Morgunblaðið - 05.09.2005, Side 28
28 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Lager- og
sendisveinn óskast
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Mjög fjölbreytt starf í boði.
Nánari upplýsingar sendist á netfangið
bjarni@ri-verslun.is
✝ Anna MaríaSigurbjörns-
dóttir fæddist á
Féeggstöðum í
Barkárdal 17. sept-
ember 1913. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á
Blönduósi 30. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurbörn
Ingimar Þorleifs-
son bóndi, f. 16.
apríl 1875, d. 9. maí
1924, og Guðrún
Margrét Guðmundsdóttir, f. 15.
apríl 1886, d. 25. september 1927.
Systkini Önnu voru Herbert,
Kári, Þorleifur, Þráinn og Sig-
urbjörn, sem allir eru látnir, og
Kristín, sem er 96 ára gömul á
Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
eldrar hans voru Pétur Guðjóns-
son, f. 7. sept. 1860, d. 19. febrúar
1919, og Guðrún Friðriksdóttir, f.
2. nóvember 1877, d. 7. mars
1934. Börn Önnu og Valdimars
eru: 1) Reynir Steingrímur lækn-
ir, kvæntur Ingu Sigurpálsdótt-
ur, 2) Halla Björg sjúkraliði í
Bandaríkjunum, gift Ronald
Smith, 3) Gunnbjörn flugstjóri,
var kvæntur Margréti Magnús-
dóttur, látin. 4) Gunnar Valdimar
framkvæmdastjóri, sambýliskona
Soffía Jónasdóttir. Fyrrverandi
eiginkona er Vigdís Óskarsdóttir.
Anna og Valdimar ráku brauð-
gerð og verslun víða um landið,
s.s. í Hrísey, á Blönduósi, Akur-
eyri, í Reykjavík og Stykkis-
hólmi. Í Reykjavík vann hún í 9
ár við sælgætisgerð, lengst af
sem verkstjóri. Síðustu æviárin
voru þau hjón búsett á Blönduósi,
en eftir andlát Valdimars vistað-
ist hún á sjúkradeild Heilbrigð-
isstofnunarinnar á Blönduósi.
Útför Önnu fór fram í kyrrþey
frá Höfðakapellu á Akureyri 10.
ágúst.
Hálfsystkini Önnu,
börn Sigurbjörns og
fyrri konu hans, Jón-
ínu Bjarnadóttur, f.
15. sept. 1878, d. 23.
des. 1904, voru Sig-
ríður, Þorleifur og
Jónas, þau létust öll
úr tæringu af völd-
um bráðaberkla.
Fjölskylda Önnu
Maríu bjó í Bauga-
seli í Barkárdal þeg-
ar faðir hennar lést
og heimilið leystist
upp vegna veikinda
móðurinnar. Framtíðarheimili
Önnu varð í Auðbrekku í Hörg-
árdal hjá hjónunum Önnu Ein-
arsdóttur og Valgeiri Árnasyni.
Anna giftist Valdimari Péturs-
syni bakarameistara, f. 10. ágúst
1911, d. 22. október 1994. For-
Elskuleg tengdamóðir mín hefur
lokið jarðvist sinni í hárri elli, þau
nálguðust 92 árin er hún lést. Faðir
minn og hún voru þremenningar en
sjálf þekkt ég hana lítið fyrr en ég
varð tengdadóttir hennar. Þá tókst
með okkur góð vinátta og við deild-
um sama heimili nokkur ár í Reykja-
vík – sorg sem gleði. Þar var Reynir
eiginmaður minn við nám í lækn-
isfræði. Anna var þá verkstjóri í sæl-
gætisgerð. Starf sem hún kunni vel
við. Hún var virt og vinsæl meðal
samstarfsfólks og vinnuveitenda.
Anna María hafði átt glaða og
góða bernskudaga hjá foreldrum og
systkinum og sterkar rætur undir
háum fjöllum Hörgárdals og Bark-
ársdals. Þegar hún var aðeins 10 ára
að aldri dó faðir hennar og mikil
veikindi móðurinnar urðu til þeirrar
miklu ógæfu að heimilið leystist upp.
Þá var „næsta framtíðarheimili“
Önnu Maríu hjá hjónum í Auð-
brekku í Hörgárdal, þeim Önnu Ein-
arsdóttur og Valgeiri Árnasyni.
