Morgunblaðið - 05.09.2005, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
✝ Aðalheiður Pál-ína Sigurgarðs-
dóttir Hólm Spans
(Heiða Hólm) fædd-
ist á Eysteinseyri
við Tálknafjörð 20.
september árið
1915. Hún lést í Ut-
recht í Hollandi 27.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Viktoría
Bjarnadóttir frá
Tálknafirði, f. 25.
febrúar 1888, d. á
sjötta áratug síð-
ustu aldar og Sigurgarður Sturlu-
son frá Vatnsdal, f. 14. maí 1867, d.
26. mars 1932. Systkini Aðalheiðar
voru Guðrún, Bergþóra, Laufey,
Gunnar, Bjarnveig, Bjarni og Ás-
geir.
Árið 1944 giftist Aðalheiður
Wugbold Spans, f. 19. nóvember
1915, fv. loftskeytamanni og upp-
lýsingafulltrúa við Háskólasjúkra-
húsið í Utrecht í Hollandi. Börn
andi lífi íslenskrar alþýðu á
kreppuárunum. Árið 1946 flutti
Aðalheiður til Kempen í Hollandi
með Wugbold manni sínum og
Viktoríu dóttur þeirra, en lengst
af bjó fjölskyldan í borginni Ut-
recht. Heimili Aðalheiðar og Wug-
bolds var alla tíð opið þeim Íslend-
ingum sem leið áttu um Holland
vegna náms eða starfa og var þeim
gjarnan lagt lið við hvaðeina. Á
heimili voru frjó hugsun og merk-
ingarmiklar samræður einatt
hafðar í hávegum. Aðalheiður var
einn stofnenda Vinafélags Íslands
og Hollands. Þorvaldur Kristins-
son ritaði endurminningar hennar
í bókinni Veistu ef vin þú átt, og
kom hún út árið 1994. Aðalheiði
var veitt Hin íslenska fálkaorða
fyrir störf sín í þágu íslenskra
verkakvenna fyrir og eftir seinni
heimsstyrjöld og aðstoð við Íslend-
inga í Hollandi.
Útför Aðalheiðar var gerð frá
bálfararstofu Den en Rust í
Bolthoven, Hollandi, 1. september.
þeirra eru Viktoría,
f. 4. maí 1942, Sturla,
f. 25. nóvember 1947
og Pieter, f. 17. ágúst
1949. Barnsmóðir
Sturlu er Josee, f. 27.
maí 1949 í Hollandi.
Börn þeirra eru Sten
Snorri, f. 16. janúar
1979, Salka Sterre, f.
1. júlí 1980 og Jón
Hendrik, f. 29. janúar
1983. Eiginkona Piet-
ers er Elisabeth
Eelkje, f. 2. júní 1948
í Hollandi. Börn
þeirra eru Berber, f. 16. maí 1980,
Gunnar Jasper, f. 14. október 1981
og Bjarni Wugbold, f. 2. júlí 1984.
Aðalheiður ólst fyrstu árin upp á
Tálknafirði en flutti til Reykjavík-
ur á unglingsárum. 18 ára gömul
stofnaði hún ásamt öðrum konum
Starfsstúlknafélagið Sókn. Hún
var fyrsti formaður félagsins og
árum saman fylkti hún liði með því
fólki sem barðist fyrir mannsæm-
Látin er í Hollandi merkiskonan
Aðalheiður (Heiða) Spans Hólm
fædd Sigurgarðsdóttir, rétt tæplega
níræð. Hún fæddist tuttugasta sept-
ember 1915 á Eysteinseyri við
Tálknafjörð.
Saga Heiðu er merkilegri en
margra annarra. Hún ólst upp í föð-
urhúsum þar sem nýsköpun var í
gangi. Faðir hennar var ekki feiminn
við nýjungar, sem stundum voru öðr-
um til furðu. Heiðu varð því snemma
ljóst að öðruvísi má, ef það er til bóta.
