra ára nám. Á þessum fjórum árum urðu á vegi mínum fjölmargir af starf- andi listamönnum þjóðarinnar, bæði í gegnum beina kennslu í skúlptúr- deildinni og einnig fylgdist ég með því sem þeir voru að kenna í öðrum deild- um skólans. Heim- sóknir á vinnustofur þeirra og sýningar þeirra úti í þjóðfélag- inu voru einnig tíðar. Þetta voru á heildina litið færir listamenn sem gáfu mikið af sér til listnemanna og þjóðfélagsins, áhrifavaldar í iðunni á þeim tíma. Áhugamenn um að leyfa hundrað blómum að blómstra sem er forsenda framfara og fjöl- breytni Eftir lok náms hér heima flutti ég til London þar sem ég hef bæði numið og starfað sem listamaður í 14 ár og verið þess aðnjótandi að geta fengið beint í æð þá upplifun að sækja sýningar starfandi lista- manna, hverju nafninu sem þeir eða þeirra liststefna nefnist. Þetta er eitt af svo ótal mörgu sem ein- kennir menning- arborgir. Eftir að ég flutti til baka fyrir tveim ár- um, hef ég verið að skima eftir þeim lista- mönnum sem voru áberandi í þjóðfélag- inu þegar ég flutti út, með frekar litlum ár- angri. Ég hélt einna helst að „plága“ hefði geisað um landið og að þeir væru allir komnir undir græna torfu. Þó hefur það borið við á þessum tveimur árum mínum hér að einn og einn „rís upp“ og sýnir. En viti menn þegar svo ber við hafa þeir verið kýldir jafnharðan niður aftur með oft á tíðum óverðskuldaðri gagnrýni, þetta er mér gersamlega óskiljanlegt! Ég reyni að fylgjast með listsýningum í borginni og hluti af því er að bera saman eigin reynslu og lesa listgagnrýni Mogg- ans. Veit ég vel að ekki er hægt að alhæfa að hlutir sé svona eða hin- segin, en eftir þessi tvö ár mín hér finnst mér þetta orðið þannig að verið sé að bjóða mér að fara í sömu sokkana aftur og aftur og aftur. Hvar eru öll blómin? Hvað þýðir þessi einsleita gagnrýni? Hugsanlega ber það þeim vitni sem stýra sýningarhaldi í menn- ingaborginni Reykjavík – því mið- ur. Að fara á málverkasýningu Einars Hákonarsonar í tjaldi í Hljómskálagarðinum vakti gleði í hjarta mínu. Þetta var eins og að vera komin í menningarborg að geta litið inn á sýningu starfandi samtímamálara. Vil ég þakka hon- um það framtak í andstreyminu. Hvað hefur gerst? Hvar eru listamenn þjóðarinnar? Guðrún Nielsen fjallar um íslenskt menningarlíf ’Hvar eru öll blómin?Hvað þýðir þessi eins- leita gagnrýni? ‘ Guðrún Nielsen Höfundur er myndlistarmaður. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.