Morgunblaðið - 05.09.2005, Side 23

Morgunblaðið - 05.09.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 23 UMRÆÐAN kemur næst út 10. september, fullt af spennandi efni um listina að gera vel við sig og sína í mat og drykk. Meðal efnisþátta í næsta blaði eru: • Góðgæti í saumaklúbbinn • Girnileg haustveisla • Sumarveiðin úr íslenskum ám • Náttúruleg salöt • Spænsk víngerð ásamt ýmsum sælkerafróðleik. Auglýsendur! Pantið fyrir fimmtudaginn 8. september. Allar nánari upplýsingar veitir Sif Þorsteinsdóttir í síma 569 1254 eða sif@mbl.is NÚ ÞEGAR R-listinn er liðinn undir lok, taka flokksbrotin til við að firra sjálf sig ábyrgð á hinum langa klúðurslista sem undanfarin 11 ár hafa verið. Frambjóðendur R-listans berja sjálfum sér á brjóst og býsnast yfir eigin ágæti, þegar staðreyndirnar benda á hið gagn- stæða, og nú er svo komið að ég get ekki lengur orða bundist. Það er eitt að láta hina síversnandi þjónustu borgarinnar bitna á mér og öðrum fullorðnum íbúum (sjáið bara nýja Strætó-kerfið), en þegar R-listinn lætur eigin vangetu bitna á börnum mínum er mér nóg boðið. Ég er með tvo drengi á skólaaldri og nú er svo komið að hvor- ugur þeirra nýtur þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á sem íbúar borgarinnar, og R- listinn sýnir ekki nokkurn áhuga á að sinna rétti þeirra til að njóta fulls skóladags í öruggri umsjón á frístundaheimili þegar venjulegum skóladegi lýkur, og er ekki að sjá að hann komist af þeim biðlista í bráðina (og nei, biðlistinn hverfur ekki við það eitt að endurskil- greina hann, eins og R-listinn hef- ur gert trekk í trekk). Yngri sonur minn er í leikskóla þar sem mann- eklan er slík að skerða verður vist hans um heila klukkustund á dag um ófyrirsjáanlega framtíð. Hvað halda fulltrúar R-listans að við for- eldrar, og börn okkar, séum? Því- líkur dónaskapur og áhugaleysi að sinna ekki þessum grundvall- arþjónustuþætti, og á sama tíma hreykja þessir fulltrúar sér á því að skilja eftir sig borg í blóma og enga biðlista. Í báðum tilvikum er því að kenna að borgaryfirvöld vilja ekki borga fólki mannsæm- andi laun fyrir að sinna börnunum okkar. Það er grátlegt að sjá Stefán Jón Hafstein koma í fjölmiðla og yppta öxlum og segja að svona séu nú bara aðstæður, ekkert sé við þessu að gera, og enn ömurlegra að almenn- ingur sættir sig bara við þau svör. Ég, sem foreldri, sætti mig ekki við þau svör, og synir mínir, sem þegnar í þessari borg, sætta sig ekki við þessi svör heldur. Það skortir ekki pen- ingana þegar R-lista frambjóðendur slengja fram hugmyndum um kaffihús í Hljóm- skálagarðinum, eða þegar eyða á mörg þúsund millj- ónum í hús Orkuveitunnar. Það er greinilega mikilvægara í augum borgarstjóraefna R-listaflokkanna að strá peningum í gagnslausar byggingar, en að sinna þjónustu við borgarana. Gerir fólk sér nokkra grein hvað mætti hækka laun starfsfólks leikskóla borg- arinnar um marga tugi þúsunda á mánuði ef byggt hefði verið eðli- legt hús í kringum Orkuveituna? Hefur nokkur maður keyrt upp að Orkuveitunni, horft ofan á gos- brunnana og marmarann þar og hugsað: „Mikið er ég fegin(n) að við eyddum mörg þúsund millj- ónum í þessa byggingu, í stað þess að manna leikskólana almenni- lega.