Það mótaði líka hug hennar til vinnu
kvenna í þjóðfélaginu. Hún hlaut að-
eins tveggja ára menntun í Ungl-
ingaskólanum í Bíldudal og varð síð-
an að „feta sig út í heiminn“, eins og
hún orðaði það. Henni fannst líka að
hún þyrfti að berjast fyrir rétti sín-
um til að teljast gjaldgeng og æskan
væri undirbúningur fyrir ævina.
Hún lét ekki segja sér fyrir verkum
ef hún áleit þau óréttlát. Hún hóf að
halda uppi málsvörn fyrir vinnukon-
ur og aðrar verkakonur. Það fór ekki
hljóðlaust fram og setti oft hroll að
stjórnmálamönnum og atvinnurek-
endum þeirra tíma. Það varð líka til
þess að hún og aðrar baráttukonur
stofnuðu Starfsstúlknafélagið Sókn
20. júlí 1934. Þá var Heiða aðeins
tæplega 19 ára gömul. Mörg ár eftir
það háðu Sóknarkonur, með for-
manninn Heiðu Hólm í broddi fylk-
ingar, marga orrustuna fyrir rétti
kvenna, oft með góðum árangri, en
því stríði er ekki enn lokið.
Heiða lagði sig fram við að læra á
menninguna. Bókmenntir voru fyrir
hendi á næstum hverju heimili og
hún varð aldrei fullmett af þeim Hún
lærði líka að meta tónlist í litlum og
ljótum skúr sem stóð innarlega á lóð
bak við stórt og mikið hús við Lauf-
ásveginn. Vinur hennar, verkamað-
urinn Runólfur Pétursson, hafði gef-
ið henni lykil að kofanum, eða
villunni sinni, eins og hann kallaði
hann. Þar geymdi Runólfur það sem
honum var kærast í lífinu, stóran
grammófón, hljómplötur og bækur
sem þöktu alla veggi. Þar kúrðu þeir
Beethoven, Liszt og Wagner hlið við
hlið, síðan komu Mendelsohn, Ravel
og Debussy og eru bara fáir nefndir.
Öll stærstu tónskáld heimsins lágu
þar fest á skífur og hafði Heiða aldrei
augum litið annað eins safn. Sjálf
segir hún í ævisögu sinni „Veistu ef
vin þú átt“: „Á sunnudagsmorgnum,
meðan frómar konur eins og hún
mamma mín og Auður Gísladóttir
fóru saman í Fríkirkjuna, labbaði ég
inn á Laufásveginn og átti einveru-
stund með tónlist heimsins. Um há-
degisbil komum við mamma aftur
heim í Miðstræti 8, heilagar á svipinn
báðar tvær, þó af ólíku tilefni væri.“
Árið 1940 hitti Heiða eftirlifandi
mann sinn, Wugbold Spans. Hann
fæddist í Kampen í Hollandi nærri
þremur mánuðum á eftir henni eða
hinn 19. nóvember 1915. Wugbold,
sem fljótlega var kallaður Holli
vegna ríkisfangsins, var þá loft-
skeytamaður á hollensku kaupskipi
og sigldi hann alla seinni heimsstyrj-
öldina. Það var því sjaldan sem þau
gátu hist. Þau voru gefin saman á
lýðveldisárinu 1944 og að stríði loknu
settust þau að í Hollandi. Þau eign-
uðust þrjú börn, Viktoriu, Sturlu og
Pieter. Holli hætti fljótlega sigling-
um og vann ýmis störf þar til hann
fékk stöðu sem upplýsingafulltrúi við
Háskólasjúkrahúsið í Utrech. Hann
sat í ein átta ár sem borgarfulltrúi
Utrechtborgar. Heiða og Holli voru
mjög samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur.
Heimili þeirra varð fljótlega mið-
stöð Íslendinga sem settust að í Hol-
landi, annaðhvort til náms eða fastr-
ar búsetu. Þau hjónin gátu veitt
ómælda aðstoð við að finna fólki hús-
næði eða vísa því veg í ranghölum
hins opinbera. Heiða fékk því fljót-
lega viðurnefnið „amma allra Íslend-
inga í Hollandi“ og margir þeirra
sem hún hjálpaði urðu ævilangir vin-
ir hennar.