Voru þá að alast þar upp synirnir
Stefán, Þorsteinn, Þórir og Guð-
mundur.
Anna fluttist síðan til Akureyrar
18 ára gömul. Skömmu eftir það
skref á lífsbrautinni kynntist hún
mannsefni sínu, unga og fallega bak-
aranemanum, honum Valdimari Pét-
urssyni, sem síðar varð bakara-
meistari og mjög fær iðnaðarmaður
sinnar greinar. Saman hófu þau síð-
an baráttu fyrir tilverunni, sem oftar
en ekki varð barátta erfiðis og átaka,
til dæmis þegar þau stofnsettu
fyrsta iðnfyrirtækið á Blönduósi árið
1936. Brauðgerð Valdimars Péturs-
sonar, þvílíkt hugrekki og framsýni
og það á kreppuárunum miklu, og
jafnframt „úti í dreifbýlinu“.
Samhliða stóru heimili gekk Anna
að verulegu leyti inn í ýmsa vinnu
tilheyrandi brauðgerð og verslun.
Einnig voru þau hjón með þónokk-
urn veitingarekstur á stríðsárunum
og gekk vel. Eftir 12 ára starfsemi á
Blönduósi fluttu þau hjón til Akur-
eyar og 6 árum síðar til Reykjavíkur
gagngert til þess eins og auka
menntunarmöguleika barna sinna.
Ung hafði Anna María þráð að
menntast en aðstæður leyfðu ekki
slíkan munað. Sú dapurlega stað-
reynd varð til þess að hún hvatti
þeim mun kröftugar börn sín og
barnabörn til náms. Það munu hafa
verið hennar gleðilegustu stundir er
þau luku góðum náms- og starfsár-
angri, sum með „láði“. Þótt Anna
hefði margvíslegum störfum að
sinna gætti þessi ekki á útliti hennar
frá degi til dags, því hún var alltaf
vel snyrt og aðlaðandi, svo athygli
vakti. Hagsýn húsmóðir, gestrisin
og góð heim að sækja. Maturinn úr
hennar höndum var frábær, að allra
mati. Ekki var hún stór að vexti til en
stórbrotin persónuleiki, skapmikil og
ákveðin, þrátt fyrir viðkvæma sál.
Margvíslegur sársauki frá æskuár-
unum bjó alla tíð með henni hið
innra. Dauði foreldra, aðskilnaður
við systkini og missir heimilis. Hug-
urinn dvaldi tíðum við Baugasel. Er
hún sjálf hafði stofnað til heimilis
voru það gleðistundir miklar að hafa
systkini sín í heimsókn. Afar frænd-
rækin var Anna María.
Þessi kvenskörungur var orðin 48
ára er hún tók bílpróf og eftir það ók
hún mikið um landið sitt og hafði af
því ómælt yndi. Fossar og fjöll voru
hennar uppáhald í landslaginu. Hún
var mjög áhugasöm um bridge-spila-
mennsku, tók þátt í keppnum og náði
vinningsárangri á stundum.
Síðar á ævinni þá bæði komin á
áttræðisaldurinn, fluttu Anna og
Valdimar aftur til Blönduóss. Keyptu
þar hluta af húseign Gunnars sonar
síns. Þá fóru sjúkdómar og ellihrum-
leiki að segja til sín og var gott að
njóta aðstoðar Gunnars og fjölskyldu
hans, heilsugæslunnar og hjúkrunar-
fólks. Eftir andlát Valdimars árið
1994 fór Anna til fastrar dvalar á
hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnun-
arinnar á Blönduósi. Hafði heilabilun
með sinni þokukenndu ásókn þá ver-
ið að færast yfir hana í nokkur ár. Á
nefndri stofnun naut hún afburða
góðrar aðhlynningar og á starfsfólkið
þar miklar þakkir skildar frá fjöl-
skyldu Önnu Maríu. Einnig Gunnar,
sonurinn sem hafði umsjón með
hennar málum.
Hinn 10. ágúst 1961, á fimmtugs-
afmæli Valdimars tengdaföður míns,
fæddist mér sonur sem hlaut nafnið
Valdimar. 10. dag ágústmánaðar
kom enn, og þá þriðja sinnið, við
sögu er nú 44 árum síðar var dag-
urinn sá útfarardagur tengdamóður
minnar.
