Morgunblaðið - 05.09.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 05.09.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 19 UMRÆÐAN E N N E M M / S ÍA / N M 13 16 8 VIÐ TÓBAKSREYK SEM HLÍFA ÖÐRUM ÞAKKIR TIL ÞEIRRA HÖLDUM HEILSUNNI Á LOFTI HEBREANAFNGIFT gyðinga var upphaflega höfð um hirðingja sem fluttu til Egyptalands og voru notaðir sem ódýrt vinnuafl og vinnuþrælar. Þeir yfirgáfu því Egyptaland á 13. öld f.Kr. undir hand- leiðslu leiðtoga síns Móse og leituðu fyrirheitna lands ætt- föður síns, Abrahams (um 18. öld f.Kr.), sem Guð hafði lofað þeim. Eftir að hafa reik- að 40 ár í eyðimörk- inni fann Móse að hann lá fyrir dauð- anum. Áður en hann dó sýndi Guð honum fyrirheitna landið handan við Jórdan, ofan af Abarímfjall- inu (einnig nefnt Nebófjall í text- anum). Móse var lagður til grafar á heiðum Moabslands gegnt Bet Peór (sjá 5M 31.2; 4M 27.12; 5M 34.1-7). Þrátt fyr- ir staðgóða lýsingu hefur legstaður Móse ekki fundist sem er undarlegt því að ætla mætti að menn hans hefðu gefið honum veglega útför. Aftur á móti vísa fimm kennileiti text- ans til þess hvar gröf Móse er að finna í Kasmír enda koma stað- arlýsingar heim og saman við ofangreindar frásagnir Biblíunnar. Þar má meðal annars finna slétt- una Mowu (Moab) sem er 5 km norðvestan við fjallið Nebu (Noab) sem er í Abarímfjallakeðjunni (Ab- arímfjall). Þar leit Móse yfir fyr- irheitna landið í hinsta sinni. Gegnt Bandipur (Bet Peór) má finna grafreit Móse sem haldið hefur verið við í 2700 ár. Ofan af fjallinu má líta grösugar og frjó- samar sveitir og dalverpi sem minna helst á lýsingu Mósebóka á fyrirheitna landinu sem flýtur í mjólk og hunangi (sjá 2M 3.8,17; 13.5; 33.1-3). Sú lýsing er ekki beint dæmigerð fyrir Palestínu. Í nágrenni grafarsteinsins er að finna ýmis kunnugleg örnefni og staðarheiti sem bera nafn Móse, sbr. Muquam-i-Musa (Mósestaðir) og Sang- i-Musa (Mósesteinn). Yfir 300 heiti sem líkj- ast heitum úr Biblí- unni má finna í Kasm- ír. Kasmírsbúar virðast eiga margt sameiginlegt með Ísr- aelum. Innfæddir múslímar kalla Kasmír enn í dag Bagh-i- Suleiman, þ.e. garð Salómons. Í fyrstu Mósebók (12.4; 24.4) stendur að Abraham hafi fyrst búið á sléttum Harran áður en Guð fyrirskip- aði honum að yfirgefa land feðra sinna. Talið hefur verið að Harran sé í norðurhluta Mesópótamíu (Írak). Skammt frá Srinagar í Kasmír er lítill bær að nafni Harwan. Ým- islegt bendir til að þar séu komin upprunaleg heimkynni ættbálks Abrahams. Hebrearnir hafa að líkindum á leið sinni vestur á bóginn haft skamma dvöl í Mesópótamíu og skírt bú- setustað sinn Harran, eftir heima- byggð sinni í Kasmír. Í Kasmír má finna marga af- komendur hinna „týndu sauða af Ísraelsætt“ sem Jesús sagðist eiga og vera sendur til (sjá Mt 15.24;10.6; Jh 10.16). Þar er þorra afkomenda hinna tíu týndu ætt- kvísla Ísraelsmanna að finna sem hafa í þessum fornu heimkynnum feðranna viðhaldið ýmsum siðum sem eru sérkennandi fyrir gyð- inga. Þarna er kominn grunnurinn að hinum margháttuðu tengslum gyðingdóms og kristinnar trúar við austurlenska menningu. Fyrir kaldhæðni örlaganna hefur hrjóstrug landspilda fyrir botni Miðjarðarhafs orðið bitbein á milli Araba og gyðinga sem ógnar heimsfriðnum. Hugleiðingar Því er ekki að neita að Palestína hefur síðar öðlast mikilvægi í huga gyðinga, Araba og kristinna sem heilagur vettvangur fyrir trúar- sögu þessara þjóða. Þess heldur ættu þessar þjóðir að sjá sóma sinn í því að halda friðinn og leysa vandamálin sín á milli við samn- ingaborðið. Gyðingar hefðu frekar getað réttlætt landnám í Kasmír með til- vísun til fyrirheita sem Guð á að hafa gefið þeim. Þar er að minnsta kosti nóg landrými og því síður hætta á árekstrum við heimamenn. Ekki er hægt að ætlast til þess að Vesturlandaþjóðir með Banda- ríkjamenn í broddi fylkingar styðji áfram landvinningastefnu þeirra (síonisma) í Palestínu á grundvelli óljósra trúarlegra heimilda sem um heilagan rétt sé að ræða. Til að taka hefur því verið fleygt að stjórn Bush, sem nýtur öflugs stuðnings bókstafstrúarmanna („fundamentalista“), sé umhugað að Ísraelsmenn fái „endurheimt“ landið helga svo að spádómar Bibl- íunnar geti ræst um stofnun guðs ríkis á jörðu, hin Nýja Jerúsalem, eftir dómsdag (armageddon) (sbr. Opb 21). Ef eitthvað er þá eru einu fyrirsjáanlegu ragnarökin til- komin vegna deilnanna við botn Miðjarðarhafs með tilvísun til stríðsástandsins í Afganistan og Írak og hryðjuverkaárása Araba. Þegar öllu er á botninn hvolft ætti Vesturlandaþjóðum að vera í lófa lagið að fá Ísraelsmenn til að semja við Palestínumenn um sann- gjarna lausn deilunnar. Þá er frek- ar von um að hin Nýja Jerúsalem geti risið. Ef það myndi ekki henta síonistum gætu þeir alltént beint kröftum sínum að því að stofna guðsríkið sitt í Kasmír eða Banda- ríkjunum sem væri enn þá betra. Það ætti að vera í góðu samræmi við heilaga ritningu, sbr. Para- dísarheimt eftir Halldór Kiljan Laxnes. Eftirmáli Á vefsíðunni www.hugi.is/ dulspeki má finna greinasafn eftir höfund, merkt „hbraga“, þar sem brugðið er „nýju“ og óvæntu ljósi á ýmsa leynda dóma Biblíunnar og trúarinnar. Þessi grein er dæmi þar um. Lesendur geta skráð sig ó/nafngreint inn á vefsíðuna, sagt álit sitt á greinunum og tekið þátt í umræðum um þær. Fyrirheitna landið – Misskilningur eða sólstingur semískra þjóða? Hartmann Bragason fjallar um trúarlegar heimildir Hartmann Bragason ’ Fyrir kald-hæðni örlag- anna hefur hrjóstrug land- spilda fyrir botni Miðjarð- arhafs orðið bit- bein á milli Araba og gyð- inga sem ógnar heimsfriðnum.‘ Höfundur hefur menntun í klíniskri sálfræði og hagnýtum fjölmiðlafræðum. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn, dýpka umræðuna og ná um þessi mál- efni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.