“ Nei, ég hélt ekki. R-listafólk, ég mæli sennilega fyrir munn velflestra foreldra í borginni þegar ég skora á ykkur að leysa þetta ófremdarástand, og það strax. Engar nefndir, engin „umræðustjórnmál“, bara lausnir og það núna! Þið gleymið því trekk í trekk að þið eruð í vinnu hjá okk- ur, borgurunum, og eigið að þjóna okkur – og sem vinnuveitandi ykk- ar tek ég ekki gilda þá afsökun að þið getið ekki leyst þetta. Ef lausnin kallar á að þið borgið leik- skólakennurum og umsjónarfólki frístundaheimila hærri laun, þá gerið þið það, punktur. Það er ekki flóknara en svo – þið hafið eytt ómældum milljörðum í tóma vit- leysu undanfarin ár, en enginn mun segja að rífleg launahækkun til leikskólakennara sé sóun, trúið mér. Það er með ólíkindum að þið ætlið að fara í kosningabaráttu með þetta ástand á bakinu. Það eina sem er með meiri ólíkindum er að það skuli vera til fólk sem sættir sig við þessi svör ykkar og að þið skulið fá nokkur atkvæði yf- ir höfuð. Reykvíkingar, tökum höndum saman og látum stjórnendur borg- arinnar starfa í okkar þágu. Látum ekki bjóða okkur svona dónaskap, börnin okkar eiga betra skilið en þetta, og það er skylda okkar að verja rétt þeirra. Stjórnleysi R-listans Haukur Skúlason fjallar um stjórnmálin í höfuðborginni ’Reykvíkingar, tökumhöndum saman og látum stjórnendur borg- arinnar starfa í okkar þágu. ‘ Haukur Skúlason Höfundur er viðskiptafræðingur og borgarbúi. ENN er komin til umræðu „hús- næðiskostnaður“ í vísitölu. Fram hef- ur komið að verðbólga væri nú lægri, ef þessi „húsnæð- iskostnaður“ væri tek- inn út úr vísitölu. En um það er ágreiningur. Hver er hann þessi aukni „húsnæðiskostn- aður“ vísitölu- fjölskyldu, í ljósi hækk- ana á verði fasteigna. Ég skil það svo, – að hækkun á verði fast- eigna – auki nettóeign- ir almennings (vísitölu- fjölskyldu) – og því hæpið að „reikna“ út eignaaukningu sem „kostnað“. Lítum nán- ar á líklega þróun hjá vísitölufjölskyldu Jóns Jónssonar á einu ári. Vísitölufjölskylda JJ á fasteign. Skuldir í fasteigninni námu fyrir ári (ágiskað dæmi) um 50% af verði fasteign- arinnar þá. Nettóeign vísitölufjölskyldunnar var því fyrir ári um 50%. Á einu ári hefur verð á fasteign vísitölufjölskyldu JJ hækkað um 30% en skuldir á fasteigninni hækkað um 5%. Er þá „flókið“ dæmi hver er nettóniðurstaða? Niðurstaðan virð- ist, – að eiginfjárstaða JJ í fasteign- inni sé í dag 60% af söluverði fast- eignarinnar og skuldin 40%. Á þessu ári hafa vextir á láni JJ í fasteigninni lækkað úr 5,5% í 4,15%, eða um 25%. Þökk sé þeim sem einkavæddu bank- ana. Hvernig er svo hægt að reikna út „kostnaðarauka“ – hjá vísitölu- fjölskyldu JJ – þegar eiginfjárstaða fjölskyldunnar hækkar og vextir lækka? Og hvernig er unnt að láta bóka þetta sem „kostnaðarauka“ í opinberum gögnum til að hækka bygginga- vísitölu? Er það ekki nokkuð ljóst – að fjöl- skylda JJ er að hagn- ast? Samt situr einhver einhversstaðar og dund- ar við að „reikna út“ og bóka „kostnaðarauka“ í fjölskyldubókhald JJ. Útreikningurinn á þessu „bókhaldi“ er svo aftur nýttur til hækk- unar á verðtryggðum lánum á fasteign JJ! Er það þetta sem, er kallað hringavitleysa? Vonandi næst sú málamiðlun, – að þessi della verði aflögð og „húsnæðiskostnaður“ verði tekinn út úr vísi- tölu. Það eru engar fag- legar forsendur til að viðhalda slíku fjöl- skyldubókhaldi fyrir JJ. Það er hlutverk stjórnvalda að taka skarið af og stöðva slíkar blekk- ingar og hundakúnstir í útreikn- ingum sem reyndar viðgengst á fleiri opinberum stöðum en í fjöl- skyldubókhaldi vísitölufjölskyldu JJ. „Húsnæðiskostn- aður“ í vísitölu? Kristinn Pétursson fjallar um húsnæðiskostnað og vísitölu Kristinn Pétursson ’Vonandi næstsú málamiðlun, – að þessi della verði aflögð og „húsnæð- iskostnaður“ verði tekinn út úr vísitölu. ‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.