Kæra tengdamóðir. Ég veit að þú
trúðir staðfastlega á framhaldslíf
fyrir frelsiverk Drottins Jesú Krists.
Því er það ekki hvað síst að ég kveð
þig með þakklæti fyrir mig og mitt
fólk, minnug orða Jesú er Hann
sagði: Ég lifi og þér munuð lifa!
Þótt hinsta hvíla sé hulin moldu,
þá Jesús enn lifir ofar foldu.
Inga Sigurbjörg
Sigurpálsdóttir, Akureyri.
Mig langar að minnast Önnu vin-
konu minnar og mágkonu móður
minnar með nokkrum orðum. Anna
var yngst sjö systkina frá Végeirs-
stöðum í Fnjóskadal. Þegar ég
kynntist þeim hjónum Önnu og
Valdimar Péturssyni fyrst 1939
bjuggu þau á Blönduósi. Valdimar
var bakarameistari og ráku þau bak-
arí á staðnum. Þau eignuðust fjögur
börn. Svo liðu árin og bakarahjónin
fluttust til Akureyrar og þaðan
seinna til Reykjavíkur. Þá kynntist
fjölskylda mín Valda móðurbróður
mínum og hans fólki enn betur.
Anna var falleg kona, dugleg og
skemmtileg. Við Valgeir, maðurinn
minn, fórum oft út að skemmta okk-
ur með Önnu og Valda, Unu móður
minni, sem Valdi kallaði alltaf
frænku, og Ingþóri, manni hennar.
Svo vorum við Anna duglegar að
fara saman á spilakvöld til að spila
félagsvist. Við vorum báðar á bílum
og skiptumst á að keyra. Anna kom
oft til mín í Sigtúnið og stundum
þrifum við saman bílana okkar og þá
ákváðum við oft að skella okkur á
spilakvöld. Svo eftir kvöldmat kom
Anna sallafín, alltaf glöð og í góðu
skapi. Við gerðum að gamni okkar
og fórum oft með vísur sem við höfð-
um lært.
Elsku Anna mín, ég veit að Guð
hefur tekið vel á móti þér og þú hitt
Valda þinn aftur. Ég bið Almættið
að varðveita þig og blessa, mín góða
vinkona. Þakka þér öll fallegu jóla-
kortin sem ég geymi vel. Hlakka til
að hitta þig aftur.
Þín vinkona og frænka,
Ragna (Agga).
ANNA MARÍA SIGUR-
BJÖRNSDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langam-
ma og langalangamma
MARGRÉT GÍSLADÓTTIR
Hólmgarði 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. september.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Jens Kristjánsson,
Kristín María Þorvaldsdóttir, Sigurður Halldór Ólafsson,
Jón Þorvaldsson,
Karen Þorvaldsdóttir, Jakob Steingrímsson,
Ásgeir Þorvaldsson, Halldóra Ásgeirsdóttir,
Ragnar Þorvaldsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Sigurður Frímann Þorvaldsson, Sigríður Þ. Ingólfsdóttir,
Hildur Þorvaldsdóttir, Baldur Hreinsson
og fjölskyldur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
UNNUR EINARSDÓTTIR,
Nesbala 70,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 25. ágúst sl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 6. september kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast Unnar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Sigurður K. Brynjólfsson,
Einar Sigurðsson, Jarþrúður Guðnadóttir,
Auður G. Sigurðardóttir, Tryggvi Svansson,
Guðrún Einarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR RAGNAR KARLSSON
málarameistari,
Núpalind 8,
Kópavogi,
lést á Landakotsspítala aðfaranótt sunnudagsins
4. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrefna Einarsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HAFDÍS MATTHÍASDÓTTIR
Leirubakka 14,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum laugardaginn 3.
september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Bjarki Friðgeirsson,
Friðgeir Bjarkason, Ingibjörg Zoëga,
Ísabella Björk Bjarkadóttir, Reynir Þorsteinsson,
Viktor Elvar Bjarkason
og barnabörn.
Móðir mín,
HELGA EIRÍKSDÓTTIR
Eskihlíð 14a,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 3.
september.
Margrét J. Stefánsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg-
unblaðið í fliparöndinni – þá birt-
ist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frekari
upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt). Ekki er unnt að senda lengri
grein. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur, og votta þeim sem kvaddur
er virðingu sína án þess að það
sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um
foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer
fram og klukkan hvað athöfnin
hefst. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni und-
ir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar