Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DÝRLEGT GRÍN
OG GAMAN OG
FRÁBÆR
SKEMMTUN
FYRIR ALLA.
DÝRIN TALA OG
ÞAÐ MEÐ STÆL.
SEBRAHESTUR
ER ÁKVEÐINN
AÐ GERAST
VEÐHLAUPA
HESTUR HVAÐ
SEM TAUTAR
SÝND BÆÐI
MEÐ ENSKU
OG
ÍSLENSKU
TALI
NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA
DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG
Dramatísk, rómantísk og stórbrotin eðalmynd með Óskarsverðlaunahafanum,
Charlize Theron og spænsku blómarósinni, Penelope Cruz.
HANN ER RÖNG HESTATEGUND...
EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN!
SÝND MEÐ ENSKU TALI
NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA
DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG
Strákarnir okkar kl. 6.15 - 8.15 og 10.20
Racing Stripes m/ensku tali kl. 5.50 - 8 og 10.10
Head in the Clouds kl. 5.30 - 8 - 10.30 b.i. 16
The Skeleton Key kl. 8 og 10.10 b.i. 16
Herbie Fully Loaded kl. 6
The Island kl. 8 og 10.30 b.i. 16
Batman Begins kl. 5.30 b.i. 12
MIKIL stemning var á Grand-
Rokki á laugardagskvöldið
þegar rokksveitirnar Singa-
pore Sling og Kimono leiddu
saman hesta sína. Þetta var í
fyrsta skipti sem þessar tvær
sveitir spiluðu á tónleikum
saman svo tónleikagestir urðu
vitni að sögulegum viðburði.
Húsið var fullt og mikið stuð
á mannskapnum því þetta voru
síðustu tónleikar þessara sveita
í bili, enda leggja þær báðar
leið sína á erlenda grund á
næstunni. Singapore Sling
heldur síðar í mánuðinum til
New York þar sem hún spilar á
CMJ Festival. Eftir það er ferð-
inni svo heitið til Berlínar þar
sem sveitin spilar á annarri tón-
listarhátíð.
Kimono-menn eru að færa
höfuðstöðvar sínar til Berlínar
og ætla að dvelja þar vetur-
langt við lagasmíðar og tón-
leikahald. Aðdáendur sveit-
anna verða því að sýna
þolinmæði þangað til þær snúa
aftur á klakann.
Tónleikar | Singapore Sling og Kimono á GrandRokki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Singapore Sling-liðar halda síðar í mánuðinum til New York þar sem hljómsveitin spilar á CMJ Festival. Margir
sáu sveitina um helgina á seinustu tónleikum þeirra á landinu í bili.
Kvöddu
fóstur-
jörðina
með rokk-
tónleikum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kimono-menn létu sitt ekki eftir liggja og trylltu lýðinn með lögum af nýja
disknum sínum, Arctic Death Ship.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Singapore Sling og Kimono leiddu saman hesta sína á GrandRokki á laugardag-
inn og var það í fyrsta skipti sem þessar tvær sveitir spiluðu á tónleikum saman.
SÍÐASTLIÐINN laugardag voru
opnaðar tvær sýningar í Kling &
Bang galleríi, Laugavegi 23.
Önnur sýningin kallast Banners
Bright og er eftir Malcolm Green.
Malcolm sýnir þar prentaða refla
og notar hann texta og myndefni á
sinn hátt, þar sem myndefnið
breytir merkingu og innihaldi
textans og öfugt.
Hin sýningin er COSMOSIS –
Tauþrykk, sem er sameiginlegt
verk þeirra Godds, Bjarna H. Þór-
arinssonar og Ómars Stef-
ánssonar.
Myndheimar þessara listamanna
standa algerlega fyrir sínu sér en
sameiginlega eignast þeir nýjan
blóma.
Sýningarnar standa til sunnu-
dagsins 25. september og er Kling
& Bang gallerí opið fimmtudaga
til sunnudaga frá klukkan 14:00-
18:00.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikið var um dýrðir í galleríi Kling og Bang á Laugaveginum um helgina
þegar tvær sýningar voru opnaðar.
Opnanir | Tvær nýjar sýningar
í Kling og Bang
Kling og Bang sýnir
tauþrykk og refla
ÞAÐ var mikill barningur í Hljóð-
færahúsinu í Reykjavík á laug-
ardaginn þegar þar var haldinn
trommudagurinn mikli. Fjöldi
fólks lagði leið sína í húsið til að
heyra áslátt þekktra trommusnill-
inga. Þeir sem komu fram voru
Jón Björn úr Brain Police, Gunn-
laugur Briem, Arnar Gísla úr Ens-
ími, Halli Gísla úr Botnleðju,
Bjössi úr Mínus og Eysteinn úr
Pöpunum.
Tónlist | Trommudagurinn mikli í
Hljóðfærahúsinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnlaugur Briem barði trommurnar af mikilli einbeitingu fyrir gesti á
trommudeginum mikla í Hljóðfærahúsinu á laugardaginn.
Trommað í tilefni dagsins