Það var eftir stofnun Vinafélags
Íslands og Hollands árið 1980 að leið-
ir okkar Heiðu lágu saman. Hún var
einn af stofnendum þess og ritari í
mörg ár. Alla tíð síðan hef ég með
mismiklu millibili heimsótt þau hjón
og alltaf farið saddur heim, bæði á
líkama og sál. Þá var sest við eldhús-
borðið, drukkið kaffi eða eitthvað
sterkara, og rætt um landsins gagn
og nauðsynjar, bókmenntir, tónlist
og allt annað sem gefur lífinu til-
gang. Ég er líka sannfærður um að
ef þjóðarleiðtogar, prelátar og aðrir
pótintátar hefðu lagt það í vana sinn
að setjast öðru hverju við eldhús-
borðið hjá Heiðu og Holla, væri
heimurinn eilítið bjartari. Með þeirri
víðsýni og glöggskyggni sem ein-
kennir fólk sem hefur ferðast um all-
an heim og kynnst menningu heims-
ins höfðu þau þann eiginleika að sjá
hlutina í einfaldleika sínum og finna
lausnir á málum sem öðrum voru
flókin. Með snefil af almennri skyn-
semi, blandað greind og skilningi,
komu þau fyrr en aðrir auga á mögu-
legar lausnir án þess að missa sjónar
á aðalatriðinu: Alþýðan er mikilvæg-
ari en fáir.
Mér finnst það verðugt að enda á
vísdómi úr ævisögu Heiðu. Þar segir
hún: „En hver ætli eigi sig sjálfur?
Að eiga sig sjálfur og eiga um leið fé-
lag með öðrum. Um þá togstreitu
snýst lífið.“ Ég held ég tali fyrir hönd
alla Íslendinga sem nutu návistar við
hana hér í Hollandi, að horfin er mik-
il kona og mikill vinur. Ég óska
Holla, börnum og öðrum vanda-
mönnum styrks í lífinu framundan.
Árni Þór Eymundsson.
Ég stóð á járnbrautarstöð í Ut-
recht einn fagran sumardag árið
1982 af því að Ásmundur Matthías-
son faðir minn hafði sagt að ég yrði
að hitta Aðalheiði Hólm frænku okk-
ar að vestan sem búið hafði í Hol-
landi í mörg ár. Hún væri svo merki-
leg manneskja. Og sem ég stóð þarna
og beið kom hjólandi til mín á svörtu
Möwe-reiðhjóli kona sem leit hreint
ekki út fyrir að vera tæplega sjötug,
kynnti sig sem Heiðu og bauð mér að
setjast á bögglaberann því hún ætl-
aði að reiða mig heim í Selvasdreef.
Með viðkomu á blómamarkaði kom-
umst við heilar í höfn á hjólinu henn-
ar Heiðu ásamt dúsíni af gladíólum
og mér var boðið inn að hitta Holla,
eiginmann frænku minnar. Móttök-
urnar voru höfðinglegar. Þær voru
líka svo hlýjar. Þetta fólk, sem ég
hafði aldrei séð fyrri, umfaðmaði mig
með gæsku og kátínu, áhuga og
skilningi. Og þar með hófst vináttu-
samband sem hefur átt ríkan þátt í
að koma mér til manns. Aðalheiður
var lærimeistari minn þegar ég var
yngri og hetjan mín þegar ég eltist.
Hún kenndi mér að vera forvitin um
öll svið tilverunnar, að víkka sjón-
deildarhring minn í gegnum bók-
menntir og heimspeki og gerði mér
ljóst gildi samræðunnar. Í rúm tutt-
ugu ár áttum við sterkan vinskap í
gegnum heimsóknir mínar til Hol-
lands og heimsóknir hennar og
þeirra hjóna til Íslands, í gegnum
sendibréf og óteljandi millilandasím-
töl. Ég var alltaf jafnhrifin af því hve
hugur Heiðu var sterkur og leitandi
og dáðist að gáfum hennar og lífs-
þrótti. Heiða leitaði eftir að ræða við
ungt fólk til að skynja straum sam-
tímans og lagði fram til hins síðasta
einatt í ævintýraleg ferðalög um
heiminn til að kynna sér menningu
og sjónarmið. Faðir minn og Heiða
voru þremenningar, hún frá Tálkna-
firði og hann Patreksfirði. Ég fann
alltaf hversu sterkar rætur hún hafði
á Íslandi og hversu innilega vænt
henni þótti um landið okkar og
tungumálið. Heiða mun ætíð eiga sér
stað í hjarta mínu sem minn einkar
kæri og sanni vinur og lífskennari.
Ég bið Holla vini mínum, börnum
þeirra Heiðu og barnabörnum bless-
unar.
Steinunn Ásmundsdóttir.
Einstök kona er fallin frá. Einstök
í þeim skilningi að hún skilur eftir sig
merkilega sögu sem aldrei mun
gleymast. Einstök fyrir það að þora,
vilja og geta. Einstök fyrir það að
breyta eins og hjarta hennar sagði
henni. Einstök fyrir að standa með
sinni réttlætiskennd.
Þessi kona er Aðalheiður Hólm
Spans sem nú er látin í Hollandi en
hún var sem ung kona driffjöðrin í
því að stofna Starfsstúlknafélagið
Sókn.
Það voru sex konur sem unnu á
heilbrigðisstofnunum sem komu
saman árið 1934 úti í Vífilsstaða-
hrauni og fjölluðu um kjör og aðbún-
að starfsstúlkna á Vífilsstöðum,
Landspítalanum og Kleppsspítala.
Þær unnu að stofnun félags til að
geta komið fram og samið um betri
AÐALHEIÐUR PÁLÍNA SIGUR-
GARÐSDÓTTIR HÓLM SPANS
✝ Sigurður Jóns-son fæddist í
Hafnarfirði 17. sept-
ember 1924. Hann
lést á LSH í Fossvogi
29. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jón G.
Sigurðsson vélstjóri,
f. 23.9. 1899, d.
17.10. 1979, og Sess-
elja Sigurjónsdóttir,
f. 26.11. 1898, d.
16.2. 1982. Systir
Sigurðar er Sigrún
K. Jónsdóttir, f.
30.12. 1932.
Sigurður ólst upp í Hafnarfirði.
Hann lauk vélstjóraprófi árið 1948
og það sama ár kvæntist hann eft-
irlifandi eiginkonu sinni Sigríði Jó-
hannesdóttur, f. 21.7. 1927. For-
eldrar hennar voru hjónin
Jóhannes B. Sigfús-
son, f. 24.7. 1894, d.
13.10. 1948, og
Helga Jónsdóttir, f.
3.8. 1905, d. 16.7.
1983. Börn Sigurðar
og Sigríðar eru:
Helga Sigurðardótt-
ir, f. 4.8. 1949, gift
Ólafi Sverrissyni, og
Jóhannes B. Sig-
urðsson, f. 5.4. 1951,
kvæntur Hrönn Rík-
arðsdóttur. Sigurð-
ur lætur eftir sig
fimm barnabörn.
Börn Helgu eru Sigríður, Björgvin
Unnar og Svanhvít Hekla. Börn Jó-
hannesar eru Hrund og Björg.
Langafabörn Sigurðar eru fjögur.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 16.
Í dag kveð ég hinsta sinni Sigga
afa.
Allt frá því afi hélt í litlu höndina
mína svo ég yrði ekki hrædd við bast-
nornina í vinnuherberginu hans, hef-
ur hann ásamt ömmu gætt mín og
leiðbeint í gegnum lífið.
Hjá bastnorninni glamraði ég
frumsamin tónverk á orgelið hans afa
þar til hann tók af skarið og leiddi
mig inn í fyrsta píanótímann minn.
Þar með hafði hann afgerandi áhrif á
líf mitt og síðar barnanna minna sem
ósjaldan spiluðu fyrir langafa sinn.
Ávallt naut hann þess að hlusta hvort
sem fingurnir hittu á rétta staði á
strengjum fiðlunnar eða gítarsins.
Höndin hans afa var hlý og mjúk
og hún leiddi mig oft og víða á þeim
35 árum sem ég naut þeirra forrétt-
inda að vera litla Siggan hans afa. Að-
eins viku fyrir andlátið horfði ég á eft-
ir afa leiða litla dóttur mína að
fánastönginni í garðinum þeirra
ömmu. Saman drógu afi og yngsta
langafabarnið hans fána að húni.
Þetta var í síðasta skipti sem hann
gerði það en minningin mun lifa með
okkur mæðgum um ókomna tíð.
Ég tók í höndina hans afa í síðasta
skipti skömmu áður en hann sofnaði
svefninum langa. Hún var enn hlý og
mjúk og veitti ómetanlegan styrk á
erfiðri stundu.
Ljúfur og fallegur engill hefur
slegist í för með englahópnum á
himnum. Þaðan mun hann vaka yfir
öllum þeim sem honum þótti vænt um
þar til við finnum hlýju höndina hans
aftur.
Ég mun sakna þín, elsku afi.
Sigríður Ólafsdóttir.
Elsku afi. Síðustu daga hafa ófáar
klukkustundir liðið þar sem hugsanir
um þig hafa verið mér efstar í huga.
Allar góðu minningarnar sem ég á
um þig sem munu alltaf lifa þrátt fyr-
ir að þú sért sofnaður svefninum
langa.
Ég man þegar ég var lítil og fékk
oft að koma og gista hjá ykkur ömmu
í Álfhól eins og húsið ykkar var oft
kallað innan fjölskyldunnar. Þú hafð-
ir óendanlegan tíma fyrir okkur og
varst eins fullkominn afi og hægt er
að óska sér.
Í 24 ár varst þú stór hluti af lífi
mínu og sýndir öllu því sem ég tók
mér fyrir hendur svo mikinn áhuga
að það var virkilega gaman að sýna
þér hvað ég var að læra í skólanum
eða að segja þér frá hvað á daga mína
hafði drifið.
Þegar ég fór til Svíþjóðar grunaði
mig ekki að fimm dögum eftir að ég
kæmi heim myndi afi í Álfhól vera dá-
inn. Þær fréttir voru það síðasta sem
mig langaði að heyra og þótti mér
verst að geta ekki verið hjá þér og
sagt bless við þig í eigin persónu. Ég
bað mömmu og ömmu um að knúsa
þig frá mér sem ég veit að þær gerðu
og ég hugga mig við það.
Ég veit að þú ert á góðum stað og
líður vel núna og fylgist með og pass-
ar okkur.
Elsku besti afi, takk fyrir allar
yndislegu samverustundirnar. Ég
mun alltaf sakna þín.
Hvíl í friði.
Þín
Svanhvít Hekla.
Afi var góður við okkur.
Afi var ótrúlega skemmtilegur.
Afi var rosalega flottur.
Afi tók oft til í garðinum sínum.
Afi var hjálpsamur.
Afi gaf okkur margt.
Afi spilaði fallega á píanó.
Afi kunni að spila á mörg hljóðfæri, líka
á sög og greiðu.
Afi átti stórt sverðasafn.
Afi var mjög þakklátur.
Afi var mjög jákvæður.
Afi var með mjúkt enni.
Afi var með fallegt hvítt hár.
Afi var oft með bindi.
Afi sýndi okkur gamlar myndir.
Afi kunni að galdra.
Afi var litríkur.
Við heimsóttum afa oft en nú er hann
dáinn og kominn í Himnaríki.
Við söknum hans.
Snorri Steinn og Ágústa
Sól Stefánsbörn Thors.
Elsku afi. Ástarþakkir fyrir allar
góðu stundirnar sem við fengum að
eiga með þér.
SIGURÐUR
JÓNSSON